Morgunblaðið - 01.12.2015, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Rakel Sif Davíðsdóttir,
Sara Líf Elvarsdóttir og
Svanbjört Hrund Jóns-
dóttir (vantar á myndina)
héldu tombólu á Sauðár-
króki til styrktar Rauða
krossinum. Þær söfnuðu
7.805 krónum.
Hlutavelta
Anna Lára Steindal hefur að undanförnu verið að kynna bóksína og Ibrahems Faraj, Undir fíkjutré – saga af trú, von ogkærleika. „Þetta er lífs-, hælis- og hugmyndasaga Faraj-
fjölskyldunnar, en við rekjum m.a. sögu Líbíu í gegnum sögu
Ibrahems til að útskýra af hverju hann þurfti að flýja land sitt.
Viðtökurnar hafa verið góðar og mörgum finnst kærkomið að
kynnast manneskju á bak við hælisleitandann og kynnast ástæðum
þess að fólk lendir í þessari stöðu.“ Anna Lára hefur lengi unnið að
málefnum flóttafólks en hún var verkefnisstjóri Rauða krossins á
Akranesi og kom að móttöku flóttafólks sem kom frá Írak.
„Mín fyrstu kynni voru aldamótaveturinn 1999/2000 þegar ég bjó
með hópi flóttafólks frá Sómalíu á Englandi og kynntist því frá fyrstu
hendi hversu erfið lífsbarátta flóttafólks sem er að reyna að hefja nýtt
líf í nýju og oft framandi landi getur verið. Breska kerfið lagði sig
auðvitað fram við að bjóða þjónustu og stuðning, en sú hjálp var oft á
formi sem fólkið kunni ekki eða gat ekki nýtt sér, þótt það vildi. Bret-
ar fóru í ítarlega naflaskoðun suttu eftir aldamótin og gerðu ýmsar
breytingar á kerfinu, en það er erfitt að vinda ofan af hlutunum þegar
skaðinn er skeður og traust hefur verið brotið. Því hefur það legið
mér mjög á hjarta að nýta þennan lærdóm og reynslu mína þannig að
Ísland geti gert betur strax frá byrjun. Með réttum aðferðum getum
við varðveitt traust og samstöðu í samfélaginu, en því miður finnst
mér við ekki vera að nýta tækifærið nógu vel.
Afmælisfögnuðurinn bíður til sunnudagsins 13. desember, en þá
ætlum við vinkona mín, Tuyet, sem verður fertug 14. des., að bjóða til
kaffisamsætis. Ég er hörmulegur bakari en meistari í að gera hum-
mus og aðra baunakæfu. Ef ég þekki Tuyet rétt mun hún bjóða upp á
víetnamskt sætabrauð og kruðirí sem er ekki af verri sortinni.“
Anna Lára á tvö stráka, Nikulás Nóa 13 ára og Kolbein Tuma 11
ára Bjarnasyni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Vertu nær“ Anna Lára er núna með námskeið um fjölbreytileika og
fordóma fyrir Rauða krossinn ásamt vini sínum frá Kólumbíu.
Vinnur gegn fordómum
Anna Lára Steindal er 45 ára í dag
Þ
órhildur fæddist í Frið-
finnshúsi á Blönduósi
1.12. 1925 en ólst upp
fyrstu árin í Hvammi í
Vatnsdal þar sem for-
eldrar hennar bjuggu.
Þau fluttu að Marðarnúpi í sömu
sveit 1931 og átti Þórhildur þar
heima þar til hún flutti á Blönduós
1951 þar sem hún hefur búið síðan.
Fjölskylda Þórhildar bjó í sýslu-
mannsbústaðnum til ársins 1994 en
þá fluttu þau Jón og Þórhildur í eig-
ið hús er þau höfðu byggt.
Eftir andlát Jóns 2009 hefur Þór-
hildur búið ein í húsinu en nýtur að-
stoðar góðrar heimilishjálpar.
Þórhildur gekk í farskóla í Vatns-
dalnum og var á Kvennaskólanum á
Blönduósi 1945-46: „Mér hefur allt-
af þótt vænt um þennan skóla og
reyndar lengi haft áhuga á menntun
Þórhildur Ísberg, fyrrverandi héraðsskjalavörður – 90 ára
Hjónin Þórhildur og Jón Ísberg á góðri stund. Hann var virtur og vinsæll sýslumaður í Húnavatnssýslu um árabil.
Með hugann við störf
og menntun kvenna
Héraðsskjalavörðurinn Þórhildur á skrifstofu sinni fyrir nokkrum árum.
Nýr borgari
Reykjavík Eyþór Eldur
Árnason fæddist 3. nóv-
ember 2014 kl. 19.40.
Hann vó 3.925 g og var
51 cm langur. Foreldrar
hans eru Vigdís Sig-
marsdóttir og Árni
Gunnar Haraldsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð