Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 31
22.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 * Sjónvarp og netið eru frábær vegna þessað þau koma í veg fyrir að heimskt fólkverji of miklum tíma úti á meðal almennings. Douglas Coupland Fóbos, annað tveggja tungla Mars, er í aðeins 6.000 km fjar- lægð frá reikistjörnunni og stefnir í árekstur eftir 30-50 milljón ár. Þá er talið að tunglið muni sundrast og leifarnar falla á Mars sökum þyngdarkrafta milli Mars og Fóbos. Árekstur í vændum! Aðeins einum degi eftir að myndir af nýrri hleðslustöð fyrir Apple-úrið láku í fjölmiðla hefur Apple sett tækið í sölu. Líkt og gjarnan vill verða með vörur frá Apple hafa margir beð- ið eftir hleðslustöðinni með töluverðri eftirvæntingu en ólík- legt er þó að langar raðir mynd- ist fyrir framan verslanir Apple. Það sem helst gerir hleðslustöð- ina spennandi er að hún hleður Apple-úrið þráðlaust; notendum dugir að leggja úrið ofan á hleðslustöðina til að hlaða raf- hlöðuna. Að sjálfsögðu er hleðslustöðin stílhrein og þægileg í notkun eins og notendur Appple eru fyrir löngu búnir að venjast frá fyrirtækinu. Hleðslustöðin kost- ar rúmar 10 þúsund krónur eða 79 dollara og er tengd með USB-tengi. APPLE KYNNIR ÞRÁÐLAUSA HLEÐSLU Hleðslustöðin komin Þægilegt að geta bara lagt úrið á hleðslustöð- ina og fengið hleðslu. Netöryggi er flestum stórum sem smáum fyrirtækjum mik- ilvægt. Gífurlega mikil samskipti fara fram í gegnum netið og mörg fyrirtæki og einstaklingar geyma viðkvæmar upplýsingar á tölvubúnaði sem þarf að vera nettengdur. Microsoft hefur nú komið til móts við viðskiptavini sem óttast fjölda net- og tölvuárása með uppsetningu á því sem fyrirtækið kallar Cyber Defense Operation Center eða CDOC. Tilgangur þessa seturs er fyrst og fremst að bregðast við hvers konar tölvuárásum sem gerðar eru á hugbúnað fyrirtækisins. Þá munu starfsmenn þess einnig leita uppi og laga hvers kyns öryggisgalla sem finnast í búnaði Microsoft. Starfsmenn CDOC verða í beinu sambandi við sérfræðinga um allan heim og setrið verður starfrækt allan sólahringinn, alla daga ársins. Hvort umhorfs verður eins og í bíómyndum þar sem menn hlaupa um og horfa á atburði í beinni útsendingu á stórum skjám og gefa skipanir er óvíst en öruggt er að þessar nýju hug- myndir Microsoft munu verða til þess að tryggja enn frekar öryggi notenda. MICROSOFT VILL AUKA NETÖRYGGI Miðstöð gegn hökk- urum Óprúttnir aðilar gera sér það gjarnan að leik að brjótast inn í tölvur fólks. Getty Images FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Sena kynnir í samstarfi við The Royal Opera House óperurnar Cavalleria Rusticana og Pagliacci eftir Pietro Mascagni og Ruggero Leoncavallo. Óperurnar tvær eru stuttar, en hvor um sig álitin meistaraverk höfundar síns. Nú eru þær sýndar saman í nýrri uppfærslu hins margverðlaunaða Damiano Michielettos, sem stað- setur óperurnar í fátæku þorpi á Suður-Ítalíu þar sem mafían ræður ríkjum. Verkin fjalla bæði um myrkar hliðar ástríðufullra ástarsambanda sem leiða til ofbeldis og afbrýðisemi. Aðalhlutverk: Eva-Maria Westbroek, Aleksandrs Antonenko, Dimitri Platanias, Carmen Giannattasio. Leikstjóri: Damiano Michieletto. Hljómsveitarstjóri: Antonio Pappano MOGGAKLÚBBURINN 25% AFSLÁTTUR Á TVÆR ÓPERUR CAVALLERIA RUSTICANA OG PAGLIACCI SEM VERÐA SÝNDAR SAMTÍMIS Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ THE ROYAL OPERA HOUSE 10. DES. KL. 19.15 Í HÁSKÓLABÍÓI Almennt miðaverð 2.500 kr. Moggaklúbbsverð 1.875 kr. Hægt er að kaupa miða á afslætti á eMidi.is og í miðasölu Háskólabíós gegn framvísun Moggaklúbbskortsins. Hvernig fæ ég afsláttinn? Farðu inn á eMidi.is og veldu þér miða. Veldu fjölda miða í Moggaklúbbsglugganum, settu inn kóðann: mblvetur15til16 og haltu síðan áfram. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.