Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Steingerðurfæddist á Önd-
ólfsstöðum í
Reykjadal 8. maí
1932. Hún lést 12.
nóvember 2015 á
dvalarheimilinu
Lögmannshlíð á
Akureyri.
Foreldrar Stein-
gerðar voru Jón
Stefánsson, bóndi
og byggingameist-
ari, f. 8. apríl 1900, d. 1989, og
Þórveig Kristín Árnadóttir, f. 5.
september 1908, d. 1935.
Systkini Steingerðar: 1) Stef-
án Þengill, f. 26. apríl 1929, d.
2001. 2) Ingigerður Kristín, f.
21. september 1930, gift Þor-
móði Ásvaldssyni. 3) Árni Guð-
mundur, f. 10. nóvember 1933,
d. 2004. Hann var kvæntur Þor-
gerði Aðalsteinsdóttur. 4) Hólm-
fríður Valgerður (hálfsystir) f.
19. desember 1944. Hún var gift
Torfa Sigtryggssyni d. 2011.
Hinn 27. desember 1953 gift-
ist Steingerður Helga Jónassyni,
bónda á Grænavatni. Foreldrar
hans voru Jónas Helgason,
bóndi og söngstjóri, og Hólm-
fríður Þórðardóttir húsfreyja.
Synir Steingerðar og Helga
býliskona hans er Karen Ósk
Kristjánsdóttir háskólanemi;
Friðrik Páll verkmennta-
skólanemi. c) Þórður, f. 15.8.
1960, verslunarmaður á Ak-
ureyri, kvæntur Helgu Þyri
Bragadóttur, iðjuþjálfa. Börn
þeirra eru Bjarki, háskólanemi;
Freyr, stálsmiður; Sólveig
María, menntaskólanemi; Ari,
verkmenntaskólanemi. d) Árni
Hrólfur, f. 27.10. 1962, kennari á
Akureyri, kvæntur Kristínu List
Malmberg, kennara. Sonur
þeirra er Sveinn Áki grunn-
skólanemi. Sonur Árna úr fyrri
sambúð er Daníel Örn, land-
fræðingur í Kaupmannahöfn,
sambýliskona hans er Ene
Bugge, landfræðingur. Dóttir
Kristínar er Elísabeth, íþrótta-
fræðingur á Akureyri. Sam-
býlismaður hennar er Óðinn
Stefánsson sölumaður. Þau eiga
dótturina Kristínu Köru.
Steingerður vann við sveita-
störf, fyrst sem unglingur á
Öndólfsstöðum, en svo á Græna-
vatni eftir að hún fluttist þang-
að. Hún var tvo vetur við nám í
Héraðsskólanum á Laugum og
síðan eitt ár í Húsmæðraskól-
anum á sama stað. Eftir að hún
flutti á Grænavatn var hún fyrst
og fremst húsmóðir á heimilinu,
en einnig löngum virkur félagi í
ungmennafélaginu og kirkjukór
Skútustaðakirkju.
Útför Steingerðar verður
gerð frá Skútustaðakirkju í dag,
28. nóvember 2015, klukkan 14.
eru: a) Jónas, f.
15.9. 1954, kennari
á Akureyri, kvænt-
ur Guðrúnu Bjarna-
dóttur,
bankastarfsmanni.
Synir þeirra eru
Tómas, hugbún-
aðarverkfræðingur
í Kópavogi, kvænt-
ur Sigríði Antons-
dóttur, lyfjatækni,
og eiga þau börnin
Anton, Patrek Jónas og Guðnýju
Söru; Helgi, sölu- og markaðs-
fulltrúi á Akureyri, kvæntur
Þóru Ýri Árnadóttur matvæla-
fræðingi og eiga þau börnin
Kristínu Völu og Jóhann Óla;
Bjarni, kennari í Hafnarfirði,
sambýliskona Marín Eiríks-
dóttir. b) Jón Haraldur, f. 4.9.
1956, bóndi á Grænavatni,
kvæntur Freyju Kristínu Leifs-
dóttur, starfsmanni í leikskóla.
Börn þeirra eru Einar Már, bif-
vélavirki á Akureyri, sambýlis-
kona hans er Sigrún Arna Jóns-
dóttir; Anna Björk, markaðsfull-
trúi í Kaupmannahöfn, gift
Peter Martin Røder húsasmið.
Þau eiga soninn Jóhann Önnu-
son; Kristinn Björn, versl-
unarmaður á Akureyri, sam-
Eftir 40 ára samfylgd langar
mig að kveðja tengdamóður mína
með þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós tsem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guðrún Bjarnadóttir.
Við tengdamóðir mín náðum
vel saman frá fyrstu stundu.
Stundirnar við eldhúsborðið á
Grænavatni eru minnisstæðar.
