Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 14
14 Skólamál Víkurfréttir 14. sept, 1989 SIGLINGAFRÆÐI 30 tonna próf. Námskeið hefjast í Keflavík mánudaginn 18. september nk. Þorsteinn Kristinsson Sími 11609 Frá Tónlistarskóla Miðneshrepps Tónlistarskóli Miðneshrepps verður settur sunnudaginn 17. sept. kl. 15 ígrunnskólan- um. Nemendur mæti með stundatöflurnar með sér. Skólastjóri Skylminganámskeið Byrjenda- og framhaldsnámskeið í olymp- ískum skylmingum hefjast mánudaginn 18. sept. Nánari upplýsingar og skráning hjá Óla í síma 11053. Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Þingeyingar Suðurnesjum Aðalfundur Þingeyingafélags Suðurnesja verður haldinn laugardaginn 16. september í K.K.-húsinu (uppi). Fundurinn hefst kl. 14 stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Vetrarstarfið rætt. Stjórnin Stjórn verkamanna- bústaða Hafnahrepps auglýsir til umsóknar 3ja herbergja 75,2 m2 íbúð, sem hafin er bygging áog samkvæmt verksamningi verður til afhendingar í ágúst/sept. 1990. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hafnahrepps og skal þeim skilað á sama stað eigi síðar en 30. sept. 1989. Stjórn verkamannabústaða í Hafnahreppi. „Alls voru 90 nemendur í Tónlistarskólanum í Garði í fyrra og það er ekkert sem bendir til þess að skól- inn nái ekki að sinna öllum þeim íbúum hreppsins sem liafa áliuga á tónlistarnámi í vetur". Ljósm.:hbb. Tveir tónlistarskólar starfandi í Garði í vetur: ígr un V ri ð sl kól lan n ( ik tar“ - segir Sólveig Björk Gránz, formaður Tónlistarfélags Gerðahrepps Tveir tónlistarskólar verða starfræktir í Garðinum nú í vetur. Eins og fram kom í auglýsingu í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur Alma Elísabet Hansen stofnað einkatónlistarskóla fyrir Garð og nágrenni. Þó verður áfram rekinn tónlistarskóli á vegum Tónlistar- félags Gerðahrepps og sveitarfélagsins. En hver er ástæðan fyrir því að tveir tónlistarskólar eru í ekki stærra byggðarlagi? Til að fá svör við því leitaði blaðið svara hjá Ölmu og Sólveigu Björk Gránz, formanni Tónlistarfélags Gerða- hrepps. Gefum Ölmu fyrst orðið: „Ætla að halda minni hálfu stöðu“ „Ég hef aðeins haft hálfa stöðu hér við Tónlistarskólann í Garði, en það er lítil vinna og lélega borguð. Hér er ég bú- sett. Börnin hér eru alveg sér- staklega dugleg, djörf og mjög músikölsk og taka á öllu með svo miklum krafti sem hefur hrifið mig. Það er ekki ætlun mín að keppa við neinn og síst Tón- listarskólann í Garði og það er enginn kali út í þann skóla og þar mun ég halda minni hálfu stöðu. Skólinn er að vísu bara útibú frá Keílavík. Það sam- band finnst mér allt vera eitt- hvað í lausum reipum og ég skil ekki það samkrull. Né hvers vegna skólinn er ekki sjálfstæður." „Vil ekki vera ólögleg“ -Hafa nemendur sótt mikið til þín? „Mjög margir væntanlegir nemendur hafa leitað til mín úr Sandgerði og Garði og einn eða tveir úr Keflavík. Nem- endur sem ekki hafa komist inn í tónlistarskólana og þessa nemendur vildi ég nú ekki fyrst taka aðaiéren vegna þess að ég vil ekki vera ólögleg eða koma aftan að neinum þá vil ég frekar stofna skóla eða úti- bú sem er þá opinber stofn- un.“ „Ætla ekki að leita til hins opinbera“ -En ert þú ekkert hrœdd við að það sé of mikið að hafa tvo tónlistarskóla í ekki stœrra byggðarlagi? „Þetta er nú einkaskóli og ég ætia mér nú ekki að leita til hins opinbera um neitt. Miðað við aðsóknina þá er annað hvort kvótinn of lítill eða um- ræddir nemendur hafa ekki fengið inngöngu af ókunnum ástæðum. Mér finnst að þessir krakkar eigi fullan rétt á tón- listarnámi þar sem kennsla er niðurgreidd af almenningsfé hins almenna borgara. Því á ekki að velja einn úr frekar en annan. Mér finnst ekki stætt á að gefa mönnum ekki kost á að reyna sig. Ég vil hafa allt löglegt og hef því fengið skipað í skólanefnd, þó enn vanti fulltrúa sveitar- félagsins, en um það hef ég óskað,“ sagði Alma Elísabet Hansen að endingu. „Foreldrar athugi hvert þeir senda börnin sín“ Formaður Tónlistarfélags Gerðahrepps, Sólveig Björk Gránz, hafði þetta um málið að segja: „Skoðun mín er sú að mér finnst furðulegt að kennari í hálfri stöðu við Tónlistarskól- ann í Garði skuli að hausti, er innskriftir eru að hefjast, stofna sinn eigin tónlistar- skóla og kalla hann Tónlistar- skóla í Garði og nágrenni. Vil ég benda fólki í Garðinum á að athuga vel í hvaða skóla það er að senda börnin sín.“ „Allir fengu inngöngu“ „Allt frá því Tónlistarskól- inn í Garði var stofnaður fyrir 10 árum hefur verið góð að- sókn að skólanum og jöfn aukning frá ári til árs, eða þar til á síðasta ári að veruleg fjölg- un varð. Allir nemendur, er létu skrá sig á tilskildum tíma, fengu kennslu, en ekki var hægt að taka inn nemendur á miðjum vetri.“ „Sé enga ástæðu fyrir því að annar skóli sé stofnaður“ „Alis voru 90 nemendur við Tónlistarskólann í Garði í fyrra og það er ekkert sem bendir til þess að Tónlistar- skólinn í Garði nái ekki að sinna öllum þeim íbúum hreppsins sem hafa áhuga á tónlistarnámi nú í vetur. Þess vegna sé ég enga ástæðu til þess að stofnaður sé annar tón- listarskóli í Garði. Tónlistar- skólinn í Garði er rekinn af Tónlistarfélagi Gerðahrepps með styrk frá ríki og sveitar- félagi. Ekki veit ég hvernig hægt er að reka tónlistarskóla án þessara styrkja. Ég tel því að auglýsing Ölmu sé ögrun við skólann okkar, sem alla tíð hefur notið mikils velvilja Garðbúa,“ sagði Sólveig Björk Gránz, formaður Tón- listarfélags Gerðahrepps, að endingu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.