Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 14.09.1989, Blaðsíða 15
Sjávarútvegur 15 Yíkurfréttir 14. sept. 1989 Njarðvík: Kvótalaus til geymslu Nú á annan mánuð hefur Eskifjarðarbáturinn Núpur ÞH 3 legið hundinn við bryggju í Njarðvík án þess að nokkuð væri unnið við hann. Ástæðan er sú að búið er að veiða upp í afiakvóta bátsins og því ekjkert íyrir hann að gera. Er með öllu óvist um framtíð bátsins, þar sem hann hefur verið seldur upp í nýsmíði á Akureyri og mun kvótinn færast yfir á það skip. Núpur ÞH 3 í Njarðvíkurhöfn. Ljósm.: epj. Fiskmarkaður Suðurnesja: Toppsala hjá Skarfi GK Grindavíkurbáturinn Skarf- ur GK gerði góða sölu á Fisk- markaði Suðurnesja í síðustu viku. Seld voru 73 tonn úr skipinu fyrir um 4,9 milljónir króna. Megin uppistaðan í afian- um var þorskur og fékkst að meðaltali 67 krónur fyrir kílóið af honum. Þá fengust 105 krónur fyrir kílóið af ýsu. Meðalverð alls afians sem boðinn var upp reyndist vera 67,20 krónur á kílóið. Há- setahlutur úr þessari veiði- ferð, sem tók átta daga, er 90 þúsund krónur. Er þetta stærsta sala af einum báti frá því markaðurinn tók til starfa. Harpa II. til ðlafsvíkur Fyrirtækið Gullvík í Grindavík hefur selt annan báta sinna, Hörpu II, til Ól- afsvíkur. Báturinn er 36 tonna eikarbátur sem áður var gerður út frá Grindavík undir nafninu Faxavík GK 727. Uppboðið á Farsæl GK Grindvíkingarnir, sem standa að útgerð Farsæls G K 162, hafa haft samband við blaðið vegna frásagnar um uppboð til slita á sameign. Telja þeir að umrætt uppboð sé ekki til komið vegna þess að menn hafi ekki verið sam- mála um verð bátsins, heldur hafi þetta verið eina leiðin sem hægt var að fara. Leið- réttist þetta hér með. Raðauglýsingar Tónlistarskólinn í Keflavík SKÓLASETNING fer fram á sal skólans föstudaginn 15. sept. kl. 17. Aríðandi er að allir nemendur mæti og taki með sér stundaskrár. Kennsla hefst mánudaginn 18. sept. P.S. Enn er hægt að bæta við nemendum á einstaka hljóðfæri og í söng. Síðustu forvöð til að sækja um skólavist eru að morgni föstudagsins 15. sept. frá kl. 10 til 12. Skólastjóri Athugið breytt símanúmer! Símanúmerinu á barnaheimilinu Tjarnarseli hefur verið breytt oe er nú 14204. Forstöðumaður Gæsluvellir Keflavíkurbæjar Gæsluvellir Keflavíkurbæjar við Miðtún og Heiðarból verða opnir á tímabilinu 15. sept. til 1. maí frá kl. 13-16 alla virka daga nema laugardaga. Baugholts- og Asabrautarvellir verða lok- aðir frá 30. september. Félagsmálastjóri GK 4444 Þetta sérstaka skráningarnúmer má sjá á skipi einu í Sandgerðis- flotanum, Jóni Gunnlaugs. Við síðustu málningarklössun hefur GK-skráningarnúmerið á bakborðshlið skipsins verið fært til, en málningin síðan flagnað af eldra númerinu með þeim afleiðingum að nú er skipið GK 4444. Á innfelldu myndinni sést betur hvað um er rætt og þar sést einnig að fimmti tölustafurinn er að koma í Ijós. Ljósm.: hbb Atvinna ATVINNA Stúlka óskast til iðnaðarstarfa. Vinnutími 8-17. Umsóknir leggist inn áskrifstofu Vík- urfrétta sem fyrst, merkt „A“. Beitningamenn óskast Óskum eftir að ráða menn í beitningu. Upp- lýsingar í síma 13450. STAFNES HF. Brekkustíg 22. Njarðvík. Skrifstofustarf Starfsmaður óskast til almennra skrifstofu- starfa eftir hádegi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. ^Kaupféfag. Su&urneáj. a ATVINNA Starfsfólk óskast í Pulsuvagninn. Vakta- vinna. Einnig vantar starfskraft í Kjötbúrið fyrir hádegi. Upplýsingar gefur Vilberg í Pulsuvagnin- ^PULSUVflGNINNp

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.