Morgunblaðið - 28.11.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 28.11.2015, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is TACTILE TECHNOLOGY It’s time to go higher. TISSOT T-TOUCH EXPERT SOLAR TIS SOTWATCHES .COM TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION Fyrr á tímum var börnum kennt að tala rétt af öllu minna umburð-arlyndi en nú tíðkast. Þegar þau töluðu vitlaust voru þau um-svifalaust leiðrétt og stanslaust ef þau létu sér ekki segjast. „Ekkisegja heingur, segðu hangir!“ Eftir að hafa verið margminnt á hið rétta fóru börnin út í lífið og ávítuðu aðra sem ekki töluðu rétt mál. Snjallir foreldrar bentu börnunum á að „heingikjöt“ væri ekki til og eftir það sögðu þau flest „hangir“. Nú á dögum er fólki uppálagt að leiðrétta börn með því að endurtaka mál- farslega rétt það sem þau sögðu. Þau eru því ekki ávítt heldur er þeim leið- beint um leið og hlustað er á þau og samtalið getur haldið áfram. Fátt er eins dónalegt og að leiðrétta aðra með því að grípa fram í fyrir þeim og benda á málvillu, einkum ef fleiri eru viðstaddir. Orðræðan hættir að snúast um málefnið þegar „málfarslögga“ er á staðnum. Það eina sem mál- farslöggan hefur upp úr krafsinu er að niðurlægja þann sem annaðhvort varð á í messunni eða kann ekki betur. Ábendingar um málfar eru líklega best þegnar í tveggja manna tali og á vinsam- legum nótum, þ.e. ef viðkom- andi getur ekki stillt sig um að benda á ambögur í máli við- mælanda síns. Í sjálfsævisögu Málfríðar Einarsdóttur, Samastað í tilverunni, sem kom fyrst út 1977, er áhugaverð lýsing á tveimur bræðrum sem „voru slíkir mál- vöndunar-yfirgangsseggir, að enginn af hinum yngri, síst stúlkurnar, þorði að mæla orð frá vörum af ótta við að verða sproksettur af þessum harð- stjórum. Og þögðu því allir. Jafnvel rifrildið doðnaði út. Og varð úr þessu húsi, sem hefði átt að vera kátt, eitt þagnarinnar og dauðans hús þar sem Hinir tveir sátu gneypir og grimmir eins og örn á kletti yfir málsemdarhlut systkinanna, en veslings stúlkurnar sátu hljóðar og spunnu, buguð úr þeim kætin.“ (125:2008). Ekki vildi Málfríður meina að umræddir menn væru betri íslenskumenn en aðrir. Um annan þeirra sagði hún jafnframt í fyrrnefndri bók að ekki hefði verið ýkjamikið varið í tungutak hans: „[…] það var sem snúið út í hött, uppfullt af ólíkindalátum. Þetta hafði hann upp úr sínu yf- irlæti og mikilmennsku […] og ekki er til stafur skrifaður eftir þann mann, og verður aldrei.“ Þetta dæmi sagðist hún tilfæra til viðvörunar. Mikilvægt er að leyfa fólki að tjá sig og leiðrétta það ekki í miðri frásögn í umvöndunartón. Slík framkoma getur þaggað niður í mælskustu mönnum. Þegar málvöndun er annars vegar er vert að hafa í huga hvenær best er að hafa sig í frammi. Er til dæmis við hæfi að hefja íslenskukennslu þegar fólk, sem hefur ekki gott vald á málinu, verður á vegi manns? Sjálfskipaðar mál- farslöggur verða seint vel liðnar. Sumir miðla af visku sinni hvar og hvenær sem er. Þeir meina eflaust vel þó að öðrum finnist þeir upphefja sig á kostnað annarra. Hvar á þá að draga mörkin? Það verður hver að gera upp við sig. Hengur Öðrum sagt til Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Málfarslögga Sjálfskipaðar málfarslöggur verða seint vel liðnar. Takist vel til um meðferð og samþykkt Alþingis áþingsályktunartillögu þeirri sem Kristján ÞórJúlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram áAlþingi og mælt fyrir, um stefnu og aðgerða- áætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og framkvæmd þeirrar áætlunar, er ekki fráleitt að ætla að fram undan séu umtalsverð tímamót í geðheilbrigðis- málum á Íslandi. Ekki verður betur séð en að í tillögunni sé að finna meginatriði í þeim ábendingum sem fram hafa komið í