Lilla settist þó sjaldan, heldur
stóð og þeyttist reglulega inn í búr
til að sækja fleiri kræsingar á
borðið.
Henni fannst bakkelsið sitt oft
frekar ómerkilegt en það var svo
sannarlega fjarri lagi. Hún notaði
ekki framandi krydd, salt, pipar
og aromat dugðu en lambalæri
Lillu og brúna sósan var eitt það
besta sem ég fékk.
Lilla miklaði oft fyrir sér
mannamót, fannst hún ekki nógu
fín en skemmti sér konunglega
þegar á hólminn var komið.
Hún var mjög glæsileg kona og
elskaði föt og hluti sem glitruðu
eða glönsuðu. Hún var mikill húm-
oristi og gaman var að gantast við
hana. Glettið brosið sem náði til
augnanna er mér í fersku minni.
Þegar fyrsta heimsókn pabba á
Grænavatn stóð fyrir dyrum var
Lilla mjög stressuð. Mektarmað-
urinn úr höfuðborginni á leiðinni
og hún var viss um að bakkelsið
hennar væri ekki nógu gott. Mekt-
armaðurinn mætti með úfið hár og
með bindið skakkt.
Hann slafraði í sig kjötsúpuna
sem var eitt það besta sem hann
fékk og fannst heimasmurða
brauðið herramannsmatur.
Lilla var aldrei stressuð eftir
þetta þegar pabbi kíkti með okkur
á Grænavatn.
Lilla var heimakær en þegar
þau hjónin þurftu til Akureyrar þá
lá henni alltaf á að fara heim aftur.
Frægt er þegar hún sagði að
þau þyrftu að drífa sig heim fyrir
myrkur en þá var þegar orðið al-
dimmt. Þegar Sveinn Áki var lítill
var hann oft veikur og voru Helgi
og Lilla hrædd um að við yrðum
rekin vegna fjarvista frá vinnu.
Það varð úr að Helgi skutlaði Lillu
til okkar þegar drengurinn veikt-
ist og var hún oft hjá okkur
nokkra daga í senn. Þarna áttum
við saman rólegar og notalegar
stundir og Sveinn Áki kynntist
ömmu sinni vel. Drengurinn
kvartaði reyndar eftir fyrsta dag-
inn og sagði að amma Lilla kynni
bara ekki neitt, hún kynni ekki á
sjónvarp, dvd-spilara eða tölvu og
bætti svo við að aumingja amma
hefði ekki átt neitt dót þegar hún
var lítil. Hún hefði þurft að leika
sér með bein!
Lilla var listræn, hún saumaði
út, prjónaði og var mjög söngelsk.
Henni fannst því mikið til koma að
ég kynni að spila á klarínett.
Músíkgenið hoppaði nefnilega yfir
eina kynslóð, þ.e. syni hennar en
barnabörnin komu sterkari inn í
þeim efnum.
Hún var mjög upp með sér yfir
að Danni syngi í kór. Við sýndum
henni oft upptökur með kórnum
hans og leyndi stoltið sér ekki í
svip hennar. Þegar Kristín Kara
kom í heimsókn söng langamma
ævinlega fyrir hana.
Lilla fylgdist vel með til hinsta
dags. Hún las, réð krossgátur og
fylgdist með fréttum og sjón-
varpsþáttum. Daginn áður en hún
lést ræddum við til að mynda um
fólkið í Downton Abbey en það var
einn af hennar uppáhaldsþáttum.
Lilla var tilbúin í ferðina löngu
og situr nú örugglega og drekkur
kaffi með Helga sínum.
Pabbi er eflaust líka búinn að
heilsa upp á hana og kannski
kynna hana fyrir mömmu. Hver
veit?
Bestu þakkir færi ég starfsfólki
Lögmannshlíðar fyrir hlýju í garð
Lillu og góða umönnun.
Blessuð sé minning elsku
tengdamömmu.
Kristín List.
Þetta er óraunsætt, ósann-
gjarnt. Okkur ástkær mannsævi í
nokkur hundruð orðum. Örfá orð í
minningargrein lýsa hvað best
vanmætti mannsins gagnvart
dauðanum. „Ekki svona háfleygir,
drengir mínir, ekki hafa svona
mikið fyrir mér,“ segir amma ljúf-
róma. Eflaust hefði hún þó fussað
og sveiað yfir því að við skulum nú
eyða tíma okkar í minningargrein
um hana. Þarfari hlutir hljóta að
bíða okkar en grafskriftir.
„Hér mætti nú alveg þrífa að-
eins,“ segir amma og hlær hlýlega
til okkar.
Í raun, líkt og heima á Græna-
vatni, er hér allt tandurhreint –
amma bægði pæluvarginum frá
vitum allra sem í návist hennar
voru – við tökum í það minnsta
ekki eftir því að hér sé skítugt.
Hér er allt tandurhreint og lind-
artært, meira að segja í glugga-
kistum, þökk sé henni.
