Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Á síðustu árum hefur stuðningur
ríkisins verið að eigngerast og nýtist
ekki til fulls sem stuðningur við nú-
verandi landbún-
aðarframleiðslu
og hefur verið
Þrándur í Götu
nýliðunar og kyn-
slóðaskipta. Þess
vegna er það
sameiginlegt
markmið að
skoða hvernig við
getum nýtt næsta
búvörusamning
til að komast út
úr þessu kerfi,“ segir Sigurður Ingi
Jóhannsson landbúnaðarráðherra
um stöðuna í viðræðum um nýjan
búvörusamning ríkis og bænda.
Samtök bænda kynntu á dögunum
sameiginlegar hugmyndir samn-
inganefnda ríkisins og bænda um
meginefni nýrra búvörusamninga. Í
kjölfarið hafa orðið verulegar um-
ræður um samningsgrundvöllinn.
Gagnrýni hefur helst beinst að því
að leggja á niður núverandi kvóta-
kerfi, hætta svonefndum bein-
greiðslum út á greiðslumark og
beina stuðningi ríkisins í greiðslur út
á fjölda gripa og framleiðslu. Sumir
bændur óttast að það leiði til auk-
innar framleiðslu með tilheyrandi of-
framleiðslu og verðfalli á afurðunum
í kjölfarið.
Vilja nýta markaði
Sigurður vill komast hjá koll-
steypum vegna kerfisbreytingar.
Eðlilegt sé að gefa þeim sem nú eru í
kerfinu aðlögunartíma, til að komast
út eða halda áfram framleiðslu. Það
sé ekki lítið verkefni en samn-
inganefnirnar séu að fást við það.
Komið hefur fram að erfiðleikar
eru á helstu mörkuðum fyrir íslensk-
ar búvörur, bæði kjöt og mjólk, og
því lítið svigrúm til framleiðsluaukn-
ingar eins og er. „Í nokkurn tíma
hafa menn viðurkennt að framtíð ís-
lenskrar kindakjötsframleiðslu
byggist á útflutningi. Hann hefur
numið um 30% af framleiðslunni.
Um nokkurra ára skeið hafa menn
líka haldið því fram að tækifæri séu
fólgin í því að framleiða meira af
mjólk en þarf innanlands og flytja
það út,“ segir ráðherra.
Heimsmarkaðsverð mjólkur sé
vissulegt lágt vegna ástandsins í
Evrópu. Miklar sveiflur á mark-
aðnum. „En ef þróunin er skoðuð
og framtíðarhorfur þá hefur eftir-
spurn farið vaxandi og matarverð
hækkandi. Það heldur áfram.“
Hann segir að tækifæri hafi verið
til að flytja út skyr til Evrópu og
smjör til Bandaríkjanna á jafnháu
eða jafnvel hærra verði en hér fæst.
Það hafi ekki breyst. „Mér vitan-
lega hafa bændur ekki skipt um
skoðun á því að vilja framleiða
meira en það sem þarf innanlands.
Stefna ríkisstjórnarinnar er að efla
búvöruframleiðsluna,“ segir Sig-
urður Ingi.
Lifandi samningur
Spurður um tækifæri til að hamla
gegn offramleiðslu ef framleiðsla
eykst án þess að góðir markaðir finn-
ist segir Sigurður að verið sé að fara
yfir hvernig megi tryggja það. Hann
lætur þess getið að samningurinn sé
langur og breytingin gerist því á
nokkuð löngum tíma. Hann verði
hægt að opna til endurskoðunar
tvisvar á samningstímabilinu. „Við
getum ekki spáð með neinni vissu
fyrir um verð á heimsmarkaði eða
framleiðslu íslenskra bænda næstu
fimm til átta árin. Svarið er að hafa
samninginn lifandi,“ segir ráðherra.
Sigurður Ingi segir að samn-
inganefnd bænda sé nú að fara yfir
málin sín megin, eftir kynning-
arfundi og umræður meðal bænda.
Samninganefnd ríkisins sé reiðubúin
að taka upp þráðinn í viðræðunum
þegar þeirri yfirferð lýkur og ljúka
samningum.
