Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 8
8 A matseðli helgarinnar - Villigæs í rjómaberjasósu. - Hreindýrasteik Baden-Baden með ristaðri peru og rifsberjahlaupi. - STEIKAR-BARINN fyrir alla fjölskylduna, sunnudagskvöld. Aðeins kr. 1290 pr. mann. - Þú tekur því rólega á neðri hæðinni ogskellir þér svo upp á efri hæðina í góða stemningu með Skyttunum. Er veisla eða hádegisfundur í vændum? -eða bara afmæli? Hvernig væri að athuga með Glóðina? Við getum tekið að okkur allt frá 10-15 manna hádegisverðar- fundum til 120 manna ættarmóta eða árshátíða. Leitið nánari upplýsinga í síma 11777. NÁMSKEIÐ verður haldið fyrir þær sem hafa áhuga á að gerast málfreyjur. Námskeiðið mun fara fram á tímabilinu 18. til 28. sept. ’89. Skráning og upplýsingar í síma 12872. MÁLFREYJUR Á ÍSLANDI Málfreyjudeildin Varðan mdar- B| grín ■ gagnrýni •^•vangaveltur- umsjón:*emil páll.**| Vill hann ekki Leifs- stöð til Reykjavíkur? Birgir Þorgilsson, ferða- málastjóri, hefur lagt til að Flugráð breyti nafni Kefla- víkurflugvallar í Flugvöli Leifs Eiríkssonar. En hvers vegna? Jú, ástæðan er sú að það fer fyrir brjóstið á hon- um að sagt er að lent verði í Keflavík, þegar komið er til landsins, en með breyting- unni yrði talað um Reykja- vík með lendingu eða flug- taki frá Flugvelli Leifs Ei- ríkssonar. Skildi maðurinn aldrei hafa ferðast erlendis og séð að það stendur yfir- leitt Reykjavík fyrir ísland í erlendum flughöfnum?Ann- ars er vandséð hvernig hægt er að tala um lendingu í Reykjavík, nema Birgir leggi til að Leifsstöð og flugvöllur- inn verði flutt til Reykjavík- ur! Hvað er varnar- liðið að reyna? Nú ætlar varnarliðið að fara að bjóða út rekstur olíu- hafnarinanr í Helguvík. Sjálfsagt er þetta vegna kunnáttuleysis, en eftir að hafa lesið 5. málsgrein í 2. kafla samnings frá 1983 milli Keflavíkurkaupstaðar og utanríkisráðuneytisins, þá hljóta hernaðaryfirvöld að sjá að útboð gengur ekki. Enda stíft ákvæði um að af- greiðsla í höfninni eigi að vera eins og var í Keflavíkur- höfn. Það er kannski sama þarna og með gjaldtökuna af uppskipuninni. Sé svo þarf að gera hernum það skiljan- legt að þeim kemur þetta hreint ekkert við. Skiptilykill og sterkir menn Þó það sé kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða meira um það „kaos“ sem átti sér stað, er tvær bifreiðar lentu út af Reykjanesbraut næst síðasta sunnudag, þá virðist margt sem tengist því óhappi fara fyrir brjóstið á mönnum. Eitt þeirra atriða eru frásagnir ýmissa fjöl- miðla um klippur eða önnur björgunartæki sem notuð voru við að ná fólki út úr annari bifreiðinni. Þeir sem komu á staðinn vita að hvorki klippur né sérútbúin björgunartæki komu þar nærri, heldur einungis sterk- ir lögreglumenn, sjúkra- flutningsmenn, læknar og aðrir er komu þar að. Að vísu notuðu þeir skiptilykil til að ná hurð af hjörum en annað ekki, nema hinn mannlega kraft. Varðstjórabrölt hjá Keflavíkurlögreglunni Fregnir berast nú af því að breytingar séu að taka gildi varðandi stöður varðstjóra og aðstoðarvarðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík. Pálmi Aðalbjörnsson, sem verið hefur í launalausu ársfríi, er að koma inn á ný sem varð- stjóri. Við það færist Gunnar Vilbergsson úr stöðu varð- stjóra 1 stöðu aðstoðarvarð- stjóra og Þórður Kjartans- son hverfur til náms. Hvar voru þingmennirnir?... Þrátt fyrir að föstudagur- inn hafi markað mikil tíma- mót í sögu Suðurnesja- manna, þ.e. þegar Ormat- virkjunin 1 Svartsengi var formlega tekin í notkun, fór Yikurfréttir 14. sept. 1989 lítið fyrir þingmönnum þessa svæðis. Aðeins tveir mættu á staðinn, Jóhann Einvarðs- son og Hreggviður Jónsson. Hvar hinir voru vita Molar ekki, en sjálfsagt hafa þeir verið uppteknir, við skulum a.m.k. vona að svo hafi ver- ið. Aðeins bárust þó fréttir í þá veru frá tveimur þeirra, þeir Karli Steinari og Geir Gunnarssyni. ...eða sveitar- stjórnamenn? Mæting sveitarstjórna- manna af Suðurnesjum var lítið betri. Best var hún frá Grindavík enda stutt að fara, en þó var þar ekki um 100% mætingu að ræða. Einnig nokkuð góð úr Njarðvík, en þó vantaði þar þrjá menn. U r Keflavík mætti íhaldið ekki og Jón Oli var eini kratinn. Frá Sandgerði var það aðeins oddvitinn og sveitarstjórinn sem mættu. Ur Vogum aðeins stjórnarformaður HS, sem er oddviti staðarins, ásamt sveitarstjóranum. Ur Höfnum mættu aðeins stjórnarmaðurinn í HS og varamaður hans. Frá Garði mætti sveitarstjóri og tveir kjörnir fulltrúar, aðrir ekku Hafi heimamenn ekki meiri áhuga fyrir slíku stórmáli er vart hægt að krefjast mæt- ingar þingmanna, eða hvað? Jón Dr. Borgarsson Það væri mun meira gam- an að lifa hér í þessu landi ef allir tækju jafn létt nafngift sem gárungarnir hafa gefið Jóni Borgarssyni í Höfnum og hann sjálfur. Vegna frá- sagnar af björgun ankeris á dögunum og síðan yfirlýs- ingar hans, sem hann nefndi Drekayfirlýsingu, hefur hann nú fengið viðurnefnið Jón Dreki Borgarsson og hefur sjálfur gaman af. Félagsmál Hér er hópurinn að leggja land undir fót frá Leifsstöð fyrir tæpuni hálfum mánuði.Ljósm.: Hpé/Grindav. Þroskaheftir f Þýskalandi Þrettán manna hópur á vegum Þroskahjálpar á Suð- urnesjum hefur undanfarinn hálfan mánuð dvalið í sum- arbúðum í Þýskalandi. Er hópurinn væntanlegur heim á morgun, föstudag. Af þessum 13 eru 8 full- orðnir fylgdarmenn. Nánar verður greint frá för þessari síðar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.