Morgunblaðið - 28.11.2015, Side 28
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Markmiðið með eflingufjarheilbrigðisþjónustuer að geta betur boðiðöllum landsmönnum,
óháð búsetu, fjöbreytta, skilvirka
og örugga heilbrigðisþjónustu, að
því er segir í frétt velferðarráðu-
neytisins um skipan starfshóps til
að móta stefnu um fjarheilbrigð-
isþjónustu. Hann var skipaður
samkvæmt þingsályktun sem Al-
þingi samþykkti 1. júlí sl. Sam-
kvæmt henni á starfshópurinn að
ljúka störfum fyrir 1. mars 2016.
Í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni kemur m.a. fram að
fjarheilbrigðisþjónusta sé ýmis
þjónusta sem veitt er með fjar-
skiptum og rafrænum hætti. „Slík
þjónusta hefur rutt sér til rúms
víða um heim undanfarna áratugi
með góðum árangri.“ Talið er að
ávinningur af öflugri fjarheilbrigð-
isþjónustu geti verið umtalsverður
og að hún muni bæta aðgengi
landsmanna að öruggri heilbrigð-
isþjónustu. Með fjarheilbrigðis-
þjónustu er hægt að bregðast við
manneklu, sérstaklega þar sem
starfsmannaskipti eru tíð. Þá dreg-
ur hún úr ferðakostnaði notenda
og heilbrigðisstarfsfólks.
Einföld og flókin þjónusta
„Dæmi um einfalda útgáfu
fjarheilbrigðisþjónustu er ráðgjöf
heilbrigðisstarfsmanna í gegnum
síma og dæmi um flókna fjarheil-
brigðisþjónustu er skurðaðgerð
með hjálp vélmenna sem stýrt er
af sérfræðingum sem staddir eru
hver í sínum heimshlutanum,“ seg-
ir m.a. í greinargerðinni. Hægt er
að veita fræðslu, sérhæfða ráðgjöf
og leiðsögn með fjarheilbrigðis-
þjónustu. Nota má tæknina „til að
leita sérfræðiráðgjafar, t.d. hjá
lækni sem er fjarstaddur en tengd-
ur í gegnum fjarskipti við tæki
sem meta líkamsástand sjúklings.
Hana má einnig nota í heima-
hjúkrun þar sem einstaklingi er
veitt aðstoð varðandi lyf, aðstoð við
sárameðferð eða aðra meðferð eftir
aðgerðir á sjúkrahúsi. Nýting vef-
myndavéla hefur aukist undanfarin
ár og snjallsímar eru til dæmis
nýttir til að fylgjast með og veita
ráðgjöf eftir skurðaðgerðir. Allar
þessar leiðir hafa víða lofað mjög
góðu og er full ástæða til að ætla
að hér á landi geti nýting
fjarheilbrigðisþjónustu verið mjög
ákjósanlegur kostur til að efla
þjónustuna sem fyrir er, bæði á
vettvangi heilsugæslu og sjúkra-
húsa.“
Ýmsar rannsóknir víða um
heim hafa sýnt fram á góðan ár-
angur af fjarheilbrigðisþjónustu.
Fjarheilbrigðisþjónusta er t.d. út-
breidd á Grænlandi og í Bretlandi.
Fjarheilbrigðisþjónusta hér
Hér á landi hefur fjarskipta-
tækni verið að einhverju leyti nýtt í
geðlækningum. Þá hefur verið
starfrækt fjarheilbrigðisþjónusta á
heilsugæslustöð Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands á Kirkjubæjar-
klaustri frá 2013 með góðum ár-
angri. Þar er læknir aðra hverja
viku en hjúkrunarfræðingur á
staðnum á vakt hina vikuna. Fjar-
heilbrigðisþjónustutæki sem kallað
er Agnes hefur komið að góðum
notum. Það samanstendur m.a. af
eyrna-, háls- og augnskoðunartæki,
hjartalínuriti, öndunarmæli, raf-
rænni hlustunarpípu, lífsmarka-
mæli sem skráir jafnóðum púls,
blóðþrýsting, hita og súrefn-
ismettun, auk stafrænnar kvik-
myndavélar sem gerir mögulegt að
sinna sjúklingum á rauntíma.
