Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 1
). árgangur ______________________________________________________________________________Fimmtudagur 14. septemaer iubu Innbrotsþjófur gómaður Lögreglan gómaði um helgina innbrotsþjóf við iðju sína í útibúi Kaupfélags Suð- urnesja í Garði. Gerðist at- burðurinn aðfaranótt laug- ardagsins. Urðu menn varir við mannaferðir við kaupfélagið og létu lögregluna og versl- unarstjórann vita. Komu að- ilar jafnt að útibúinu og opn- aði verslunarstjórinn fýrir lögreglunni. Þar inni var þá innbrotsþjófur að setja á sig þýfi úr búðinni. Misfella á gangstétt olli handleggs- brotum Kona sem var að ganga eftir gangstétt við Tjarnar- götu í Keflavík, við inn- keyrsluna að porti Nonna & Bubba, síðasta fimmtudag, varð fyrir því óhappi að hnjóta um misfellu á stétt- inni. Við það brotnaði hún á báðum handleggjum. Tveir á 150 km hraða A mánudag í síðustu viku stöðvaði lögreglan í Grinda- vík ökumann bifhjóls fyrir að aka á 153 km hraða á Reykjanesbraut, við Grinda- víkurveg. Síðdegis á sunnu- dag stóð síðan lögreglan í Keflavík ökumann að því að aka á 148 km hraða á sömu braut. Voru báðir ökumennirnir sviptir ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. BERJATÍNSLA Á BERGI. Myndina tók Auður Jónatansdóttir fvrir norrænu ljósmyndasamkeppnina. Fleiri myndir eru í mið- opnu blaðsins í dag. Hættulegt athæfi við bensínstöð Hættulegt athæfí átti sér stað á plani bensínstöðvar- innar í Garði síðasta fimmtu- dagskvöld. Kveiktu ung- menni þar mikið bál á plan- inu og óku síðan á bifhjólum (motorcross) í gegnum bálið. Vegna anna hjá lögregl- unni í Keflavík gat hún ekki brugðist nógu fljótt við, en engu að síður var einn dreng- ur handtekinn en sleppt með alvarlega áminningu. Það sem gerði þetta saklausa bál svona hættulegt var stað- setningin við bensínstöðina. Tókst lögreglunni að slökkva mesta bálið áður en slökkviliðið kom á vettvang Heilbrigðisnefnd endurskoðar gestafjölda pöbbanna: Eitt klósett fyrir 65 bjórgesti Heilbrigðisnefnd Suður- nesja hefur samþykkt endur- skoðaðar reglur um hámarks gestafjölda á þeim veitinga- stöðum er selja bjór. Miðast reglur þessar við að þar sem aðeins er eitt salerni fyrir hvort kyn megi gestafjöldi aldrei fara yfir töluna 65. Gildir þetta um Vitann, Sand- gerði, og Hafurbjörninn, Grindavík, að sögn Magnús- ar Guðjónssonar heilbrigðis- fulltrúa. Áður hefur sama skilyrði verið sett fram varð- andi Píanóbarinn. Munu reglur þessar gilda þar til nýjar reglur koma á næsta ári fyrir landið allt, en að sögn Magnúsar er talið að þær verði enn strangari eða miðaðar við 50 manns. Mun viðkomandi veitingastöðum verða gefinn einhver aðlög- unartími að þessum nýju reglum. Lokar Fiskmarkaður Suðurnesja um áramöt? Þó í dag sé haldið upp á það á all mikla óvissu varðandi fiskmarkaði hér á landi. einhverjaframtíðfyrirsér. ef móðsson, stjórnarformann að liðin eru tvö ár frá upphafí framtíð fyrirtækisins. Er það En hvernig skildi hafa lögin ná fram að ganga? Öll FMS, á síðu 6 í blaðinu í fiskuppboða hjá Fiskmarkaði fyrst og fremst vegna þess að gengið að reka Fiskmarkað þessi mál eru tekin fyrir í ít- dag. 1 Suðurnesja, horfa menn fram um áramót renna út lögin um Suðurnesja og á sá staður arlegu viðtali við Loga Þor-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.