Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, kveðst ánægður með að ríkið vilji ræða við landeigendur um möguleg kaup þess á eignarhluta landeigenda að Geysis-svæðinu. „Við gerðum ríkinu tillboð fyrir góðum mánuði, eins og fram hefur komið. Við höfum alltaf viljað setjast niður með þessum sameiganda okkar, ríkinu, sem er, eins og kunn- ugt er, minnihlutaeigandi að þessu svæði. Við viljum finna einhverja lausn til frambúðar, vegna þess að það gengur einfaldlega ekki að hafa fyrirkomulagið á Geysis-svæðinu með þeim hætti sem er þar nú. Við höfum rekist í þessu í mörg ár, en alltaf mætt bæði seinlæti og tómlæti af hálfu ríkisins,“ sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var spurður hvort ekki væri ástæða til bjartsýni, fyrst ríkið hefði fallist á samningaviðræður: „Guð láti gott á vita,“ sagði Garðar og sagði að landeigendur hefðu alltaf verið tilbúnir til viðræðna. Aðspurður hvaða verðhugmyndir landeigendur væru með, sagði Garðar að þeir teldu það ekki vera í sína þágu að gera þær hugmyndir opinberar. „Ég held að það væri óábyrgt að vera að ræða slíkt, á þessu stigi málsins,“ sagði Garðar. Garðar segir að af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins, séu það á bilinu 70% til 72% ferðamanna sem heimsækja Geysis-svæðis. Sá fjöldi haldist í hendur við þann fjölda sem heimsækir Þingvelli. Áætla megi að gestir svæðisins á þessu ári nálgist eina milljón. Höfum mætt tómlæti frá ríkinu Morgunblaðið/Eggert Fjöldi Áætlað er að í ár heimsæki um það bil ein milljón erlendra ferðamanna Geysis-svæðið, en þangað koma 70% til 72% allra erlendra ferðamanna.  Um ein milljón skoðar Geysi á þessu ári Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferð- arhraðann á Hringbraut, Miklu- braut og Sæbraut að hluta,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipu- lagsráðs Reykja- víkur, en ráðið fjallaði í vikunni um tillögu að lækkun hámarks- hraða á Miklu- braut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/ klst. Eins og fram kom í blaðinu í gær var tillögunni vísað til starfshóps um umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar. Að sögn Hjálmars á eftir að skipa í starfshópinn og stendur til að gera það á næsta fundi ráðsins. Í blaðinu í gær gagnrýndi Ólafur Kr. Guð- mundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi, þessa tillögu harðlega. Taldi hann tillöguna enga lausn á umferðar- þunganum um Miklubraut, mengun myndi aukast en ekki minnka eins og fram kæmi í tillögunni, en Ólafur er jafnframt varamaður í umhverf- is- og skipulagsráði fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Ranghermt var í tilvís- unarfrétt á forsíðu að búið væri að samþykkja þessa tilllögu í ráðinu. Hjálmar segir það útúrsnúning af hálfu Ólafs að halda því fram að til- lagan sé einhver allsherjarlausn. Hún sé bara eitt lítið skref. Hann segir starfshópinn m.a. koma til með að skoða hvort ástæða sé til að minnka umferðarhraðann, með þeim rökum að vestur fyrir Kringlumýrarbraut sé komið inn inn á miðborgarsvæði. „Slíkt hefur verið gert víða, eins í Helsinki og Malmö og ýmsum borg- um. Þar hefur hámarksumferðar- hraði verið lækkaður niður í allt að 40 km/klst. á stórum miðborgar- svæðum,“ segir Hjálmar og bendir jafnframt á að íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferð- armálum. „Þeir hafa vakið athygli á óbæri- legu ástandi í húsunum næst Miklu- braut, út af mikilli og hraðri um- ferð. Út frá því sjónarmiði er að mínu mati full ástæða til að skoða það alvarlega að minnka hraðann þarna. Lengi vel var haft uppi slag- orðið „hraðinn drepur“. Það hefur komið í ljós að ef bíll á 50 kílómetra hraða keyrir á gangandi vegfaranda þá eru 80% líkur á að viðkomandi látist. Ef bíllinn er á 30 kílómetra hraða þá eru 80% líkur á að vegfar- andinn lifi það af. Aukinn hraði veldur aukinni svifryksmengun og hann veldur auknum hávaða. Mikill umferðarhraði gerir borgina óvist- væna og ekki örugga fyrir gangandi vegfarendur og börn,“ segir Hjálm- ar og rifjar upp að nýlega hafi orðið alvarlegt umferðarslys á Hring- braut þegar ungur drengur fót- brotnaði. Íbúar við Hringbraut hafi einnig vakið athygli á miklum