Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Meiri snjó Þá glettast fer krakkakórinn/ er kemur jólasnjórinn/ og æskan fær aldrei nóg,/ meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. Þessar stúlkur kunna vel að meta snjóinn eins og höfundur vísunnar.
RAX
Strax er mér
varð ljós alvara
hryðjuverkaárás-
anna í París, að
kvöldi föstudags-
ins 13. nóvember
sl., óskaði ég eftir
því við presta og
djákna þjóðkirkj-
unnar að í mess-
um sunnudagsins
yrði sérstaklega
beðið fyrir þol-
endum árásanna. Fólki sem átti
sér einskis ills von og naut lífs-
ins með vinum og sam-
ferðafólki.
Ofbeldi er best svarað með
hugrekki og kærleika. Hin
kristna köllun kennir okkur að
feta í fótspor Jesú Krists. Eitt
af því sem hann kenndi var að
biðja. Margir þekkja mátt bæn-
arinnar. Hún hefur verið nefnd
tungumál vonarinnar. Hún er
farvegur góðra hugsana til
þeirra sem um sárt eiga að
binda. Hér heima fyrir og alls
staðar þar sem ráðist er gegn
saklausu fólki.
Öll þörfnumst við friðsælla
stunda sem færa okkur innri ró
og þrótt til að láta gott af okk-
ur leiða. Kirkjan er samfélag
kærleika og bænin er samfélag
við Guð. Slíkt samfélag á sér
stað í helgihaldi kirkjunnar og
einnig hvarvetna þar sem bæn
er beðin, heima við, á göngu-
ferð úti í náttúrunni eða í um-
ferðinni. Guð er þar. Þegar
bænarandinn er vakinn er gott
að biðja með okkar eigin orð-
um, með bænarorðum annarra
eða án orða með
því að hlusta á
Guð.
Undanfarið hafa
gefist mörg tæki-
færi til að hugsa
um það hvernig
bregðast á við of-
beldi hvers konar.
Það þarf ekki að
leita langt yfir
skammt til að sjá
birtingarmynd of-
beldis og illsku.
Orð friðarverð-
launahafans Desmonds Tutus í
íslenskri þýðingu Arinbjörns
Vilhjálmssonar minna á að
kærleikurinn er vopn í barátt-
unni gegn illsku og hatri.
Gæskan er öflugri en illskan,
ástin gegn hatrinu fer,
ljósgeislinn lýsir upp myrkrið,
lífið af dauðanum ber!
Sigurinn fæst, sigurinn fæst
því ást Guðs er næst.
Kærleiksboðskapur Krists er
sá dýrmæti fjársjóður sem öll-
um er ætlaður. Það þarf ekki
fjármagn til að eignast hann.
Hvikum hvorki frá honum né
þeim lífsgildum sem ganga út
frá dýrmæti hvers barns er
fæðist í þennan heim. Samein-
umst í bæn fyrir friði í dag og
alla daga.
Eftir Agnesi
Sigurðardóttur
»Kirkjan er
samfélag kær-
leika og bænin er
samfélag við Guð.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskup Íslands.
Biðjum fyrir friði
Með lögum um sér-
stakan saksóknara var í
fyrsta skipti heimilað að
einstaklingar gætu sam-
ið sig undan ákæru með
upplýsingagjöf. Ríkis-
saksóknari gæti, að til-
teknum skilyrðum upp-
fylltum og tillögu frá
sérstökum saksóknara,
ákveðið að einstaklingur
sem léti lögreglu eða
saksóknara í té upplýsingar eða gögn
sæti ekki ákæru þótt gögnin eða
upplýsingarnar leiði líkur að broti
hans sjálfs. Slík vitni hafa t.d. verið
áberandi í svokölluðu „Al Thani“
máli og „Stím“ máli. Í báðum þessum
málum hefur það gerst að vitn-
isburður þeirra sem hafa samið sig
frá ákæru tók stakkaskiptum eftir
slíkt samkomulag.
Þurfa ekki að svara.
Samkvæmt lögum metur dómari
hvort nægjanleg sönnun hafi komið
fram sem ekki verði vefengd með
skynsamlegum vafa, þar á meðal
hvað varðar sönnunargildi vitn-
isburðar. Trúverðugleiki vitnisburðar
getur því skipt miklu máli og þá um
leið hvort uppi séu tilvik sem kunni
að draga þann trúverðugleika í efa.
