Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 35

Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Á djasskvöldi í KEX Hosteli í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 kemur fram kvartett bassaleikarans Leifs Gunnarssonar ásamt söngkonunni Ingrid Örk Kjartansdóttur. Yfir- skrift tónleikanna er „Gömul og ný sönglög“. Auk þeirra skipa hljóm- sveitina Snorri Sigurðarson á trompet, Vignir Þór Stefánsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. Í ágúst gaf Leifur út plötuna Húsið sefur með átta djasslögum við íslensk ljóð. Á tónleikunum hljómar tónlist af plötunni í bland við eldri og þekkt sönglög. Kvartett Leifs og Ingrid flytja gömul og ný sönglög Listamennirnir Leifur og Ingrid koma fram með djasskvartetti hans á Kex Hosteli. Margrét Sara Guðjónsdóttir dansari, sem býr og starfar í Berl- ín, kemur víða við í listsköpun sinni. Í vikunni, 4. og 5. desem- ber, kemur hún fram á hátíðinni „Yet another fine selection“ í MDT í Stokkhólmi og sýnir verkið Spotted. Hún sýnir verkið einnig í Dance Brugge í Bruge í Belgíu 13. desember og á nýju ári eru fyrir- hugaðar sýningar í Austurríki, Finnlandi og Noregi. Margrét Sara sýnir víða um lönd Margrét Sara Guðjónsdóttir Norsk-samíska leikskáldið og rithöf- undurinn Rawdna Carita Eira kem- ur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudag, kl. 19.30. Hún mun spjalla um verk sín við Jórunni Sigurðardóttur dagskrár- gerðarkonu. Vísnasöngkonan Þor- gerður Ása Aðalsteinsdóttir flytur gestum ljúfa tóna. „Höfundakvöldið fer fram í kjall- ara Norræna hússins, í nýuppgerðu rými sem nefnist „Svarta boxið“. Samtalið fer fram á skandinavísku,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að aðgangur sé ókeypis og allir velkomnir. Viðburðurinn er hluti af Höf- undakvöldaseríu Norræna hússins veturinn 2015-16. Meðal höfunda sem fram munu koma á seríunni á næstu mánuðum eru Kristina Sand- berg, Gaute Heivoll, Åsne Seierstad, Susanna Alakoski, Mari Jungstedt og Ruben Eliassen. Rithöfundur Rawdna Carita Eira. Sögur frá Samalandi Þórhallur Krist- jánsson, graf- ískur hönnuður og kennari við Myndlistaskól- ann á Akureyri, heldur í dag, þriðjudag, kl. 17 fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ket- ilhúsi. Yfirskrift fyrirlestursins er „Auðkenni – Logohönnun: Tilfinning eða vís- indi?“ Í fyrirlestrinum fjallar Þórhallur um vinnuna á bak við góð merki. Hann hefur hannað fjölda þjóð- þekktra merkja fyrir fyrirtæki, fé- lagasamtök og sveitarfélög. Auk þess hefur hann setið í dómnefnd- um fyrir samkeppni um merki. Þórhallur útskrifaðist sem graf- ískur hönnuður frá Myndlistaskól- anum á Akureyri 1995 og hefur starfað sem slíkur allar götur síðan. Hann kennir einnig við Listhönn- unardeild Myndlistaskólans á Ak- ureyri. Fjallar um vinnuna bak við góð merki Þórhallur Kristjánsson Fyrstu gluggar jóladagatala Norræna hússins og Hönn- unarsafns Ís- lands verða opn- aðir í dag en ekki í gær, eins og ranglega stóð í Morgunblaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Dagatalið í Norræna húsinu er að þessu sinni hannað af listakon- unni Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og verður gluggi opnaður kl. 12.34 daglega fram að jólum á neðri hæð hússins og dagskráin að vanda leynileg. Gestum verður boðið upp á jólaglögg og piparkökur og verð- ur streymt frá viðburðinum á heimasíðu Norræna hússins. Í and- dyri Hönnunarsafnsins verður glugga breytt í jóladagatal, einn hlutur úr safneign sýndur á dag og er dagatalið í ár tileinkað hönnun kvenna. Gluggar opnaðir í jóladagatölum Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir SKAGERAK Skurðarbretti Verð frá 12.500,- Þú færð jólagjöfina hjá okkur VITA CARMINA Verð frá 15.900 Til í fleiri litum VITA EOS Verð frá 18.900 ,- VITA SILVIA Verð frá 13.900,- Til í fleiri litum RITSENHOFF vínglös Verð 3.200,- stk. KARTELL BOURGIE verð frá 42.900,- Fleiri litir RITSENHOFF sparibaukar Grís verð 5.500,- Bangsi verð 4.900,-OMAGGIOVasar Verð frá 3.990 OMAGGIO Kertastjakar Verð frá 3.890 IITTALAMaribowl 12 cm verð frá 4.680.- IITTALA Kastehelmi Verð frá 2.400,- KAY BOJESEN Tréfígúrur Verð frá 6.990,- stk. Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is ROSENDAHL Aðventukrans Silfur verð 16.300,- Gull verð 22.600,- GLOBAL Hnífar Margar stærðir KARTELL COMPONIBILI 3ja hurða, verð frá 22.900,- stk. ALESSI Rifjárn Verð 12.950,- IITTALA Alvar Aalto vasar Verð frá 9.600,- ALESSI Ávaxtakarfa Verð 21.900,- ALESSI Sítrónupressa Verð 12.900,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.