Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýtt sam-komulagEvrópu-
sambandsins við
Tyrki, sem sam-
þykkt var á sunnu-
daginn, hefur vak-
ið nokkra athygli, enda er þar
kveðið á um jafnvirði 420 millj-
arða króna fjárframlags frá
sambandinu til Tyrklands. Þeir
fjármunir eiga að aðstoða
Tyrki við að sinna flóttafólki
frá Sýrlandi, auk þess sem
Tyrkir skuldbinda sig til þess
að auka landamæraeftirlit sitt
og herða á baráttu gegn man-
sali á Eyjahafi.
Leiðtogar Evrópusambands-
ins vonast til þess að sam-
komulagið verði til þess að
draga úr flóttamanna-
straumnum til ríkja sinna.
Fólksflutningarnir miklu hafa
enda sett Schengen-samstarfið
í mikið uppnám, svo mjög að
það hriktir hressilega í stoðum
þess svo ekki sé meira sagt. Sá
galli er hins vegar á gjöf
Njarðar að Tyrkir gátu ekki
lofað neinum árangri af að-
gerðum sínum þrátt fyrir hið
gríðarlega fjármagn sem sam-
bandið er tilbúið til þess að
setja í verkið.
Í skiptum fyrir að reyna að
hemja flóttamannastrauminn
til ríkja Evrópusambandsins fá
Tyrkir aukna von um að
aðildarumsókn landsins að
ESB fái brátt aukinn byr í
seglin eftir að hafa verið
strand megnið af síðasta ára-
tug. Sambandið skuldbindur
sig til þess að halda tvo leið-
togafundi á ári með Tyrkjum
og hyggst opna nýjan kafla í
aðildarviðræðunum áður en ár-
ið er úti. Hollande Frakklands-
forseti sló hins vegar á vænt-
ingar Tyrkja um að
samkomulagið
þýddi það að þeir
gætu átt von á því
að fá flýtimeðferð
inn í sambandið,
enda stendur
margt ennþá út af borðinu.
Þar á meðal eru málefni
Kýpur, en gríski hluti eyj-
arinnar er aðili að sambandinu
og hefur því neitunarvald á
framgang Tyrkja. Þá hefur
þróun mannréttinda í Tyrk-
landi verið í ranga átt á síðustu
misserum, einkum hvað varðar
tjáningarfrelsi. Þessar stað-
reyndir munu verða tyrk-
neskum stjórnvöldum fjötur
um fót í komandi viðræðum, ef
marka má Jean-Claude Junc-
ker, forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins,
sem hefur sagt að ESB muni
áfram gagnrýna stöðu mann-
réttindamála í Tyrklandi.
En þó að innganga Tyrkja í
Evrópusambandið sýnist
ósennileg, jafnvel allt að því
útilokuð, gæti samkomulagið
þó reynst fyrsta skrefið í átt að
stórauknum samskiptum
Tyrkja við ESB. Það getur
skipt Tyrki miklu í kjölfar
hinna víðtæku refsiaðgerða
sem Rússar hafa nú lagt á þá,
en þær ganga mjög langt og
gætu skaðað efnahag Tyrk-
lands takist þeim ekki að efla
tengsl og viðskipti annað. ESB
og Tyrkland hafa því vaxandi
hagsmuni af auknum gagn-
kvæmum samskiptum og við-
skiptum, sem geta orðið já-
kvæð fyrir báða, en verða
tæpast til að Tyrkland fái í
alvöru stöðu umsóknarríkis.
Og sennilega búast tyrknesk
stjórnvöld ekki við því í raun
að fá inngöngu í sambandið.
Aukið samstarf mun
tæpast leiða til
aðildar Tyrklands að
ESB á næstunni}
Taka höndum saman
Bjarni Bene-diktsson
sagði á Alþingi í
gær að Íslend-
ingar þyrftu að
staðsetja sig rétt í
umræðu um lofts-
lagsmál og bætti við: „Við tök-
um oft þessa umræðu eins og
við séum jafnvel nálægt rót
vandans í loftslagsmálum þeg-
ar staðreyndin er sú að það
sem er að gerast í öðrum
heimshlutum er meginvanda-
málið. Það sem er að gerast í
Kína á hverju einasta ári. Nú
eru Kínverjar til dæmis að
stórauka álframleiðslu sína,
meira eða minna allt saman
með því að reisa ný og kraft-
meiri kolaraforkuver.“
Árni Páll Árnason sagði að
athygli vekti hversu lítið væri
um mælanleg markmið og
hversu lítið fé væri lagt til úr-
bóta í loftslags-
málum: „Ísland
hefur að sönnu lýst
því yfir að það vilji
ganga í takt með
Evrópusambands-
ríkjum og minnka
losun gróðurhúsalofttegunda
um 40% árið 2030. Það vantar
eitthvað meira handfast til að
sjá með hvaða hætti það eigi
að vera mögulegt. Þetta mun
kosta peninga en það er ekki
að sjá í sóknarstefnunni að
fjallað sé um það.“
Bjarni Benediktsson árétt-
aði að hér heima „getum við
sett okkur markmið um að ná
enn frekara forskoti. En við
eigum ekki að taka umræðu
um loftslagsmál í alþjóðlegu
samhengi á þeirri forsendu að
við séum í stórskuld við um-
heiminn. Það finnst mér ein-
faldlega ekki rétt“.
