Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Vetrartilboð Verð 5.596 Verð áður 7.995 Stærðir 36-41 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki eyða peningum í óðagoti. Gættu þess samt að færast ekki of mikið í fang í upphafi svo þú fáir ráðið við verkið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst eins og aðrir séu með allt á hreinu en það er bara á yfirborðinu. Fólk er samvinnufúst og tilbúið til að leita lausna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Finndu eitthvað eitt sem þú getur gert til að bæta nánasta samband þitt og reyndu svo að fylgja því eftir. Mikil vinna, holl- ur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það léttir lífið að hafa gamansemina alltaf við höndina. Vertu því ekki of hastur í máli er þú svarar fyrir þig. Gakktu glaður að hverju verki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Aðstoðar þinnar er þörf, ef stórt og mik- ið verkefni á að vinnast í tæka tíð. Gefðu þig allan í tengslin sem binda fjölskyldur, menn- ingarheima og síðast en ekki síst lönd. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oft getur reynst nauðsynlegt að hafa þolinmæði í samskiptum við fólk. Bíddu ró- legur meðan hinir láta gamminn geisa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver ókunnugur mun líklega koma þér verulega á óvart í dag. Reyndu samt ekki að blekkja samstarfsfólk þitt. Nú er komið að því að sinna málum og leiða þau til lykta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Teygðu þig út á ystu nöf í kunningjahópnum, biddu fólk að vísa þér á einhverja. Láttu því reyna á samstarfsvilja annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er aftur orðið of mikið að gera hjá þér. Leyfðu ævintýraþránni að fá út- rás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt. Sum verða sterkari, önnur veikari. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það hefur lítið upp á sig að ana af stað áður en takmarkið er komið á hreint. Ljúktu því af sem fyrst og þá muntu eiga ánægjulegt kvöld. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Forðastu alla árekstra við vinnu- félaga þína. Ef þú eignast nýja vini fjölgar at- vinnutækifærunum að sama skapi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt rödd hjartans eigi enginn að hunsa getur verið gott að láta höfuðið ráða endrum og sinnum. Hrúturinn er fé- lagslyndur, léttur í skapi og fullur vernd- artilfinninga. Kristín Sigríður Guðjónsdóttir áHrafnistu skrifaði mér og sagði, að í blaðinu um daginn hefði verið talað um að vantaði rímorð við orðið limra. – „Af því tilefni kom þetta í hugann: Milli daganna langra og dimmra óvænt dúkkaði upp þessi limra; „Ég er lítil og mjúk en þó langt frá því sjúk þó mér líki ei gjörðir grimmra.“ Það er norðanátt og „mikið er veturinn leiður“ skrifaði Fía á Sandi á Leirinn á sunnudag kl. 15.22: Innan dyra, ósköp fátt, enga frétt ég spyr. Nú er úti norðanátt, nú er fjúk við dyr. Seinna sama dag bætti hún við: Nú er klukkan næstum fimm, norðanhríð og fýkur snjór. Að norðan kemur nóttin dimm, nú er mál að fá sér bjór. Og undir miðnætti skrifaði Sig- mundur Benediktsson Fíu á leirn- um og gaf henni „óbrigðult ráð í kulda og hríð“: Heit í baði haltu skaða holdsins fjær, upp þó raðist fanna fjúk finndu hvað þú verður mjúk. Þá óloppin þerrar kroppinn þrýstna vel og í sloppinn óðar ferð allt