Eitt af því sem máli skiptir er að-
koma vitnisins að málinu og hvort
það hafi persónulega hagsmuni af
vitnisburði sínum, svo sem hvort
vitnið hafi fengið friðhelgi frá sak-
sókn, hvert sé inntak og umfang
slíkrar ívilnunar, hvort hún nái til
fleiri mála í rannsókn, sé jafnvel
bundin skilyrðum og þá hverjum svo
og inntak hennar að öðru leyti.
Sérstakur saksóknari hefur mót-
mælt því að vitni svari
slíkum spurningum og
hafnað að veita aðgang
að samskiptum og gögn-
um sem urðu tilefni þess
að ákveðið var að falla
frá saksókn gegn til-
teknum vitnum m.a.
með vísan til trúnaðar-
og þagnarskylduákvæða.
Dómstólar hafa staðfest
að vitnum sé óskylt að
skýra frá þessu og að
verjendur hafi ekki að-
gang að þessum gögn-
um. Þannig er tryggð ákveðin leynd
um það þegar tilteknum ein-
staklingum er veitt friðhelgi frá því
að allir séu jafnir fyrir lögum.
Réttlát málsmeðferð
Með Mannréttindasáttmála Evr-
ópu er reynt að tryggja réttláta
málsmeðferð m.a. með því að máls-
meðferðin sé opin og gagnsæ og hver
sá sem er borinn sökum geti spurt
eða látið spyrja vitni sem leidd eru
gegn honum.
Í tilviki vitnis sem veitt hefur verið
friðhelgi liggur að baki samningur
sem byggist á gagnkvæmum hags-
munum. Ákæruvaldið hefur hags-
muni af því að fá vitnisburð sem er í
samræmi við uppbyggingu ákær-
unnar og vitnið hefur gríðarlega
hagsmuni af því að fá friðhelgi frá
saksókn, hugsanlegum álitshnekki,
starfsmissi og fjártjóni svo ekki sé
minnst á mögulega frelsissviptingu.
Þessi samningur er ekki lagður fram
til skoðunar og því möguleikar á að
leggja mat á verðmæti endurgjalds-
ins takmarkaðir.
Í þeim tilvikum þar sem verjendur
hafa freistað þess að leggja fram
skýrslur sérfræðinga, er yfirleitt
eina spurning ákæruvaldsins hvað
ákærði greiddi fyrir þær. Slíkar
spurningar þykja sjálfsagðar af hálfu
ákæruvaldsins og eru undantekn-
ingalaust leyfðar af dómstólum, þótt
þær varði ekki á neinn hátt inntak
þeirra skýrslna og hafi þann eina til-
gang að varpa rýrð á trúverðugleika
þeirra á ómálefnalegan hátt.
Réttlát og opin málsmeðferð
tryggir ekki aðeins spurningar til
vitna og óheftan aðgang að gögnum,
heldur einnig að upplýst sé um for-
sendur slíkra samninga og hverjir
eiga möguleika á að njóta slíkrar
friðhelgi. Þetta tryggir þrennt. Í
fyrsta lagi að eðlileg málsvörn og
sönnunarfærsla geti farið fram. Í
öðru lagi að að dómari geti með full-
nægjandi hætti metið trúverðugleika
vitnis og hvatir að baki vitnisburð-
inum. Í þriðja lagi aðhald til þeirra
sem veita slíka friðhelgi, þ.e. að gætt
sé eðlilegra jafnræðissjónarmiða og
heimildin sé ekki misnotuð til þess
að hygla sumum á kostnað annarra.
Það er síðan sérstök spurning hver
hefur eftirlit með því hvernig heimild
til úthlutunar á friðhelgi hefur verið
notuð og einnig hvort mikilvæg vitni
í ákveðnum málum hafi notið þess að
litið hafi verið framhjá mögulegum
brotum þeirra í öðrum tilvikum til að
varpa ekki rýrð á trúverðugleika
þeirra.
Eftir Helga
Sigurðsson » Þannig er tryggð
ákveðin leynd um það
þegar tilteknum ein-
staklingum er veitt frið-
helgi frá því að allir séu
jafnir fyrir lögum.
Helgi Sigurðsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hvað kostar vitnisburðurinn ?