Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 3
F- 4- Fréttir Víkurfréttir 14.sept. 1989 Banaslys á Hafnavegi: 33 ára kona lést Þrjátíu og þriggja ára göm- ul kona úr Reykjavík lést af völdum umferðarslyss á Hafnavegi síðdegis á mánu- dag. Tilkynning barst um slysið um kl. 17.20 en það varð um 400 metrum frá gatnamótum Hafnavegar og vegarins að aðalhliði Kefla- víkurflugvallar. Var konan ein í bifreiðinni og á leið frá Höfnum í átt að Reykjanesbraut. Er bíllinn var kominn á beina kaflann neðan malbikunarstöðvar verktaka mun hann hafa far- ið út af veginum, þar sem hæð hans er um einn metri. Að sögn vitna fór bíllinn tvær veltur vinstra megin við veginn. Þegar að var komið fannst konan í margra metra fjar- lægð frá bílnum, þar sem hún hafði kastast út úr honum. Var hún þá meðvitundar- laus. Var hún þegar flutt á sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á sjúkrahús í Reykja- vík, þar sem hún lést um nóttina. Bifreiðin er illa farin eftir slys þetta. Ljósm.: hbb Smurolía lak út var aðstoð frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja hjá Aðalstöðinni. Smurstöð ASK: við að hreinsa Ljósm.: epj. Er verið var að dæla smur- olíu milli tanka hjá Aðalstöð- inni á föstudagskvöld vildi það óhapp til að tankur, sem verið var að dæla í, yflrfylltist og smurolía komst út á bíla- planið framan við smurstöð- ina. Þó ekki væri um mikið magn að ræða smitaðist hún fljótlega um nokkurt svæði, auk þess sem hún festi sig við olíumölina á yfirborði plans- ins. Var aðstoð fengin frá slökkviliði Brunavarna Suð- urnesja við að hreinsa planið, bæði með vatni og hreinsi- efni. Umrædd smurolía kem- ur af vélum bíla sem koma til smurningar og fer hún inn á tank sem er í gólfinu. Á ákveðnum fresti er síðan dælt af þeim tanki og yfir í útitank og var einmitt verið að gera það er óhappið átti sér stað. Föstudagskvöld: Alli og Jón í dúndur diskóstuði. Dansarar fró Auði Haralds frumsýna Lambada dansinn sem fer sigur- för um alla Evrópu. Aldurstakmark 18 ór. Miðaverð 800 kr. Laugardagskvöld: Rokkabillíband Reykjavíkur með Bjarna Ara sem gestasöngvara. Jói og Man'a sýna rokk- dans og endurtaka Lambada dansinn rosalega. Þau verða leiðbeinendur hjá Dansskóla Auðar Haralds í vetur og kenna þessa dansa. 20 ára Sjávargullið Síðustu helgi var upp- selt. Pantið því borð tímanlega. Meirihátt- ar matsölustaður. aldurstakmark. 800 kr. aðgangseyrir. NÝIT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT LAMBADA Nýr dans sem fer eins og eldur um sinu um alla Evrópu. Dans sem allir geta lært ásamt mambó og salsa. Eitthvað fyrir þá sem þora! ^ Innrítun í símum 656522, 31360 og 92-13030 to\\ Kennum einnig: frá kl. 13-19. °9 ^«áoat'Stösv'><Va*f- • Samkvæmisdansa a va<<''0Oaos®<atvJ ** Diskó-, jazz- og funkdansa c.^^e\9'''?eSsa sVt° Rock’n'Roii P Gömludansana y\a<® natð»3s Barnadansa o9' Meðlimir i F.Í.D., D.l' OG I.C.B.D. Lærðir kennarar, betri árangur [)\\SS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.