Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
✝ GuðmundaKristbjörg Þor-
geirsdóttir fæddist
11. september
1929. Hún andaðist
á Landspítalanum
4. desember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru þau
Þorgeir Magn-
ússon, útvegsbóndi
á Lambastöðum í
Garði, f. 17. nóv-
ember 1875, d. 9. september
1956, og Helga Jónína Þor-
steinsdóttir, f. 21. nóvember
1891, d. 9. desember 1957. Þeim
hjónum varð 12 barna auðið og
var Guðmunda Kristbjörg þriðja
yngst í aldursröðinni. Systkinin
eru: Helga Steinunn, f. 27. mars
1911, d. 5. september 1975, Þor-
steinn, f. 4. desember 1913, d. 6.
mars 2001, Magnea Rannveig, f.
10. nóvember 1916, d. 22. febr-
úar 2010, Guðrún, f. 28. júní
1918, d. 15. janúar 1997, Guð-
mundur, f. 3. mars 1921, d. 6.
febrúar 2008, Símon, f. 3. mars
1922, d. 22. apríl 1983, Gróa Sig-
Guðbjörg, f. 1967, maki Bjarni
Brynjólfsson, f. 1966. Börn
þeirra eru: Brynjólfur, f. 1992,
Berglind Lára, f. 1994, og Gunn-
ar Stefán, f. 2003. Barnbörn
Guðmundu er 10 og barna-
barnabörnin eru sex.
Þau fluttu í eigið húsnæði að
Hlíðargerði 23 sem þau byggðu
með þeim hætti sem tíðkaðist á
þeim tíma eða með hjálp vina og
vandamanna. Í Hlíðargerðinu
fæddust Grétar yngri, Oddur og
Guðbjörg.
Störf Mundu utan heimilis
voru verslunarstörf og barna-
gæsla. Hún var ötul í sjálfboða-
liðastarfi, má þar nefna störf við
Bústaðakirkju og í Reykja-
víkurdeild Rauða krossins. Eftir
lát Eiríks bjó Munda í Hlíð-
argerðinu í nokkur ár en fluttist
þá innan hverfis eða í Hæðar-
garð 29. Þegar meira fór að
bera á veikindum hennar fluttist
hún á Hjúkrunarheimilið Eir
þar sem hún bjó til dauðadags.
Útför Guðmundu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 10. des-
ember 2015, klukkan 11.
ríður, f. 13. sept-
ember 1923, d. 14.
júlí 2004, Þorgeir,
f. 6. janúar 1925, d.
30. mars 1970,
Rannveig, f. 9. maí
1926, Guðmunda
Kristbjörg, f. 11.
september 1929,
sem hér er minnst,
d. 4. desember
2015, Valgerður, f.
20. janúar 1931, og
Einar, f. 14. desember 1934, d. 6.
apríl 1986.
Maki Eiríkur Oddsson, f. 10.
desember 1926, d. 28. maí 1999.
Börn Guðmundu og Eiríks
voru fjögur: 1) Grétar eldri, f.
24. apríl 1949, d. 15. ágúst 1949.
2) Grétar (yngri), f. 1. desember
1955, maki Elín Hilmarsdóttir, f.
1957. Börn þeirra eru: Sif, f.
1982, Hlynur, f. 1985, Hjálmar,
f. 1987 og Gunnhildur Hjördís, f.
1993. 3) Oddur, f. 21. febrúar
1957, maki Alda Steingríms-
dóttir f. 1961. Börn þeirra eru:
Eiríkur, f. 1985, Freysteinn, f.
1987, og Benedikt, f. 1990. 4)
Þegar við systkinin hugsum til
baka þá koma upp í hugann
margar minningar. Mamma var
að mestu heimavinnandi þann
tíma sem við vorum að alast upp í
Hlíðargerðinu. Fjöldi barna var í
hverfinu á þessum tíma og mikið
líf og fjör allan ársins hring.
Stutt var í vini, náttúru, dýr, hey-
skap og brekkur þar sem mátti
renna sér í snjónum. Háaloftið
var sérheimur út af fyrir sig með
öllum sínum leyndarmálum og
kjallarinn var ekki síður
skemmtilegur vettvangur til
leikja fyrir okkur.