Orðaskipti um
loftslagsmál á
þingi í gær voru
eftirtektarverð}
Umræðuna í íslenskt samhengi
H
eiða Rún Sigurðardóttir, leik-
kona í bresku þáttaröðinni
Poldark, er kona ársins.
Já, ég hefði líka spýtt gegn-
sósa kornfleksmunnfyllinni
framan í köttinn við að lesa þessi orð ef Heiðu
hefði ekki hlotnast þessi heiður í gegnum tíma-
ritið Nýtt líf. Gat skeð.
Ekki misskilja mig. Heiða er eflaust mjög
sterk og hæfileikarík eins og árangur hennar á
sviði leiklistarinnar hlýtur að bera vitni. Ég hef
reyndar aldrei séð umrædda þætti en Heiða
hlýtur hreinlega að hafa fundið upp bóluefni við
krabbameini eða holla bernaises-sósu í beinni
fyrst henni hlotnast þessi titill á einhverjum
vettvangi. Árið í ár hefur nefnilega verið ár
konunnar; þar sem konur fögnuðu fyrri sigrum
og stigu skrefinu lengra til að knýja fram aukið
jafnrétti, berjast fyrir mannréttindum og sýna mátt sinn
og megin.
En Heiða skal það vera. Af því að það merkilegasta sem
íslensk kona gerði í ár var þrátt fyrir allt að vera dugleg
(og sæt) í vinnunni sinni í útlöndum.
Nýtt líf þarf auðvitað að selja forsíður og þá sakar ekki
að geta skellt á það smetti í gullinsniði sem slúðurþyrstir
lesendur vilja svolgra í sig. Inni í blaðinu má reyndar finna
viðtöl við sex konur sem voru leiðandi í Twitter-byltingum
ársins en það eina sem það þýðir er að ritstjórn Nýs lífs
getur ekki einu sinni falið sig á bak við hugsunarleysi. Hún
gerði sér grein fyrir þeirri mögnuðu flóðbylgju fem-
ínískrar orku sem sópaði landanum með sér en ákvað
samt að kona ársins væri Heiða leikkona: dug-
leg í útlöndum.
Titill Nýs lífs var eyrnamerktur konum en
það er titillinn „Maður ársins“ sem m.a. er
veittur af Rás 2 og Bylgjunni ekki. Ég þori að
veðja hægra brjóstinu með frjálsu geirvört-
unni og det hele að Lars Lacerbäck hljóti þann
titil á öllum vígstöðvum.
Lars, ólíkt Heiðu, á einhverja heimtingu á
þessum titli. Undir hans handleiðslu hefur
landsliðinu tekist hið ómögulega og #þvíber-
aðfagna eins og Instagram-mömmurnar segja
en þeir munu líka allir fá sín verðlaun á
íþróttamaður ársins hvort eð er. Það er ekki
jafn mikill glamúr yfir afrekum kvenna en þau
eru mörg hver mikilvægari fyrir framtíðina en
nokkurt tuðruspark gæti mögulega verið.
T.d. Bryndís Björgvinsdóttir sem fékk okk-
ur til að bjóða flóttafólki heimili okkar. Kristín Þorsteins-
dóttir sem setti tvö heimsmet og tíu Evrópumet á Evr-
ópumeistaramóti fólks með Downs. Stúlkurnar í
Hagaskóla sem létu feðraveldið heyra það. Þórunn Ólafs-
dóttir – sem opnaði augu okkar fyrir ástandinu á Lesbos.
Kristín Jóna og Hanna sem drógu kynferðisbrot gegn fötl-
uðum út í dagsljósið. Silja Björk, Tara Ösp og Bryndís Sæ-
unn sem eru ekki tabú. Allar geirvörturnar sem flugu
frjálsar, allir þolendurnir sem skiluðu skömminni og allar
þær sem gáfu 6dagsleikanum og þögguninni fingurinn.
Og að lokum, fokking Beauty Tips, sem kenndi okkur að
elska hver aðra og styðja sama hversu ólíkar eða lélegar í
að gúggla við erum. Lifi byltingin. annamarsy@mbl.is
Anna
Marsibil
Pistill
Maður ársins er kona
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fjölmennur hópur fulltrúafrá Íslandi, þ. á m. forset-inn og þrír ráðherrar,sækir loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í París sem
hófst í gær. Íslensk stjórnvöld hafa
sett sér það markmið, ásamt ESB-
ríkjunum og Noregi, að losa 40%
minna af koldíoxíði og öðrum gróð-
urhúsalofttegundum árið 2030 og er
þá árið 1990 notað sem viðmiðun.
