Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 43

Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 43
verið virk innan Sjálfstæðisflokks- ins frá 2005, er hún fór í prófkjör og tók sæti í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Hún var varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi 2007-2013 og settist nokkrum sinnum á Alþingi. Þá hefur hún verið formaður stjórnar Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna frá 2009 og frá 2002 hefur hún setið í fagráði Velferðarsjóðs íslenskra barna. Helstu áhugamál Rósu snúast um matargerð og ræktun, bækur, ljósmyndun og um það að njóta náttúrunnar. Afmælisviðburðir allt árið En hvernig heldur Rósa upp á afmælið? ,,Ég ætla að vera að heiman á afmælisdaginn en mun taka fjöl- skylduna í stutta óvissuferð. Ætla svo að halda upp á áfangann með einum eða öðrum hætti út afmæl- isárið og gera eitthvað sérstakt í hverjum mánuði í tilefni afmælis- ins og njóta hvers viðburðar vel. Það verður bara spennandi að sjá hverju ég tek upp á í hverjum mánuði. Það gæti orðið allt milli himins og jarðar, allt frá því að fara ein í dekur og hugleiðslu í helgarferð út í sveit með bók í töskunni, upp í að hóa saman skemmtilegu fólki og góðum vinum í eitthvert gott teiti. Ég hef líka ákveðið að gefa sjálfri mér meiri tíma fyrir sjálfs- rækt í afmælisgjöf. Mér finnst stórkostlegt að eldast og halda góðri heilsu og orku og er óendan- lega þakklát fyrir það. Ég hlakka bara til að halda áfram að njóta lífsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Mér finnst ég vera mun yngri en árafjöldinn segir til um. Ég held því að aldur sé af- stæður og margir geti tekið undir þá skoðun.“ Fjölskylda Rósa giftist 29.7. 1995, Jónasi Birni Sigurgeirssyni, f. 4.10. 1968, bókaútgefanda. Foreldrar hans: Margrét Björnsdóttir, f. 25.2. 1930, d. 4.6. 1993, starfsleiðbein- andi í Kópavogi, og Sigurgeir Jón- asson, f. 4.11. 1928, bryti í Kópa- vogi. Börn Rósu og Jónasar Björns eru Sigurgeir Jónasson, f. 25.3. 1995, stúdent frá VÍ og starfs- maður hjá Epli; Bjartmar Jón- asson, f. 13.3. 1998, d. 16.11. 2003; Margrét Lovísa Jónasdóttir, f. 16.7. 2002, nemi í Víðistaðaskóla; Jónas Bjartmar Jónasson, f. 15.11. 2004, nemi í Víðistaðaskóla. Bróðir Rósu er Ásgeir Jón Guð- bjartsson, f. 16.12. 1968, markaðs- stjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Rósu: Margrét Lovísa Jónsdóttir, f. 7.4. 1946, skrif- stofustjóri í Hafnarfirði, og Guð- bjartur Á. Jónsson, f. 20.7. 1944, d. 16.4. 2002, prentari í Hafnarfirði. Úr frændgarði Rósu Guðbjartsdóttur Rósa Guðbjartsdóttir Guðbjartur Ásgeirsson ljósmyndari og bryti í Hafnarfirði Herdís Guðmundsdóttir ljósmyndari í Hafnarfirði Guðný Guðbjartsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði John Glasscock bús. í Texas Jón Björnsson (kjörfaðir) rafvirki í Hafnarf. Guðbjartur Á. Jónsson prentari í Hafnarfirði Jónína Þórhallsdóttir kennari á Ísafirði Björn H. Jónsson skólastjóri á Ísafirði Guðrún Jónsdóttir kennari í Keflavík Kristján Guðmundsson b. á Brekku á Ingjaldssandi Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Edinborg Jón Guðmann Pétursson fyrrv. forstj. Hampiðjunnar Snjólaug Árnad. húsfr. í Hafnarfirði Sigurjón Sigurðsson lögreglustj. í Rvík. Katrín Gunnarsdóttir Jóhannes Kristjánsson eftirherma Magnús Magnússon dagskrár- gerðarm. hjá BBC Guðmundur Árni Stefánsson