Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 Æstu þig, æstu þig, æstu þig. Þú ert um-kringd af óréttlæti og ættir helst aðöskra.“ Ég eins og margir aðrir hreifst af keppnisatriði stúlknanna úr mínum gamla skóla, Hagaskóla, í hæfileikakeppni grunnskól- anna, Skrekk. Atriðið, þar sem þessi ljóðlína kem- ur fyrir, hefur verið mjög til umfjöllunar á sam- félagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum og hlotið afar jákvæð viðbrögð að því er virðist. Frá mínum bæj- ardyrum séð var það framsetningin, samstillt framkoman og krafturinn sem frá þessum 15 ára stelpum stafaði sem gerði atriðið að verðskulduðu vinningsatriði. Vissulega hæfileikaríkar stúlkur þar á ferð. Hins vegar höfðaði boðskaður verksins ekki til mín, að því marki sem ég yfirleitt skildi hann. Af viðtölum við höfunda verksins og söngtexta, sem lýst hefur verið sem femínískum, má ráða að stúlkurnar séu mjög reiðar vegna framkomu ann- arra í þeirra garð. Textinn fjallar um stúlku sem reyndi að „brjóta boxið“, reyndi að komast út úr staðalímynd sem henni var ætlað að falla inn í. Um leið er textinn hins vegar svo gegnsýrður af staðalímyndum kvenréttindabaráttu 8. áratug- arins að ætla mætti að hann hafi ollið upp úr kell- ingu á mínum aldri en ekki 15 ára stelpum sem ég held að hafi alist upp með í höndunum allt það sem heimurinn hefur yfirleitt að bjóða. Og þó. Í text- anum er fundið að því að krafa um kurteisi sé höfð uppi í samfélaginu. Það er vissulega nýtt sjónar- mið í jafnréttisbaráttunni. Eins og það er margt gott sem jafnréttisbarátta kvenna hefur skilið eftir sig og áorkað síðustu hundrað ár þá finnst mér það sorglegt ef hún er nú að staðna eða jafnvel hverfa aftur til þess tíma þegar hún gjarnan byggðist á því að upphefja konur á kostnað karla. Því er haldið fram að það sé auðveldara að vera strákur á Íslandi í dag en stelpa. Samt sýna rannsóknir að strákum líður mun verr í skóla en stelpum, þeir eiga erfiðara með lestur og eru í miklum meirihluta þeirra sem greindir eru með raskanir ýmiss konar. Til hvers eiginlega vísar „feðraveldið“ í söngtexta hinna 15 ára hagskælinga? Kannski til allra þeirra mið- aldra karla sem skipuleggja ekki málfund án þess að leita til konu um framsögu, jafnvel þótt fundur- inn fjalli um líf með blöðruhálskirtli. Eða kannski til stelpnanna sem hafa stýrt skólablöðunum og gert með þeim skólasystrum sínum lífið leitt eins og fjallað hefur verið um nýlega. Jafnrétti er mannréttindi einstaklinga, ekki hópa. Ég vona að hæfileikaríku Vesturbæingarnir syngi einhvern tímann um rétt einstaklinganna til þess að vera virtir á eigin forsendum en ekki ann- arra af sama kyni. Ég skal þá dansa með. Róum okkur * Eins og það er margt gottsem jafnréttisbaráttakvenna hefur skilið eftir sig og áorkað síðustu hundrað ár þá finnst mér það sorglegt ef hún er nú að staðna eða jafnvel hverfa aftur til þess tíma þegar hún gjarnan byggðist á því að upphefja konur á kostnað karla. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Rithöfundurinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir skrifaði á Facebook í vikunni: „Sko þetta er ekki svo skrítið, Danir gera þetta, Frakkar gera þetta, Banda- ríkjamenn gera þetta, Þjóðverjar gera þetta, Japanir gera þetta, Spán- verjar gera þetta, Tyrkir gera þetta og svo er verið dag eftir dag að býsnast yfir því hvað fái unga menn til að gera þetta … hvað fær unga menn til að ganga í herinn alstaðar í heiminum!