Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 27
kvenna. Það var ekki almennt talið
sjálfsagt að stúlkur menntuðu sig á
mínum ungdómsárum. En mennt-
unin þeirra varð mikilvæg forsenda
fyrir síauknum réttindum kvenna.“
Þórhildur tók þátt í að setja á
stofn Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi og veitti því forstöðu
fyrstu árin. Frá 1981 og fram yfir
sjötugt var hún skjalavörður við
Héraðsskjalasafn Austur-Húna-
vatnssýslu og byggði það safn upp
en áður hafði ekki verið þar fastráð-
inn skjalavörður. Þá hefur hún
rannsakað líf og starf kvenna og
hafa greinar eftir hana birst í Húna-
vökunni og Skírni. Einnig hefur hún
samið Nemendatal fyrir Kvenna-
skóla Húnvetninga á árunum 1879-
1901, en skólinn starfaði lengst af á
Ytri-Ey á Skagaströnd.
Endurminningar Þórhildar,
skráðar af séra Kristjáni Björns-
syni, birtust í bókinni Betri helm-
ingurinn sem kom út 1992.
Á afmælisdaginn verður Þórhild-
ur á heimili dóttur sinnar í Arkar-
holti 7 í Mosfellsbæ.
Fjölskylda
Þórhildur giftist á vetrardaginn
fyrsta 1951 Jóni M.G. Ísberg, f.
24.4. 1924, d. 24.6. 2009, lengst af
sýslumanni í Húnavatnssýslu. For-
eldrar hans voru Guðbrandur
Magnússon Ísberg, f. 28.5. 1893, d.
13.1. 1984, alþingismaður í Möðru-
felli í Eyjafirði og síðar sýslumaður
Húnavatnssýslu, og k.h., Árnína
Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg, f.
27.1. 1898, d. 3.10. 1941, húsfreyja.
Börn Þórhildar og Jóns eru Arn-
grímur, f. 10.5. 1952, héraðsdómari í
Reykjavík, kvæntur Marjöttu Ís-
berg kennara og eru börn þeirra
Elsa, f. 1979, kennari og á hún Arn-
grím Alex Ísberg Birgisson en sam-
býlismaður Elsu er Stefán Þór
Westlund háskólakennari í Noregi,
Þórhildur, f. 1981, nemendastjóri
jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna,
og Vilbrandur, f. 1984, BA í lög-
fræði, en sambýliskona hans er
Anniina Tenno glerlistamaður;
Eggert Þór, f. 18.6. 1953, bygginga-
tæknifræðingur, var kvæntur Sig-
rúnu Hönnu Árnadóttur sjúkraliða
og eru börn þeirra Jón Þór, f. 1976,
húðflúrmeistari, og Árný Björg, f.
1981, viðskiptafræðingur, gift Fann-
ari Erni Þorbjörnssyni viðskipta-
fræðingi og eiga þau Dag Leó,
Kristrúnu Lilju og Þorbjörgu
Helgu, en dóttir Sigrúnar og stjúp-
dóttir Eggerts er Hildur Helga Jó-
hannsdóttir, f. 1968, og sambýlis-
kona Eggerts er Sigríður Jónsdóttir
kennari; Guðbrandur f. 10.5. 1955,
prentari; Guðjón, f. 14.2. 1957, hag-
fræðingur; Jón Ólafur, f. 20.2. 1958,
sagnfræðingur og sérfræðingur hjá
Alþingi, kvæntur Oddnýju Yngva-
dóttur kennara og eru börn þeirra:
Guðrún Rósa, lögfræðingur í innan-
ríkisráðuneytinu en sambýlismaður
hennar er Helgi Þór Þorsteinsson
hdl. hjá Lex og eiga þau Oddnýju
Maríu, Ólöf Gerður, lífeðlisfræð-
ingur og í doktorsnámi í Kaup-
mannahöfn, og Salvör, nemi við
MR; Nína Rós f. 17.2. 1964, dr. í
mannfræði og kennari en maður
hennar er Samson Bjarnar Harð-
arson landslagsarkitekt og eiga þau
Sölva Þór, en dóttir Samsonar og
stjúpdóttir Nínu er Þórdís.
Systkini Þórhildar: Steingrímur,
f. 1917, d. 1982, bóndi í Vatnsdal og
verslunarmaður í Reykjavík; Hall-
grímur f. 1919, bóndi í Hvammi í
Vatnsdal; Sigurlaug, f. 1920, d.
1995, prestsfrú í Bjarnarnesi við
Hornafjörð; Jón Auðunn, f. 1921, d.
2014, bóndi á Marðarnúpi í Vatns-
dal; Ingibjörg, d. 1923, d. 1979, hús-
freyja í Gerðum í Garði, og Eggert,
f. 1927, d. 1953, bóndi á Marðar-
núpi.
