Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 12
12 BÍIAR&þjónusta Yikurfréttir 14. sept. 1989 TOYOTfl r-Jíéítt-' FOUR RUNNER: Mikill jeppi og lipur bæjarbíll Hinn nýi 4-Runner jeppi frá TOYOTA á bryggjunni í Keflavík. Ljósm.: hbb. Toyota-umboðið, en Hílasala Brynleifs er með umboð fyrir það á Suðurnesjum, er þessa dagana að kynna nýja gerð af Toyota-jeppa. Hér er um að ræða Toyota Four- runncr, sem notið hefur mikiUa vin- sælda um allan heim og hafa Islend- ingar m.a. flutt þá inn notaða frá Bandaríkjunum. Hér er bíllinn í boði töluvert breyttur og átti undir- ritaður þess kost að fá að reynslu- aka honum cina kvöldstund. Massívari og og breytt útlit Helstu breytingar á bílnum eru þær, að nú er hann 4ra dyra, sem er að mínu mati stór kostur, yfir- bygging er úr stáli og finnst það strax í akstri; hann erallur massív- ari. Fjöðrunarbúnaði hefur verið breytt þannig að bíllinn er nú með gorma að aftan og fram. Ekki eru driflokur að framan, heldur er alsjálfvirk tenging framöxla þegar sett er í framdrif, en það ætti ekki að koma að sök, því drifskaft og framdrifshluti millikassa snúast ekki þegar bíll er í afturhjóladrifí. Utlit bílsins er að öllu leyti breytt og finnst mér vel hafa til tekist. Sú gerð af Four-runner, sem er í boði hér, er ríkulega búin aukahiutum, m.a. með rafmagnsrúðum og - speglum, central-hurðalæsingum, miðstöð afturi, álfelgum og þá er bíllinn með „krómpakka". Einnig er hann fáanlegur með sóllúgu. Frágangur bílsins er mjög góður í heild og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð i smáatriði. Þegar sest er inn, þá tekur maður strax eftir því hvað sætin eru þægileg. Það fer vel um ökumann og far- þega, bæði frammí og afturí, rúmt er um höfuð og fætur fyrir „meðal- Jóna“. Góðir aksturs- eiginleikar Aksturseiginleikar eru góðir. Vél er þýð og aflmikil enda 6 cyl. 150 din. hestöfl. Bíllinn er bein- skiptur, 5 gíra, með léttri og lipri skiptingu. Hann liggur mjög vel í beygjum sem gerir hann lipran í bæjarakstri. Til að reynsluaka honum við misjafnar aðstæður, þá keyrði ég út á Reykjanes og ók honum greitt á mölinni og vorum við, ég og samfylgdarmaður minn, báðir sammála um að fjöðrunin væri mjög góð og væri ekki ama- legt að fara „hringinn" á þessum bíl. Þegar við vorum komnir að Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi, þá var jeppadellan komin upp í manni og vorum við farnir að gjóa augunum á brekkur sem voru þar í kring. Nú var komið að því að setja í lága drifið, en hlutfall í millikassa er mjög gott eða H4/L4 1.00/2.566., en í brekkum þessum kom enn betur í ljós hin góða fjöðrun bílsins og þrátt fyrir mikið ólag, þá sleppti hann aldrei hjóli og byrjaði ekki að „hoppa" eins og algengt er í jeppum við þessar að- stæður. Eins virkaði vélin vel við þessar aðstæður og hefur töluvert „tork“ við lágan snúning, sem gerði það að verkum að hægt var að láta bílinn „labba“ í brekkun- um. I stuttu máli má segja að helstu kostir séu mjög góð fjöðrun, þýð og aflmikil vél, þægileg sæti, stjórntæki vel staðsett og gott út- sýni fyrir ökumann. Helstu ókost- ir fannst mér vera stýrið, að svörun þess væri ekki nógu nákvæm og þegar greitt væri ekið þyrfti ár- vekni ökumanns að vera mikil. En þetta er eflaust hlutur sem venst með notkun bílsins. Jeppi og lipur bæjarbíll Eitt er víst, að kostir Four- runner jeppans eru miklu fleiri en gallarnir og hér er greinilega á ferð bill sem á eftir að njóta mikilla vin- sælda og ætti hann að geta uppfyllt óskir þeirra sem vilja jeppa og jafnframt lipran fjölskyldubíl. S.R. lýja Mazdan sýnd um mánaðamótin Bílasala Suðurnesja, um- ðsaðili fyrir Bílaborg, sem a. er með umboð fyrir tzda-bifreiðar, kynnir um stu mánaðamót þrjár nýjar ■ðir af Mazda 323. Um er að ða 2ja, 4ra og 5 dyra útfærsl- sem allar hafa gjörólíkt yf- ragð. Helstu nýjungar eru m.a. 16 ventla vél og allar gerðir eru með vökvastýri. Ey- vindur Ólafsson á Bílasölu Suðurnesja sagði að tekist hefði að ná óvenju hagstæðum samningum við framleiðendur og því væri mjög hagstætt verð á bílunum. LÁTTU EKKI 0F IVIIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA Ökuleikni ’88: Keflvíkingur í 2. sæti Úrslit ökuleikni Bifreiða- klúbbs Reykjavíkur og DV fóru fram fyrirskömmu. Jó- hannes Brynleifsson, Kefl- víkingur, sem reyndar býr nú í Þorlákshöfn, varð í 2. sæti og fékk utanlandsferð að launum. Þrír aðrir Suður- nesjamenn tóku þátt í úrslit- unum sem fóru_ fram í Reykjavík. Valur Á. Gunn- arsson varð í 25. sæti og Jón Þorkelsson í 26. sæti af 50 keppendum í karlaflokki. Fulltrúi kvenþjóðarinnar á Suðurnesjum, Björg Þor- kelsdóttir varð hins vegar að sætta sig við botnsætið. BÍLALEIGA GÓÐIR BÍLAR - GOTT VERÐ Hafnargötu 38 - Sími 13883 SKIPTING GRÓFIN 19, 230 KEFLAVÍK, SÍMI 92-13773 - • Almennar bílaviðgerðir • Sjálfskiptingar • SUN-vélastillingar • Bremsuviðgerðir Mikið urval af varahlutum: • ( bremsukerfi • í kveikjukerfi • [ sjálfskiptingar Hjöruliðskrossar og legur - Pakkdósir Úrval smáhluta - þurrkublöð, viftureimar o.fl. DRÁTTARBILL ALLTAF TIL TAKS. Bílas. 985-23774 VerksL 13773

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.