Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lánveitendum verður heimilt að veita lántakendum fasteignalán þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu greiðslumats að vissum skilyrðum uppfylltum, samkvæmt frumvarpi um fasteignalán til neytenda sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Meðal skilyrða sem uppfylla þarf er að lánveitandi fái frekari upplýs- ingar frá neytanda sem sýna fram á að líklegt sé að hann geti staðið í skil- um með lánið og lánveitandanum ber að skjalfesta rökstuðning fyrir þess- ari ákvörðun. Strangari skilyrði gengislána Í greinargerð er bent á að þó skylt sé í dag að láta framkvæma lánshæf- is- og greiðslumat áður en fasteigna- lán er veitt, þarf neytandi ekki að standast matið til þess að lánveiting sé heimil, að því gefnu að virði veða eða annarra trygginga sem hann leggur fram sé meira á þeim tíma þegar lánið er veitt en heildarfjár- hæð lánsins. „Staðan á markaðnum er hins vegar sú að lánveitendur neita neytendum í langflestum til- fellum um slíka lánveitingu ef niður- staða greiðslumats er neikvæð, óháð því að þeim ber ekki skylda til þess að lögum,“ segir í greinargerðinni. Í frumvarpinu er kveðið á um ýmsar breytingar varðandi fast- eignalán en það var samið af nefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði 12. janúar 2014 og tekur það mið af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um lánssamninga fyrir neyt- endur. „Í kjölfar efnahagskreppunn- ar 2008 hefur Evrópusambandið lagt mikla áherslu á að bæta regluverk á sviði fjármálaþjónustu til að draga úr líkum á að slík fjármálaáföll verði aftur,“ segir í umfjöllun um tilefni lagafrumvarpsins. Tekið er fram að lögfesting þess feli ekki í sér miklar efnisbreytingar frá gildandi rétti en þar er þó m.a. lagt til að neytandi þurfi að uppfylla strangari skilyrði við greiðslumat fasteignaláns sem tengist erlendum gjaldmiðlum heldur en vegna fast- eignalána almennt. Þó meginreglur um uppgreiðslu lána haldist að mestu óbreyttar eru engu að síður lagðar til breytingar á hámarki uppgreiðslugjalds, sem lán- takinn þarf að greiða ef hann greiðir upp lánið fyrir gjalddaga, þannig að það verði stigvaxandi eftir því hversu mörg ár eru eftir af láninu. Í núgildandi lögum miðast hámark uppgreiðslugjalds við 1% af eftir- stöðvum íbúðaláns, óháð líftíma láns- ins, nema ef eitt ár eða styttra er eft- ir af láninu en þá miðast hámarkið við 0,5% af eftirstöðvum. Lagt er til í frumvarpinu að hlut- fallslegt hámark uppgreiðslugjalds breytist úr 1% af fjárhæð endur- greiðslu sem fylgt er í dag og það verði í staðinn að hámarki 0,2% af eftirstöðvum lánsins fyrir hvert heilt ár sem eftir lifir af fastvaxtatímabili lánsins. Breytingunni er ætlað að stuðla að auknu framboði fasteignalána með föstum vöxtum í lengri tíma, sér í lagi á óverðtryggðum lánum að því er segir í skýringum á þessari til- lögu. „Breytingin mun leiða til lækk- unar á fjárhæð uppgreiðslugjalda fasteignalána með stutt fastvaxta- tímabil, svo sem 3-5 ár, og vonandi stuðla að auknum möguleikum neyt- anda til að taka lán með föstum vöxt- um til langs tíma,“ segir í útskýr- ingum frumvarpsins. Lánveitanda skylt að veita skýrar upplýsingar Ítarlegar skyldur eru lagðar á lán- veitandann um að veita lántakanum eða neytandanum upplýsingar um lántökuna og útskýra samninga. „Ef um er að ræða verðtryggt lán skal útskýra fyrir lántakanda að vextir lánsins eru raunvextir og ár- leg hlutfallstala kostnaðar reiknast einnig á raunvirði, þ.e. miðað við óbreytt verðlag. Jafnframt skal veita neytanda upplýsingar um sögulega þróun verðlags svo að honum verði ljóst að krónutala greiðslna sam- kvæmt samningnum ræðst ekki að- eins af upphaflegri fjárhæð og vöxt- um heldur einnig af þróun verðvísitölunnar,“ segir þar. Þá er kveðið á um að óheimilt sé að binda samning um fasteignalán eða lánstilboð því skilyrði að neytandi geri samning um kaup á annarri að- greindri fjármálaafurð eða fjármála- þjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamalt og nýtt Fyrir 2003 voru öll langtímalán til fasteignakaupa verðtryggð en óverðtryggðar skuldir eru nú um 14% af fasteignaskuldum heimila. Í ágúst sl. voru 50% nýrra lánveitinga innlánsstofnana til fasteignakaupa verðtryggð lán en í júní í fyrra var það hlutfall mun hærra eða 72%. Geti fengið lán þrátt fyrir neikvætt greiðslumat  Breytingar á hámarki uppgreiðslugjalds fasteignalána í stjórnarfrumvarpi Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú stærsta verkefni sitt á árinu en það er sérsök aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember vegna jóla- haldsins. „Markmið aðstoðarinnar er að gera fólki kleift að gleðjast með sín- um nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoð sem veitt er tekur mið af að- stæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslanir sem verða gefin út eigi síðar en 18. desember,“ seg- ir í frétt frá Hjálparstarfinu. Tekið verður á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á höfuðborg- arsvæðinu á skrifstofu Hjálp- arstarfsins, Háaleitisbraut 66. Prestar á landsbyggðinni taka við umsóknum til og með 11. desember. Alls bárust 1.455 umsóknir fyrir jól 2014 og í heild er áætlað að 3.929 einstaklingar hafi notið aðstoðar. Jólaaðstoð ársins undirbúin Hjálparstarf Sjálfboðaliðar sjá um að flokka fatnað og raða í hillur. Grikklandsvinafélagið Hellas stendur fyrir fyrirlestrum um Platon í fyrirlestrarsal Þjóðar- bókhlöðunnar laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 14.00. Fyrirlesarar eru Eyjólfur Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við Óslóarháskóla, og Robert Jack sem nýlega lauk doktorsprófi í plat- ónskum fræðum við Háskóla Ís- lands. Eyjólfur K. Emilsson byggir um- fjöllun sína, sem hann nefnir „Hin mörgu andlit Platons“, á þeim um- mælum breska fræðimannsins A.N. Whiteheads að öll heimspeki eftir daga Platons sé ekki annað en neðanmálsgreinar við verk hans og leitast fyrirlesarinn við að draga fram sannleikskjarnann í þeim. Ró- bert Jack nefnir mál sitt „Um það sem Platon gerði dauður.“ Fundur- inn er öllum opinn. Fyrirlestrar um Platon Nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn Árskóla á Sauðárkróki fóru í sína árlegu Friðargöngu snemma í gærmorgun. Foreldrar hafa einnig tekið þátt í göngunni, en leiðin liggur jafnan frá skólanum, eftir Skagfirðingabraut og upp á Nafirnar svonefndu, þar sem kveikt er á krossinum við kirkjugarðinn. Ljós lifir á krossinum fram yfir jól og áramót en athöfnin markar upp- haf aðventunnar hjá bæjarbúum. Nemendur og kennarar mynduðu keðju upp kirkjustíginn og fluttu þangað ljós þar til kveikt var á krossinum. Þetta var í 15. sinn sem Friðargangan fór fram. Að athöfn lokinni var gengið til baka í skólann og allir fengu kakó og piparkökur. Friðarganga í 15. sinn hjá Árskóla á Sauðárkróki Ljósmynd/Feykir Frumvarp fjármála- og efnahags- ráðherra um fasteignalán veitir Fjármálaeftirlitinu heimild til að setja reglur um hámark veðsetn- ingarhlutfalls fasteignalána til neytenda að fengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Há- markið getur numið 60–90% og getur verið mismunandi eftir tegundum lána og hópum neyt- enda. Gert er ráð fyrir auknu svigrúmi við veitingu fast- eignaláns vegna kaupa á fyrstu fasteign. Í ágúst sl. skulduðu heimili 1.390 milljarða kr. vegna fast- eignakaupa, þar af 197 milljarða vegna óverðtryggðra lána. Hámarkið geti verið 60-90% FME GETI SETT REGLUR UM VEÐSETNINGARHLUTFALL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.