Morgunblaðið - 01.12.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.12.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Það hefur áhrif á mat á fréttumhvort tilefni þeirra er fátítt eða algengt. Þess vegna er það miklu meiri frétt þegar ekki verður upp- hlaup á Alþingi en hitt.    Slík fréttatilefnieru sárasjald- gæf en samt missa þeir blaðamenn sem helst „skúbba“ und- antekningarlaust af slíkum fréttum. Þær gera ekki boð á und- an sér, eins og upp- hlaupin gera nær alltaf.    Ein úr hópi þess-ara ekki-frétta varð í gær.    Þá hlupu til tveirsérlega siðprúðir þingmenn, og áttu erfitt með sig vegna framgöngu formanns fjárlaganefndar Vigdísar Hauksdóttur.    Meðal algengustu ekki-frétta erueinmitt þær þegar þingmenn hlaupa upp til þess að finna að ein- hverju sem Vigdís á að hafa sagt.    Það mega hinir prúðu þingmenn,Helgi Hjörvar og Svandís Svav- arsdóttir eiga, að aldrei voru þau með minnstu aðfinnslur við neitt sem Björn Valur Gíslason sagði sem formaður fjárlaganefndar.    Enda hraut aldrei neitt annað afvörum Björns Vals en það, sem „prúðasta prestsmaddama“ hefði verið fullsæmd af, svo notað sé gam- alt sýslumannaorðalag.    Hitt er svo annað mál að FriðrikSophusson fjármálaráðherra sagði stundum um sinn ríkissjóð, grátklökkur eins og Jón Grindvík- ingur: „Minn herra á aungvan vin.“ Vigdís Hauksdóttir Siðavendir sópa STAKSTEINAR Björn Valur Gíslason Veður víða um heim 30.11., kl. 18.00 Reykjavík -3 léttskýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -2 alskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 3 léttskýjað London 12 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 11 skýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 7 skúrir Moskva -1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -7 léttskýjað Montreal -6 skýjað New York 5 skýjað Chicago 5 alskýjað Orlando 24 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:46 15:49 ÍSAFJÖRÐUR 11:20 15:24 SIGLUFJÖRÐUR 11:05 15:06 DJÚPIVOGUR 10:22 15:11 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samninganefnd bænda er þessa dagana að fara yfir athugasemdir sem fram hafa komið við drög að nýjum búvörusamningi. Sérstaklega er verið að athuga hvort hægt sé að bregðast við ótta sumra bænda við að afnám kvótakerfis leiði til offram- leiðslu og verðfalls, sérstaklega í mjólkurframleiðslunni. Samninganefnd bænda í viðræð- unum við ríkið um nýjan búvöru- samning boðaði til fjögurra al- mennra bændafunda til að kynna stöðuna í viðræðunum. Fram komu hugmyndir samningsaðila um að hætta framleiðslustýringu í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu á samn- ingstíma nýs samnings sem á að verða 10 ár og breyta stuðningi rík- isins í afurða- og gripagreiðslur. Um 420 bændur komu á þessa fundi, fyr- ir utan þá sem komu á fulltrúaráðs- og aukaaðalfundi kúabænda og sauðfjárbænda. Ekki einhliða breyting Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að öfl- ug og málefnaleg umræða hafi farið fram á fundunum og þeir verið gagn- legir fyrir samninganefndina. Hann segir að fram hafi komið áhyggjur af afnámi framleiðslustýringar og of- framleiðslu og verðfalli í kjölfarið. Það eigi meira við mjólkurfram- leiðsluna en einnig við sauðfjárrækt- ina að einhverju leyti. Athugasemdir hafi verið gerðar við fleiri atriði. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að áhyggjur bænda vegna þessara at- riða hafi verið greinilegar. Við því þurfi að bregðast, til að koma í veg fyrir tekjuhrun hjá bændum. Sig- urður tekur fram að í þeim hug- myndum sem kynntar voru hafi falist sameiginleg áhersla samnings- aðila svo samninganefnd bænda hafi það ekki í hendi sér að breyta ein- hliða um kúrs. Eigi að síður þurfi að fara yfir málin og athuga hvað hægt sé að gera. Sindri segir að samninganefnd bænda muni funda í dag og ef til vill næstu daga til að ræða þau atriði sem efasemdir hafi komið um og at- huga hvort hægt sé að finna leiðir til að leysa þau. „Það sem við vorum að kynna var ekki endanlegt plagg. Við förum yfir allar athugasemdir,“ segir Sindri. Að því loknu mun bændaforystan funda með ríkinu. Athuga hvort hægt sé að bregðast við Sindri Sigurgeirsson Sigurður Loftsson  Samninganefnd bænda fer yfir athugasemdir frá bændafundum Búvörusamningar » Stefnt hefur verið að undir- ritun nýrra búvörusamninga fyrir jól. Formaður Bænda- samtakanna segir enn ekki ljóst hvort það tekst. » Samningarnir verða síðan kynntir bændum um allt land og í kjölfarið verða þeir lagðir fyrir í almennri atkvæða- greiðslu. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Láttu það eftir þér Reyktur og grafinn lax á aðventunni Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Hálkusalt fæst hjá okkur í 5kg og 25kg pokum Nú kólnar í veðri Salt - Umbúðir - Íbætiefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.