Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 10

Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 SAGA HALLGRÍMS- KIRKJU Frásögn af samstöðu og stórhug í litríkri byggingarsögu Hallgrímskirkju, þróttmiklu safnaðarstarfi og einstöku listalífi. ÚTGEFANDI: HALLGRÍMSKIRKJA Í REYKJAVÍK DREIFING: HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ójöfn staða kynjanna birt-ist Kolbrúnu S. Ingólfs-dóttur gleggst þegar húnfór út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf á sjöunda áratugn- um. Henni virtist sími á skrifborði karlkyns samstarfsfélaga duga þeim til að fá hærri laun en konurnar. Hún hefur alltaf verið mikil jafnréttis- manneskja og segir menntun lykil- atriði til að bæta stöðu kvenna. Sjálf hóf hún háskólanám eftir nokkurra ára starf sem bankamaður, einkarit- ari og heimavinnandi húsmóðir, nam lífeindafræði við Háskóla Íslands og starfaði sem slík í mörg ár áður en hún á sextugsaldri lærði sagnfræði við sama skóla og útskrifaðist 2002. Síðan hefur Kolbrún helgað sig ritstörfum. Viðfangsefnið er konur. Merkiskonur sögunnar. Eins og er reyndar titill fyrri bókar hennar, sem kom út 2009, og fjallar um 33 konur í veraldar- og Íslandssögunni sem all- ar fæddust fyrir 1870 og settu mark á samtíð sína með einum eða öðrum hætti; lögðu hvort tveggja grunn að breytingum og gerðu breytingar og/ eða náðu völdum. Kleópatra, drottn- ing Egyptalands, Elísabet I., sem lagði grunninn að heimsveldi Breta, og Yehonala keisaraynja, ein valda- mesta konan í Kína fyrr og síðar, koma þar m.a. við sögu. Margar merkiskonur Í ár þegar eitt hundrað ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt hefur Kolbrún sent frá sér sína aðra bók, Þær ruddu braut- ina – Kvenréttindakonur fyrri tíma. „Tími kvenréttindabaráttunnar hófst í rauninni ekki fyrr en eftir miðja nítjándu öld. Kvenréttindakonur sem þá komu fram á sjónarsviðið voru sannarlega merkiskonur, en þær voru svo margar og víða um lönd að mér fannst erfitt að velja eina eða tvær til að fjalla um í fyrri bókinni og ákvað því að skrifa um þær síðar. Þannig að þessi bók er óbeint fram- hald – um konurnar sem ég setti til hliðar ef svo má segja.“ Og þær voru býsna margar; 133 kvenskörungar frá Norðurlöndum, ýmsum öðrum Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Breska heimsveld- inu og Suður-Ameríku. Bókinni er skipt í kafla eftir löndum og fer Kol- brún nokkrum orðum um baráttu kvenna fyrir kosningarétti í hverju landi fyrir sig áður en hún rekur lífs- hlaup kvennanna. Aukinheldur skrif- ar hún formála, inngang og tekur í lokin saman helstu atriði í sögu kvennabaráttunnar. Við heimildaöflun sem og ritun bókarinnar segir Kolbrún ekki ýkja margt hafi komið sér á óvart, enda hafi hún í áranna rás lesið sér mikið til um kvenréttindabaráttuna í heim- inum. „Konurnar mættu alls staðar skilningsleysi og þeim reyndist gríð- arlega erfitt að ná fram sjálfsögðum mannréttindum. Þær voru niður- lægðar, sagðar engan skilning hafa á stjórnmálum því heilar þeirra gætu ekki meðtekið umræðuna, brölt þeirra á þeim vettvangi eyðilegði heimilislífið og spillti fyrir barn- eignum. Karlar höfðu töglin og hagldirnar á þjóðþingunum og börð- ust gegn því að fá þær í sínar raðir. Menntakerfið var konunum að sama skapi mótdrægt, viðhorfið var að konur ættu ekki að mennta sig. Þær áttu að vera húsmæður án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni að lesa. Ástandið var svip- að í öllum löndum. Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar að farið var að kenna heimilishagfræði í háskólum og þar voru Bandaríkin í farar- broddi.“ Kvennafrídagurinn í Hamborg Kolbrún var heimavinnandi hús- móðir og bjó í Hamborg á árunum 1970 til 1977 ásamt eiginmanni og þremur, ungum sonum. Hún fylgdist því með jafnréttisbaráttunni hérna heima úr fjarlægð. „Ég varð ekki mikið vör við slíka baráttu í Þýska- landi. Þar mátti til dæmis ekki tala um laun, þau voru leyndarmál. Ann- ars voru þetta miklir umbrotatímar, Þjóðverjar voru uppteknir af hryðju- verkum Baader Meinhof-samtak- anna og virtust lítið vera að pæla í kvenréttindum. Íslensku konurnar sem voru í fararbroddi baráttunnar voru hörkuduglegar,“ segir Kolbrún og bætir við að hún hafi þó tekið þátt í kvennafrídeginum 1973. „Ég hélt hann bara heima hjá mér, gerði ekki neitt og lét manninn sjá um allt.