Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 18
ÍÞRÓTTIR Garðar flaug framúr Kjartani í lokamótinu Garðar K. Vilhjálmsson, vallar- starfsmaður í Leirunni, varð stiga- meistari Golfklúbbs Suðurnesja 1989. Hann skaust fram úr Kjart- ani knattspyrnukappa Einarssyni með því að vinna sigur í síðasta stigamóti sumarsins, Samkaups- mótinu. Þar lék Garðar manna best með forgjöf, á 67 höggum, sem tryggði honum fyrsta sætið og jafnframt 10 stig. Kjartani brást bogalistin á síðustu holunum sem gerði það að verkum að hann náði aðeins 10.-12. sæti með forgjöf og aðeins 0,33 stig. Garðar varð því efstur að stigum með 31,5 stig, Kristinn S. Gunnarsson skaust einnig upp fyrir Kjartan, hlaut 27,5 stig og loks Kjartan í 3ja sæti með 27,33 stig. Garðar hlaut að launum utanlandsferð með Flug- leiðum fyrir sigurinn í stigamótun- um. Veðrið lék ekki beint við kylf- inga í Samkaups-mótinu á laugar- daginn. Rigning og rok en engu að síður mættu rúmlega 30 kylfingar til leiks. Garðar Vilhjálmsson sigr- aði, eins og áður segir, með for- gjöf, á 67 höggum, annar varð Grétar Björnsson á 70 höggum og Kristinn S. Gunnarsson þriðji á 73 höggum. 5kn forgjafar sigraði Páll Ketils- son á 82 höggum og í 2.-3. sæti komu þeir Júlíus Jónsson og Arnar Astþórsson á 84 höggum. Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu hlaut Þorsteinn Sigurðsson, en hann sló kúlu sinni 6 metra frá stöng. Sport-molar • Denis Matica, þjálfari Grindvíkinga í körfuboltan- um, þykir mjög snjall og er mikil ánægja með hann í her- búðum UMFG-liðsins. Þeir sem fylgdust með leikjum UMFG um helgina í Reykja- nesmótinu sáu að Denis býr einnig yfir góðum leikara- hæfdeikum, því ef honum lík- aði ekki dómgæslan tók hann sig til og hreinlega setti á svið skilaboð sín til dómaranna. • Mjög góð aðsókn var að leikjum í Reykjanesmótinu í körfubolta, sem fram fóru í íþróttahúsi Keflavikur um helgina. Má gera ráð fyrir því að margir hafi verið spenntir að sjá hvernig kanarnir kæmu út með sínum liðum. Mótið heldur áfram á föstudag og lýkur næsta miðvikudag. Helgarskák- mót í Keflavík Helgarskákmót verður haldið í Keflavík dagana 22,- 25. september. Verður margt góðra gesta á móti þessu og m.a. kemur í heimsókn danskur stórmeistari, Bent Larsen að nafni. Munum við gera þessu betri skil síðar. Úr leik ÍBK og UMFG á Reykjanesmótinu sl. sunnudagskvöld. Ljósm.: hbb. UMFG og ÍBK-Reynir 144:61 (76:33) Reynismenn, nýliðar í úrvalsdeild, sáu aldrei til sólar í sínum fyrsta leik við ÍBK í mótinu. ÍBK lék hins vegar á alls oddi og skoraði 144 stig á móti 61 stigi Reynis. Stig ÍBK: Guðjón Sk. 33, Falur 23, Nökkvi og Hjörtur 16 hvor. Stig Reynis: David Grisson 23, Ellert 15 og Sveinn 13. Haukar-UMFN 95:98 (50:46) Þetta var hörkuleikur tveggja mjög sterkra liða sem munu ör- ugglega verða í baráttunni um Is- landsmeistaratitilinn í vetur. Liðin skiptust á að hafa forystu og var munurinn aldrei mikill. Leikurinn var skemmtilegur og þeir Pálmar Sigurðsson, Haukum, og Teitur Örlygsson, UMFN, áttu báðir stjörnuleik og má segja að Teitur hafi haft betur, en hann skoraði hvorki fieiri né færri en 43 stig. Njarðvíkingar voru sterkari í lok- in og sigruðu með 3ja stiga mun. Stig UMFN: Teitur 43, Mike Clark 