Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 9

Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Björn er formaður Ranghermt var í viðtali á baksíðu blaðsins í gær að Haraldur Haralds- son væri formaður Víkings. Hið rétta er að Haraldur er fram- kvæmdastjóri, en formaður Víkings er Björn Einarsson. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd Mokkajakkar Skinnkragar Tryggvagötu 18 - 552 0160 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Þunnar jakkapeysur Verð 8.900 Str. 40-56/58 Stöndum öll saman sem ein þjóð Sýnum kærleik og samkennd í verki. Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands. 546-26-6609, kt. 660903-2590 Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll Til sölu fallegt eintak af Mercedes-Bens ML 500 AMG útlitspakki. Árgerð 2006. Ekinn aðeins 110 Þ.KM. Næsta skoðun 2016 BENSÍN knúinn. Skráður 5 manna. SJÁLFSKIPTUR. 5000cc slagrými. 5 dyra. 303 hestöfl. 4 heilsársdekk. FJÓRHJÓLADRIF Verð kr. 3.990.000. Skipti: ÓDÝRARI Nánari upplýsingar veitir Bílasala Íslands í síma 510 4900, Skógarhlíð 10 Ökutækið er á staðnum. MERCEDES-BENZ ML 500 Síðustu vél Flugfélags Íslands til Akureyrar var snúið við skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkur- flugvelli í fyrrakvöld eftir að hún lenti í óvæntri og óvenjumikilli ókyrrð. Flugfreyja slasaðist lítillega á hné þegar hún rakst upp undir og lenti illa, að sögn Árna Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra flug- félagsins. Fjörutíu farþegar auk þriggja manna áhafnar voru um borð í vél- inni sem hóf sig til flugs frá Reykja- víkurflugvelli í fyrrakvöld. Vélinni var hins vegar snúið við og lent aftur í Reykjavík um klukkan 20.15 eftir að hún lenti í mikilli ókyrrð. „Þetta var óvenjumikil ókyrrð og kom nokkuð óvænt. Það var í gangi þjónusta um borð þegar þetta kom upp á. Þetta var ekki eitthvað sem við áttum von á að sjá þarna þrátt fyrir að hafa eins góðar upplýsingar um veður og hægt var á þeim tíma,“ segir Árni. Við ókyrrðina kom hreyfing á vél- ina sem varð til þess að flugfreyjan sem bar fram drykki til farþeganna rakst upp undir loft farþegarýmisins og lenti svo illa. Marðist hún á hné að sögn Árna en þó ekki svo illa að hún væri óvinnufær eftir. Engum öðrum varð meint af en farþegunum var boðin áfallahjálp eftir uppákomuna. Þá var þeim boð- ið far með vél félagsins í morgun í staðinn og segir framkvæmdastjór- inn að eftir því sem hann viti best hafi þeir allir þegið það boð. Þáðu áfallahjálp eftir ókyrrð Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugfélag Íslands Snúa þurfti vél- inni við vegna ókyrrðar í lofti.  Flugfreyja meiddist á hné í ókyrrð Umsóknum í fjarnám Háskólabrúar Keilis hefur fjölgað milli ára og eru þær fjórðungi fleiri núna en á sama tíma í fyrra. Nú stunda rúmlega tvö hundruð einstaklingar aðfar- arnám að háskólanámi í Keili, þar af um helmingurinn í fjarnámi. Þá hófu um þrjátíu einstaklingar fjar- nám í Háskólabrú með vinnu í lok nóvember, en það nám er kennt á tveimur árum og hentar vel þeim sem vilja taka lengri tíma eða vilja stunda námið með vinnu, segir í fréttatilkynningu. Við næstu útskrift í janúar 2016 má reikna með að heildarfjöldi út- skrifaðra nemanda úr Háskólabrú verði samtals hátt í 1.400. Keilir býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands og hafa lang- flestir nemendur haldið áfram í há- skólanám bæði hérlendis og erlend- is. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúd- entsprófi samkvæmt samningi Keil- is og Háskóla Íslands. Fjórðungi fleiri umsóknir í fjarnám Ljósmynd/KeilirÁsbrú Ásbrú Fjórðungi fleiri eru í fjarnámi hjá Keili en í fyrra.  Helmingur í aðfararnámi í fjarnámi Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, hefur und- irritað reglugerð um greiðslu des- emberuppbótar til atvinnuleitenda. Full desemberuppbót er 55.256 kr. en greiðsla til hvers og eins reikn- ast í hlutfalli við rétt hans til at- vinnuleysisbóta á árinu. Þetta kem- ur fram í frétt á vef velferðar- ráðuneytisins. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þeir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleys- istryggingakerfisins, hafa verið skráðir án atvinnu hjá Vinnu- málastofnun í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2015 og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnu- leysisbóta á árinu og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Atvinnuleitendur fá jólauppbót Morgunblaðið/Kristinn Uppbót Atvinnuleitendur fá jólauppbót. Slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins aðstoðuðu eiganda timburbáts sem liggur við Reykjavíkurhöfn úti á Grandagarði við að dæla sjó upp úr bátnum í gær. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins kom leki að bátnum og var hann byrjaður að fyllast af sjó. Metradjúpur sjór Kallað var á slökkviliðið þegar báturinn var byrj- aður að hallast. Þá var um metradjúpur sjór búinn að fylla bátinn, að sögn slökkviliðs. Svo virðist sem að dæla í honum hafi bilað. Báturinn var enn á floti, að sögn slökkviliðs sem aðstoðaði við að dæla sjónum úr bátnum. Dældu sjó úr sökkvandi báti Grandagarður Sjó var dælt úr bátnum. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.