Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1989 UPPLRC5 EFWUT Eina blaðið á Suðurnesjum ORMAT-VIRKJUNIN I SVARTSENGI: Tímamðt í sögu Suðurnesja Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ræsti strompgufuvirkjunina form- lega. Ljósm.: hbb. „Það er óhætt að segja, að sú athöfn sem hér fer fram í dag, marki tímamót í sögu Hitaveitu Suðurnesja og þá um leið byggðarlaganna á Suðurnesjum. Þá er ekki síð- ur hægt að segja að þessi at- höfn sé merkileg í virkjunar- sögu íslendinga, þar sem nú er í fyrsta skipti á Islandi tek- in í notkun svokölluð strompgufuvirkjun.“ Svo komst Omar Jónsson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, að orði við gang- setningu ORMAT-virkjun- arinnar í Svartsengi síðasta föstudag. Þá kom m.a. fram í erindi Omars að hver hinna þriggja ORMAT-hverfla, sem nú hafa verið teknir í notkun, hefur framleiðslugetu upp á 1,24 MW. Þar af fara 1,2 MW út í raforkunetið til notkunar á orkuveitusvæði Hitaveitu Suðurnesja eða samtals 3,6 MW. Þau bætast við þau 8 MW sem fyrir voru, þannig að nú er heild- arframleiðslan tæp 12 MW, en þar af eru tæplega tvö til eigin nota. Annarframleiðsl- an í Svartsengi rúmlega 40% af aflþörf svæðisins í dag, en hún fer sífellt vaxandi. Fegrunarnefnd Miðnes- hrepps hefur úthlutað verð- launum fyrir fegursta garð- inn í sveitarfélaginu 1989. Komu verðlaun þessi í hlut Ásu Arnlaugsdóttur að Tún- götu 9 í Sandgerði. Mjög fjölbreytt úrval blóma og trjátegunda er í garðinum og má finna þar um 200 tegundir, en þar af eru um 40 tegundir af runn- um. Verðlaunagarðurinn í Miðneshreppi 1989 er i eigu Ásu Arnlaugsdóttur og er mjög fjölbreytilegur að sjá. Toguðu niður fánastöng Þrír voru handteknir á Fitjum í Njarðvík um síðustu helgi við skemmdarverk. Höfðu þeir losað snærið af fánastöng og bundið í bíl og þannig togað niður fána- stöng og brotið hana. Jafn- framt rifu þeir niður fána. Vélstjór- ar semja á ný Vélstjórafélag Suðurnesja hefur samið á ný við viðsemj- endur sína varðandi frysti- húsavélstjóra, en fyrri samn- ingur aðila var felldur ein- róma á fundi í félaginu. Hljóðar hinn nýi samning- ur upp á nokkrar orðalags- breytingar frá j)eim samn- ingi sem var felldur. Asa fékk fegurðar- verðlaunin í Sandgerði TRÉ-XINNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700 Stolinn bíll fannst óskemmdur Bifreið var stolið í Kefla- vík á sunnudagskvöldið. Fannst hún skömmu síðar annars staðar í bænum, óskemmd með öllu. Var það ættingi eigandans sem fann bílinn en þá hafði þjófnaður- inn verið kærður til lögregl- unnar. Réttir að hefjast Á sunnudag og mánudag gefst Suðurnesjamönnum kostur á að komast í réttir hér á Suðurnesjum. Réttað verður á tveimur stöðum eins og venjulega, þ.e. í Grinda- vík og inn á Vatnsleysu- strönd. Þeir í Þórkötlustaðarétt við Grindavík rétta næsta sunnudagskvöl en bændur á ströndinni rétta í Vogarétt að morgni næsta mánudags. Sofnaði inni í búðinni Um síðustu helgi álpaðist ölvaður kvenmaður inn í Studeo við Hafnargötu að nóttu til og sofnaði. Hafði rúða áður verið brotin af öðr- um aðila. Ekki voru neinar skemmdir unnar á verslun- inni við þessa heimsókn. MUNDI Má ekki bara afhenda koppa við innganginn?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.