Við skulum þó láta það vera að
gorta okkur af arfleifðinni sem
hún lét okkur í té, slíkt er óþarfa
dramb og hefur ekkert upp á sig,
líkt og hjónabönd í Leiðarljósi.
„Hahhaa“ hlær amma, tekur und-
ir með okkur og minnist Elísu;
ljúfasta lambs, jafnt í fyrsta þætti
sem og síðasta slætti.
Himnaríkið, paradísin kristall-
ast í þeim minningum sem amma
skildi eftir. Biti úr bleikri tertu,
brothættri sökum öldrunar, mag-
nyl og dúnmjúkur svefn til handa
öllum meinum. „Farðu bara og
leggðu þig, farðu bara og leggðu
þig,“ segir amma af umhyggju og
brosir blíðlega.
Skömmu seinna vöknum við á
hörðum dívaninum, með vangann
á blómakodda, allt er tandur-
hreint og enginn kennir sér meins.
Skrítið, svefninn hjá ömmu var
alltaf töfrum líkastur.
Bjarni, Helgi og
Tómas Jónassynir.
Með þessum orðum Þórunnar
Sigurðardóttur sem segja allt vil
ég þakka systur minni fyrir allar
góðar stundir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt og hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín litla systir,
Hólmfríður Valgerður
Jónsdóttir.
Hún Steingerður kvaddi á þann
hátt sem mér fannst hún alla tíð
helst kjósa í daglegu lífi sínu, það
er án þess að valda öðrum óþarfa
fyrirhöfn. Ég er þakklátur Árna
Hrólfi fyrir að láta mig vita um
daginn að ekki væri allt eins og
ætti að vera varðandi heilsu henn-
ar og leit ég því til hennar viku fyr-
ir andlátið.
Að vanda var hún létt í tali en
þó ekki alls kostar ánægð með það
að þurfa súrefnisgjöf upp í nefið,
fannst það óþarfa tilstand.
Í þessari síðustu heimsókn
minni til hennar var eftirá að
hyggja eins og hún gerði sér grein
fyrir að líklega myndum við ekki
hittast aftur því hún rifjaði upp
eitt og annað, „æi Doddi minn ég
ætlaði nú alltaf að kenna þér al-
mennilega að elda ysting“, og
sagði svo góð orð um mig og þakk-
aði mér hug minn til Grænavatns.
Ég sagði að hún ætti nú stóran
þátt í lífi mínu, tók mér sem syni
sínum þegar ég kom þangað fimm
ára gamall og umbar mig hvert
sumar næstu 20 árin. „Æi Doddi
minn, þú getur nú borðað eina
fiskbollu í viðbót, það þarf að klára
þetta núna.“ „Gleymið ekki að fá
ykkur mjólk og kleinu í búrinu
fyrir háttinn,“ þegar von var á
okkur heim í hús seint að kvöldi.
Öll árin eftir að sumardvöl
minni á Grænavatni og sumar-
vinnu í Mývatnssveit lauk og á
meðan hún og Helgi bjuggu á
Grænavatni, var ystingur ávallt til
þegar hún vissi að ég væri að
koma og súrt slátur vantaði ekki
heldur.
Ég minnist þess að ég var bara
nokkuð stoltur þegar hún sagði að
enginn syngi nú neitt svipað og ég
á dráttarvélinni, það glymdi um öll
tún og ægði öllu saman, bútum úr
dægurlögum, ættjarðarlögum og
kaþólskum messusöng.
Ég tók það sem svo að ég gæti
líklega sungið og hefði snefil af
rödd, en auðvitað fólst í þessu góð-
látleg stríðni, ég bara fattaði það
sem betur fer ekki.
Ég dreif mig því í kór þegar ég
hóf nám í MH og hef notið kór-
söngs síðan, takk Steingerður.
Að fá að alast upp frá barns-
aldri hvert sumar á heimili Stein-
gerðar, vera hluti af fjölskyldunni,
er mín mesta gæfa eins og ég hef
oft sagt áður og fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur.
Strákar og fjölskyldur ykkar,
hugur minn er með ykkur öllum á
þessum tímamótum. Við eigum
góðar minningar sem við skulum
vera dugleg að rifja upp og deila á
milli okkar, í minningu þeirra sem
farnir eru.
Þóroddur F. Þóroddsson
(Doddi).
Steingerður
Sólveig Jónsdóttir
✝ Kristbjörg Sig-urjóna Bjarna-
dóttir fæddist í
Stóru-Brekku í
Fljótum 13. maí
1935. Hún lést 22.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarni
Kristjánsson bóndi
í Ökrum og eigin-
kona hans Aldís
Margrét
Guðmundsdóttir húsfreyja.