Tekið verði upp nýtt
kerfi án kollsteypu
Landbúnaðarráðherra segir að stuðningur ríkisins hafi
verið að eigngerast og nýtist framleiðslunni ekki til fulls
Morgunblaðið/Kristinn
Í fjósi Landbúnaðarráðherra telur að matvæli muni í framtíðinni hækka í verði á heimsmarkaði. Ef nýtt bú-
vörukerfi stuðli að offramleiðslu verði hægt að grípa til aðgerða við endurskoðun samninga.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Sívinsælar og nytsamlegar jólagjafir í aldarfjórðung
framleiðir
einnig úrvals
raftæki
25
ÁR
HJÁ
Lágmúla 8
sími 530 2800
ormsson.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Rætt hefur verið um að þetta verði
búvörusamningur fyrir bændur
framtíðarinnar. Mér finnst ýmislegt
benda til að það sé réttnefni,“ segir
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sól-
heimahjáleigu í
Mýrdal og for-
maður Samtaka
ungra bænda, um
samningsdrög
nýrra búvöru-
samninga sem
samninganefnd
bænda kynnti á
dögunum á opn-
um bændafund-
um.
Einar Freyr
tekur fram að stjórn ungra bænda
hafi ekki ályktað um efni samning-
anna enda vanti enn allar tölur um
stuðning ríkisins. Hann tekur einnig
fram að skiptar skoðanir kunni að
vera hjá ungum bændum, eftir því
hvort þeir hafi keypt greiðslumark
eða ekki.
„Það er verið að afnema kvótann.
Sú hindrun verður þá ekki lengur
fyrir ungt fólks sem vill koma inn í
greinina. Það lækkar stofnkostnað
þeirra sem eru að byrja. Eins eru
að koma inn í samningana fjárfest-
ingarstyrkir sem nýtast vel þegar
ungur bóndi tekur við og þarf að
gera breytingar á húsum, stækka
fjós eða fjárhús,“ segir Einar
Freyr.
Stuðlar að nýliðun
„Svo er líka í röðum ungra
bænda fólk sem komið er út í bú-
skap og hefur keypt sér kvóta.
Breytingin horfir ekki eins vel við
því. Þá eru margir af grundvall-
arástæðum hræddir við að taka
framleiðslustýringuna af. Það hugn-
ast ekki öllum að hafa algerlega
markaðsdrifið kerfi. Við eigum eftir
að sjá hvaða tölur verða í þessu.
Við hjá Samtökum ungra bænda
höfum sagt að hver króna sem fer í
nýliðun skili sér til baka í aukinni
framleiðni. Það gerist alla jafna
þegar nýtt fólk tekur við, að það
tekur til í rekstrinum, breytir og
hagræðir. Það þarf að bæta fram-
leiðnina og ég hef mikið litið til
þess í mínum rekstri.“
Einar Freyr er að taka við sauð-
fjárbúskap í Sólheimahjáleigu af
móður sinni, Elínu Einarsdóttur.
Hefur verið að fjölga gripum. „Ég á
ekki greiðslumarkið og mun ekki
þurfa að kaupa ærgildin sem eru á
okkar búi. Kemst beint inn í kerfið.
Ég veit að margir eru óánægðir
með þá tilfærslu sem verður. Það
eru býsna margir sem ekki eru með
ærgildi en stuðningurinn mun dreif-
ast jafnt á alla framleiðslu, hvort
sem bændurnir eiga ærgildi eða
ekki,“ segir Einar.
Hann segir eðlilegt að menn séu
hræddir við offramleiðslu og verð-
fall afurða ef framleiðslan eykst en
markaðir erlendis lagast ekki. „Ef
það gerist verðum við að spila eftir
sömu leikreglum og önnur fyrir-
tæki. Fara varlega í aukningu
framleiðslunnar og halda skuldsetn-
ingu í lágmarki,“ segir Einar
Freyr.
Ungt fólk getur
komist beint
inn í kerfið
Formaður Samtaka ungra bænda segir
að afnám kvótans lækki stofnkostnað
Morgunblaðið/Eggert
Réttir Nýtt kerfi gerir ungu fólki
auðveldara að hefja búskap.
Einar Freyr
Elínarson
Búvörusamningar
» Samninganefndir ríkisins og
bænda hafa verið í viðræðum
um nýja búvörusamninga.
» Meginbreytingin verður,
samkvæmt drögum, að
greiðslumarkið, grundvöllur
kvótakerfisins, verður lagt af.
» Stuðningur ríkisins færist úr
beingreiðslum í greiðslur út á
framleiðslu afurða og fjölda
gripa.