Hún gaf okkur mikla ást og
hlýju og hvatti okkur áfram með
jákvæðri en ákveðinni fram-
komu. Ekkert vantaði upp á
hjálpsemina hjá henni. Hún var
mikil handavinnukona og eftir
hana liggja margir fallegir hlutir
sem hún vann af natni. Það mikla
nákvæmni lagði hún í hlutina að
pabbi kallaði hana oft „Mundu
millimetra“.
Mikið var um heimsóknir í
Hlíðargerðið. Fjölskyldan,
Labbakútarnir, saumaklúbbur-
inn, aðrir vinir og nágrannar sem
litu inn. Alltaf var kaffi á könn-
unni og kátt í höllinni. Meðlæti
skorti aldrei og er það minning
okkar systkina að það var eilíft
verið að bera í okkur mat.
Lífið var í föstum skorðum hjá
mömmu. Fastir liðir eins og
venjulega, s.s. kartöfluupptaka
úti í Garði, sláturgerð með
Gunnu og Möggu, kleinur steikt-
ar í balavís, jólakökubakstur með
Diddu, þrif fyrir jólin þar sem
staðið var uppi á borðum og öll
skúmaskot og loft þrifin. Allt
skyldi vera hreint fyrir jólin og
átti hver hlutur sinn stað ár eftir
ár. Hátíðir voru einnig í föstum
skorðum hjá henni. Það sama
með skötuna, hangikjötið og
kirkjan á aðfangadag kl. 18:00.
Steikin á sunnudögum í hádeginu
með sultu og brúnuðum kart-
öflum var ógleymanleg.
Þegar barnabörnin fóru að
koma fylgdist hún vel með upp-
vexti þeirra og hafði gaman af því
að fá þau í heimsókn. Þau fengu
oft að gista í afa og ömmu „holu“
og leið þeim vel þar. Það sama
má segja um börnin sem hún
passaði en lengst voru hjá henni
þau Pálmar og Sísí. Pálmar hefur
alla tíð sinnt mömmu og pabba
vel og hann hefur ætíð verið tek-
inn sem hluti af fjölskyldunni.
Mörg af barnabörnunum passaði
hún reglulega og eru börn Grét-
ars ævarandi þakklát fyrir allar
stundirnar með ömmu Mundu
uppi í Mosfellsbæ, þegar mamma
vann þar við að gæta þeirra.
Brynjólfur fékk einnig að vera
löngum stundum hjá þeim sem
verður seint þakkað.
Mamma var kát og stutt var í
hláturinn hjá henni. Hún var trú-
rækin, vinmörg og reyndist sín-
um vel.
Elsku hjartans mamma okkar.
Nú ert þú loksins komin á þann
stað sem þú þráðir svo heitt að
komast til. Mikið hefur verið
yndislegt að fá að njóta þín öll
þessi ár. Það er sama hvar komið
er niður, alltaf færð þú sömu um-
sögnina: Góð, jákvæð kona sem
er svo þakklát fyrir allt sem gert
er fyrir hana. Við getum með
sanni sagt það sama við þig.
Hjartans þakkir fyrir okkur. Þú
varst okkar stoð og stytta í gegn-
um lífið. Ómetanleg móðir sem
við erum stolt af. Megi minning
um góða konu lifa um ókomna
framtíð. Megi englar Guðs vaka
yfir þér, pabba og Grétari eldri.
Blessuð sé minning þín. Megir þú
hvíla í friði.
Grétar, Oddur og Guðbjörg.
Í dag kveð ég Guðmundu K.
Þorgeirsdóttur, tengdamóður
mína, eða Mundu, eins og hún
var kölluð. Hún var ákaflega
vönduð kona og bar hag fjöl-
skyldunnar fyrir brjósti. Hún var
mjög hjálpsöm og mátti ekkert
aumt sjá og alltaf tilbúin að
leggja fram hjálparhönd og naut
þess að hjálpa öðrum en sjálf var
hún hógvær og vildi ekki láta
hafa mikið fyrir sér. Það átti vel
við hana að vinna sem sjálfboða-
liði Rauða krossins sem hún
gerði í mörg ár.