hraða vestan Melatorgs og hið sama megi segja um íbúa við fleiri götur í borginni. Samráð við Vegagerðina Fram kom í blaðinu í gær að Miklabrautin um Hlíðar er þjóðveg- ur í þéttbýli og á umráðasvæði Vegagerðarinnar. Ekki hefur verið haft samráð við hana um að minnka umferðarhraðann. Hjálmar segir starfshópinn koma til með að hafa samráð, en fulltrúi frá Vegagerðinni hafi ásamt lög- reglunni setið fund nýlega með um- hverfis- og skipulagsráði til að ræða þessi mál. Þar hafi meirihluti ráðs- ins komið því skýrt á framfæri að hann teldi umferðarhraðann í borg- inni of mikinn. Hraðaminnkun bara lítið skref  Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar telur æskilegast að lækka hámarkshraða á Miklubraut, Hringbraut og Sæbraut Morgunblaðið/Ómar Umferð Miklabraut er með umferðarþyngstu götum borgarinnar, einkum að morgni og síðdegis. Hjálmar Sveinsson FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Viðræður samtaka á vinnumarkaði um útfærslu Salek-ramma- samkomulagsins hafa gengið ágæt- lega að undanförnu en skv. heim- ildum Morgunblaðsins er nú komið babb í bátinn og vaxandi áhyggjur af því að ríkisstjórnin hefur enn engar tillögur kynnt til að uppfylla hlut stjórnvalda í samkomulaginu. Í viðræðum ASÍ og SA er unnið að gerð kjarasamnings um breytingar á gildandi samningum og aðlögun forsenduákvæða að Salek- samkomulaginu en endurskoðun samninga þarf að vera lokið fyrir 1. febrúar. Þó tillögur ríkisstjórn- arinnar séu sagðar vera tilbúnar fyr- ir nokkru síðan um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir aðra um- ræðu á Alþingi, hefur það valdið miklum óróa meðal forsvarsmanna á vinnumarkaði að þar virðist ekki vera gert ráð fyrir aðgerðum til að greiða fyrir Salek-viðræðunum. Þetta er sagt geta sett alvarlegt strik í reikninginn Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í gær að lækki tryggingagjaldið ekki á næsta ári séu kjarasamningar fyrir tíma- bilið 2016-2018 í uppnámi. ,,Samn- ingarnir voru gerðir í kjölfar hörð- ustu átaka á vinnumarkaði í áratugi og yfirvofandi hættu á allsherj- arverkfalli sem hefði lamað atvinnu- lífið og einangrað landið á tímum mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu. Samningarnir eru atvinnulífinu dýr- ir en var ætlað að skapa frið á vinnu- markaði til ársloka 2018,“ skrifar Þorsteinn Skora SA á Alþingi að lækka tryggingagjaldið og hjálpa atvinnu- lífinu við að viðhalda friði á vinnu- markaði og hleypa á sama tíma lífi í ný fyrirtæki frumkvöðla sem eru nú að feta sín fyrstu skref í atvinnulíf- inu. Tryggingagjald lækki Bæði SA og ASÍ höfðu gert ráð fyrir að skilað yrði til baka þeirri hækkun sem hefur orðið á trygg- ingagjaldinu á seinustu árum í ljósi þess að atvinnuleysi hefur minnkað mikið. Við blasi að stokka þurfi upp á milli Atvinnuleysistryggingasjóðs og Fæðingarorlofssjóðs og halda launþegasamtökin því fram að nú sé orðið tímabært að auka réttindin í fæðingarorlofinu og að samstaða ætti að vera um að það verði gert. Almenna tryggingagjaldið er í dag 2½% hærra en það var fyrir kreppuna 2008. Gert hefur verið ráð fyrir því í viðræðunum skv. heim- ildum Morgunblaðsins að hálft pró- sent af þessari hækkun trygginga- gjaldsins verði látið renna til Fæðingarorlofssjóðs til þess að auka réttindin í fæðingarorlofi. Bæði SA og sveitarfélögin höfðu svo vonast til að 2% lækkun tryggingagjaldsins myndi vega upp á móti auknum kostnaði þeirra vegna kjarasamn- inganna. Skv. heimildum blaðsins lá það fyrir þegar gengið var frá ramma- samkomulagi Salek-hópsins að at- vinnulífið treysti sér ekki til uppfylla það og fylgja launastefnu ríkisins eins og hún birtist í gerðardómi í ágúst sl., nema stjórnvöld kæmu með mótvægisaðgerðir, aðallega með lækkun tryggingagjaldsins. Skv. starfsáætlun Alþingis átti 2. umræða um fjárlögin að hefjast sl. fimmtudag. Ekkert bólar á tillögum ríkisins vegna Salek  Viðræður á vinnumarkaði gætu far- ið út um þúfur setji ríkisstjórnin ekki fram tillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga Morgunblaðið/Styrmir Kári Undirskrift Skrifað var undir Sa- lek-samkomulagið í október. Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.