fyrrv. bæjarstj. í Hafnarfirði, alþm. ráðh. og sendih. Ólafur Elíasson myndlistarm. í Berlín Ari Magg ljósmyndari Gunnlaugur Stefánss. pr. og fyrrv. alþm. Victoria Elíasdóttir matreiðslum. í Berlín Silja Magg ljósmyndari Margrét Stefánsdóttir Thorarensen húsfr. á Akureyri Snjólaug Sigurjóna Lúðvíksdóttir handavinnukennari í Rvík Jón Guðmannsson yfirkennari við Miðbæjarskólann í Rvík Margrét Lovísa Jónsdóttir skrifstofum. í Hafnarfirði Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Snæringsstöðum Guðmann Helgason b. á Snæringsstöðum í Húnavatnssýslu Stefán Gunnlaugss. bæjarstj. í Hafnar- firði og alþm. Elías Hjörleifss. matreiðslu- og myndlistarm. í Danmörku Magnús Hjörleifs- son ljósmyndari Sveinn Guðbjartsson fyrrv. forstjóri Sólvangs í Hafnarfirði Magnús Guðbjartsson í HafnarfirðiÞórarinn Jón Magnússon ritstjóri Björn H. Jónsson auglýsinga- teiknari í Hafnarfirði Jóhann Sigurjónsson forstj. HAFRÓ Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur Sallý Magnússon fréttam. hjá BBC Guðmunda Guðbjartsdóttir verslunarm. í Hafnarf. Líney Sigurjóns- dóttir húsfr. í Garði á Álftanesi Jóhann Sigurjónsson skáld Lúðvík Sigurjónsson kennari á Akureyri Snjólaug Sigurjónsdóttir húsfr. í Rvík. Gunnar Guðmundsson b. og listamaður á Hofi í Dýrafirði ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Laugardagur 85 ára Guðrún Eiríksdóttir Margrét Ólafsdóttir Tryggvi Valsteinsson Vigdís R. Viggósdóttir 80 ára Auður Ingólfsdóttir Kolbrún Erna Jónsdóttir Una Traustadóttir Viktor Sigurjónsson 75 ára Álfheiður Guðlaugsdóttir Jón Gunnar Skúlason Ólafur Þór Ragnarsson Ögmundur H. Runólfsson 70 ára Kolbrún Jónsdóttir Kolbrún Ulfsdóttir Stanley Páll Pálsson Stefán H. Sandholt 60 ára Helga Haraldsdóttir Jóhanna Þorgilsdóttir Jóhann Sævar Erlendsson Jón Óli Ólafsson Karl Frank Sigurðsson Karl Óskar Geirsson Margrét Samsonardóttir Rebekka Björk Þiðriksdóttir Særún Albertsdóttir Wieslaw Brzeszczynski 50 ára Hlynur Garðarsson Kristján F. Valgarðsson María Ananina Acosta Oddgeir Heiðar Ólafsson Ragnar Eyþórsson Stefán Birgir Guðfinnsson Viðar Bergsson 40 ára Berglind Harpa Svavarsdóttir Drífa Birgitta Önnudóttir Hákon Þorsteinsson Ingólfur Kristján Guðmundsson Karen Rut Konráðsdóttir Kristvin Stefánsson Trausti Jörundarson Tryggvi Líndal Valdimar Kristjánsson Þórarinn Elvar Ragnarsson Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir 30 ára Benjamin William Frost Brynja Stefánsdóttir Hugrún Geirsdóttir Ingunn Oddsdóttir Kári Karlsson Stefnir Elíasson Vilborg Telma Kristinsdóttir Þórður Óskarsson Sunnudagur 90 ára Frieda Mahler Oddgeirsson Hlöðver Jóhannsson Ragnar Haraldsson Þorkell Indriðason 85 ára Elsa Herborg Þórarinsdóttir Magna Ásmundsdóttir 75 ára Anna I. Sigtryggsdóttir Erla Sigurdís Jónsdóttir Hallgrímur G. Jónsson Hilmar Árnason Jörn Andersen Kvist Vilhjálmur Vilhjálmsson Þorsteinn Grétar Sigurbergsson 70 ára Ásrún Baldvinsdóttir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Sigurður Jóhannsson Snorri Lorentz Kristinsson Þorbjörg Valdimarsdóttir 60 ára Aðalbjörg Björnsdóttir Ásta Aldís Búadóttir Bjarni Már Bjarnason Erna Gunnarsdóttir Geirlaug M. Brynjólfsdóttir Guðmundur Elísson Gunnar Linnet Jakob Grétar Hauksson Ómar Einarsson Ragnar Baldursson Þórhallur Arnórsson 50 ára Anný Soffía Ólafsdóttir Börkur Birgisson Jenný Magnúsdóttir Olga Björg Örvarsdóttir Ólafur Þór Kjartansson