Munda var jákvæð og bros-
mild og lagði hún sig fram um að
gera gott úr öllu. Hún var mjög
barngóð og nutu barnabörnin
þess að vera hjá henni og afa Ei-
ríki í húsinu þeirra í Hlíðargerði
23, enda skemmtilegt hús með
háalofti sem geymdi alls kyns dót
sem börnum fannst gaman að
skoða og búa til sinn töfraheim á
loftinu.
Hún naut sín við afgreiðslu-
þjónustu í versluninni Búbest í
Grímsbæ.
Hún var mjög nákvæm og bar
snyrtilegt heimili hennar vitni
um það, þar átti allt sinn stað.
Eitt sinn var ég að hjálpa henni
að taka til í skápum og fannst
mér ótrúlegt hve vel var raðað í
skápana og hve öllu var hagan-
lega komið fyrir, það var alltaf
eins og raðað hefði verið í skáp-
inn í gær. Farið var vel með alla
hluti og geymt lengi, eins og um-
búðir og kassa, sem var svo end-
urnýtt.
Munda var mjög skipulögð í
vinnu sinni í eldhúsinu og þegar
maður kom í mat var allt tilbúið,
búið að leggja á borð af mikilli
natni og maturinn rétt ókominn á
borð svo hún gæti notið sem
mestrar samveru með gestunum.
Þar sem líður að jólum var nú
ekki jólastressið hjá henni
Mundu enda hófst undirbúning-
ur hjá henni mjög tímanlega og
man ég að hún var farin að spyrja
um jólagjafir í september. Oft
var jólagjöfinni svo pakkað í
kassa sem sóttur var á háaloftið.
Munda var mikil handavinnu-
kona og gerði fallega handavinnu
af mikilli nákvæmni, bæði í
saumaskap og prjóni, og ef sást í
villu var það ekki sett fyrir sig að
rekja upp hálfa peysu og byrja
aftur til að handbragðið væri
gott.
Munda hafði gaman af að
ferðast og ferðuðust þau hjónin
mikið innanlands en reglulega
var farið til útlanda að heim-
sækja Gróu systur hennar í Eng-
landi, til ættingja í Lúxemborg
og víðar. Einnig fórum við nokkr-
um sinnum með þeim hjónum í
sumarbústað og var Munda
hjálpsöm í öllu heimilishaldi og
óþrjótandi að vaska upp, maður
var varla búinn að leggja frá sér
bollann þegar hún var búin að
vaska upp, henni fannst gaman
að vaska upp. Þótt Munda tæki
ekki bílpróf kunni hún alveg á
umferðina og sagði bílstjóranum
til við aksturinn og sérstaklega ef
henni fannst einhver glannaskap-
ur í bílstjóranum og eitthvað
mætti betur fara.
Síðustu ár dvaldi hún á Eir þar
sem hún naut góðrar hjúkrunar
og fór vel um hana þar. Alltaf
spurði hún um fólkið sitt þegar
maður kom í heimsókn því henni
var í mun að fylgjast með öllum
og að allir hefðu það gott. Munda
var mjög sátt við að kveðja og nú
hittast þau Eiríkur á ný. Það var
margt sem ég lærði af tengda-
móður minni og er ég þakklát
fyrir allar þær stundir sem ég
átti með henni og gott er góðs að
minnast og vil ég kveðja þig með
bæn.
Alda.
Guðmunda Kristbjörg Þor-
geirsdóttir var alltaf svo góð og
elskuleg amma við okkur barna-
börnin. Það var alveg sama
hversu oft við komum í heimsókn
til hennar, hún tók alltaf vel á
móti okkur og það sama má segja
um afa Eika, sem hét Eiríkur
Oddsson. Hver man ekki eftir því
þegar amma eldaði gott kjöt í
karrí í hádeginu, skar svo fituna
af kjötinu og gaf fuglunum hana.
Kjötið sem amma eldaði var allt-
af svo gott.
