Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR ..Verðum að vinna KA til að vera öruggir" - segir Valþór Sigþórsson fyrirliði ÍBK 19 \íkurfréttir 14. sept. 1989 Fylgst með gömlu félögunum „Við lékum illa gegn Fylk- ismönnum og vorum heppnir að ná öðru stiginu. En við ætlum okkur að gera betur gegn KA á laugardaginn, enda er sá leikur upp á líf og dauða. Það þýðir ekkert að hugsa um hvernig aðrir leikir fari, við verðum bara að spila upp á sigur og það ætlum við okkur að gera. Áður en deild- in hófst settum við okkur það markmið að halda okkur í deildinni. Ég tel að við mun- um ná því takmarki þó svo að það þurfi síðasta leikinn í deildinni til þess“, sagði Val- þór Sigþórsson, fyrirliði IBK um leikinn við KA á laugar- daginn. Fyrrum ÍBK-leikmennirnir hjá Fram og KR, þeir Ragnar Mar- geirsson, Sigurður Björgvinsson og Gunnar Oddsson, voru meðal áhorfenda á leik ÍBK og Fylkis í Ar- bænum sl. sunnudag. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa verið meðal bestu leikmanna í sínum lið- um og höfðu margir á orði að Gunn- ar hefði reynst Keflvíkingum betri en enginn þegar hann skoraði sigur- mark KR gegn Þór á laugardag, sem reyndar var stórkostlegt mark af 40 metra færi. Handbolti: (BK vann bandaríska landsliðið 2. deildar lið ÍBK, styrkt með þremur Njarðvíkingum, vann góðan sigur á bandaríska hand- boltalandsliðini í Iþróttahúsinu í Keflavík í fyrrakvöld. IBK skor- aði 30 mörk gegn 26 hjá Könun- um. Jafnt var í leikhléi, 16:16, en Keflvíkingar náðu frábærum leik- kafla í byrjun síðari hálfleiks og komust í 24:17 og tryggðu sér sigur. Hafsteinn Ingibergsson skoraði mest fyrir IBK eða 11 mörk, þar af 6 úr vítum. Þessi sigur IBK var athyglisverður þar sem Valsmenn unnu Bandaríkja- mennina aðeins með einu marki. Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson voru í sínu stærsta dómarahlutverki til þessa, þegar þeir dæmdu leik unglingalandsliðsins og USA í síðustu viku. Þeir hafa hingað til dæmt í 2. og 3. deildinni. ..Ætlum að klára dæmið" - segir Guðjón Guðmundsson, fyrrrliði Víðis Víðismenn unnu stórsigur á Breiðabliki í Garðinum á laug- ardag, sigruðu með ftmm mörkum gegn tveirhur. Það var Guðjón Guðmundsson er kom Víðismönnum á bragðið strax á fyrstu mínútum leiks- ins með góðu marki. Grétar Einarsson fylgdi á eftir með annað mark og Svanur Þor- steinsson skoraði það þriðja. Grétar bætti síðan um betur og skoraði fjórða Viðismarkið. Blikum hafði tekist að minnka muninn niður í 4:2 þegar Vil- berg Þorvaldsson sólaði upp allan völlinn og renndi boltan- um í mark Blikanna, 5:2. Víðismenn fengu á sig tvær vítaspyrnur í leiknum og aðra þeirra varði Gísli Heiðarsson markvörður glæsilega. Þessi sigur Víðismanna dugði þó skammt því Eyja- menn báru sigurorð af Éin- herja frá Vopnafirði og eru enn einu stigi yfir Víðismönn- um, þegar ein umferð er eftir í deildinni. „Þaðerennþáfræði- legur möguleiki á að komast í 1. deild ef við vinnum næsta leik og Eyjamenn tapa eða ná jafntefli. Ég er ekki alltof bjartsýnn á að Eyjamenn tapi, en við treystum á lukkuna og munum klára okkar dæmi,“ sagði Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, í samtali við blaðið. Víðismenn leika síðasta leikinn í deildinni á laugardag gegn Selfossi fyrir austan og hefst leikurinn kl. 14. Hampar UMFG bikarnum? Það ræðst á laugardaginn hvort það verða Grindvíkingar eða Sigl- firðingar sem hampa deildarbikarn- um fyrir 3. deildina þetta árið. Fyrri viðureign liðanna endaði með jafntefli í Grindavík sl. laugar- dag, 2:2. Úrslitin voru nokkuð óvænt, þvi Grindvíkinga vantaði sex leikmenn í fastalið sitt, sem staddir voru á erlendri grundu. Þrátt fyrir leikmannaskortinn voru Grindvík- ingar þó nærri því að tryggja sér sig- ur í leiknum. Hallgrímur Sigurjóns- son og Ólafur Ingólfsson skoruðu mörk UMFG í leiknum. Seinni leikurinn verður háður á Siglufirði. Amerískur billiard á Knattborðsstofuna Nú hafa verið sett upp fjög- ur borð fyrir amerískan bill- jard á Knattborðsstofu Suð- urnesja. Eru þetta svonefnd púll-borð, sem margir ættu að kannast við af „vellinum“. Börkur Birgisson sagði að önnur fjögur borð kæmu seinna í vetur. Myndi fækka um tvö snóker-borð en nýr salur verður einnig opnaður inn af núverandi snókersal. Sagði Börkur að haldin yrðu ásamót einu sinni í viku í vetur og í janúar á næsta ári eru tveir heimsmeistarar í snóker væntanlegir í heim- sókn, þeir Alan Higgins og Steve Davis, þannig að það verður mikið um að vera á Knattborðsstofu Suðurnesja á komandi vetri. Hefurðu áhuga á útiveru? - Viltu í hjálparsveit? Hjálparsveit skáta í Njarðvik stendur fyrir kynningarfundi í húsi sveitarinnar næsta mánu- dagskvöld 18. sept. kl. 20.30, að Holtsgötu 51 í Njarðvík. Þar verða teknir inn nýliðar í sveit- ina. Af því tilefni er nú kallað eftir hressu fólki sem hefur áhuga á útiveru og er jafnframt tilbúið til að leggja góðum málstað lið. Hafa ber í huga að það er ekki skilyrði að viðkomandi sé skáti, aðeins að hann hafi áhuga. Ollum er því heimilt að koma á fundinn og kynna sér þar með starf sveitarinnar. Eruð þið stíf eða „stressuð“? Veldur vöðvabólgan þér andvökunóttum? Ef þú ert þjáð(ur) getur þú lagt leið þína í íþróttamiðstöð Njarðvíkur og fengið nudd eða svæðanudd. Nudd stuðlar að betri líðan! Hringdu í Iþróttamiðstöðina (s. 12744 eða 14567) og pantaðu tíma. Sjáumst hress, Ingibjörg Aradóttir, nuddkona. ^Artline Kynning föstudag kl. 13-18. Nýr skrautskriftapenni, túss- pennar og fleiri nýjungar. 'föókabúb fKeflavíkur DAGLEGA I LEIÐINNI ArtlimgOO JS. \rUwH'250

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.