Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Ert þú að rannsaka
orku og umhverfi?
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir
námsmenn og rannsóknarverkefni á sviði
umhverfis- og orkumála.
Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum.
Þess vegna felast mikil verðmæti í íslensku hugviti
til að auka þekkingu á orku og umhverfismálum.
Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2016
eru í heild allt að 56 milljónir króna.
Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða
doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála.
Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orku-
mála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu
sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema
og öðrum útgjöldum.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á
landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum
verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2016.
Andríki fjallar um „Sókn-aráætlun í loftslagsmálum“
sem stjórnvöld settu saman fyrir
ráðstefnu í París á næstu dögum.
Andríki bend-ir á að ann-
að af tveimur
tölusettum
markmiðum í
sóknaráætl-
uninni sé að los-
un gróðurhúsa-
lofttegunda frá sjávarútvegi
minnki um 40% til ársins 2030.
Þetta líti út fyrir að vera metn-
aðarfullt markmið, en þegar haft
sé í huga að upphafsárið sem mið-
að er við er 1990, þá horfi málið
öðruvísi við, því að þegar hafi
dregið úr losuninni um 38%.
En eins og Andríki bendir ásegir þetta líka aðra sögu.
Stundum sé sagt að kvótakerfið
hafi loks verið fullskapað hér á
landi árið 1990, „kvótinn hafi orð-
ið sæmilega traust eign sem gat
gengið kaupum og sölum. Vafalít-
ið á kvótakerfið sinn þátt í því að
dregið hefur úr olíunotkun í sjáv-
arútvegi því það gefur miklu betri
færi til skipulagningar veiða en
önnur og fyrri kerfi. Skipum hef-
ur því fækkað og dregið úr orku-
þörf.“
Og Andríki bendir á að þetta sé„í raun frábært dæmi um
hvernig ná má árangri í orku- og
umhverfismálum án skatta, boða
og banna. Orkusparnaður er inni-
falinn í góðum kerfum á borð við
íslenska fiskveiðistjórnunarkerf-
ið.“
Það er ekki slæmt veganestifyrir íslensku fulltrúana, sem
eins og fram hefur komið munu
fara um ráðstefnusvæðið í stórum
hópum, að geta bent á hvernig
bæta má nýtingu auðlinda jarð-
arinnar.
Árangur langt
umfram væntingar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.11., kl. 18.00
Reykjavík -2 skýjað
Bolungarvík -3 snjókoma
Akureyri -2 alskýjað
Nuuk -11 skýjað
Þórshöfn 2 skúrir
Ósló 7 skýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Helsinki 7 skúrir
Lúxemborg 0 skýjað
Brussel 5 skýjað
Dublin 5 skúrir
Glasgow 5 léttskýjað
London 12 skýjað
París 3 alskýjað
Amsterdam 7 súld
Hamborg 5 heiðskírt
Berlín 3 léttskýjað
Vín 3 alskýjað
Moskva -3 alskýjað
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 8 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -11 léttskýjað
Montreal 12 alskýjað
New York 14 léttskýjað
Chicago 5 skúrir
Orlando 25 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:37 15:55
ÍSAFJÖRÐUR 11:10 15:33
SIGLUFJÖRÐUR 10:54 15:14
DJÚPIVOGUR 10:13 15:18
Forrannsókn á matarsóun heimila í
Reykjavík bendir til að a.m.k. 5.800
tonnum af mat og drykk sé hent af
reykvískum heimilum árlega, en 17
heimili tóku þátt í rannsókninni.
Þetta samsvarar a.m.k. 4,5 millj-
örðum króna, að því er fram kemur í
niðurstöðum rannsóknar á matar-
sóun, en það var Landvernd sem
gerði rannsóknina í samvinnu við
Reykjavíkurborg. Rannsakendur
telja matið varfærið og að mat-
arsóun kunni að vera enn meiri, en
frekari rannsóknir vanti.
Samkvæmt mælingum inni á
sautján heimilum hendir hver ein-
staklingur um 48 kílóum á ári sem
gerir um 150 þúsund krónur fyrir
fjögurra manna fjölskyldu. Sú upp-
hæð dugar fyrir einu kílói af lamba-
kótelettum og léttu meðlæti í hverri
viku.
Skráðu niður hverju var hent
Ef dregið yrði úr matarsóun um
20% væri 1.150 tonnum minna hent
af mat sem þýddi um 900 milljóna
sparnað fyrir íbúa Reykjavíkur í
heild sinni. Tæplega 18,5 milljóna
króna sparnaður yrði vegna gjalda
fyrir meðhöndlun úrgangs, segir í
tilkynningu um skýrsluna.
Tilgangur forrannsóknarinnar var
að fá vísbendingar um umfang
matarsóunar á reykvískum heim-
ilum og reyna hérlendis þær aðferð-
ir sem eru notaðar til að mæla mat-
arsóun annars staðar í heiminum.
Heimilin 17 svöruðu tveimur spurn-
ingalistum varðandi hegðun og við-
horf gagnvart matarsóun og skráðu
niður allan mat og drykk sem var
hent yfir viku tímabil í matar-
dagbók.
Borgarbúar henda 5.800 tonnum af mat
Rannsókn gerð á matarsóun á 17 heimilum Matarsóun kann að vera meiri