Morgunblaðið - 28.11.2015, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Hafðu okkur
með í ráðum
569 6900 08:00–16:00www.ils.is
Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi
og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar
sem er á landinu.
Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar
að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert
að fara út í.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra telur Morgunblaðið hafa
rangtúlkað ummæli sem það hafði
eftir Matthias Brinkmann, sendi-
herra ESB á Ís-
landi. Var haft
eftir Brinkmann
að ESB-umsókn-
in sem samþykkt
var á Alþingi
2009 væri mögu-
lega enn í gildi.
Eftir að viðtal-
ið birtist óskaði
Morgunblaðið
eftir viðtali við
Gunnar Braga.
Þeim beiðnum var ekki svarað á
miðvikudag og fimmtudag. Það
gerðist svo í gærmorgun að aðstoð-
armaður ráðherrans hafði samband
við blaðamann í kjölfar ítrekaðrar
beiðni um samtal við utanríkisráð-
herrann.
Viðtalið væri svar ráðherra
Benti aðstoðarmaðurinn á viðtal
við Gunnar Braga á sjónvarpsstöð-
inni Hringbraut sl. fimmtudag.
Lauk samtalinu á þann veg að ráð-
herrann myndi ekki veita blaðinu
viðtal. Umrætt viðtal væri svar ráð-
herrans.
Samkvæmt endursögn á vef
Hringbrautar telur Gunnar Bragi
Morgunblaðið hafa rangtúlkað um-
mæli sendiherra ESB. „Gunnar
Bragi segir engu breyta hvort rykið
verði dustað af gömlu umsókninni
eða ný umsókn send, ráðherraráð
ESB þurfi hér eftir sem hingað til
að samþykkja Ísland sem umsókn-
arríki,“ sagði m.a. á vef Hringbraut-
ar.
Að sögn heimildarmanns sem hef-
ur reynslu af aðildarferli ESB þarf
að fylgja skýru verklagi í öllu sem
snýr að aðildarumsóknum. Ummæli
einstakra ráðherra og ráðamanna
um stöðu aðildarumsókna hafi ekki
formlegt gildi. Starfsmenn ESB séu
alvanir því að ráðamenn tjái sig um
stöðu aðildarviðræðna. Það hafi vak-
ið athygli starfsmanna sambandsins
að ummæli íslenskra ráðamanna á
Íslandi í tíð síðustu ríkisstjórnar
komu ekki alltaf heim og saman við
málflutning þeirra á lokuðum fund-
um með fulltrúum ESB í Brussel.
Ráðherra vísar
á sjónvarpsþátt
Utanríkisráðherra ræðir ESB-málið
Gunnar Bragi
Sveinsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Héraðsdómur Suðurlands hefur ógilt
tvær ákvarðanir meirihluta hluthafa í
Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna-
eyjum, frá 8. október 2014. Þetta eru
ákvarðanir um samruna útgerðar-
félagsins Ufsabergs útgerðar og
Vinnslustöðvarinnar og hins vegar
ákvörðun um að auka hlutafé
Vinnslustöðvarinnar.
Þetta er í annað sinn sem dóm-
stólar fjalla um samruna fyrirtækj-
anna en árið 2013 ógilti Hæstiréttur
sameiningu áðurnefndra félaga.
Dómurinn var kveðinn upp 25. nóv-
ember sl. og hefur meirihluti eigenda
Vinnslustöðvarinnar ákveðið að
áfrýja dómnum til Hæstaréttar.
Stilla útgerð ehf., í eigu bræðr-
anna Guðmundar og Hjálmars Krist-
jánssona, er minnihlutaeigandi að
Vinnslustöðinni, með um 33% eign-
arhlut.
Brjóta á rétti minnihlutans
Fram kemur í tilkynningu frá
Grími Sigurðssyni, lögmanni þeirra
bræðra, að þeir hafi talið nauðsynlegt
að fá svar dómstóla við því hvort
meirihluti hluthafa og stjórnar
Vinnslustöðvarinnar hf. væri að
brjóta á rétti minnihlutans, með sam-
runa Vinnslustöðvarinnar og Ufsa-
bergs.Nú liggi fyrir staðfesting
tveggja dómstiga á því að svo hafi
verið. Orðrétt segir m.a. í bréfi lög-
mannsins: „Héraðsdómur Suðurlands
byggir ákvörðun sína á ákvæði um
minnihlutavernd í íslenskum hluta-
félögum, rétt eins og Hæstiréttur
gerði árið 2013. Markmið verndar-
innar er að veita minni hluthöfum til-
tekin réttindi og veita ákveðið mót-
vægi þannig að meirihluti hluthafa
geti ekki, í krafti stærðar sinnar, mis-
notað aðstöðu sína á kostnað minni-
hlutans.“
Í dómi Hæstaréttar frá 26. mars
2013 segir m.a.: „...verður að líta svo á
að samningur stefnanda [Vinnslu-
stöðvarinnar] við Ufsaberg-útgerð
ehf. 10. maí 2011 hafi engan annan til-
gang haft en þann að virkja atkvæð-
isrétt eigin hluta í stefnda og snið-
ganga þannig það jafnræði og um leið
atkvæðavægi sem 3. mgr. 82. laga nr.
2/1995 er ætlað að tryggja hlut-
höfum.“
Á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar
kemur fram að lögmaður Vinnslu-
stöðvarinnar, Helgi Jóhannesson, lýsi
furðu sinni á niðurstöðu héraðsdóms
og hann muni leggja til við stjórn fé-
lagsins að dómnum verði áfrýjað til
Hæstaréttar.
Orðrétt er m.a. haft eftir lög-
manninum: „Eigendur meira en
tveggja þriðju hlutafjár VSV sam-
þykktu samruna félagsins og Ufsa-
bergs útgerðar algerlega óháð með-
ferð hinna umdeildu 2,5%. Óskiljan-
legt er að héraðsdómarinn taki ekki
tillit til þess.
Í öðru lagi er ómögulegt annað
en álykta sem svo að aðrar hvatir en
viðskiptalegar liggi að baki þessum
málarekstri minnihlutaeigenda í VSV.
Augljóst er að fyrri samruninn var fé-
laginu hagfelldur, enda fengu fyrrum
hluthafar Ufsabergs-útgerðar stærri
eignarhlut í félaginu sem gagngjald í
seinna skiptið en í því fyrra.“
Samruni ógiltur öðru
sinni fyrir dómstólum
Morgunblaðið/ÞÖK
Vinnslustöðin Samruni við Ufsaberg var ógiltur öðru sinni.
Ætla að áfrýja
til Hæstaréttar
Morgunblaðið/Ómar