Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ljóst að við erum búin að ná
ótrúlegum framförum með íslensku
sauðkindina í gegnum ræktunar-
starfið. Árangurinn er samanburð-
arhæfur við bestu kjötkyn annars
staðar í heiminum, til dæmis hvað
varðar þykkt bakvöðva,“ segir Ey-
þór Einarsson, ábyrgðarmaður í
sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins. Við uppgjör slátur-
tíðar og útgáfu Hrútaskrár fara
ráðunautar yfir stöðu ræktunar-
starfsins með bændum á Hrúta-
fundum.
Sauðfjárbændur bíða ávallt
spenntir eftir Hrútaskránni sem
kemur út í lok nóvember ár hvert.
Skráin hefur verið aðgengileg á vef
RML um tíma og prentútgáfan er
nú fáanleg. Í Hrútaskránni eru upp-
lýsingar um eiginleika 45 hrúta sem
eru á sæðingastöðvunum í Laugar-
dælum og Borgarnesi, um árangur
sæðinga og fleira.
Byrjað verður að afhenda sæði
frá sæðingastöðvunum 1. desember
og verður hægt að fá það afgreitt
fram undir jól.
Nýir og spennandi hrútar
Í Hrútaskránni eru hrútar sem
verið hafa í notkun síðustu eitt til
þrjú árin en einnig er óvenjumikið
af nýjum hrútum. Saumur frá Ytri-
Skógum og Bósi frá Þóroddsstöðum
voru langvinsælustu hrútarnir í
fyrra enda taldir hafa mikið kyn-
bótagildi. Eyþór vonast til að notk-
unin dreifist sem mest.
„Þeir hrútar sem teknir eru á stöð
eru þar vegna þess að þeir hafa eitt-
hvað sérstakt til brunns að bera. Við
teljum að hrútakosturinn sé gríð-
arlega sterkur. Þarna eru margir
nýir og spennandi hrútar og sífellt
fleiri hrútar sem bæði eru sterkir
lambafeður og ærfeður,“ segir Ey-
þór. Hann segir að þarfir bænda séu
mismunandi eftir því hvað þeir
þurfa að bæta og því sé reynt að
hafa hrútana fjölbreytta enda mark-
miðið að viðhalda helstu sérkennum
stofnsins. Flestir eigi að geta fundið
álitlegan hrút við sitt hæfi.
Eyþór telur að framfarir í sauð-
fjárræktinni skili sér vel í gegn um
sæðingahrútana. Bendir hann á að
útkoman í flokkun sláturlamba í
haust, samkvæmt bráðabirgðatölum
kjötmats Matvælastofnunar, sýni
það. Þannig hafi holdfyllingareink-
unn sláturlamba verið 8,76 að með-
altali sem sé betra en sést hafi frá
því flokkunarkerfið var tekið upp.
Fitueinkunn hafi verið 6,39 að jafn-
aði sem er næstminnsta fitueinkunn
sem sést hafi. Þá var meðalfallþungi
sláturlamba 16,2 kg sem er með því
mesta sem verið hefur.
Eyþór segir að vissulega leiki tíð-
arfarið alltaf stórt hlutverk. Gott
haust hafi bjargað miklu í ár. „Það
er magnað að fá þessa niðurstöðu í
haust, miðað við hvernig útlitið var í
vor,“ segir hann.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hrútar Nýir og spennandi hrútar eru á sæðingastöðvunum og sífellt fleiri alhliða kynbótahrútar.
Besta holdfylling slátur-
lamba sem sést hefur
Kynbótastarfið skilar árangri
Hrútaskráin er komin út
Samninganefndir Félags leikskóla-
kennara og Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar,
skrifuðu undir nýjan kjarasamning
fyrir leikskólakennara seint í fyrra-
kvöld.
Launahækkanir samkvæmt
samningnum eru afturvirkar frá 1.
júní síðastliðnum en leikskólakenn-
arar hafa verið með lausa samninga
síðan þá. „Það tekur því við samn-
ingur af samningi,“ segir Haraldur
Freyr Gíslason, formaður Félags
leikskólakennara.
Gildistími samningsins er til 31.
mars árið 2019. Kjarasamningurinn
verður kynntur um helgina og í
næstu viku.
Haraldur Freyr segir samninginn
í samræmi við þá samninga sem hafa
verið gerðir að undanförnu. Hann
verði nú lagður í dóm félagsmanna.
„Samningurinn fer í kynningu meðal
félagsmanna yfir helgina og í byrjun
næstu viku og síðan verður atkvæða-
greiðsla, sem á að vera lokið fyrir 8.
desember,“ segir hann.