Þegar amma og afi bjuggu í
Hlíðargerði 23 fórum við krakk-
arnir stundum inn í garð og lék-
um okkur þar og spiluðum krik-
ket, klifruðum upp í tré og
spiluðum ólsen ólsen út í eitt með
ömmu og afa. Afi og amma voru
mjög dugleg að vera úti með okk-
ur. Afi fór oft með okkur krökk-
unum í bæinn, þar sem við feng-
um að skoða í fiskikerin sem
standa við hafnarbakkann í
Reykjavík og þar fengum við að
skoða okkur um. Svo fórum við
með afa niður að tjörninni og gáf-
um öndunum brauð. Það voru
skemmtilegir tímar. Uppi á lofti í
Hlíðargerðinu var líka heill heim-
ur af skemmtilegum hlutum að
gera. Þar var hægt að fara í búð-
arleik og endalaust hægt að
skoða lyklakippu- og pennasafnið
hans afa. Þar sem amma var ekki
með bílpróf naut hún þess að fara
með okkur í strætó niður í bæ og
þar gerðum við ýmsa hluti.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um stundir okkar sem við
eyddum með ömmu og munu þær
gleymast seint. Til dæmis þegar
Brynjólfur og amma fóru með
blöðin til Möggu sem var systir
ömmu og hlustaði Brynjólfur á
sögur um æskuárin hennar.
Berglind minntist þess þegar
hún fór og gisti hjá ömmu og
fékk alltaf kókópuffs í nýmjólk
og Gunnar man vel hversu fallegt
bros hún var alltaf með. Svo
höfðum við barnabörnin mjög
gaman af að biðja ömmu um leyfi
til að fá að kveikja á sjónvarpinu
og setja einhverja mynd í tækið.
Amma átti myndir eins og Börn-
in í Ólátagarði, Emil í Kattholti,
Emil og grísinn, Pétur Pan-
teiknimyndir og Free Willy og
oftar en ekki varð myndin Emil í
Kattholti fyrir valinu. Brynjólfi
fannst það svo merkilegt hvað
hann Emil gerði mikið af skamm-
arstrikum í myndinni. Það var
ástæðan fyrir því hvers vegna
myndin Emil í Kattholti varð oft-
ast fyrir valinu. Amma var elskuð
heitt af öllum barnabörnunum
sínum. Það var alltaf svo gaman
að sjá ömmu, því hún var alltaf
með bros á vör, við sáum hana
aldrei leiða. Þegar hún brosti
brostum við til baka.
Amma, við elskum þig mjög
mikið.
Brynjólfur Jóhann
Bjarnason, Berglind Lára
Bjarnadóttir, Gunnar
Stefán Bjarnason.
Góð kona og yndisleg mann-
vera, hún Munda okkar, er fallin
frá. Það er bara hægt að segja
fallega hluti um hana Mundu.
Það geislaði frá henni góð-
mennskan og kátínan. Við erum
búin að þekkja hana Mundu í 40
góð ár. Okkar kynni hófust þegar
Munda hóf að passa tveggja ára
son okkar, hann Pálmar. Þar var
honum ekki í kot vísað. Hann var
umvafinn ástúð og hlýju frá
fyrsta degi, ekki bara frá Mundu,
heldur líka frá Eiríki og krökk-
unum, þeim Grétari, Oddi og
Guðbjörgu. Guðbjörg notaði
Pálmar í mömmuleikjunum og
Grétar og Oddur hlupu stundum
undir bagga á frídögum og tóku
stráksa með sér þegar ungu for-
eldrarnir þurftu að vinna og lesa
fyrir próf.