Heilbrigðisþjónusta
veitt úr fjarlægð
Gert eftir skýringarmynd HSU
Agnes Á Kirkjubæjarklaustri er búnaður til að nota við fjarheilbrigðis-
þjónustu sem kallaður er Agnes. Búnaðurinn tengist heilbrigðiskerfinu.
SÍ TR Klaustur
Agnes
Félagsþjónusta
Heilsugátt
Saga RTG
Aðrar heilsu-
gæslustöðvar Sérfræðingar
Læknar•
Hjúkrunarfræðingar•
Sjúkraþjálfarar•
Iðjuþjálfarar•
Sérfræðingar•
Næringarfræðingar•
Félagsráðgjafar•
Sjúkrahús
RTG
Domus Orkuhúsið
HSU LSH
Einstaklingurinn
og fjölskyldan
Hjú
kru
nar
fr. Sálfr.
Læknir
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Frakkar erufarnir aðvelta því
fyrir sér að ganga
til samstarfs við
Bashar al-Assad,
forseta Sýrlands, í
baráttunni við
Ríki íslams. Laurent Fabius,
utanríkisráðherra Frakk-
lands, sagði í viðtali við
frönsku útvarpsstöðina RTL
að atlagan að liðsmönnum
Ríkis íslams yrði að vera tví-
þætt, annars vegar út lofti,
hins vegar á jörðu niðri.
Frakkar gætu ekki lagt til
hermenn til að berjast á jörðu
niðri, en það gætu and-
spyrnusveitir hins Frjálsa
sýrlenska hers og arabískra
súnníta, sagði Fabius og bætti
við: „Og hvers vegna ekki líka
sýrlenskir stjórnarhermenn?“
Vesturlönd hafa hingað til
útilokað samstarf við Assad og
Francois Hollande, forseti
Frakklands, ítrekaði það
reyndar þegar hann ræddi við
Vladimír Pútín í Moskvu, en
ekki má gleyma því að orð eru
til alls fyrst. Í það minnsta
tóku sýrlenskir stjórnarand-
stæðingar þau alvarlega. Þeir
hafa brugðist hart við og segja
að slíkt samstarf muni aðeins
þjóna hagsmunum Assads,
„helsta hryðjuverkamanns-
ins“.
Ólgan í Sýrlandi hófst með
mótmælum þegar tveir ungir
drengir hurfu í dýflissur Ass-
ads eftir að hafa krotað vígorð
gegn stjórn hans á veggi. Þeg-
ar hún fór vaxandi gengu
öfgaöfl á lagið og ýttu öðrum
til hliðar. Þau nutu mun meiri
og markvissari stuðnings en
veraldlegir stjórnarandstæð-
ingar, einkum frá Sádi-
Arabíu.
Oft er talað um hinar krútt-
legu hliðar bókstafstrúar í
Sádi-Arabíu eins og að það sé
eina landið í heiminum þar
sem konur megi ekki keyra
bíla, en skuggahliðarnar eru
margar og ógnvænlegar.
Sádar hafa undanfarna ára-
tugi boðað wahabbisma, bók-
stafstrúargrein á meiði íslams
frá 18. öld. Samkvæmt wa-
habbisma á að framfylgja
sjaría-lögum, konur eiga að
vera annars flokks borgarar
og sítar og súfistar teljast
ekki sannir múslimar og eiga
að sæta ofsóknum rétt eins og
kristnir menn og gyðingar.
Má segja að undanfarin ár
hafi Sádar gengið harðar fram
en áður í að framfylgja wa-
habbisma og sú hugmynda-
fræði hefur í vaxandi mæli
rutt sér til rúms meðal
súnníta á kostnað hófsamari
viðhorfa.