opinberum umræðum um þessi mál á undan- förnum árum. Sjálfum finnst mér mest um vert þá þætti í þessari til- lögu sem snúa að börnum, bæði börnum sem eiga foreldri sem á við geðsjúkdóm að stríða og börnum sem sjálf þjást af geðröskunum. Þessi þáttur málsins kemur fram í „meginmarkmiðum geðheilbrigðisstefnu“, en þar er lögð áherzla á að „uppeldisskilyrði barna stuðli að vellíðan þeirra“. Um það segir enn fremur: „Að draga úr hættu á að geð- heilsuvandi flytjist milli kynslóða með því að veita einstaklingum með geðraskanir og fjölskyldum þeirra fræðslu og meta þörf fyrir stuðning í uppeldishlutverki þeirra. Að styðja börn fólks með geð- raskanir í samræmi við aldur og þroska.“ Í greinargerð tillögunnar segir um þetta tiltekna atriði: „Geðrænn vandi foreldra er þekktur áhættuþáttur fyrir líðan barna og getur haft áhrif á þroska þeirra og geð- heilsu og því mikilvægt að alltaf sé hugað að börnum þeirra, sem glíma við geðsjúkdóma. Hægt er að hafa já- kvæð og verndandi áhrif á líðan og stöðu þessara barna eins og kemur fram í erlendum rannsóknum. Hér er lagt til að setja á fót ákveðna þjónustu í nærumhverfi þar sem talað er við foreldra með geðraskanir um börnin þeirra. Tilgangur þess að tala um börnin við foreldra er að draga úr flutningi geðheilsuvanda milli kynslóða … Á hinum Norðurlöndunum hefur verið lögleitt að fagfólk í fé- lagsþjónustu og heilsugæslu kunni aðferðir til að ræða við foreldra með eða án barnanna um geðræna erfiðleika þeirra. Einnig hafa sjálfshjálparhópar fyrir unga aðstand- endur (16-25 ára) verið stofnaðir á vegum hins opinbera í þessum löndum en í náinni samvinnu við hagsmuna- samtök. Með lagasetningunni hefur fylgt fjármagn til að mennta og þjálfa fagfólk ásamt fjármagni í vísindarann- sóknir.“ Hér mætti kannski skerpa svolítið á í meðförum þings- ins og undirstrika mikilvægi þess að foreldrum sé leið- beint um hvernig þeir eigi að tala við börn sín í tilvikum sem þessum og ekki má gleyma þeim börnum sem eru svo ung að þau geta hvorki talað né skilið en finna og skynja hvort þau eru í nánd við móður sína eða ekki. Rof í tengslum sjúkrar móður og ungbarns getur haft alvar- legar afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Í tillögunni er gert ráð fyrir að efla þjónustu á göngu- deild BUGL. Um það markmið segir í greinargerð tillög- unnar: „Um 120 börn bíða eftir þjónustu BUGL. Meðalbiðtími er 9 mánuðir en getur verið allt að 18 mánuðir. Mikilvægt er að stytta þessa bið og sinna betur ungu börnunum og fjölskyldum þeirra. Fjöldi rannsókna sýnir að inngrip snemma í æsku skiptir mestu máli um þróun einkenna, styttri tími í meðferð og er hagkvæmast hvað varðar kostnað.“ Hér er ástæða til að stöðva við. Fólk leitar ekki eftir þjónustu göngudeildar BUGL fyrr en vandamálin eru komin á alvarlegt stig. Hvað heldur fólk að gerist í lífi þessara barna og unglinga og fjölskyldna þeirra á með- an beðið er í svo langan tíma? Yfirleitt er skynsamlegt að spara stóru orðin en þetta er hneyksli. Enn eitt atriði sem fram kemur í þingsályktunartillögunni varðar skim- un fyrir kvíða, þunglyndi og áhrifum áfalla meðal barna í efstu deildum grunnskóla. Í greinar- gerð segir: „Í Breiðholti hefur verið skimað fyrir kvíða og depurð meðal unglinga frá árinu 2009 … Í framhaldi af fyrirlögn skimunarlista hefur verið hringt til allra foreldra sem mælast yfir viðmiðum, boðið viðtal og námskeið og bent á aðrar leiðir. Ef unglingur svarar spurningu játandi um að vilja taka eigið líf þá er hringt samdægurs til foreldra, upplýst um stöðuna og boðið viðtal. Námskeið, sem boðið er upp á byggist á hugrænni atferlismeðferð.