“ Leikarinn, grínistinn og ritstjór- inn með meiru, Þorsteinn Guð- mundsson, fékk mikil viðbrögð við þessari færslu sinni á Twitter: „Það jákvæða við þennan Donald Trump er hvað maður upplifir sjálfan sig sífellt gáf- aðari með hverjum deginum sem líður.“ Rithöfundurinn og bókmennta- fræðingurinn Haukur Ingvars- son bauð upp á játningu á Face- book í vikunni: „Þar til nýlega stóð ég í þeirri trú að Darth Vader héti Dark Waiter, mér fannst nafnið mjög rökrétt því hann væri ein- hvers lags þjónn Keisarans. Ég hélt líka að almenna afstæðiskenningin væri einhvers lags popular útgáfa af afstæðiskenningunni sérstaklega sniðin að hinum almenna lesanda #ekkitabú.“ Og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack skrifaði á Twitter: „Var beðin að vera á brjóstunum í áramótaskaupinu vegna #freethe- nipple. Fyrir 0 peninga. Takk samt fyrir að hafa samband.“ Og hún bætti við: „Og þetta er ekki í þágu málstaðarins, heldur dagskrárgerðarinnar. Ef þetta væri svona lítið mál hefði konan bara átt að vippa sér úr sjálf.“ AF NETINU Vettvangur Þriðja árið í röð hefur átakinu „Gefðu gjöf sem yljar“ verið hleypt af stað en tilgangur þess er að þeir sem dvelja á geðdeild, sambýlum eða annars konar búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða um jólin fái jólagjöf en fyrir nokkrum árum var það af- numið í sparnaðarskyni að sjúkling- ar sem liggja inni um hátíðirnar fái gjöf með fjárframlagi úr ríkissjóði. „Þeir sem liggja inni á geðdeild um jólin er fólk sem er oft mjög illa statt og á jafnvel ekki marga að eða hefur einfaldlega ekki tækifæri til að hitta sína nánustu um jólin. Þá er eðlilega ofboðslega mikilvægt að fá einhverja jólagjöf og þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Fjöldi fólks sem var á geðdeild um síðustu jól fékk eingöngu jólagjöf í gegnum þetta verkefni,“ segir Bergþór G. Böðvarsson sem gegnir starfi full- trúa notenda á geðsviði LSH. „Þá hefur það líka gert mikið fyr- ir starfsfólk að sjá að það eru ekki bara sumir sem fá pakka heldur all- ir.“ Bergþór bætir við að það sé ótrú- legt að sjá hvað jólagjöf geti glatt mikið. Ég man eftir að það voru nokkrar úlpur gefnar síðast og ég hitti sjúkling með sælusvip sem sagði að þetta væri besta og hlýj- asta flík sem viðkomandi hefði eign- ast í mörg, mörg ár.“ Stjórn félagsins „Gefðu gjöf sem yljar“ er í góðu samstarfi við stjórn- endur á geðdeildum og búsetuúr- ræðum fyrir geðsjúka sem aðstoðar félagið við að para saman gjafir og viðtakendur svo vel passi. Innpökkun lýkur 12. desember og ekki er tekið við gjöfum eftir þann tíma, en félagið hefur tvo innpökk- unardaga í desember þar sem sjálf- boðaliðar hjálpast að við að pakka gjöfum. Gott er ef fólk á kost á að pakka gjöfinni inn og láti fylgja með upplýsingar um innihald pakkans. Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja gefa gjöf sem yljar, styrkja verkefnið eða fá frekari upplýsingar má senda tölvupóst á netfangið gefdugjofsemyljar@gmail.com og bankareikningur samtakanna er 0331-26-1547 og kennitalan 600514- 0400. Gjafir á geðdeild Sokkar, húfur, treflar, rúmföt, bækur, snyrtivörur eða konfekt er eitthvað sem er gott að stinga í pakkann í átakinu „Gjöf sem yljar“. Morgunblaðið/Kristinn FJÖLDI FÓLKS SEM VAR Á GEÐDEILD SÍÐUSTU JÓL FÉKK EINGÖNGU JÓLAGJÖF Í GEGNUM ÁTAKSVERKEFNIÐ „GEFÐU GJÖF SEM YLJAR“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.