Viðræðum samninganefndar
sveitarfélaganna við Félag stjórn-
enda í leikskólum var haldið áfram í
gær og enn er ósamið í viðræðum
sveitarfélaganna við Félag kennara
og stjórnenda í tónlistarskólum.
Í gær áttu samningamenn sveitar-
félaganna einnig viðræður við félög
iðnaðarmanna og sjúkraliða og fleiri
stéttarfélög starfsmanna hjá sveit-
arfélögunum, sem enn eiga ósamið.
Morgunblaðið/Frikki
Samningur í höfn Hækkanir gilda
frá 1. júní að sögn Haraldar Freys
Gíslasonar, formanns FL.
Leikskólakennarar
gera kjarasamning
Bændur sýna
nokkra hug-
myndaauðgi
í nafngiftum
hrúta sinna.
Það kemur
meðal ann-
ars fram í
úrvali þeirra sem keyptir hafa
verið á sæðingastöðvarnar. Á
þeim lista er þó aðeins einn
sem skreyttur er með nafni
listamanns.
Borkó frá Bæ í Árneshreppi
er nýr á sæðingastöð. Hann
kom vel út úr afkvæmarann-
sókn á Smáhömrum á Strönd-
um í haust. Sú skýring er gef-
in á einkennilegu nafni
hrútsins að hann heiti í höf-
uðið á Birni Kristjánssyni,
tónlistarmanni og kennara á
Drangsnesi, listamanninum
Borko.
Athygli vekur hversu margir
hrútar koma frá einstaka bú-
um. Þannig eru á sæðing-
arstöðvunum fimm hrútar frá
Heydalsá í Steingrímsfirði,
jafnmargir og frá fjárrækt-
arbúi Landbúnaðarháskólans
á Hesti. Fjórir hrútar eru frá
Ytri-Skógum undir Eyjafjöll-
um.
Einn með lista-
mannsnafn
NAFNGIFTIR
Borko á tónleikum.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Við erum ekki að fara fram á að
borgin skerði lögbundna þjónustu
vegna þess að það þurfi að endur-
nýja gervigrasvelli. Við viljum for-
gangsraða þannig að börnin njóti
vafans,“ segir Freyr Hermannsson,
faðir ungs markmanns og talsmaður
hóps sem vill nýja gervigrasvelli um
landið sem eru lausir við dekkjakurl.
Hópurinn hefur tekið saman ýmsa
punkta um dekkjakurl á gervigras-
völlum. Þar kemur fram að kostn-
aðaráætlun, sem var lögð fram á
fundi ÍTR, er um 360 milljónir króna
sé tekið tillit til allra vallarsvæða.
Fylkismenn þurfa mest, eða 71 millj-
ón og félögin KR og Fram þurfa 65
milljónir. Í niðurlagi kostnaðaráætl-
unar segir: „Flestir þessir núverandi
vellir uppfylla ekki nútíma kröfur.“
Verkfræðistofan Verkís vann áætl-
unina fyrir Reykjavíkurborg.
15 skólar með dekkjakurl
Í punktunum kemur fram að sex
af sjö gervigrasvöllum borgarinnar
séu nánast ónothæfir og þá þurfi að
endurgera. Við endurgerðina skuli
tryggja að efni af viðurkenndri gerð
verði í undirlaginu.
„Við leggjum til að það verði lagð-
ar til hliðar 200 milljónir á næsta ári
til að taka þá þrjá velli sem eru í hvað
versta ásigkomulaginu,“ segir Freyr
en frá því dekkjakurlsumræðan
komst í hámæli hefur hópurinn verið
duglegur að safna að sér upplýsing-
um, krefja sveitafélög um svör og
deila þeim áfram. Þannig hefur
Kópavogur, Hafnarfjörður og
Fjallabyggð ákveðið að setja nýtt
undirlag á sína velli í stað dekkjak-
urlsins. Borgarstjóri Reykjavíkur-
borgar hefur þó ekki séð ástæðu til
að hitta hópinn.
„Borgarstjóri hefur ekki viljað
hitta okkur. Við höfum ekki enn
fengið tíma hjá honum,“ segir Freyr
en vellir hjá fimm íþróttafélögum
borgarinnar og 15 skólum eru með
velli sem innihalda dekkjakurl.
Sex af sjö völl-
um ónothæfir
Nýtt undirlag kostar um 360 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Árbær Ungir Fylkismenn á fótbolta-
æfingu. Fylkir þarf 71 milljón króna
til þess að skipta um gervigras.