“ Þessi aðferð, sem er ný af nálinni, er afar áhugaverð. Fjölmargt annað kemur fram í þessari tillögu, sem skiptir máli. Þar má nefna að fólk geti fengið „meðferð og stuðning sálfræðinga á heilsugæzlustöðvum vegna algeng- ustu geðraskana …“. Þá er gert ráð fyrir að auka reglubundna fræðslu um geðheilsu og geðraskanir fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjón- ustu. Þetta er algert grundvallaratriði og fagnaðarefni að á þessum sérstaka vanda verði tekið. Á ráðstefnu Geðhjálpar fyrir skömmu komu fram margar gagnlegar ábendingar, sem ég hygg að hafi verið komið á framfæri við viðkomandi þingnefnd. Þá hef ég heyrt utan að mér að þeir sem starfa með fólki sem á við vanda að stríða vegna ADHD hafi áhyggjur af því að þeim þætti sé ekki nægur gaumur gefinn í tillögunni og má ætla að viðkomandi þingnefnd taki þann þátt til skoðunar. Gera má ráð fyrir að víðtæk samstaða verði um þessa tillögu á Alþingi en auðvitað er mikið verk óunnið við að koma þeirri aðgerðaráætlun sem tillagan snýst um í fram- kvæmd. En hér er lagt af stað í nýja vegferð af miklum metnaði og góðum vilja. Þess vegna er ástæða til bjartsýni um framhaldið. Fram undan geta verið tíma- mót í geðheilbrigðismálum Þingsályktunartillaga heil- brigðisráðherra boðar mikilvægar breytingar í meðferð barna og unglinga. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Íbókinni Appelsínum frá Abkasíueftir Jón Ólafsson heimspeking, sem út kom 2012, berst talið að Vetr- arstríðinu (bls. 285). „Það var stríð Rússa við Finna en þeir fyrrnefndu réðust yfir landamærin haustið 1939 til að ná af Finnum þeim hluta Karel- íu sem hafði fallið þeim í skaut 1918 þegar Finnland varð sjálfstætt ríki.“ Hér er flest rangt. Finnland varð í fyrsta lagi ekki sjálfstætt 1918, held- ur 6. desember 1917, og viðurkenndu Kremlverjar sjálfstæði þess strax 18. desember það ár. Borgarastríð var háð í landinu á útmánuðum 1918, en í Tartu 1920 sömdu Finnar við Kreml- verja um landamæri ríkjanna. Engin rússnesk svæði (önnur en Petsamo við Íshaf) höfðu í öðru lagi fallið í skaut Finna við fullt sjálf- stæði. Kremlverjar viðurkenndu í Tartu-samningnum 1920 að lang- mestu leyti landamærin frá 1809, þegar Finnland gekk undan Svíum og varð stórhertogadæmi, sem laut Rússakeisara. Rússar höfðu þá skilað Finnlandi aftur svæðum í Kirjála- landi (Karelíu), sem þeir höfðu unnið á öndverðri átjándu öld eftir stríð við Svía. Þessi svæði voru byggð Finnum og hluti af Finnlandi nema tímabilið 1721-1809. Í griðasáttmála Hitlers og Stalíns í Moskvu 23. ágúst 1939 var hins vegar samþykkt, að Finnland væri á áhrifa- svæði Stalíns. Í samningaumleit- unum skömmu fyrir Vetrarstríðið höfðu Finnar boðist til að afhenda Rússum svæði í Kirjálalandi, en vísað á bug kröfum Stalíns um herstöðvar í landinu, eins og hann hafði fengið í Eystrasaltslöndum. Tilgangur Stalíns með Vetrarstríð- inu 1939-1940 var ekki að endur- heimta nein rússnesk svæði, heldur leggja undir sig Finnland. Ella hefði hann ekki stofnað í stríðsbyrjun lepp- stjórn finnskra kommúnista í Teri- joki. Hún átti að taka völd eftir sigur Rauða hersins. En Finnar vörðust of- ureflinu allir sem einn, hraustlega mjög, auk þess sem Stalín óttaðist, að Bretar og Frakkar myndu veita þeim aðstoð. Hertaka Finnlands reyndist of dýr og áhættusöm. Þess vegna ákvað Stalín að leysa leppstjórnina í Terijoki upp, semja vorið 1940 frið í Vetrarstríðinu og fá þau svæði í Kir- jálalandi, sem hann taldi sér hern- aðarlega mikilvæg. Ella hefði hann farið eins með Finnland og Eystra- saltsríkin: Fyrst var krafist her- stöðva, löndin síðan hertekin og þau loks neydd inn í Ráðstjórnarríkin. Jón Ólafsson má vitaskuld segja söguna frá rússnesku sjónarmiði og skeyta ekki um hið finnska. En hann verður að fara rétt með staðreyndir. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Finnagaldur Jóns Ólafssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.