Bræður hennar voru Ásmundur
Bragi Bjarnason, f. 25.5. 1923,
d. 16.11. 1948, og Guðmundur
Sævin Bjarnason, f. 18.10. 1928,
d. 13.2. 2010.
Kristbjörg ólst upp með for-
eldrum sínum og bræðrum í
Ökrum. Hún gekk í gagnfræða-
skóla á Siglufirði í 3 vetur.
Eiginmaður hennar var Axel
Þorsteinsson, fæddur á Vatni á
Höfðaströnd 28. október 1927,
dáinn 3. ágúst 2013.
Foreldrar hans voru Þor-
steinn Helgason frá Læk í Við-
víkursveit, bóndi á Vatni, og
eiginkona hans Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Skúfsstöðum í Hjalta-
dal.
Árið 1953 keyptu Axel og
Kristbjörg jörðina Litlu-Brekku
á Höfðaströnd, þau fluttu þang-
að það vor og giftu sig um
haustið, þann 8. nóvember.
Börn þeirra eru: 1) Bragi
Reynir, fæddur 1954, dáinn 5.4.
1995 af slysförum. Hann var
kvæntur Guðbjörgu
Hinriksdóttur, þau eignuðust
eina dóttur, Ingu Jónu, f. 1990.
Sambýlismaður hennar er Daní-
el Kárason. Fyrir átti Guðbjörg
synina Hinrik Inga, f. 1979, og
Þorgrím Gunnar, f. 1982.
2) Ingibjörg, f. 1956, gift Eyj-
ólfi Sveinssyni. Þau eiga 4 börn:
a) Sigríði Elfu, f. 1978. b) Axel
Sigurjón, f. 1981, eiginkona
hans er Ósk Bjarnadóttir og
eiga þau þrjú börn, Anton
Þorra, Bríeti og Eydísi Ingu. c)
Friðrik Örn, f. 1988, sambýlis-
kona hans er Ingiríður Hauks-
dóttir. Þau eiga
eina dóttur Rík-
eyju. d) Jóna Katr-
ín, f. 1995, unnusti
hennar er Fannar
Kári Hauksson.
3) Bjarni, f.
1959, eiginkona
hans er Birna Júl-
íusdóttir. Börn
þeirra eru: a) Júl-
íus Helgi, f. 1985,
unnusta hans er
Sigrún Helgadóttir og eiga þau
eina dóttur, Birnu Guðrúnu.
b) Kristbjörg María, f. 1988,
sambýlismaður hennar er
Björn Jóhann Steinarsson. Þau
eiga tvö börn, Efemíu Birnu og
Ágúst Marinó. c) Lilja Rut, f.
1993, sambýlismaður hennar er
Pétur Ben Guðmundsson. d)
Axel Bragi, f. 1996, sambýlis-
kona hans er Brynja Ýr Júl-
íusdóttir
4) Aldís Guðrún, f. 1963, eig-
inmaður hennar er Eysteinn
Steingrímsson, þau eiga þrjá
syni: a) Elmar, f. 1989, unnusta
hans er Aníta Rós Aradóttir. b)
Eyþór, f. 1992. c) Reyni, f.
1999.
5) Guðný Hólmfríður, f.
1967, eiginmaður hennar er
Páll Friðriksson. Þau eiga
þrjár dætur: Snæbjörtu, f.
1993, Hugrúnu, f. 1997, og Ey-
vöru f. 2002.
6) Þorsteinn, f. 1968, sam-
býliskona hans er Jóhanna B.
Einarsdóttir. Dætur hennar
eru Eyrún Harpa, f. 1984, og
Kolbrún Rut, f. 1996.
Kristbjörg og Axel bjuggu í
Litlu-Brekku til ársloka 1987
er Bjarni sonur þeirra tók við
jörðinni. Þau dvöldu áfram í
Litlu-Brekku til ársins 2002 en
fluttu þá að Túngötu 2 á Hofs-
ósi þar sem Kristbjörg bjó þar
til fyrri hluta líðandi árs. Hún
dvaldi hjá Aldísi dóttur sinni á
Laufhóli uns hún fékk pláss á
Dvalarheimili aldraðra á Sauð-
árkróki. Útför Kristbjargar fer
fram frá Hofsóskirkju í dag, 28.
nóvember 2015, klukkan 11.
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskraut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður,
hann svíður þó að dulin séu tár
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar
svo hrygg við erum því við söknum þín,
í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar,
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er.
(Guðrún E. Vormsdóttir.)
Elsku amma og tengda-
mamma. Við minnumst þín með
hlýju og þakklæti, nú ert þú kom-
in til strákanna þinna Axels og
Braga sem án efa hafa tekið vel á
móti eiginkonu og móður.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Inga Jóna Bragadóttir
og Guðbjörg Hinriks-
dóttir (Bubba).
Kristbjörg Sigur-
jóna Bjarnadóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna..
Minningargreinar