Írski blaðamaðurinn Pat-
rick Cockburn, sem lengi hef-
ur fylgst með
gangi mála í
Mið-Austurlönd-
um, lýsir þessu í
bók sinni Upp-
gangur Ríkis ísl-
ams og segir að
Sádar hafi í hverju
landinu á eftir öðru lagt til fé
til að þjálfa predikara og reisa
moskur. Ekki einu sinni Ís-
land virðist Sádunum óvið-
komandi í þeim efnum. Afleið-
ingin af þessu sé vaxandi
ágreiningur milli súnníta og
síta. Hinir síðarnefndu sæti
víða um lönd ítrekað ofsókn-
um, sem séu mun heiftarlegri
en áður.
Wahabbisminn er verkfæri,
sem gæti snúist í höndunum á
stjórnvöldum í Sádi-Arabíu,
en þetta sköpunarverk þeirra
hefur nýst þeim vel til þessa
til að halda völdum og kæfa
andóf þeirra sem vilja lýðræði
og aukin mannréttindi. Þessi
hugmyndafræði á ásamt pen-
ingum frá Sádi-Arabíu snaran
þátt í uppgangi hryðjuverka-
samtakanna al-Qaeda og Ríkis
íslams.
Grimmd og liðsmanna Ríkis
íslams og virðingarleysi
þeirra fyrir menningarverð-
mætum er slegið upp, en Sád-
ar eru engir eftirbátar þeirra.
Þeir eru öllu heldur fyrir-
myndin.
Í nýlegri grein bendir rit-
höfundurinn Laila Lalimi á að
sádiarabísk stjórnvöld hafi
hálshöggvið fleiri á þessu ári
en hryðjuverkasamtökin Ríki
íslams, þau ofsæki síta og trú-
leysingja og hafi hægt og bít-
andi eyðilagt menningarleg og
trúarleg verðmæti í kringum
Mekka og Medína. „Þó tekur
enginn eftir þeim og þeir kom-
ast undan ábyrgð í hvert
skipti sem hryðjuverk eru
framin,“ skrifar hún.
Undanfarna daga hefur
Hollande farið á milli þjóðar-
leiðtoga til að mynda bandalag
gegn Ríki íslams eftir hryðju-
verkin í París 13. september.
Ýmsir aðrir eiga harma að
hefna eftir óhæfuverk hryðju-
verkasamtakanna. Daginn áð-
ur myrtu samtökin rúmlega 40
manns í sprengjutilræðum í
Beirút og 31. október létu 224
lífið þegar þau grönduðu rúss-
neskri farþegavél á leið frá
Egyptalandi til Rússlands.
Þessi atburðarás hefur orðið
til þess að utanríkisráðherra
Frakklands er farinn að viðra
hugmynd sem áður kom ekki
til greina um samstarf við
harðstjórann í Sýrlandi sem
áður mátti ekki nefna. Ekkert
hefur hins vegar verið sagt um
hvaða hlutverki Sádar eigi að
gegna í bandalaginu sem for-
seti Frakklands vinnur nú að
að setja saman.
Sádar hafa í hverju
landinu á eftir öðru
lagt til fé til að
þjálfa predikara og
reisa moskur}
Útbreiðsla öfga
É
g sá siguratriði Hagaskóla í
Skrekk 2015 í fyrsta sinn á Jafn-
réttisþingi sl. miðvikudag. Það
þarf vart að taka fram að konur
voru stór meirihluti viðstaddra.
Við sátum í stórum sal á Hilton og upptöku af
atriðinu var varpað á skjá. Ég get ekki talað
fyrir aðra en ég var hugfangin. Þegar atriðinu
lauk og myndin hvarf af skjánum laumaðist ég
til að þurrka mér um augun en þegar salurinn
kom aftur í fókus sá ég að ég var ekki ein um
að hafa komist við. Langt í frá.
