Morgunblaðið - 01.12.2015, Side 36

Morgunblaðið - 01.12.2015, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Viðvörun vegna óveðurs 2. Nakinn í kassa og án alls í viku 3. Flugfreyja meiddist í mikilli ókyrrð 4. Stormur á morgun og slæm færð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er meðal átta glæpasagna sem breska dagblaðið Independent mælir með til jólalesturs af þeim sem kom- ið hafa út í Bretlandi á árinu og blað- ið telur til þeirra bestu. Snjóblinda var gefin út á ensku fyrr á þessu ári og náði hún efsta sætinu á metsölu- listum Amazon Kindle í Bretlandi og Ástralíu. Morgunblaðið/Kristinn Snjóblinda Ragnars meðal átta bestu  Helgi Gíslason tekur þátt í sam- sýningu í Agora- galleríinu í New York 3.-22. des- ember og verður það í fyrsta sinn sem verk hans eru sýnd í borginni. Helgi hefur starf- að að höggmyndalist í rúm 40 ár og sýnir verk úr bronsi og járni í Agora. Helgi sýnir högg- myndir í New York  Tilkynntar verða í dag tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Kjarvalsstöðum kl. 17 og þá verða einnig kynntar þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýð- endaverðlaunanna. Mikil eftirvænting ríkir jafnan meðal útgefenda, rithöf- unda og lesenda um það hverjir hljóti tilnefn- ingar. Verðlaunin verða síðan afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári. Greint frá verðlauna- tilnefningum í dag Á miðvikudag Norðvestan og vestan 13-20 m/s og snjókoma norðaustantil fram eftir degi, en lægir síðan og rofar til, hvassast á annesjum. Suðvestan 8-13 og dálítil él sunnan- og vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 15-25 m/s um hádegi, hvassast við suð- vesturströndina. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu. Frost víða 1 til 8 stig. VEÐUR Afturelding, Grótta og Stjarnan komust í gærkvöld áfram í 8 liða úrslit Coca Cola-bikars karla í hand- knattleik. Grótta hafði bet- ur gegn FH eftir fram- lengdan leik á Seltjarnarnesi, þar sem FH- ingar náðu þó góðu forskoti um tíma, 1. deildar lið Stjörnunnar skellti Akureyr- ingum í Garðabæ, og Aftur- elding hafði betur gegn Vík- ingi í Mosfellsbæ. »2, 3 Stjarnan skellti úrvalsdeildarliði „Sandra er gríðarlega metnaðarfull og kemst langt á því. Hún ætlar sér stórt hlutverk í íslenskum kvenna- körfubolta í framtíðinni og hún vinn- ur markvisst að því að bæta sig og þroskast sem leikmaður. Hún er ung og á mikið inni og það er ákaflega gott og gaman að vinna með henni,“ segir þjálfari Keflvíkinga um leik- mann umferðarinnar í körfubolta kvenna. »4 Gríðarlega metnaðarfull og ætlar að ná langt Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyr- irliði í knattspyrnu, er nú búinn að spila 300 deildaleiki á ferlinum þrátt fyrir að vera enn aðeins 26 ára gam- all. Hann hefur þar með náð þeim áfanga mun yngri að árum en aðrir ís- lenskir knattspyrnumenn, og er sá eini sem náð hefur því fyrir þrítugt. Aðeins tveir leikmenn landsliðsins í dag hafa spilað fleiri deildaleiki. » 3 Aron búinn að spila 300 deildaleiki á mettíma ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölskyldan sameinast í fluginu sem er stór þáttur í lífi okkar allra. Hluti af starfinu er að fylgjast vel með veðri og þá gildir sá mælikvarði að sé flugfært sé allt í fínasta,“ segir Vigdís