nú toppar þína gerð. Síðan undir sæng skalt dunda sæl og hlý, eiga fund með óð í sál, öll þá lundin verður þjál. Biddu makann brátt að taka bakka inn, koníak og kaffi heitt, klárt að vakan öll er breytt. Yndisblíðan eykst og síðan andar vær. Úti hríðin ólmast þá alveg gríðarlega má. Þannig var hljóðið í Jósefínu Dietrich á Boðnarmiði: Yfir holtin, mel og mó mjöllin hvít úr lofti fló. Brosandi ég ráfa í ró um rófulengdarþykkan snjó. Jón Gissurarson sagði að á Sauð- árkróki hefði verið norðan gola með hríðarslitringi, – „snjór er þó ekki mikill enn sem komið er, en þó farið að draga í skafla. Frost er núna um þrjár gráður“: Allt er faldi ofið snæs, orðið dimmt á kvöldin. Úti vindur bitur blæs, bylgjast gluggtjöldin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn af rímorðum, veðri og fannfergi Í klípu ÞETTA VAR ALVEG GJÖRSAMLEGA BÚIÐ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÓNA, ÆTLARÐU AÐ STINGA AF MEÐ MÉR EÐA EKKI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í hverju skrefi saman. LÍSA, VIÐ SKULUM EKKI RÍFAST RÍFAST? AF HVERJU ÆTTUM VIÐ AÐ RÍFAST? ÞVÍ ÉG ER VIÐ ÞAÐ AÐ FARA AÐ SEGJA SVO- LÍTIÐ HEIMSKULEGT ÞAÐ ER ENNÞÁ VON FYRIR HANN HELGA, ÞEGAR ÞÚ GLÍMIR VIÐ VANDAMÁL… …MUNDU BARA HVERJUM ÞÚ ERT MEÐ! GÓÐ HUGMYND! VANDAMÁLIN MUNU SÝNAST MINNI Í SAMAN- BURÐINUM! ÞETTA ER EKKI BÚIÐ FYRR EN ÉG SEGI AÐ ÞAÐ SÉ BÚIÐ!! Það er engu líkara en ekkert liðhafi áhuga á því að vinna meistaratitilinn í vetur.“ Þessari fullyrðingu kastaði franski sparkskýrandinn Thierry Henry fram á sjónvarpsstöðinni Sky Sports um helgina og átti þar við ensku úrvalsdeildina. Mikið til í þessu hjá Henry. Ekk- ert lið getur talist hafa verið í „meistaraformi“ fram að þessu í haust og útlit fyrir afar spennandi mót á komandi vikum og mán- uðum. Eins og allir vita hefur gengi Englandsmeistara Chelsea verið af- leitt í vetur en lærisveinar José Mourinhos hafa aðeins nælt í fimm- tán stig í fjórtán fyrstu leikjunum og eru í fjórtánda sæti. Chelsea hefur þegar tapað sjö leikjum en tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið í fyrra. x x x Margir spá Manchester City titl-inum í vetur en þrátt fyrir að verma toppsætið í augnablikinu með 29 stig hafa verið veik- leikamerki á leik þeirra heiðbláu. Eftir sama leikjafjölda í fyrra var topplið Chelsea með 36 stig. Leicester City er klárlega lið mótsins til þessa, er í öðru sæti með sama stigafjölda og City. Öll- um er þó ljóst að „Refirnir“ verða ekki meistarar. Gömlu stórveldin, Manchester United og Arsenal, koma þar á eft- ir. Hvorugt hefur sýnt stjörnuleik en bæði geta ágætlega við stöðuna unað. Það lið sem fyrst finnur stöð- ugleika í leik sínum getur sett sig í góða stöðu enda ört leikið á aðvent- unni. x x x Talandi um stórveldi. Stuðnings-menn Liverpool keppast við að lýsa því yfir að 4. sætið sé mark- miðið – í besta falli. Eftir góð úrslit að undanförnu er „Rauði herinn“ á hinn bóginn bara sex stigum á eftir toppliðunum í sjötta sæti og á hraðri leið inn í titilbaráttuna. Sæti ofar er Tottenham Hotspur sem síðast varð enskur meistari ár- ið 1961. Fyrirfram hafa líklega fáir reiknað með því að það breyttist í vetur en í þessu árferði er ómögu- legt að segja. víkverji@mbl.is Víkverji Því að hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós. Sálmarnir 36:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.