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í
umhverfisráðuneytinu, er meðal full-
trúa Íslands. Ekki mun vera ætlunin
að sameinast um hnattrænan kolefn-
isskatt til að draga úr notkun jarð-
efnaeldsneytis en margir hafa mælt
með slíkum aðgerðum. Gera menn
sér samt væntingar um árangur þótt
hann væri sagður lítill í Kaupmanna-
höfn 2009?
„Ég held að það hafi komið
skýrt fram í opnunarræðum bæði
Francois Hollande forseta og eins
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna að þátttaka um 150 þjóð-
arleiðtoga sýni eindreginn vilja til
þess að ná árangri,“ segir Hugi.
„Grunnhugmyndin er sú að ríkin
sendi inn sjálfviljug markmið [um
samdrátt í losun]. 182 þeirra hafa
sent inn slík landsmarkmið og þau
standa fyrir um 95% af losun heims-
byggðarinnar. Síðan er meiningin að
ná samkomulagi sem verði eins kon-
ar rammi um þessi sjálfviljugu
markmið. Það er ekki verið að semja
um ríkjakvóta, þetta er því öðruvísi
nálgun en var í Kaupmannahöfn og
það eykur bjartsýni.“
Reynt verði að tryggja að ár-
angurstölur verði samanburðar-
hæfar en ekki sé til nein alþjóða-
lögregla sem tryggi að menn standi
við loforð. „Þetta byggist á vilja,
samvinnu og sameiginlegum skiln-
ingi, sanngirni varðandi skiptingu
byrða. Og auðvitað peningum, það er
ætlunin að styrkja þróunarríkin.“
Minna sé um lagalega bindandi
reglur um samdrátt en í Kýótó-
bókuninni frá 1997. En áhuginn sé
meiri núna, auðveldara ætti að vera
að fá Kína og Bandaríkin, tvo
stærstu syndarana, til þátttöku.
Umdeild vísindi
Þótt meirihluti loftslagsvísinda-
manna og stjórnmálamanna sé sam-
mála um hættuna á hlýnun og að ein-
hverju leyti um aðgerðir gegn henni
eru álitaefnin mörg. Mikið af póli-
tísku kapítali hefur verið fjárfest í
ákveðnum fullyrðingum. Deilt er um
túlkun á rannsóknum, spálíkön,
hvort fiktað hafi verið við tölur.
Geysilegur hiti er í deilunum og
menn saka hver annan um að gæta
peningahagsmuna olíufyrirtækjanna
eða reyna að tryggja sér rann-
sóknastyrki og stöður, t.d. með því
halda á lofti skoðunum sem nái eyr-
um ráðamanna. Þekktir vísinda-
menn, nefna má eðlisfræðinginn og
Nóbelshafann Ivar Giaever, hafa
gagnrýnt harkalega þá sem neiti að
ræða lengur forsendurnar, segi allt
klappað og klárt. Þannig séu vísindin
aldrei, segir Giaever. Hann hefur
sagt að kenningar um hlýnun af
mannavöldum séu „rugl“.
Óhjákvæmilegt er að fara yfir
gamlar mælingatölur um hitafar,
lagfæra gallaðar tölur og samræma.
Fikta. En mörgum brá í brún
þegar í ljós kom að heimsþekktir
vísindamenn NASA í Bandaríkj-
unum höfðu „leiðrétt“ tölur frá
Íslendingum um mikinn hitamun
milli Reykjavíkur og Akureyrar á
hafísárunum á sjöunda áratug 20.
aldar. Tölurnar voru ekki í
samræmi við aðrar tölur
NASA um hafsvæðið.
Stefnt að ramma um
„sjálfviljug markmið“
AFP
Fjöldafundur Gestir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í einum af
mörgum vistarverum hennar í Le Bourget í útjaðri Parísarborgar í gær.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
er ekki í hópi þeirra sem efast
um hlýnun af mannavöldum en
er ekki sáttur við sum vinnu-
brögð NASA. „Þetta minnir á
Spaugstofumanninn sem var að
massa bílana, rétta þá af,“ segir
Trausti hlæjandi. NASA trúi t.d.
ekki mælingum sem sýni mikinn
hitamun milli Norður- og Suður-
lands á hafísárunum, leiðrétti
„villuna“. Hann hafi ekki
áhyggjur af þessu en NASA noti
auk þess ekki endurnýjanir á
hitatölum heldur upphaflega
birtar tölur, melti þær stöðugt.
Þær séu reiknaðar með
ólíkum aðferðum, t.d.
hafi ekki áður verið
tekin með í dæmið
mæling að næturlagi
sem lækki meðalhita.
Einnig hafi NASA oft
röng gögn um mæli-
stöðvar.
Líkist Spaug-
stofunni
SUMAR AÐFERÐIR NASA
Trausti Jónsson