“ Bók Kolbrúnar fjallar um kven- réttindakonur sem stóðu í baráttunni á síðari hluta 19. aldar og fram að heimsstyrjöldinni síðari; konur sem ruddu brautina fyrir konur um allan heim, sem þó hafa ekki ennþá, að hennar mati, náð fullum réttindum á við karla. Nútímabaráttuaðferðir eins og druslugöngur og #freethe- nipple finnst henni góðra gjalda verð- ar. „Mér finnst gott að fólk sýni sam- stöðu þótt það velji óhefðbundnar leiðir. Það þarf að vekja athygli á að staða kvenna er bara alls ekki nógu góð og ætti að vera mun betri. Launamisréttið er sláandi, þótt sam- kvæmt lögum eigi konur og karlar að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu. En Hélt upp á kvenna- frídaginn heima Barátta kvenna fyrir kosningarétti var bæði löng og ströng og margir karlar töldu að konur gætu ekki skilið stjórnmál því heilar þeirra gætu ekki meðtekið umræðuna, segir Kolbrún S. Ingólfsdóttir m.a. í nýútkominni bók sinni, Þær ruddu brautina – Kvenréttindakonur fyrri tíma. Söguhetjurnar eru 133 konur frá ýmsum löndum sem uppi voru kringum aldamótin 1900 og sýndu þeim og heiminum fram á annað. Morgunblaðið/Styrmir Kári Merkiskonur Kolbrún S. Ingólfsdóttir fjallar um merkiskonur sögunnar. Ljósmynd/Wikipedia/Bain Collection Bandaríkin 20 þúsund súffragettur í kröfugöngu í New York árið 1918. Í kvöld kl. 19 til 20 er börnum boðið að hlusta á skemmtilega sögu fyrir svefninn í Sólheimasafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur. Þau eru hvött til að mæta í uppáhaldsnáttfötunum sínum og taka með sér eftirlætis- bangsann sinn. Það verður kósí stemning í safninu í kvöld og nota- legt að hverfa síðan inn í drauma- landið í notalegu rúmi heima. Sólheimasafn Sögustund fyrir svefninn Morgunblaðið/Heiddi Ró Gott að hlusta á góða sögu. Sunnlenska bókakaffið við Austurveg á Selfossi hefur verið öflugt við að bjóða upp á ánægjuleg kvöld þar sem höfundar koma og lesa upp úr nýút- komnum bókum sínum. Í kvöld verður það glæpadrottningin Yrsa sem mæt- ir á svæðið og einnig koma ljóðskáld, hrekkjalómur af Alþingi, lífs- og sálarspekúlantinn Gunnlaugur og sagnaskáldið Bragi Ólafsson. Húsið verður opnað klukkan átta og upplestur sem tekur um klukku- stund hefst klukkan hálfníu. Á eftir gefst tækifæri til skrafs og áritana á bækur höfunda sem seldar eru á til- boðsverði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Höfundarnir sem ætla að koma og lesa upp fyrir gesti eru þessir: Ásmundur Friðriksson les upp úr bókinni Hrekkjalómafélagið, Bragi Ólafsson les upp úr bók sinni Sögumaður, Einar Ólafsson les upp úr bókinni Í heiminum heima, Einar Svansson les úr Elddropum, Gunn- laugur B. Ólafsson les upp úr Lífið í blóma, Heiðrún & Hrafnhildur lesa upp úr Ég erfði dimman skóg, Óskar Árni Óskarsson les upp úr bók sinni Fjörutíu ný og gömul ráð & Blýengill- inn, og Yrsa Sigurðardóttir les upp úr nýjustu glæpasögunni sinni Sogið. Glæpadrottningin Yrsa mætir Ljóð, hrekkir og glæpir Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Jólafriður er yfirskrift jólatónleika Karlakórs Akureyrar - Geysis sem hefjast kl. 20 í kvöld í Akureyrar- kirkju. Ásamt því að flytja þekkt jólalög úr ýmsum áttum verða á efn- isskrá tónleikanna lög sem boða frið og samstöðu. Jólatónleikar eru fastur liður í starfi karlakórsins og þetta er þriðja árið í röð sem hann velur Akureyrar- kirkju til tónleikahalds á aðventunni. Ætíð hefur myndast sérlega hátíð- leg og skemmtileg stemning og kirkjan verið full af fólki. Stjórnandi Karlakórs Akureyrar - Geysis er Hjörleifur Örn Jónsson og meðleikari Risto Laur. Á tónleik- unum koma fram KAG-kvartettinn og einsöngvararnir Jónas Þór Jón- asson, Arnar Árnason og Magnús Hilmar Felixson. Saman vilja kór- félagar skapa friðsæla aðventu- og jólastemningu og leyfa sem flestum að njóta. Karlakór Akureyrar - Geysir í Akureyrarkirkju Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tónleikar Karlakórinn skapar friðsæla aðventustemningu á tónleikunum. Lög sem boða frið og samstöðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.