Morgunblaðið - 01.12.2015, Side 10

Morgunblaðið - 01.12.2015, Side 10
ekki tapast svo við slógum til, auk þess sem ég hafði sníðagerð- ina og hand- bragðið sem til þurfti úr náminu mínu.“ Vinsælt að fá nýja skerma á gamla lampa Reksturinn hófst í Vatnsnesi þar sem Byggðasafn Reykjanes- bæjar leigði um tíma að- stöðu til lista- og hand- verksfólks en þau hjónin fluttu svo starfsemina í frum- kvöðlasetrið Eldey á Ásbrú þar sem allt kraumar í sköpun og hugviti. Fyrirtækinu fylgdi fullt af grindum, efnisrúllum og borðum sem mikill fengur var í, að sögn Unnar, því mik- il ásókn sé í viðgerð á skermum. „Það er ekki óalgengt að lampaskermanir sem koma til mín séu af lömpum sem hafa gengið í erfðir og eru orðnir lúnir eftir Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Lampa- og skermagerðinLjósberinn er fyrirtækisem hjónin Unnur Karls-dóttir og Davíð Bjarna- son hafa rekið í Reykjanesbæ frá árinu 2011. Ætlunin var aldrei að fara út í þennan rekstur en leit að grind í lampaskerm vatt heldur betur upp á sig. „Davíð er alltaf eitthvað að brasa og fann rekavið og ákvað að búa til lampa úr hon- um og bað mig að búa til skerm. Hér áður fyrr gat maður alltaf keypt grindur og búið til skerma og ég fór af stað. Það voru hins vegar hvergi til grindur eins og í gamla daga og við hugsuðum ekk- ert út í að fara á nytjamarkaðina og athuga þar. Svo Davíð auglýsir á Barnalandi og óskar eftir skermagrind. Stuttu síðar hringir maður sem segist ekki bara eiga fullt af grindum handa okkur held- ur líka fyrirtæki,“ segir Unnur. Þó að Unnur sé menntaður textíl- og fatahönnuður og hafi ekki vílað fyrir sér að búa til lamp- askerma voru þessi áform engan veginn á döfinni. Hjónin þurftu því að hugsa málið en komust á nokkr- um dögum að þeirri niðurstöðu að þetta væri alls ekki svo galin hug- mynd. „Þegar við skoðuðum þetta nánar komumst við að því að þetta var lager frá mömmu mannsins sem hafði hringt í okkur. Hún hafði rekið skermagerð í Garðabæ í um 40 ár en var hætt vegna aldurs. Okkur fannst að handverkið mætti Óskuðu eftir skermagrind og var boðið fyrirtæki Hjónin Unnur Karlsdóttir og Davíð Bjarnason reka ævintýralega lampa- og skermagerð í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Ekki aðeins fá úrsérlesnar skáld- sögur og landakort nýtt líf í skermum heldur má þar finna lampa sem eiga enga sína líka. Upphaf fyrirtækjareksturins var líka ævintýralegt. Gamalt verður nýtt Edison-lampar og skermar úr gömlum landakortum. Ljósberinn Lampinn ber nafn fyrirtækisins enda líkastur manni í laginu sem ber ljósið uppi og er í „steampunk-stíl“. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Loftslagsmál og þar af leiðandi um- hverfisvernd eru í brennidepli um þessar mundir í tengslum við lofts- lagsráðstefnuna sem nú stendur yfir í París. Grænu boðberarnir, eða Green Messenger HI (Hostels Int- ernational), eins og þeir eru líka kall- aðir, láta sitt ekki eftir liggja og sýna kl. 18 í kvöld, heimildarmyndina Hvell í Farfuglaheimilinu í Laugardal. Hvellur fjallar um þann einstaka atburð í sögunni þegar bændur í Suð- ur-Þingeyjarsýslu tóku sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn síðsumars árið 1970. Áður höfðu bændurnir mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjón- armið þeirra voru virt að vettungi. Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Lax- ár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Sam- staðan brást aldrei og ekki var upp- lýst fyrr en árið 2013 þegar myndin var frumsýnd hverjir sprengdu. Þessi uppreisn er jafnan talin hafa markað upphaf náttúruverndarbaráttu á Ís- landi. Heimildarmyndin Hvellur í Farfuglaheimilinu í Laugardal Uppreisn sem markaði upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi Hvellur Heimildarmyndin Hvellur fjallar um bændur sem fyrir 45 árum tóku málin í sínar hendur og sprengdu upp stíflu til að bjarga landinu frá eyðingu. Hið árlega bókaspjall verður í kvöld kl. 20 í Bókasafni Kópa- vogs, Hamraborg. Bókaspjallið verður á fyrstu hæð safnsins. Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Jón Kal- man Stefánsson lesa upp úr bók- um sínum og taka þátt í pall- borðsumræðum sem Maríanna Clara Lúthersdóttir stjórnar. Þrjú skáld í bókaspjalli Bókasafn Kópavogs Hallgrímur Helgason Auður Jónsdóttir Jón Kalman Stefánsson Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.