Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 10
10 Ferskur sjávarréttamatsölustaður Opinn föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 18:30 Borðapantanir daglega í síma 14040 NÝTT: Bubbi og Mummi leika Ijúfa dinnertónlist laugardagskvöld Fróðleikur og fjölbreytt efni í hverri viku. Þú lest það í Víkurfréttum. Félagsmál Vikurfréttir 14. sept. 1989 Séð ínn í hinn nyja íþrottasal í Ketlavik. Ljósm.: hbb. Nýr íþróttasalur á rúmu ári - Rætt við Helga Hólm, formann byggingarnefndar Nýverið var tekinn í notkun við íþróttahúsið í Keflavík nýr 650 m2 íþróttasalur fyrir tilstuðlan íþróttabandalags Keflavíkur. Hinn nýi salur kostar fullbúinn 27,8 milljónir króna en hann er hugsaður fyrir flestar íþróttagreinar. Það var Steinsmíði hf. í Njarðvík sem sá um byggingu hússins og gólfefni, sem er samskonar og á stxrri sai hússins, en það er frá hollenska fyrirtækinu Deskol. En hvernig tókst að fjár- magna þessa stóru byggingu? Til að leita svara við því tókum við formann byggingarnefnd- ar, Helga Hólm, tali. „Tekjum til byggingarinnar hefur verið aflað með fjárfram- lögum frá almenningi, lottó- tekjum og framlagi frá Kefla- víkurbæ. Keflavíkurbær veitti í upphafi 14 milljónum til byggingarinnar, sem greiðast á fimm árum, en framlögin frá almenningi námu um einni milljón króna.“ -Nú er þetta dýrl mannvirki. Hvernig tókst að byggja það á rétt rúmu ári? „Til þess að takast mætti að klára bygginguna á þetta skömmum tíma þá fékk byggingarnefnd hússins lán hjá Sparisjóðnum í Keflavík á móti væntanlegu framlagi Keflavíkurbæjar. Til þess að standa straum af greiðsíum afborgana og vaxta næstu fjögur árin mun bygg- ingarnefndin áfram vera með ýmsar fjáraflanir," sagði Helgi. -Þannig að bygging hússins er alls ekki í höfn? „Síður en svo. Næstu tvö ár- in þurfum við að greiða 10-11 milljónir hvort ár. Þar vegur þyngst framlag bæjarins. Þetta ævintýri hefði ekki verið framkvæmanlegt á þenn- an hátt ef ekki hefði komið til þessi ágæta samvinna við Keflavíkurbæ,“ sagði Helgi Hólm, formaður byggingar- nefndar, að endingu. Heimilistæki fyrir 100 þúsund (eða meira) Þú greiðir 5000 kr. mánaðarlega Við lánum þér í 24 mánuði - Engin útborgun ! j © © j—m— Þú færð hvergi betri kjör! Komdu og verslaðu allan „pakkann" í húsið á greiðslukjörum sem eiga sér ———, vart hlið- stæðu. NUDDSTOFA SOFFÍU ---Haustpakki— ---10 nuddtímar— Nuddtíminn er...... 30 mín. Innifalið sól ...... 30 mín. Hvíld .............. 20 mín. og bað Verð kr. 10.000.- Opið kl. 10-18 mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. Opið kl. 13-21 þriðjudaga og fimmtu- daga. Símatími kl. 12-13 og 18-19 alla daga nema föstudaga aðeins kl. 12-13. NUDDSTOFA SOFFÍU Hafnargötu 23, 2. hæð, sími 14337. Mannlíf 11 Vikurfréttir 14. sept. 1989 Norræna Ijósmyndasamkeppnin: Tæpar 200 myndir bárust Tæpar 200 ljósmyndir bárust í ljósmyndasam- keppni sem háð var í Kefla- vík áföstudag í samvinnu við vinabæi Keflavíkur á Norð- urlöndum. Hefur dóm- nefndin, skipuð valinkunn- um mönnum, nú valið 50 myndir úr þessum hópi sem sendar verða á sýningu í Trollhattan í Svíþjóð. Þotuskíði: Þeyst um á Keflavíkinni Ungdómurinn lét ekki veðrið um helgina aftra sér frá því að þeysast um á Keflavíkinni á þotuskíðum. Þotuskíðaleiga ein, er hefur starfsemi sína á höfuðborg- arsvæðinu, brá sér bæjarleið og bauð Keflvíkingum og nærsveitungum að taka í þessi undratæki á Keflavík- inni. Það er skemmst frá því að segja að aðsóknin í þotuskíð- in var mikil og lék fólk sér langt fram í náttmyrkur við það að þeysa eftir haffletin- um. Fjölbreytt í Frístund Ótrúlegt úrval af skólareiknitölvum og úrum frá Casio. Allt fyrir ljósmyndaáhugafólk Myndavélar frá Canon, Olympus, Chinon, Ricoh, Yashica og Panasonic. Þrífætur og sjón- aukar. NINTENDO sjónvarpsspil fyrir alla aldurshópa. Einnig leikjatölvur og tölvuspil. Sjón er sögu ríkari! ALLAR NÝJUSTU MYNDIRNAR HJÁ OKKUR í VHS OG BETA 1 □QDDPD '' \i CHaC3C3CDCD h □OODOO DODOQ aanon ooooo ÐBQE3Q ■ Holtsgötu 26, Njarðvík, sími 12002 - Hólmgarði 2, Keflavik, sími 15005 Leynisbraut 11, Garði, sími 27320 OPNUNARTÍMAR: KEFLAVÍK: Alla daga frá 10-23 Sunnudaga 13-23 NJARÐVÍK: Alla daga frá 10-23 Laugardaga og sunnudaga frá 13-23 GARÐUR: Alla daga vikunnar frá 20-23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.