Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 16
16 Lesendur Suðurnesjafólk í útvarpi: Að spenna eyrun! Stuttur af- greiðslu- tími I bjórnum V hringdi: Ég vil koma þeim spurn- ingu á framfæri við Afengis- og tóbaksverslun ríkisins í Keflavík hvers vegna „bjór- ríkið“ opnar aldrei fyrr en kl. tvö eftir hádegi. Ég veit til þess að aðrar bjórútsölur rík- isins eru opnar á sama tíma og sterkari drykkir eru seld- ir. Hef ég áhuga á að fá svör við þessu hér á síðum blaðs- ins. Við Suðurnesjamenn höf- um verið að sækja í okkur veðrið í útvarpi og röddum héðan af svæðinu hefur fjölg- að og er það vel. Ég er einn þeirra er hafa unun af því að hlusta á útvarp og er þá eng- in sérstök ' útvarpsstöð í uppáhaldi hjá mér. Eitt af því sem ég hef veitt athygli við þessa útvarps- hlustun mina er að okkar fólk þarf aðbæta sitt málfarí útvarpinu. Ég hef tekið eftir því að oft og iðulega er það að mismæla sig, og notar brengluð máltæki. Okkar nýi fréttaritari hjá ríkisútvarpinu er mjög vei niáli farinn, enda skilst mér að fréttaritarinn sé úr kenn- arastétt, en aðrir þurfa að taka sig á. Sem dæmi um vitlausa notkun máltækja þá sagði einn útvarpsmaðurinn okk- ar á Bylgjunni nýverið fólki að spenna eyrun í stað þess að sperra þau. Þá eru þeir sem lýsa leikjum einnig mjög oft ekki undirbúnir fyrir það að tala. Það er ánægjulegt að heyra í Suðurnesjafólki í út- varpi og enn skemmtilegra ef það cr vel máli farið. Útvarpshlustandi Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu emhættisins, Hafnargötu 62, fímmtudaginn 21. septembcr 1989 kl. 10:00. Gaukstaðavegur 4, Garði, þingl. eigandi Þorsteinn Þórðarson. Uppboðsbeiðendur eru: Trygg- ingastofnun Ríkisins og Gjald- heimta Suðurnesja. Þórustígur 3 n.h., Njarðvík, þingl. eigandi Margrét Grímsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Friðjón Örn Friðjónsson hdl. og Róbert Arni Hreiðarsson hdl. Bæjarfógctinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. N auðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eign- um fer fram í skrifstofu embættisins Hafnargötu 62, fímmtudaginn 21. september 1989 kl. 10:00. Akurbraut 7, Njarðvík, þingl. eig- andi Karl Arason 110239-3519. Uppboðsbeiðendur eru: Inn- heimtumaður rtkissjóðs, Guð- mundur Kristjánsson hdl., Jón G. Briem hdl., Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl., Ingi H. Sigurðsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Borgarvegur 10 e.h. viðb., Njarð- vík, þingl. eigandi HaukurHauks- son. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands, Gjald- heimta Suðurnesja og Trygginga- stofnun Ríkisins. Brekkustigur 5 n.h., Sandgerði, þingl. eigandi Árni Sigurpálsson & Harpa Jóhannesd. Uppboðsbeið- endur eru: Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl., Veðdeild Lands- banka íslands og Guðríður Guð- mundsdóttir hdl. Brekkustígur 6, neðri hæð, Njarð- vík, þingl. eigandi Díana Sigurðar- dóttir o.fl., talinn eigandi Brynjar Guðmundsson o.fl. Uppboðsbeið- endur eru: Veðdeild Landsbanka Islands og Tryggingastofnun Rík- isins. Elliðavellir 2, Keflavík, þingl. eig- andi Bergur Vernharðsson. Upp- boðsbeiðandi er VilhjálmurH. Vil- hjálmsson hrl. Eyjaholt 10, Garði, þingl. eigandi Bjarni Jóhannesson o.fl. Upp- boðsbeiðendur eru: Þorsteinn Egg- ertsson hdl., Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl., Veðdeild Lands- banka íslands og Tryggingastofn- un Ríkisins. Fitjabraut 3, Njarðvik, þingl. eig- andi Hörður h.f. Uppboðsbeið- endur eru: Iðnþróunarsjóður, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Iðnlánasjóður, Othar Örn Peter- sen hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Helgi V. Jónsson hrl. og Eggert B. Ólafsson hdl. Fífumói 3D 0301, Njarðvik, þingl. eigandi Ólafur B. Bjarnason o.fl. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Garðbraut 88, Garði, þingl. eig- andi Páll Sigurðsson. Uppboðs- beiðendur eru: Tryggingastofnun Ríkisins, Reinhold Kristjánsson hdl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fjárheimtan h.f., Veðdeild Landsbanka íslands og Gjald- heimta Suðurnesja. Garðbær, Grindavík, talinn eig- andi Ragnheiður Á. Magnúsdótt- ir. Uppboðsbeiðendur eru: Jón G. Briem hdl. ogGjaldheimta Suður- nesja. Heiðarbraut 12, Sandgerði, þingl. eigandi Karl Knútur Ólafsson. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Hjallavegur 5J, Njarðvík, þingl. eigandi Guðrún Gísladóttir, talinn eigandi Erlingur R. Hannesson. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Agnar Gúst- afsson hrl. og Ólafur Gústafsson hrl. Holtsgata 35, rishæð, Njarðvtk, þingl. eigandi Jón Jóhannsson. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Keflavíkur, Veðdeild Landsbanka fslands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Gjald- heimta Suðurnesja. Hraunholt 8, Garði, þingl. eigandi Jóhann Þorsteinsson. Uppboðs- beiðendur eru: Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl. og Veðdeild Lands- banka íslands. Hringbraut 128 I, Keflavík, þingl. eigandi Ólafur Haraldsson. Upp- boðsbeiðandi er Bæjarsjóður Keflavíkur. Kirkjugerði 17, Vogum, þingl. eig- andi Kristófer Guðmundsson. Uppboðsbeiðendur eru: Ari ísberg hdl., Brunabótafélag íslands, Veð- deild Landsbanka íslands, Jó- hannes Ásgeirsson hdl., Ólafur Axelsson hrl., Ingi H. Sigurðsson hdl. og Lögfræðistofa Suðurnesja sf. Leynisbraut 10, Grindavík, þingl. eigandi Jón Guðmundsson 080442-3279. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka ís- lands, Innheimtumaður ríkis- sjóðs, Valgeir Pálsson hdl. og Gjaldheimta Suðurnesja. Leynisbrún 10, Grindavík, þingl. eigandi Jón Sæmundsson. Upp- boðsbeiðandi er Valgeir Kristins- son hrl. Mávabraut 9 1E, Keflavík, þingl. eigandi Kristján Albertsson. Upp- boðsbeiðendur eru: Veðdeiíd Landsbanka íslands, Trygginga- stofnun Ríkisins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Ásbjörn Jónsson hdl. Njarðvíkurbraut 19, Njarðvík, þingl. eigandi Hákon Kristinsson. Uppboðsbeiðandi er Utvegsbanki íslands. Norðurgarður 25, Keflavík, þingl. eigandi Karl G.Sævar. Uppboðs- beiðendur eru: Árni Grétar Finns- son hrl. og Ari ísberg hdl. Reykjanesvegur 56, efri hæð, Njarðvik, þingl. eigandi Ósk Sig- mundsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Reykjanesvegur 6, Njarðvík, þingl. eigandi Búnaðarbanki íslands, tal- inn eigandi Guðmundur Snorri Garðarsson. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild þandsbanka ís- lands, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Tryggingastofnun Ríkisins, Gjaldheimta Suðurnesja, Baldur Guðlaugsson hrl. og Verslunar- banki íslands h.f. Smáratún 16, neðrihæð, Keflavík, þingl. eigandi Gisli Guðberg Gíslason. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður I. Halldórsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Tjarnargata 17, Sandgerði, þingl. eigandi Stefán Guðmundsson. Uppboðsbeiðandi er Trygginga- stofnun Ríkisins. Vatnsnesvegur 36 e.h., Keflavík, þingl. eigandi Helgi Ólafsson. Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson hrl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Vogagerði 7, Vogum, þingl. eig- andi Þorsteinn Sigurðsson, talinn eigandi Rafn Harðarson. Upp- boðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Vatnsleysu- strandarhreppur og Lögfræði- stofa Suðurnesja sf. Víkurbraut 1, Grindavík, þingl. eigandi Bifreiðaverkstæði Grinda- víkur. Uppboðsbeiðandi er Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Ólafur Jónsson GK 404, þingl. eig- andi Miðnes h.f. & Keflavík h.f. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Vikurfréttir 14.sept. 1989 Hvað meinti slökkvi- liðsmaðurinn? Því er ekki að neita að í hvert sinn sem ég ek fram hjá slysstað, þar sem sjúkrabílar og lögreglubílar eru með blikkandi ljós, slær alltaf að mér óhug. Það gerðist því er ég ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut um daginn. Sú sjón sem blasti þar við mér var svo slæm að ég var lengi að ná mér á eftir. Fyrst sá ég bíl, ef bíl má kallasök- um þess hve illa hann var far- inn. En það sem ég sá svo til slökkviliðsmanns, sem stóð fyrir framan ljósgrænan bíl, sem ég held að sé frá slökkvi- liðinu á Keflavíkurflugvelli, var slíkt að ég get ekki orða bundist. Þarna stóð hann með bak- ið í hinn klessta bíl, baðaði út höndunum og renndi hend- inni eftir hálsi sér eins og hann væri að skera sig á háls. Hvað þessi merkjagjöf hans átti að tákna veit ég ekki, en ég tók það þannig að hér væri ekki meira að gera, allir væru dánir. Nú hefur komið í ljós að svo var ekki og því væri gott að vita hvað maðurinn hefði verið að gera eða hvort þetta hefðu bara verið einhverjar heimskulegar aðgerðir. Sé svo held ég að maðurinn verði í framtíðinni að huga að aðstæðum áður en hann hefur uppi slíka tilburði, sé það ekki ætlunin að stuða ókunnuga. ABC Ljótur siður starfsfólks Að undanförnu hefur mikill áróður verið fyrir því að vara börn og unglinga við því að byrja að reykja. Aróð- ur þessi hefur einnig náð til þeirra fullorðnu með góðum árangri. Með æskuna í huga er það ekki gott fordæmi sem ég hef séð er ég hef af einhverju til- efni lagt leið mína í íþrótta- húsið við Sunnubraut í Keflavík. Um leið og komið er inn um aðaldyr hússins verður maður var við að and- rúmsloftið angar af síga- rettureyk. Enda situr starfs- fólkið yfirleitt innan viðgler- búr púandi tóbak, síður en svo til fyrirmyndar. Þetta fínnst mér stinga mjög í stúf og þá sérstaklega í íþróttahúsi þar sem þjálfa á æskuna til betra lífs. Þetta hlýtur starfsfólkið að sjá, að það passar ekki saman að vera með sígarettureykingar fyrir framan þá unglinga sem við annars erum að hvetja til að reykja ekki og losna við þann draug sem því fylgir. Ein reyklaus Frábært í Sjávar- gull- inu Við fórum fjögur saman í Sjávargullið síðasta laugar- dag. Það er skemmst frá því að segja að kvöldið heppnaðist í alla staði mjög vel, maturinn var ljúffengur, þjónustan mjög góð og tón- list þeirra félaga, Mumma og Bubba, frábær. Við höfum borðað á veit- ingastöðum víða um heim og Sjávargullið hefur greinilega allt upp á að bjóða sem góðir staðir þurfa að gera. Takk fyrir okkur. Göðir hamborgarar á Fitjum Þó margir séu skyndibita- staðirnir á Keflavíkur- Njarðvíkursvæðinu, sem selja hamborgara, er aðeins einn sem ber af og selur bragðbetri vöru en aðrir. Sá staður er á Fitjum og ber nafnið Fitjaborg, eða bara Tommahamborgarar eins og staðurinn er almennt kallað- ur meðal fólks. Eru borgararnir svo mikið betri en annars staðar að það borgar sig að renna inn á Fitjar eftir umræddum veit- ingum. Þetta ættu þeir sem neyta þesslags fæðu að hafa í huga næst þegar kaupa á ost- borgara, hamborgara eða hverju nafni sem hann nefn- ist. Því sendi ég Fitjaborg þakkir fyrir góða fram- leiðslu. Mathákur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.