Innra með mér bærðust ótal tilfinningar;
stelpurnar vöktu hjá mér aðdáun og von en
svo langaði mig líka að öskra eins og þær. Það
fauk í mig: „Djöfull í helvíti! Hvaða ömurlegi
brandari er það að hreykja sér af stöðu jafn-
réttismála á Íslandi á sama tíma og 15 ára
stelpur upplifa það svona sterkt að vera í öðru sæti, að
vera annað kynið, að taka of mikið pláss?“ hugsaði ég.
„Það er bara venjulegt að vera kölluð hóra,“ sögðu stelp-
urnar í pallborðsumræðum á Jafnréttisþinginu. Þegar
strákar eru með læti, heimta sitt pláss, þá eru þeir
„meistarar“. Stelpur sem láta í sér heyra eru bara fyrir.
Eiga stelpurnar í Hagaskóla, þessar flottu stelpur sem
hvetja kynsystur sínar til að gefast aldrei upp; eiga þær
eftir að upplifa sama kjaftæðið og konur sem eru fimm
árum eldri en þær? Tíu árum eldri? Tuttugu árum?
Vertu góð, vertu sæt, brostu. Ef einhver snertir sem má
ekki snerta getur þú sjálfri þér um kennt, þú sýndir of
mikið. Þú gafst eitthvað í skyn. Ekki vera reið, ekki sýna
tilfinningar. Ekki vera erfið. Er vandamál-
unum jafnvel að fjölga?! Eru stelpurnar að
erfa samfélag þar sem ungir menn eru orðnir
svo heilaþvegnir af klámi að þær finna sig
knúnar til að mæta kröfum um rakaðar píkur
og gróft kynlíf? Djöfull í helvíti!
Það var ein lína í texta stúlknanna sem
snerti mig sérstaklega en hún var á þá leið að
baráttan sjálf væri orðin sjálfsagður hlutur.
Það er bæði satt og sorglegt. Það finnur hver
kona sem er beitt kynbundnu óréttlæti. Sem
veit að karlmaðurinn sem situr í básnum við
hliðina fær feitara launaumslag. Sem hefur
upplifað vanmáttinn sem er fylgifiskur kyn-
ferðislegrar áreitni. Svo ekki sé minnst á
kynbundið ofbeldi.
Já, það fauk í mig. En flesta daga sigrar
vonin reiðina. Ég er þess t.d. fullviss að við
munum heyra meira af stelpunum í Hagaskóla og öðrum
ungum konum sem eru óhræddar við að láta vaða.
Eins og við var að búast vakti atriðið gremju og gagn-
rýni ekki síður en aðdáun. Í pallborðsumræðunum
sögðu stelpurnar m.a. frá því að þær hefðu verið spurð-
ar að því af hverju það var enginn strákur með í atrið-
inu. Hvar voru sjónarmið strákanna? „Þurfum við að
hafa einhverja stráka með til að hafa skoðun á skoð-
unum okkar,“ var þeirra svar. En hvað með strákana?
„Ja, það er bara ákveðið pláss til skiptanna og kannski
verða þeir að gefa eitthvað eftir,“ sögðu stelpurnar.
Kannski, segi ég. Þeir ættu a.m.k. að leggja við hlustir.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Þær þora, geta og vilja
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Kristján Þór Júl-
íusson, heil-
brigðisráðherra,
skipaði nýlega
starfshóp til að
móta stefnu og
aðgerðaáætlun
til að efla
fjarheilbrigðis-
þjónustu.
Formaður
starfshópsins er Eyjólfur Guð-
mundsson, rektor Háskólans á
Akureyri. Aðrir í hópnum eru
Guðbjartur Ólafsson, heim-
ilislæknir, tilnefndur af Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins,
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljós-
móðir, tilnefnd af Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands. Sigurður
E. Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á
Akureyri, og Helga Bragadóttir,
dósent við hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands, bæði tilnefnd af
Embætti landlæknis.
Eiga að móta
stefnuna
FJARHEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Kristján Þór
Júlíusson