Foreldrar Þórhildar voru Guðjón
Hallgrímsson, f. 17.11. 1890, d. 8.9.
1982, bóndi, í Hvammi en lengst af
á Marðarnúpi í Vatnsdal, og Ingi-
björg Rósa Ívarsdóttir, f. 26.8. 1891,
d. 11.9. 1982, húsfreyja.
Úr frændgarði Þórhildar Ísberg
Þórhildur
Ísberg
Una Þorleifsdóttir
húsfr. á Vatnsnesi
Kristmundur
Bjarnason
bóndi á ýmsum
bæjum á Vatnsnesi
Ingibjörg
Kristmundsdóttir
húsfr. á Kötlu-
stöðum og víðar
Ívar Jóhannesson
Sjóm. á Skeggjastöðum
Ingibjörg Rósa
Ívarsdóttir
húsfr. á Marðarnúpi
Rósa Jóhannesdóttir
húsfreyja og vinnu-
kona í Vatnsdal
Jóhannes Jónsson
bóndi og vinnum. í Vatnsdal
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
Jón Auðunn
Guðjónsson
Inga Rósa
Þórðardóttir
kennari og
rithöfundur
Guðjón Auðunsson
forstjóri Reita
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir svæðisstjóri
UN WOMEN
Níels Hafstein
forstöðumaður
Safnasafnsins
Ragnheiður Brandsdóttir
húsfreyja á Sölvabakka
Guðlaugur Jóelsson
bóndi á Sölvabakka
Sigurlaug Guðlaugsdóttir
húsfreyja í Hvammi
Hallgrímur Hallgrímsson
b. í Hvammi
Guðjón Hallgrímsson
bóndi á Marðarnúpi
Margrét Magnúsdóttir
húsfr. í Meðalheimi
Hallgrímur Erlendsson
b. í Meðalheimi
Séra Guðjón
Skarphéðins-
son síðast pr.
á Staðastað
Gunnar
Skarphéðins-
son íslensku-
kennari við VÍ
Sigurlaug
Guðjónsdóttir
prestfrú í
Bjarnarnesi
Ingibjörg
J. Níelsd.
húsfr. í Rvík
Rósa Aðalheiður
Níelsdóttir
Halldóra
Guðrún
Ívarsdóttir
húsfr. á
Kóngsbakka
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Haraldur fæddist á Gríms-stöðum á Mýrum 1.12. 1868,sonur Níelsar Eyjólfssonar,
bónda þar, og k.h., Sigríðar Sveins-
dóttur húsfreyju.
Níels var sonur Eyjólfs Guð-
mundssonar, bónda á Kirkjubóli í
Vöðlavík, og Ragnhildar Sigurð-
ardóttur, en Sigríður var dóttir
Sveins Níelssonar, prófasts og
alþm.á Staðastað, og Guðnýjar Jóns-
dóttur skáldkonu í Klömbur.
Hálfsystkini Sigríðar, samfeðra,
voru Hallgrímur Sveinsson, biskup
Íslands, og Elísabet Sveinsdóttir,
móðir Sveins Björnssonar forseta.
Systir Haralds var Þuríður, móðir
Níelsar Dungal læknis.
Fyrri kona Haralds var Bergljót
Sigurðardóttir sem lést 1915 og
eignuðust þau fimm börn en meðal
þeirra var Soffía Emelía, móðir Har-
aldar Sveinssonar, fyrrv. fram-
kvæmdastjóra Árvakurs, og Elín
Sigríður, amma Maríu Ellingsen
leikkonu. Seinni kona Haralds var
Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari og
eignuðust þau tvö börn, Jónas
Haralz bankastjóra og Sigríði hús-
freyju.
Haraldur lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum 1890, cand.phil.-
prófi frá Hafnarháskóla 1891, prófi í
hebresku sama ár, í kirkjufeðra-
fræði 1893, embættisprófi í guðfræði
1897, stundaði nám við Pastorial-
seminaritet í Höfn og framhaldsnám
í hebresku og gamla textamentis-
fræðum við háskólann í Halle og í
Cambridge 1899-91.
Haraldur vann að þýðingu gamla
textamentisins úr frummálinu á ár-
unum 1897-1908, var stundakennari
við Lærða skólann og Barnaskólann
í Reykjavík, kennari við Prestaskóla
Íslands frá 1908, var prestur við
Laugarnesspítala frá 1908 og til ævi-
loka, var prófessor í guðfræði við
Háskóla Íslands frá 1911 og var tví-
vegis rektor Háskóla Íslands.
Haraldur sat í framkvæmdanefnd
Stórstúku Íslands, var einn af stofn-
endum Sálarrannsóknarfélags Ís-
lands, einhver áhrifamesti málsvari
spíritisma hér og á landi og gríðar-
lega afkastamikill rithöfundur.
