Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 7
Fréttir Garður: Lionsmenn selja perur Á morgun, föstudag, munu Lionsmenn úr Lions- klúbbnum Garði ganga í hús í sveitarfélaginu og bjóða fólki ljósaperur til kaups, Er þetta liður í fjáröflun klúbbsins og mun ágóði af sölunni renna til líknarmála. Eru Garðmenn hvattir til að taka vel á móti sölumönnun- um. Ökumaður stöðvaður: Undir áhrifum fíkniefna og með byssu Lögreglan í Keflavík stöðv- aði aðfaranótt sunnudagsins ökumann sem lyktaði af hass- þef. Var hann þegar færður á lögreglustöðina og við nánari leit á manninum fundust nokkur grömm af hassi. Þá var mikið af veiðitækj- um í bílnum m.a. hagla- byssa. Var það allt gert upp- tækt. Jafnframt er maðurinn grunaður um meint fíkni- efnaáhrif við akstur. Málið er í rannsókn. N Auk þessa voru tveir öku- menn teknir um síðustu helgi fyrir grun um meinta ölvun við akstur. Mikill erill var hjá lögreglunni m.a. sökum ölv- unarástands fólks. Fiskeldi Grindavíkur: ..Ánægöir með fiskfríið í lóninu“ „Þetta hefur gengið mjög vel og veiðimennirnir eru mjög ánægðir með fiskiríið í lóninu,“ sagði Bjarni Andrés- son hjá Fiskeldi Grindavíkur í samtali við blaðið. Fiskeldis- stöðin hefur ? sumar boðið stangveiðifólki upp á veiðar í lóni, sem staðsett er Grinda- víkurmegin við eldisstöðina. „Það er fullbókað hjá okk- ur 4-5 daga í viku og alltaf einhverjir að veiðum í lón- inu.“ -Er þeita mikill afH? ' ,,Að meðaltali koma svona 3-4 fiskar á stöng yfir daginn. Þegar er búið að sleppa 1300fiskumílóniðog þar af hafa veiðst 800 fiskar. Það hefur ekki verið alltof mikil sól í sumar en þeim mun betra fiskiveður," sagði Bjarni Andrésson hjá Fisk- eldi Grihdavíkur að end- ingu. Fyrirtæki __________7 Víkurfréttir 14.sept. 1989 Hafdís Friðriksdóttir, eigandi tískuverslunarinnar Kikk. Ný tískuvöruverslun við Hafnargötu Ný verslun með tískufatn- að opnaði við Hafnargötu í Keflavík um mánaðamót. Kikk heitir verslunin og eig- andi hennar er Hafdís Frið- riksdóttir. Hafdís sagði í samtali við blaðið að allur fatnaður verslunarinnar væri innflutt- ur frá Hollandi og væri þetta fatnaður fyrir dömur og herra á öllum aldri. Áður en Hafdís opnaði Kikk rak hún verslunina Traffic. Því spyrjum við: Er enginn samdráttur í tísku- verslun í dag? „Það er alltaf eitthvað að gera, en þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Haf- dís Friðriksdóttir, verslunar- eigandi, að endingu. HAFNARGATA 17 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 13811 United Colors Of Benetton L’OCCHIAUÍ Benetton gleraugnaumgjarðir GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR íslandslax: Greiðslustöðvun framlengd Skiptaráðandinn í Grinda- vík hefur framlengt greiðslu- stöðvun Islandslax h.f. við Grindavík um tvo mánuði. Áður hafði fyrirtækið fengið þriggja mánaða greiðslu- stöðvun 8. júní sl. Nema heildarskuldirfyrir- tækisins 852 milljónum króna en hugsanlegt er að eigendur fyrirtækisins taki á sig 200 milljónir af upphæð þessari. Gangi það upp eru menn bjartsýnir á að takast muni að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Þá hefur bandarískur aðili sýnt áhuga á að koma inn í fyrirtækið en það er í dag að 51% í eigu Sambandsins og 49% í eigu norskra aðila. AUGLÝSINGASÍMAR VÍKURFRÉTTA ERU 14717, 15717. Öll almenn gröfuvinna Snjómokstur - Vörubíll Gröfuþjónusta Ðaldurs Árnasonar Holtsgötu 6 - 245 Sandgerði - Simi 37607 HELGARMATSEÐILLINN Glæsilegur sér- réttamatseðill' Rjómalöguð sjávarréttasúpa \ Heilsteiktur nauta- og svínahryggur 1770 kr. Restaurant Jói Klöru leikur fyrir matargesti íöstudags- og laugardagskvöld TÖKUM AÐ OKKUR fundi, afmæli, veislur og mannfagnaði. Glæsilegur salur. Pantið í tírna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.