Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@gmail.com
Það sýnir alltaf djörfung og þorer menn stíga út fyrir ramm-ann, við erum dýr vanans og
auðvitað er þægilegra að sýsla við
það sem maður kann frekar en að
vera að paufa við eitthvað sem er
manni framandi. En afrakstur slíkra
ævintýra getur verið bæði gagn-
legur og góður, jafnt fyrir þann sem
tekur stökkið og nærumhverfið.
Slíkt á svo sann-
arlega við hér.
Eitt er
sveimi bundin
plata (e. „ambi-
ent“) þar sem
tónlistin lykst um
hlustandann, gár-
ar í bakgrunn-
inum fremur en að kalla eftir athygli
en þegar vel tekst til smýgur hún inn
í mann, eða drýpur inn í mann, hægt
og sígandi. Jón Ólafsson og Future-
grapher virðast við fyrstu sýn
standa ansi langt hvor frá öðrum í
tónlistarlegu tilliti en er það svo?
Þegar maður hugsar um það þarf
samstarfið ekki að koma svo mikið á
óvart. Þó að Jón sé hvað þekktastur
fyrir glúrið og áferðarfallegt popp í
gegnum Nýdönsk og sólóefni sitt, og
svo veru sína í Bítlavinafélaginu,
hefur hann alla tíð verið leitandi og
forvitinn. Hann er kannski að svala
þeirri þörf nú með hvað mest afger-
andi hætti en lítum á önnur dæmi:
Hin stórskemmtilega Possibillies fór
t.d. iðulega skringilegar leiðir (og
gaf út tvöfalda vínylplötu, Töfra-
maðurinn frá Riga, þar sem fjórða
hliðin var auð en bar þó titillinn
Gætt að …
Tveir Samstarf Futuregrapher og Jóns Ólafssonar er gifturíkt á plötunni.
„Töframaðurinn hugsar“). Jón sá
um hljóðmottuna á ljóðadiski Ceres
4 sem hann gaf einnig út í gegnum
merki sitt og var hún sveimkennd
mjög. Einnig tók hann upp og gaf út
plötu Vinabandsins, þar sem hópur
eldri borgara söng saman, dásam-
lega einlæg og falleg plata. Future-
grapher hugsar á líkan hátt, piltur
sá er með galopinn huga og hefur
snert á flestum geirum raftónlist-
arinnar á ferli sínum. Þeir félagar
eru í raun sjálfsagðir bólfélagar
fremur en óvæntir.
En hvernig er svo útkoman?
Það er nærandi andi í Eitt og flæðið
kallar fram þessar klassísku sveim-
plötur; meistarar eins og Brian Eno
koma upp í hugann og líka þessi evr-
ópska raf-sveimklassík frá síðari
hluta áttunda áratugarins og eitt-
hvað inn í þann níunda. Minimalistar
eins og Gavin Bryars og samtíma-
skáldið Nils Frahm svífa og í kring.
Þeir félagar eru alls ekki að finna
upp hjólið, þetta er sveimplata með
sígildu sniði og sterkt framlag í
þennan nefnda geira, stendur jafn-
fætis mörgu því besta sem maður
hefur heyrt þaðan. Árni leggur raf-
mottur af mikilli natni og Jón breiðir
píanóið yfir af viðlíka næmi – þeir
félagar dansa einhvern veginn fal-
lega hvor í kringum annan. Platan
rúllar þægilega áfram, það er heil-
andi að hlusta, en aldrei er hún ódýr
og minnir ekki á þá hroðvirknislegu
nýaldarframleiðslu sem maður
heyrir gjarnan í anddyri nuddstofa.
Þar koma tónlistarmennirnir
Jón og Árni inn þar sem platan hef-
ur rökrétta heilsteypta uppbygg-
ingu. Píanóið er t.a.m. sparlega not-
að oftast nær og það er unnið
markvisst með þögnina þótt Jón taki
stundum á sprett, Satie-legar mel-
ódíur gera t.d. vart við sig. Lögin
minna hvert á annað þó að blæ-
brigðamunur sé og þetta er undir-
strikað í titlum stundum; „Sálmur“
er … tja … sálmalegt og heyra má
barnsraddir í „Börn“. Það er þá
ókennileg spenna – ég veit að þetta
hljómar þversagnakennt – í sumum
lögunum sem gefur þeim aukna vigt
og dýpt.
Virkilega vel heppnað verk og
að sama skapi lukkulegt samstarf.
Ég hlakka til að heyra næsta
skammt, sem ku vera í undirbúningi.
» Árni leggurrafmottur af mik-
illi natni og Jón
breiðir píanóið yfir
af viðlíka næmi –
þeir félagar dansa
einhvern veginn fal-
lega hvor í kringum
annan.
Eitt er plata eftir þá Jón Ólafsson og Future-
grapher sem er listamannsnafn Árna Grétars Jó-
hannessonar. Jón leikur á píanó en Futuregrapher
sér um hljóðgervla og áhrifs- og vettvangshljóð.
Jón og Árni hljóðblönduðu en Finnur Hákonarson
hljómjafnaði. Möller Records gefur út.