Ólöf Jónsdóttir Ragnar Þór Alfreðsson 40 ára Aníta Sigurveig Pedersen Artur Blazej Kowalczyk Eiríkur Páll Eiríksson Hildur Ösp Þorsteinsdóttir Patricia Yuca Hamaguchi Sigurður Elías Guðmundsson Þórdís Lúðvíksdóttir 30 ára Abdelbaki Choukairi Ásgeir Berg Matthíasson Berglind N. Gunnlaugsdóttir Brynjar Gíslason Galyna Oliinyk Guðlaug Jóna Helgadóttir Gunnar Pétur Hauksson Halla Sif Ólafsdóttir Harpa Guðlaugsdóttir Magdalena Jazwinska Przemyslaw Piotr Skibinski Svana Hrönn Jóhannsdóttir Vala Rún Björnsdóttir Þorbjörg Pétursdóttir Til hamingju með daginn Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir hefur var- ið doktorsritgerð sína í verkfræði við Norska tækni- og náttúruvísinda- háskólann í Þrándheimi (NTNU). Rit- gerðin nefnist: Ástandsvöktun mann- virkja og vár til að treysta öryggi og sjálfbærni innviðakerfa samfélagsins (Monitoring of structural health and danger state for safety and sustain- ability of infrastructure systems). Leið- beinendur voru dr. Ragnar Sigbjörns- son og dr. Lars Grande. Að verkefninu kom einnig dr. Jónas Þ. Snæbjörnsson. Skipta má verkefninu í þrjá hluta. Í fyrsta hluta verkefnisins er því lýst hvernig nýta má mæligögn og töluleg líkön til að meta ástand mannvirkja með það að markmiði að treysta öryggi þeirra og sjálfbærni. Vöktun várástands er skilgreind og mikilvægi hennar fyrir heildaröryggi innviðakerfa dregið fram. Dæmi er tekið um innviðakerfi með stíflum og lóni. Annar hlutinn snýr að ástandsvöktun mannvirkja. Þróað er tölfræðilegt spálíkan út frá sigmæli- gögnum úr Kárahnjúkastíflu. Skilgrein- ing spáþátta byggist m.a. á spennu- ástandi mannvirkis, sem er nýmæli. Spálíkanið má nýta til ástandsvöktunar. Þriðji hlutinn snýr að vöktun vár- ástands. Jarðvá sú sem ógnað getur lónum, stíflum og umhverfi þeirra er skilgreind. Notuð er aðferðafræði sem NASA beitti upphaflega við ör- yggisstjórnun geimferða. Aðferða- fræðin byggist á tengslafylki við grein- ingu á afleiðingum og áhrifum innan kerfis. Aðferðin er útvíkkuð fyrir fleiri en eitt kerfi og beitt á nýstárlegan hátt til greiningar á öryggisgildi várvökt- unar. Innbyrðis tengsl várþátta eru greind, ásamt áhrifum þeirra á öryggi/ sjálfbærni stíflna/lóna. Hálslón og stífl- ur þess eru notuð sem dæmi, en skil- greind tengsl má yfirfæra á hvaða lón/ stíflu sem er. Aðferðafræðina má nýta til að draga fram mikilvægi/örygg- isgildi einstakra vöktunarþátta. Aðferð- in gildir jafnt fyrir vöktun innviðakerfa sem einstakra jarðvár- eða umhverf- isþátta (t.d. eldfjalla) og leggur grunn að heildstæðri öryggis- og áhættu- stjórnun. Fjóla G. Sigtryggsdóttir Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir varð stúdent frá MR 1989, lauk lokaprófi í bygging- arverkfræði frá HÍ 1993 og meistaragráðu frá NCSU, Raleigh, BNA 1994. Fjóla starfaði á Verkfræðistofnun HÍ 1995 og á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (nú Verkís) 1995-2009 og varð síðan sviðsstjóri byggingarsviðs við HR. Að lok- inni doktorsvörn bauðst Fjólu staða (associate professor) við NTNU í Þránd- heimi. Eiginmaður Fjólu er Eggert V. Valmundsson verkfræðingur, þau eiga tví- burana Þorbjörgu Gróu og Valmund Rósmar, fimm ára. Doktor Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900 Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi… HÁGÆÐA POTTAR OG PÖNNUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.