Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 2
Fréttir Vikurfréttir 14. sept. 1989 Okuleyfis- svipting á Garðvegi Lögreglan í Keflavík tók ökumann fyrir að aka á 133 km hraða á þriðjudag um kvöldmatarleytið. Átti þetta sér stað á Garð’vegi rétt fyrir utan Keflavík. Varökumað- urinn þegar sviptur ökurétt- indum. Rólegt í Grindavík Siðasta vika var með ró- legasta móti hjá lögreglunni í Grindavík. Einungis einn var stöðvaður með Bakkus undir stýri. Björn Finnbogason látinn Heiðursborgari Gerða- hrepps, Björn Finnbogason, Gerðavegi 1, Garði, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkurlækn- ishéraðs í gærmorgun. Björn var á 87. aldursári. Eftirlifandi maki Björns er Auður Tryggvadóttir. í eigu íslcnskra Aðalverktaka eru vélar til að leggja út steypu t.d. á Kefla- vikurvcginn. Sú vél þeirra sem nú er vcrið að nota í tilraunaskyni ofan við Hafnarfjörð, er nokkuð stærri en þessi. Ljósm.: pket. Reykjanesbraut frá Ramma að Kúagerði: Verður fræst á næsta ári „Það sem við höfum gert fyr- ir Reykjanesbrautina á þessu ári er að við höfum lagt axlir frá Kúagerði í Hafnarfjörð og frá Ramma að Grænási. Þetta er til bóta fyrir ökumenn sem missa bíla út fyrir veg og kippa þeim inn á brautina aftur,“ sagði Rögnvaldur Jónsson, umdæm- isstjóri hjá Vegagerð ríkisins, í samtali við biaðið, er hann var spurður um úrbætur á Reykja- nesbraut. „Við komum til með að merkja Reykjanesbrautina í vetur með skiltum sem gefa til kynna að hált sé í bleytu. Á næsta ári verðum við að gera eitthvað. Þá er hugmyndin að fræsa brautina frá Ramma að Kúagerði." -Þolir steypuplatan aukna frœsingu? „Hjólförin í brautinni núna eru frá 18-33 millimetrar, en meðaldýpt þeirra er 24 milli- metrar. Við megum ekki þynna plötuna mikið meira en hugmyndin er að fræsa 10 millimetra, sem ætti að duga næstu 3-4 árin og fleyta mesta vatnsmagninu af brautinni. Eftir þann tírrra verðum við að gera eitthvað alvarlegt í mál- inu.“ -Er mikið mál að leggja slit- lag ofan á brautina? „Það er ekkert mál að leggja ofan á steypuna. Við erum nú að gera tilraunir með efni á vegkafla ofan við Hafnarfjörð með efni sem þola eiga betur naglaslit. Einnig erum við að gera tilraunir með steypt slit- lag, en niðurstöðurnar úr þess- um tilraunum koma ekki í ljós strax,“ sagði Rögnvaldur Jónsson að lokum. Gífurleg uppbygging Samhliða uppsetningu á ORMAT-virkjuninni í Svartsengi, eða strompgufu- virkjuninni, hefur átt sér stað gífurleg uppbygging á að- veitu- og dreifikerfinu er miðast öll að því að geta skil- að með öruggum hætti þeirri orku sem til staðar er. Um er að ræða byggingu rofastöðvar, aðveitustöðva, háspennulína og hinar ýmsu tengingar. Þá er hafinn und- irbúningur að nýrri 132 kv háspennulínu frá afhending- arstað Landsvirkjunar sunn- an Hafnarfjarðar og á sú lína að verða tilbúináárinu 1991. Frá því að HS tók við raf- orkudreifingunni á svæðinu í október 1985 hefur verið fjárfest fyrir 140 milljónir króna á núvirði í dreifikerf- um rafmagns og um 60 milljónir króna í gatnalýs- ingu. Þærframkvæmdir,sem lokið er við, kostuðu um 363,5 milljónir króna á nú- virði ojg ORMAT-virkjunin 296 milljónir króna á nú- virði. Mannbjörg í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út vegna strands Qögurra tonna trillu, Ásdísar IS 130, neðan við fiskimjölsverksmiðjuna i Sandgerði um kl. 2 aðfara- nótt laugardagsins. Tókst Sigurvonarmönnum að bjarga manninum sem var um borð yfir í björgunarbátinn Sæbjörgu án þess að honum yrði meint af. Um áttaleytið um morg- uninn tókst þeim síðan að draga hinn strandaða bát út og komu þeir með hann að bryggju í Sandgerði á tíunda tímanum. Þegar báturinn strandaði var hann á leið frá Þorlákshöfn til Hríseyjar en bátsverjinn mun trúlegaekki hafa þekkt aðstæður við Sandgerði nægjanlega vel og því fór sem fór. Er komið var með bátinn að bryggju fóru froskmenn og skoðuðu botn bátsins og kom í ljós að hann var óskemmdur með öllu. Asdís ÍS 130 komin í Sandgerðishöfn. Ljósm.: epj. r Síðasti leikur IBK í sumar og sá mikilvægasti IBK-KA á Keflavíkurvelli laugar- daginn 16. sept. kl. 14. 1. deildar sæti er í húfi. Suðurnesja- menn - fjölmennum og styðjum ÍBK í baráttunni. ^áf 11 uiii'niiiijsjp;j'ijj ......—n,m Ver Þorsteinn víti á laugardaginn eða skorar Kjartan gegn KA-mönnum....? VATRYGGINGAFELAG ISLANDS HF. Hafnargötu 58 - Keflavík - Sími 14880 stæksta FRgraA-QG AUGLÝsiNGABiAÐiÐ A SUÐUHNESJUM Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiösla, rítstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, simar 14717,15717, Box 125, 230Keflavík. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bilas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadelld: Páll Ketilsson. - Upplag: 5500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suöurnes. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annaö er óheimilt nema heimildar sé getiö. Setning, fílmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.