Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 6
6 Viðtalið Logi Þormóðsson, stjórnarformaður Fiskmarkaðs Suðurnesja: HVAD GERIST UIVI ÁRAMÓT? í dag, finuntudag, er þess minnst að tvö ár eru liðin frá því að fiskupphoð hófust hjá Fisk- markaði Suðurnesja. Þó þetta sé ekki langur tími, er nú haldið upp á þessi tímamót, þar sem mikil óvissa er um það hvort fvrirtækið nái þriggja ára aldri. Astæðan er sú að um næstu ára- mót renna út lögin um fisk- markaðina. Fyrir þann tíma þarf Alþingi að hafa fjallað um það hvernig til hefur tekist og hvort markað- irnir fái starfsleyfi áfram. Þetta álit liggur hins vegar ekki fyrir og því vita forráðamenn fisk- markaðanna ekki hvað tekur við um áramót og þ.a.l. geta þeir ekki gert neinar starfsáætl- anir. En hvernig er staða Fisk- markaðar Suðurnesja í dag og hvernig hefur gengið á þessum tveimur árum? Til þess að fá svör við því tókum við stjórnar- formann markaðarins, Loga Þormóðsson, tali. Ekki ofíjárfestingar „Fiskmarkaði Suðurnesja hefur gengið mjög vel. Það var þó tap fyrsta starfsárið, sem stafaði m.a. af því að þá fórum við út í fjárfestingar í upphafi s.s. hönnun á tölvuútbúnaði, án þess að vitað væri í raun hvað ætlast væri til af fy rirtæk- inu varðandi fjarskiptasölu eða blönduðum fjarskipta- og gólfmarkaði. Varð fyrsta starfsárið því erfitt vegna þess aðfjárfesting- arnar urðu meiri en menn áttu von á. Þó ekki offjárfestingar heldur var þörf á sterkari og meiri búnaði. T.d. töldum við að tölvubúnaðurinn myndi kosta á aðra milljón, en hann fór í um sex milljónir." Sumir höfðu efasemdir „Yfirstandandi ár hefur tek- ist vel þrátt fyrir minni sölu. En með aðhaldi hefur tekist að reka markaðinn mjög vel og stendur hann því vel í dag.“ -Hvernig fmnst þér móttök- urnar hafa verið gagnvart ftsk- markaðinum? ,,Þær voru æði misjafnar. Sumir höfðu efasemdir um að fiskmarkaðir ættu tilverurétt á íslandi og því hlaut hann blendnar móttökur. í dag finnst manni að menn séu al- mennt á því að fiskmarkaðir séu komnir til þess að vera. Það er hins vegar mergur málsins að taka þarf afstöðu til þess hvort hér á að gilda lands- sambandsverð eða markaðs- verð.“ HARSNYRTING fyrir dömur og herra Hárgreióslustofan £Loúcn& Vatnsnestorgi ■ Tímapantanir í síma 14-848 Markaðskerfið okkur til bjargar -Nú hafa triliukarlarnir ekki verið mjög ánœgðir með mark- aðina. „í sumar hefur meira verið gert til að safna saman afla þeirra og selja hann inni á gólfi í stað þess að vera að láta menn sækja smáslatta á misjöfnum tíma. Er það lausnin á vanda- máli þeirra. Það sem er svarið við þess- um gífurlega báta- og kvóta- flótta af Suðurnesjum, og ef menn eiga einhverja mögu- leika á að viðhalda vinnu fyrir fiskvinnslufólkið, er að koma upp aðstöðu i höfnunum. I fljótu bragði sýnist mér að markaðskerfi geti bjargað okkur og þá getum við, með því að bjóða fram aðstöðu fyrir bátana hér í höfnunum, land- að hér á Suðurnesjum. Þannig að það verði ódýrt að koma hérna og landa, fíjót og örugg þjónusta. Þannig myndi þjónusta markaðanna færast meira út í hafnirnar og jafnframt væri boðið þar upp á fiskgeymslur. Með því gætu hafnirnar laðað til sín skip annars staðar frá, sem hér gætu landað og fengið góða þjónustu. Fyrir utan fisk- geymslur og markað er stutt í flugið og því er hægt að bjóða hærra verð en annars staðar. Það með yrðu Suðurnesin betri valkostur fyrir skip utan af landi sem