María Borgarsdóttir sem frá og með deginum í dag er umboðs- maður flugfélagsins Ernis á Höfn í Hornafirði. Hún er tvítug og tekur við starfinu af afa sínum, Vigni Þor- björnssyni, sem í gær hætti störfum eftir 53 ár á flugvellinum. Þjónusta er rauði þráðurinn Á Hornafirði er þjónusta við flug- ið starf sem gengur í erfðir. Þegar Flugfélag Íslands hóf flug á þennan áfangastað árið 1939 hafði langa- langafi Vigdísar Maríu, Sigurður Ólafsson skipstjóri, hlutverkið með höndum. Þorbjörn, sonur Sigurðar, og Ágústa Vignisdóttir, kona hans, tóku við flugafgreiðslunni síðar. Sonur þeirra, Vignir Þorbjörnsson, kom svo til starfa og þau Sigríður Eymundsdóttir, kona hans, tóku svo formlega við merkinu árið 1970 og hafa verið á vellinum síðan. Vignir og Sigríður störfuðu lengst fyrir Flugfélag Íslands sem hætti Hornafjarðarflugi árið 2007. Ernis- menn fylltu í það skarð og umboðs- maðurinn færðist milli félaga. Eins og gengur og gerist hafa börn þeirra Vignis og Sigríðar gripið í störf á flugvellinum, svo sem Þor- björn, móðurbróðir Vigdísar Maríu, sem er fimmti ættliðurinn á Horna- firði sem sinnir flugafgreiðslunni. Þetta telst vera tveggja manna starf og Vigdís réð því föður sinn, Borgar Antonsson, til starfa hjá sér enda hafi það legið beint við. „Stundum segist ég vera alin upp hér á flugvellinum og ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að sniglast hér með afa. Því tel ég mig þekkja ganginn í þessu starfi, þar sem þjón- usta er rauði þráðurinn. Maður þarf alltaf að vera tilbúinn að bjarga mál- unum og síminn hringir á ótrúleg- ustu tímum. Raunar er þetta í undir- meðvitundinni því í gegnum svefninn skynja ég hljóðið ef hingað koma til dæmis sjúkraflugvélar á nóttunni. Önnur hljóð verð ég þá ekki vör við,“ segir Vigdís María. Skemmtilegast í ókyrrð „Já, mér finnst ofsalega gaman að fljúga og reyni þá að fá sæti fram- arlega í vélinni til að geta fylgst með flugmönnunum. Skemmtilegast er þetta ef það eru einhver læti og ókyrrð er í loftinu og það hræðir mig ekkert, því við stýrið eru þaulvanir menn sem kunna þetta alveg upp á tíu.“ Fimm ættliðir á flugvellinum  Vigdís María er nýr umboðsmaður Ernis á Hornafirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samtaka Vigdís María og Vignir, afi hennar, sem er hættur störfum eftir um hálfa öld á Hornafjarðarflugvelli. Ernir fljúga til Hornafjarðar fimm daga í viku og stundum raunar tvær ferðir á dag. Farþegar á þess- ari leið er um 10.000 á ári og þetta telur Vigdís María sýna hve mik- ilvægt flugið sé fyrir Hornafjarð- arsvæðið. Vaxandi ferðaþjónusta eigi mikið undir fluginu. En flugið skiptir heimamenn miklu máli. Milli Hafnar í Hornafirði og Reykja- víkur eru 457 kílómetrar og fólk þarf því að ætla sér daginn í ferð- ina. Því getur verið þægilegast að fara með fluginu, sem skiptir líka miklu máli fyrir verslanirnar á staðnum. „Á mánudögum koma engir flutningabílar hingað austur og þann daginn er fragtin með fluginu yfirleitt mikil. Bakaríinu hér var lokað ekki alls fyrir löngu og bakkelsi dagsins kemur því með flugi að sunnan, ásamt mörgu öðru sem við getum ekki verið án,“ segir umboðsmaður Ernis eystra. Brauðið kemur með flugi 10.000 FARÞEGAR Á ÁRI Í HORNAFJARÐARFLUGINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.