Mundu þótti afskaplega vænt
um alla okkar fjölskyldu. Alltaf
spurði hún frétta og fylgdist með
okkur öllum. Hún hafði náttúr-
lega sérstakt dálæti á Pálmari,
sem býr í London, en ekki síður
fylgdist hún með hinum börnun-
um, Rakel í Lúxemborg, en
þangað hafði Munda komið
nokkrum sinnum í heimsókn til
ættingja sinna. „Og hvað er hann
Siggi litli að gera núna?“ spurði
hún um þann yngsta, sem orðinn
er nú fullorðinn maður. Þó Pálm-
ar okkar hafi ekki verið nema
tæp tvö ár í pössun hjá Mundu þá
eignuðust þau sérstakt samband,
Munda og Pálmar. Þau urðu vinir
fyrir lífstíð. Þó Pálmar okkar hafi
haldið ungur utan í nám og
ílengst erlendis þá var hann ekki
fyrr kominn til Íslands en hann
var mættur í heimsókn til
Mundu. Erfiðir tímar urðu hjá
okkar konu þegar þau Eiríkur
lentu í bílslysi og slasaðist
Munda alvarlega. Með sínu góða
skapi, jákvæðni og fallega bros-
inu sínu þá náði hún nokkrum
bata en annað áfall reið síðan yfir
þegar okkar elskulegi Eiríkur
féll frá langt um aldur fram fyrir
sextán árum. Það var mikið áfall
fyrir hana Mundu og börnin.
Munda stóðst hins vegar þessa
raun. Í kjölfarið seldi hún Hlíð-
argerðið og skapaði sér nýtt, fal-
legt og notalegt heimili að Hæð-
argarði, þar til hún flutti á
hjúkrunarheimilið Eir fyrir
rúmu ári.
Og alltaf var jafn fallegt og
notalegt að heimsækja hana. Að
vera í návist Mundu var í raun
nærandi á sál og líkama. Það var
svo núna í september sem Pálm-
ar kom í stutta heimsókn og að
sjálfsögðu var farið í blómabúð
og keyptur fallegur blómvöndur
og farið til Mundu á Eir. Þar átt-
um við okkar síðustu, fallegu og
notalegu stund með henni
Mundu okkar. Börnin okkar,
Pálmar Jósafat, Rakel Sif og Sig-
urður Hjörvar, senda sína hinstu
kveðju.
Að leiðarlokum viljum við
þakka samfylgdina og biðjum
Guð að vera með börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
og styrkja í sorginni.
Blessuð sé minning hennar.
Elenóra og Sigurður.
Guðmunda Kristbjörg
Þorgeirsdóttir
Elsku afi.
Það er svo ljúft
að minnast þín og
allra þeirra gleði-
stunda sem við áttum saman.
Þú varst alltaf svo rólegur og
með endalausa þolinmæði fyrir
okkur barnabörnin. Þær voru
ófáar góðu stundirnar sem við
áttum saman með ykkur ömmu
í Skipholtinu og á Dalbrautinni.
Það var svo notalegt að fá að
kúra á milli ykkar ömmu og
hlusta á sögur um Gutta á
Grænlandi sem þú spannst upp
jafn óðum fyrir okkur. Fá að
leika uppi á háalofti, fara í ís-
bíltúr á sunnudögum og þræða
allar bílasölurnar og hlusta á
líflegan hlátur þinn. Þér fannst
fátt betra en að gæða þér á vín-
arbrauði og randalínu og gátum
við yfirleitt stólað á að fá ran-
dalínuköku með kaffinu hjá
þér. Þú varst alltaf svo þakk-
látur og fannst fátt skemmti-
legra en þegar fjölskyldan kom
saman og í hvert skipti stóðstu
Sigurður Kristófer
Óskarsson
✝ Sigurður Krist-ófer Óskarsson
fæddist 18. júlí
1925. Hann lést 29.
nóvember 2015.
Útför Sigurðar
fór fram 9. desem-
ber 2015.
upp og hélst litla
þakkarræðu. Þú
varst mikill ræðu-
maður og hélst nú
síðast fallega þakk-
arræðu í tilefni 90
ára afmælisins þíns
í júlí síðastliðnum.
Elsku afi, takk
fyrir allar sam-
verustundirnar
okkar, við munum
varðveita þær um
alla ævi. Við pössum upp á
ömmu fyrir þig. Þar til síðar,
„þrjú grönd“.
Þín afabörn,
Sigurður, Hildur
og Guðmundur.