Haraldur lést 11.3. 1829.
Merkir Íslendingar
Haraldur
Níelsson
90 ára
Óskar Guðmundsson
Rannveig Árnadóttir
85 ára
Ósk Guðmundsdóttir
80 ára
Hrafnkell Þórðarson
Sigurfljóð Káradóttir
Þorbergur Skagfjörð
Jósefsson
75 ára
Friðdís Friðjónsdóttir
Guðrún Einarsdóttir
Haraldur Friðriksson
Jón Hallur Jóhannsson
Rúnar Guðjónsson
Svala Sóleyg Jónsdóttir
70 ára
Guðfinna H. Karlsdóttir
Haraldur Hinriksson
Helgi Leifsson
Jónína Baldvinsdóttir
Pálmi Sigfússon
Valdís Kristín Kristinsdóttir
Þórarinn Kristjánsson
60 ára
Andrés Kristján Stefánsson
Bergþóra S.
Þorbjarnardóttir
Felicisimo Tagam Basalan
Grétar Eiríksson
Guðný Þorbjörg
Ísleifsdóttir
Hrönn Hjörleifsdóttir
Kristín Björk Gunnarsdóttir
Lára Hanna Einarsdóttir
Rósa Marta Guðnadóttir
Sigrún Ragnarsdóttir
Sigurður Kristinn
Sigurðsson
50 ára
Brynhildur Kristinsdóttir
Erla Björk Sverrisdóttir
Eydís Mikaelsdóttir
Guðríður Bríet
Kristjánsdóttir
Hjalti Þórðarson
Kolfinna Guðmundsdóttir
Lilja Gísladóttir
Pétur Ingason
Sigríður L. Sigurðardóttir
Þórir Kristinsson
40 ára
Arnar Ingi Lúðvíksson
Birkir Jónsson
Dóra Eyland Garðarsdóttir
Guðlaug Kristín Jónsdóttir
Jintana Naknarong
Jónas Gunnarsson
Ragnheiður Harðar
Harðardóttir
30 ára
Anna Kristín Jensdóttir
Arnar Anderson
Carlos Mendoza
Eva Margrét Kristinsdóttir
Haukur Sveinn Hauksson
Louis Pierre Morales
Maria Krogh Iversen
Til hamingju með daginn
30 ára Flóvent ólst upp í
Eyjum, býr þar, lauk stúd-
entsprófi í Eyjum og starf-
ar í Áhaldahúsi Vest-
mannaeyja.
Systkini: Júlíus Freyr
Theodórsson, f. 1978, og
Ingveldur Theodórsdóttir,
f. 1981.
Foreldrar: Jóhanna Krist-
ín Júlíusdóttir, f. 1958,
húsfreyja í Eyjum, og
Theodór Theodórsson, f.
1958, sjómaður á fiski-
bátnum Maggý VE.
Flóvent Máni
Theodórsson
40 ára Sigurþór ólst upp
í Hafnarfirði, býr þar, er
húsasmíðameistari og
starfar hjá Regin hf.
Maki: Margrét Betty
Jónsdóttir, f. 1975, grunn-
skólakennari.
Synir: Axel Þór, f. 2005,
og Aron Logi, f. 2014.
Foreldrar: Jóhannes
Skarphéðinsson, f. 1956,
rafvirki og sölustjóri, og
Unnur Runólfsdóttir, f.
1957, aðstoðarverslunar-
stjóri.
Sigurþór R.
Jóhannesson
40 ára Sigurbjörn býr í
Hafnarfirði, lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði frá HÍ og
starfar hjá Algalíf.
Maki: Marzena Katarzyna
Szypulewska, f. 1979,
starfsmaður hjá Actavis.
Börn: Mateusz Szypu-
lewski, f. 1998 (stjúpson-
ur) og Lára Sigurbjörns-
dóttir, f. 2010.
Foreldrar: Björn R. Lár-
usson, f. 1942, d. 1999,
og Edda Ársælsdóttir, f.
1948.
Sigurbjörn J.
Björnsson
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Rafstöðvar og dekkjavélar
öflugaroghagkvæmar fráZipper - fjölmargar gerðir
Umfelgunarvél
ZI-RMM94
Hæð á felgum10-22”
Breidd á felgum 3-16”
Mestahæðádekki1100mm
Verð frá 328.000 með vsk
Jafnvægisstillingarvél
ZI-RWM99
Hæð á felgum 10-24”
Breidd á felgum 1,5-20”
Verð frá 250.000 með vsk
Rafstöð 1,36kw-STE3000
Verð 97.456 með vsk
Rafstöð 7,5kw-STE8000
Verð 237.305 með vsk
Rafstöð 1,3kw-STE2000
Verð 141.721 með vsk
Eigum einnig fyrirliggjandi
fleiri tegundir rafstöðva
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is