Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 17
Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Staðsetjið kerti ekki nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar meira en 150 ríkja komu saman í París í gær, á fyrsta degi tólf daga ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að draga úr losun gróðurshúsalofttegunda til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar vegna hlýnunar jarðar og ráðstafanir til að hjálpa fátækum löndum að laga sig að breytingunum. Aldrei áður hafa jafn- margir þjóðarleiðtogar komið saman á einum degi, að sögn embættis- manna Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur aldrei áður verið jafn- mikið í húfi á alþjóðlegum fundi vegna þess að ráðstefnan snýst um framtíð jarðarinnar, framtíð lífsins,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakk- lands, þegar hann setti ráðstefnuna. „Vonir alls mannkynsins hvíla á herð- um ykkar.“ Christiana Figueres, fram- kvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng þegar hún ávarpaði fulltrúana á ráðstefnunni. „Aldrei áður hefur svo mikil ábyrgð verið í höndum svo fárra,“ sagði hún. „Heimsbyggðin reiðir sig á ykkur.“ Má ekki seinna vera Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði að nú væru síðustu forvöð að afstýra loftslagsbreytingum sem gætu haft hörmulegar afleiðingar fyr- ir komandi kynslóðir. Hann skírskot- aði til viðvarana vísindamanna sem telja að hlýnun jarðar geti leitt til auk- inna öfga í veðurfari, mannskæðra þurrka, flóða, fellibylja, hækkandi sjávarborðs sem verði til þess að ey- ríki hverfi, hungursneyða og stór- felldra fólksflutninga milli landa. Obama sagði að mörg fátæk lönd, sem bæru litla ábyrgð á hlýnun jarð- ar, fengju fyrst að súpa seyðið af lofts- lagsbreytingunum. Hann lagði þó áherslu á að hægt væri að afstýra hörmungunum án þess að auðug ríki þyrftu að fórna hagsældinni. Loforðin duga ekki Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kvaðst vera vongóður um að loftslagsráðstefnan bæri ár- angur. „Samkomulag hefur ekki náðst en ég tel það vera innan seil- ingar,“ sagði hann. Á ráðstefnunni er stefnt að því að öll 195 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna nái samkomu- lagi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að hlýnun jarðar verði und- ir 2°C fyrir næstu aldamót miðað við meðalhita á jörðinni fyrir iðnbylt- inguna. Um það bil 100 lönd, þeirra á meðal eyríki sem óttast er að hverfi vegna hækkandi sjávarborðs, telja að þetta markmið dugi ekki og vilja að stefnt verði að því að hlýnunin verði undir 1,5°C. Að óbreyttu verður hita- stigið um það bil 5°C hærra en fyrir iðnbyltingu, að mati margra sérfræð- inga í loftslagsmálum. Þeir telja að miðað við þær aðgerðir sem ríki heims höfðu lofað áður en ráðstefnan hófst verði hlýnunin um það bil 2,7°C. Þeir segja að ríki heims þurfi að leggja meira af mörkum og að miklu máli skipti að hefja aðgerðirnar þegar í stað. Ef losun koltvísýrings nái há- marki árið 2025 og snarminnki eftir það séu 50% líkur á því að hlýnunin verði undir 2°C. Hlýnun ógnar fiskstofnum Yfir 40.000 manns taka þátt í ráð- stefnunni í París. Á meðal þeirra er enski sjónvarpsmaðurinn og náttúru- fræðingurinn sir David Attenborough sem kveðst ekki vera vongóður um að loftslagsráðstefnan beri tilætlaðan ár- angur. „Við vitum um afleiðingar hlýn- unarinnar, til dæmis fyrir heimshöfin,“ sagði hann í viðtali við breska ríkisút- varpið. „Hlýnun sjávar veldur miklu tjóni á fiskstofnum og hlýnun jarðar veldur því að eyðimerkur breiðast út. Vandamálin vegna hlýnunarinnar eru gríðarleg; það verður að afstýra henni hvað sem það kostar.“ AFP Söguleg ráðstefna sett Leiðtogar meira en 150 ríkja tóku þátt í loftslagsráðstefnunni í París í gær. Embættis- menn Sameinuðu þjóðanna segja að aldrei áður hafi jafnmargir þjóðarleiðtogar komið saman á einum degi. „Framtíð lífsins“ sögð vera í húfi  Telja samkomulag „innan seilingar“ á loftslagsráðstefnu Tíu lönd eða ríkjasambönd bera ábyrgð á 70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum Bandaríkin Evrópu- sambandið (28 ríki) Meðallosun í heim- inum á hvern íbúa Indland Rússland Japan Brasilía Mexíkó Indónesía Kanada % af heildarlosun losun á hvern íbúa í tonnum af CO2-ígildi Losun gróðurhúsalofttegunda Heimildir: World Resources Institute (prósentutölurnar miðast við gögn frá 2012, m.a. um breytingar á landnýtingu og skógrækt); Climate Analytics (losun á hvern íbúa miðað við árið 2010) 22,4% 12,2% 8,7 6,1 1,4 4,7 2,5 3,8 1,6 4,2 1,8 Kína 17 5,4 4,5 11 Varðar framtíð jarðar » „Örlög Parísar-sam- komulagsins eru í höndum ykkar. Framtíð þjóðar ykkar, framtíð plánetu okkar,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnunni. » „Við höfum aldrei áður stað- ið frammi fyrir slíkri prófraun – ef til vill fáum við aldrei slíkt pólitískt tækifæri aftur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.