14. Stig Hauka: Pálmar 38, James Bow 19. Haukar-UMFT 81:77 (44:34) Haukarnir unnu nokkuð öruggan sigur, þó svo að munurinn hafi al- drei verið mjög mikill, mest lOstig í fyrri hálfleik, 22:12. Tindarnir náðu að komast yfir í seinni hálf- leik, 59:58, en þá fóru Haukarnir UIVIFN efst aftur í gang og voru sterkari á lokasprettinum; Stig Hauka: ívar Asgríms 17, James Bow 18, Pálmar 15. Stig UMFT: Bo Heyden 32, Valur I. 22. UMFN-Reynir 113:66 (54:33) Það er ljóst að árið verður erfitt fyrir Reynismenn. Þeir eru skör neðar en önnur lið í þessu móti. I þessum leik var aldrei spurning hvort liðið ynni þrátt fyrir góða viðleitni Reynis í byrjun og slakan leik UMFN, sem gerði hann jafn- ari en hann hefði átt að vera. Engu að síður stórsigur UMFN. Stig UMFN: Mike Clark 25, Frið- rik Rún. 17, Ástþór 15, Teitur 14. Stig Reynis: David Grisson 18, Ellert 15, Sveinn 17. ÍBK-UMFG 83:85 (36:43) Grindvíkingar sýndu ótrúlega baráttu gegn Tindastóli og sama var uppi á teningunum hér. Þeir unnu góðan sigur á Kefivíkingum sem voru alltaf skrefinu á eftir í leiknum. Það var aðeins Guðjón Skúlason sem lék virkilega vel en það dugði þeim ekki þrátt fyrir hans 40 stig, mörg hver glæsileg. Guðmundur Bragason og félagar hans í Grindavikurliðinu unnu sanngjarnan sigurogsýndu þaðað þeir verða sterkir í vetur. Stig ÍBK: Guðjón 40, John Verga- son 17. Stig UMFG: Guðmundur Braga 28, Jeff Null 26. \íkurfréttir 14. sept. 1989 Reykjanesmót í körfu: Guðjón stigahæstur Stigahæstir að loknum 2 umferðum: Guðjón Skúlason ÍBK 77 Bo Heyden UMFT 57 Teitur Örlygsson UMFN 57 Guðmundur Braga UMFG 46 Pálmar Sigurðs Haukum 53 David Grisson, Reyni 41 Stefán Arnarson ÍBK: Kanarnir ekki eins áberandi „Kanarnir eru ekki eins áberandi og síðast þegar þeir léku í íslenskum körfubolta. Ég held að aðal skýringin sé sú að islensku leikmennirnir eru betri en einnig er hugsan- legt að liðin hafí ekki vandað nóg valið, þó svo að ég telji að það sé ekki hægt að dæma um það ennþá. Tilkoma kananna verður þó líklega til að lífga upp á körfuboltann í vetur og að deiidin verði jafnari." -Nú töpuðuð þið gegn UMFG. Hvernig fannst þér leikurinn? „Við gerðum fleiri mistök og hittum verr úr vítunum, það gerði gæfumuninn. Grindvíkingar eru með gott lið og verða sterkir í vetur. Byrjunin í mótinu lofar góðu fyrir framhaldið. Leikirnir hafa verið spennandi og skemmtilegir,“ sagði Stefán Arnarson, liðsstjóri ÍBK. „Alltaf gaman að vinna ÍBK“ „Það er alltaf gaman að vinna Keflavík, eins og gerðist í kvöld. Við vorum ákveðnir og lékum oft ágætlega. Við erum með frábæran þjálfara, þann besta sem ég lu f haft, og kaninn okkar hef- ur komið vel út. í síðustu tveimur leikjum höfum við notað 11 leikmenn af 12, sem sýnir að við höfum góða breidd, á meðan IBK og UMFN hafa notað mun færri leikmenn í sínum leikjum. Annars á ég von á því að Is- landsmótið verði jafnara í vet- ur en oft áður. Érlendu leik- mennirnir lífga þetta en þeir eru ekki sömu yfirburða- mennirnir í liðunum og var hér áður,“ sagði Guðmundur Bragason, einn besti leikmað- ur Grindavíkurliðsins í körfu- knattleik. jjSl'r ðtrúleg lokahelgi í Einhver mest spennandi knatt- spyrnuhelgi fer nú í hönd. Úrslit leikja í íslandsmótinu í knatt- spyrnu um