Þessa dagana er óvenjumikið
vetrarríki á landinu og fann-
hvítur snjór yfir öllu. Það er
ákveðinn friður og ró sem
fylgir þannig veðri þótt snjóélin
byrgi sýn á milli. Þannig var
umhorfs í höfuðborginni þegar
frændi minn Sigurður Kristófer
Óskarsson kvaddi þennan heim,
nýlega kominn á tíræðisaldur.
Enda þótt það sé hár aldur er
maður ávallt óviðbúinn dauð-
anum þótt það sé eins víst og
að nótt fylgir degi að hann ber
að dyrum að lokum og velur
sjálfur sinn stað og sína stund.
Sigurður Kristófer, sem æv-
inlega var kallaður Kiddi, var
Snæfellingur í húð og hár,
fæddur þar sem jökulinn ber
við himin í Bakkabúð á Brim-
ilsvöllum.
Kiddi fór snemma á sjóinn
og að loknu námi í Stýrimanna-
skólanum var Kiddi stýrimaður
og skipstjóri, lengst á Þorsteini
Ingólfssyni. Upp úr 1960 fór
Kiddi í land og starfaði við fisk-
mat og kennslu í Fiskvinnslu-
skólanum þar til hann varð sjö-
tugur. Ófáum stundum varði
Kiddi í störf fyrir sjómanna-
stéttina og fyrir störf sín í þágu
íslenskra sjómanna hlaut hann
heiðursmerki Sjómannadags-
ráðs.
Kiddi frændi hefur allt frá
því ég man eftir mér átt fastan
og öruggan stað í mínu hjarta.
Hann var jafnaldri og starfs-
félagi föður míns, þeir voru
systrasynir og fylgdust að í
uppvextinum og milli þeirra var
djúpstæð vinátta. Ég á margar
góðar minningar um heimsókn-
ir í Skipholtið til þeirra Sillu og
Kidda og þau voru aufúsugestir
á heimili foreldra minna. Sjálf-
ur naut ég þess að vera oft
sendur í „fóstur“ til þeirra.
Silla og Kiddi voru mér alltaf
óskaplega góð og indæl og þau
sterku tengsl sem mynduðust
þegar ég var barn að aldri hafa
haldist allar götur síðan, þótt
samverustundum hafi farið
fækkandi. Það var mér því sér-
lega dýrmætt að fá að gleðjast
með Kidda og fólkinu hans á ní-
ræðisafmælinu í sumar. Þrátt
fyrir háan aldur bar hann sig
vel, það var stutt í brosið og
kersknina, og að sjálfsögðu hélt
hann ræðu eins og hann gerði
svo oft í fjölskylduboðum.
Kiddi var hár vexti og
spengilegur með sterkan augn-
svip og tignarlegt fas. Hann
var einstakt ljúfmenni, ég man
ekki eftir honum öðruvísi en í
góðu skapi, hann var glettinn
og kunni að gera að gamni sínu
og gleðja aðra.
Hláturmildur var hann með
eindæmum og það var auðvelt
að þekkja hláturinn hans Kidda
langar leiðir. Í einkalífi var
hann gæfumaður og þau Silla
fylgdust að í hartnær sjö ára-
tugi í ástríku og samrýndu
hjónabandi. Dætur þeirra, Haf-
dís og Linda, voru þeim báðum
miklir gleðigjafar og svo hafa
nýjar kynslóðir bæst í hópinn
sem hafa auðgað líf þeirra
beggja. Þótt það sé sárt að
kveðja er afar dýrmætt á
kveðjustund að geta yljað sér
við ljúfar minningar og þar er
af nógu að taka.
Ég og mitt fólk kveðjum
Kidda frænda í þökk og virð-
ingu og vottum elsku Sillu,
Hafdísi, Lindu og aðstandend-
um öllum okkar dýpstu samúð.
Ég sé Snæfellinginn Kidda fyr-
ir mér í því himneska landi sem
Nóbelsskáldið lýsir svo eftir-
minnilega í Fegurð himinsins:
„Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild í himn-
inum … þar ríkir fegurðin ein.“
Árni Þór Sigurðsson.