annars sigldu með aflann." Gott í Grindavík -Nú hafið þið reynt útstöðvar í Grindavík og Þorlákshöfn. Hver er útkoman úr því dœmi? „Þetta gekk mjög vel meðan Þorlákshöfn hafði eitthvað til að selja, en það var áður en brúin yfir Ósana kom. En ein- hverra hluta vegna hafa fisk- eigendur ekki sýnt áhuga fyrir því að selja fiskinn, einungis haft áhuga fyrir að kaupa fisk. Því urðum við að loka stöðinni í Þorlákshöfn þar sem hún bar sig ekki af þessum ástæðum. Grindavík hefur komið mjög sterkt út og á tímabili var mest selt þaðan. Við viljum endilega koma upp aðstöðu í Sandgerði til aðgeyma þarfisk og bjóða þjónustu. En fjár- magn hefur skort til þess. Við höfum valið þá leið að vaxa með getunni en ekki umfram hana. Við erum kannski líka að vonast til þess að eigendur hafnanna sjái sér hag í því að setja upp þessa aðstöðu. Við myndum þá selja fiskinn en þeir aðstöðuna. En kannski er tómt mál að tala um það fyrr Umhverfismál Vallargata 18 í Sandgerði, sem nú er verið að rífa samkvæmt fyrirskipun heilbrigðisyfirvalda. Ljósm.: epj. Vikurfréttir 14. sept. 1989 en fiskmarkaðirnir eru orðnir eins sjálfsagðir og verðlags- ráð.“ Fiskverðið hækkaði -Nú hefur því verið haldið fram að fiskmarkaðirnir sprengi upp ftskverðið? „Landssambandsverð, sem ákveðið er af einhverjum mönnum inní Reykjavík, breytist ekki nema tvisvar, þrisvar á ári. En á fiskmörkuð- um sem selja fisk á hverjum degi hlýtur verðið að breytast. Við fiskmarkaðsmenn full- yrðum það að fiskverð hækk- aði strax eftir að markaðirnir byrjuðu. Þá hafði Landssam- bandsverð ekki verið í gildi um nokkurn tíma og mikið verið um yfirborganir í ein tvö ár. Allir vissu um þetta háa verð þó það fengist hvergi staðfest. Það kom hins vegar vel í ljós þegar fiskmarkaðirnir byrjuðu að þá hækkaði fiskverð tölu- vert hér á landi. Eftir það hefur meðalverð á mörkuðum hér verið mikið undir meðaltalshækkunum á öðrum vöruflokkum. Því er ekki hægt að ásaka fiskmark- aðina um of hátt fiskverð. Annað er það sem fiskmarkað- irnir gera, það er að oft er góð sala þegar stór fiskur kemur fram. Fiskur sem gengur vel í vélarnar eða gengur vel upp í pantanir aðila. Þetta eru menn því tilbúnir til að greiða meira fyrir, enda ekki ástæða til ann- ars.“ Til mikilla hagsbóta -En hvað með framtíðina? „Eg vona að ráðamenn, sveitarstjórnamenn og þing- menn þessa svæðis, sjái að þeir hafa ástæðu til þess að leggja fiskmarkaðinum lið með því að tryggja það að fiskmarkað- irnir haldi áfram. Einnig að þeir hafi þá framtíðarsýn sem er ódýrasta baráttan til að auka fisk hér í umferð á þessu svæði og berjast þannig við fiskiskipin um fiskinn í sjón- um. Það skiptir kannski ekki svo miklu máli hvaða skrá- setningarstafir eru á bátunum, heldur er aðal málið að þeir vilji landa hérna, þá eigum við ágætis von.“ -Þú ert þá þeirrar skoðunar að fiskmarkaðir séu lausnin? „Já. Á þeim tæpu þrem ár- um sem ég er búinn að vinna að og þróa þessi mál, er ég ekki í vafa um að ef allur fiskur væri seldur á fiskmörkuðum yrði það til mikilla hagsbóta, bæði fyrir útgerð og vinnslu.“ HÚSID RIFID Byrjað er að rífa hið um- deilda hús að Vallargötu 18 í Sandgerði. Var hafist handa við verkið fyrir helgi sam- kvæmt fyrirskipun frá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja og ætti þessi títtnefnda slysa- gildra því nú að vera horfin af sjónarsviðinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.