Leiksýningin How to Become Ice-
landic in 60 minutes eftir Bjarna
Hauk Þórsson, í leikstjórn Sigurðar
Sigurjónssonar, hefur verið sýnd í
Hörpu frá árinu 2012 og í dag verð-
ur hún sýnd í þrjúhundraðasta sinn.
Bjarni Haukur lék í fyrstu sjálfur í
sýningunni, sem er einleikur, en er
nú hættur því og þeir Örn Árnason
og Karl Ágúst Úlfsson skipta kvöld-
um á milli sín.
Nýlega var undirritaður samn-
ingur við Halldór Guðmundsson,
forstjóra Hörpu, um framhald á
sýningum á verkinu og segir Bjarni
Haukur að ljóst sé orðið að sýningin
verði í Hörpu fram til ársins 2019.
Morgunblaðið/Ómar
300 Bjarni Haukur Þórsson er höfundur
How to Become Icelandic in 60 minutes
sem sýnd verður í 300. skipti í dag.
Sýning Bjarna
í Hörpu til 2019
Taívanska kvikmyndin The Assassin er sú
besta af þeim sem frumsýndar voru á árinu
að mati 168 gagnrýnenda víða um lönd. Þeir
svöruðu könnun fyrir tímaritið Sight & So-
und sem birti niðurstöðurnar í vikunni.
Breska kvikmyndastofnunin, British Film
Institute, gefur út tímaritið.
Leikstjóri The Assassin, Hou Hsiao-Hsien,
hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Can-
nes í vor sem besti leikstjórinn. Myndinni er
lýst sem bardagalistadrama, sögusviðið Kína
á 7. öld og segir í myndinni af leigumorð-
ingja sem fær það verkefni að ráða af dögum
yfirmann í hernum. Í öðru sæti yfir bestu myndirnar varð Carol og í því
þriðja Mad Max: Fury Road. Á eftir koma Arabian Nights og Cemetery of
Splendour. Í frétt breska ríkisútvarpsins um könnunina kemur fram að í sjö
myndum af þeim tíu efstu séu konur í aðalhlutverkum og sýni eftirtekt-
arverðan leik. Taívanska leikkonan Shu Qi fer með aðalhlutverkið í The As-
sassin, hlutverk ungrar konu sem er rænt af nunnu í æsku, þjálfuð í bardaga-
listum og fengið það verkefni að ráða frænda sinn af dögum.
The Assassin talin besta kvikmyndin
Best Shu Qui í The Assassin.
Sýning á myndverkum Þorgerðar
Sigurðardóttur verður opnuð í
Grensáskirkju í dag, laugardag,
klukkan 14. Þorgerður lést árið
2003 en hún hefði orðið sjötug í dag
hefði hún lifað.
Þorgerður var nemandi við
Handíða- og myndlistaskólann
1962–1964, tók síðan kennarapróf,
las listasögu við HÍ og nam við
Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún
brautskráðist úr grafíkdeild MHÍ
1989 og lauk síðar réttindanámi til
framhaldsskólakennslu. Auk mynd-
listarkennslu fékkst Þorgerður við
frjálsa listsköpun seinni hluta æv-
innar. Flest
verka hennar
eru tréristur á
pappír og hún
var meðal annars
þekkt fyrir verk
sem byggjast á
kirkjulegum
myndlistararfi
Íslendinga. Hún
hélt tæplega
fjörutíu einka-
sýningar víða um land en auk þess í
Finnlandi, Svíþjóð og Englandi.
Verk eftir hana eru í eigu ýmissa
listasafna landsins.
Sýning á verkum Þorgerðar Sigurðar-
dóttur opnuð í Grensárskirkju
Þorgerður
Sigurðardóttir
Samsýning átta nemenda á fyrra ári
meistarastigs við Listaháskóla Ís-
lands verður opnuð í Nýlistasafninu
í Breiðholtinu, í
Völvufelli 13-21, í
dag, laugardag,
kl. 16.
Heiti sýning-
arinnar er „Heim-
urinn tilheyrir
öllum, ekki fáum
útvöldum“ og er
útgangspunktur
hennar sú um-
gjörð sem Ný-
listasafnið lagði
til, bæði í menningarlegu tilliti safn-
eignar þess og sögu, sem og stað-
háttum og nærumhverfi safnsins í
Breiðholti. Spurt er um miðju og út-
jaðar menningar; hvort hin virka
innspýting og hreyfiafl í listsköpun
sé ef til vill að finna á jaðrinum rétt
eins og í miðborginni. Eru Fellin ef
til vill meiri miðja en Lækjartorg?
Fyrir hverja er myndlistin og hvert
sækir hún sín áhrif?
Til að mynda hafa á sýningunni
verið dregin fram óþekkt höf-
undaverk í safneigninni og hverfið
verið kortlagt í gönguferðum: „Alls
staðar og allt um kring svífur saga“
er staðhæft.
Meistaranemendur
sýna í NÝLÓ
Brot úr kortlagninu
nágrennis NÝLÓ.
- með morgunkaffinu
RÚGBRAUÐ
HUNGER GAMES 4 2D 5,8,10:10
THE NIGHT BEFORE 8,10:45
GÓÐA RISAEÐLAN 2D 2,5
SPECTRE 6,9
HANASLAGUR 2,3:50
HOTEL TRANSYLVANIA 2 1:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 2