helgina munu ráða því hvaða lið munu falla og hvaða lið mun sigra. Kefivíkingar hafa ekki verið nær falli úr 1. deild síðan lið- ið lék í 2. deild árið 1968. Svo mik- il spenna er bæði á toppi og botni 1. deildar að ekki er hægt að segja til um hvort ÍBK dugi jafntefli, verði að sigra eða megi tapa, því allt kemur til greina. Við skulum þó vona að hvernig sem leikur ÍBK gegn KA á laugardaginn fer, þá nái liðið að halda sér í 1. deild. Víðismenn „stabílir“ Víðismenn hafa sýnt það í sum- ar að þeir eru „stabilt" og reynslu- mikið lið, sem hefur komið vel í ljós í sex 1:0 sigrum liðsins í sumar. Víðismenn eru nú í þeirri erfiðu (og leiðinlegu) aðstöðu að þurfa að stóla á annað lið, ætli þeir að kom- ast upp í 1. deild að nýju. Víðir er með einu stigi færra en ÍBV, sem má þar af leiðandi ekki sigra í sín- um síðasta leik, gegn UBK, sem Víðir vann um helgina, 5:2. Af þeim sökum er maður ekki nógu bjartsýnn fyrir hönd Garðsliðsins, sem hefur staðið sig frábærlega vel í sumar. Sá möguleiki er fyrir hendi að þrjú Suðurnesjalið verði í 2. deild á næsta ári. Hafa sumir haft það á orði-að þá ætti að kalla^deildina Suðurnesjadeildina. Þó svo aðþað gæti orðið að sumu leyti skemmti- legt, þá fyndist mér það mikil aft- urför fyrir knattspymuna á Suður- nesjum að eiga ekki lið í 1. deild á næsta ári. UMFG hélt haus Grindvíkingar héldu haus í ótrúlegri lokabaráttu í 3. deild og tryggðu sér 2. deildar sæti í fyrsta skipti í sögu félagsins. Eins og vel er að málum staðið á allan hátt í kringum fótboltann (og reyndar körfuna líka) í Grindavik, þá skýt- ur það skökku við að frétta af því að sex af fastamönnum liðsins fóru erlendis og mis: a þar með af báð- um úrslitaleikjunum gegn KS um meistaratitil 3. deildar. UMFG stóð sig engu að síður vel í fyrri leiknum miðað við þetta og náði 2:2 jafntefii í Grindavík'sl. laugar- knattspyrnunni dag. Seinni leikurinn er um helg- ina á heimavelli Siglfirðinga. Stefnir í góða körfu Reykjanesmótið í körfu hófst um helgina en það fer fram í Kefla- vik. Liðin léku nú í fyrsta sinn í 7 ár með erlenda leikmenn og sýndu sumir þeirra ágætis tilþrif, en það gerðu íslensku leikmennirnir líka. Það er ljóst af þessu að íslands- mótið verður mjög jafnt og skemmtilegt. Golfvertíð fer nú að Ijúka og eru aðeins nokkur mót eftir. Óhætt er að segja að veðrið hafi ekki leikið við kylfmga í sumar, sem engu að síður hafa verið duglegir við golf- leik og hefur mikil fjölgun átt sér stað í klúbbunum. Æfingar eru hafnar hjá nýju sundfélagi, Suðurnesi, og þrátt fyrir óánægjuraddir innan um vegna nafnabreytingar, þá hlýtur þessi breyting að þýða betri árang- ur hjá sundfólkinu okkar, sem verður undir handleiðslu Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar og fleiri. Að lokum „old-boys“ knatt- spyrnan. ÍBK varð íslandsmeistari annað árið í röð, þiátt fyriraðhafa tapað fyrir Val í úrslitaleik, 1:2. Valsmennirnir voru hins vegar með ólöglegan leikmann sem kost- aði þá titilinn. Samkvæmt nýjustu fréttum hafa Valsmenn kært til baka einn leikmann í Keflavíkur- iiðinu vegna ófrágenginna félaga- skipta. Kannski að Keflvíkingar verði að skila bikarnum aftur til baka???? Páll Ketilsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.