Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 22

Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 ✝ Friðrik IngvarOddsson fædd- ist að Sólvangi Hafnarfirði 28. september 1953. Hann lést á heimili sínu 29. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Guðrún Guð- jónsdóttir hús- móðir og Oddur Ingvarsson bifreið- arstjóri, bæði látin. Elstur systk- ina Friðriks var Benedikt Rutheford, hálfbróðir, látinn. Eftirlifandi systkini eru Guðjón Oddsson, Rannveig Oddsdóttir og Odd- ur R. Oddsson. Friðrik fór ung- ur til sjós, vann síð- an hin ýmsu verka- mannastörf með hléum og síðast starfaði hann sem leigubifreiðar- stjóri. Friðrik var ókvæntur, barnlaus og vinmargur. Útför Friðriks fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. desember 2015, og hefst athöfn- in kl. 13. Laugardagur, 28. september 2013. ÍH var að spila sinn fyrsta leik eftir langt hlé frá handbolt- anum. Inni á vellinum biðu ungu strákarnir spenntir eftir því að flautað yrði til leiks. Þeir voru að fara að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Á pöllunum komu stuðningsmennirnir sér fyrir og biðu leiks. Fyrir miðju sat Fiddi, einn af feðrum félags- ins, stoltur og hamingjusamur. Á sínum eigin afmælisdegi sá hann klúbbinn sinn endurvak- inn. Fiddi, sem þennan dag var sérstakur heiðursgestur ÍH, sat meðal vina og lék á als oddi meðan hann hvatti sína menn til dáða. Leikurinn endaði með sigri okkar manna. Okkur ÍH-ingum þótti þetta góð afmælisgjöf, enda var Fiddi búinn að vera ÍH-ingur síðan félagið var stofnað 1983. Hann spilaði sem markmaður með félaginu í 10 ár og átti að sjálfsögðu mismun- andi daga milli stanganna. Við sem spiluðum með honum á sín- um tíma hristum stundum haus- inn þegar Fiddi lokaði markinu og spurðum hver annan: „Hvernig fer maðurinn að þessu?“ Þegar við sátum inni í klefa eftir æfingar skemmtum við okkur oft konunglega yfir frá- sögnum Fidda af mönnum og málefnum. Uppákomum sem hann hafði lent í eða skapað. Þar voru hæg heimatökin því Fiddi þekkti alla í Firðinum og var vel liðinn meðal flestra bæj- arbúa. Við gamlir ÍH-ingar og þeir nýju munum sakna Fidda af pöllunum. En eitt er víst: Við komum til með að tala um þig í framtíðinni. Nýir leikmenn fá að heyra sögurnar um þig og hvernig þú studdir alltaf félagið og leikmenn þess. Við ÍH-ingar óskum þér góðrar ferðar, Fiddi. Það kæmi okkur ekki á óvart ef þú hefðir staldrað við hjá Lykla-Pétri og sætir þar enn að spjalli um menn og málefni. Hann skemmtir sér örugglega kon- unglega. Fyrir hönd ÍH, Þórarinn Þórarinsson. Maður eins og Friðrik Ingvar fæðist bara einu sinni á öld. Fiddi er mjög eftirminnilegur maður. Ég man eftir honum frá 1959. Saman vorum við sex ára í sum- arbúðunum Glaumbæ sem voru á vegum Hafnarfjarðarbæjar, rétt við Straumsvík. Þá var Fiddi stríðinn og fékk ég og aðrir að finna fyrir því. Við jafn- aldrarnir fylgdumst að í Hafn- arfirði. Við vorum saman í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðan 2 ár í Flensborg. Hann kom aldrei á æskuheimili mitt en oft á heimili okkar Sigrúnar eftir að við hófum búskap, börn- in okkar kynntumst honum og hann þekkti þau. Oft hittumst við á hádegi aðfangadags jóla og hann óskaði gleðilegrar há- tíðar. Hann kom oft á vinnustað minn, fór í sendiferðir og þreif bíla án þess að komast nokkurn tíma á launaskrá. Hann var vel gefinn og þrátt fyrir stutta skólagöngu sýndi hann mikla hæfileika og kænsku. Hann var mjög skemmtilegur og fyndinn. Hann sá oftast skemmtilegu hliðarnar á hlutunum og dró ekki úr ef á hann hallaði í sög- unum. Ég veit ekki hvort hann átti hugmyndina að nafninu en mér fannst hann alltaf aðalmað- urinn í „Bæjarprýði“. Það var mikill húmor! Það var alltaf gaman að vera með Fidda og ekki síst með öðrum hressum félögum, þá fór hann á flug. Minnisstæð er mér góð- mennska hans. Þar er mér of- arlega í huga hugulsemi hans við Stebba blóma. Þeir voru margir sem þekktu Fidda. Hann sagði mér einhvern tíma hversu oft hann hefði farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, man ekki hve skiptin voru mörg, en það var ansi oft. Hann átti eflaust mjög við- burðaríka ævi, kom víða við og var mjög sérstakt að sjá allar fb-færslurnar svo skömmu eftir andlát hans. Hann hafði sinn djöful að draga og var mjög meðvitaður um þann veikleika sjálfur og reyndi margt til að bæta úr til að gera sér lífið bærilegra. Góður drengur er fallinn frá og Hafnarfjörður og ekki síst FH hefur misst einn af sínum litríku og góðu sonum. Ég votta systkinum hans innilega samúð mína. Páll Pálsson. Þær voru þungbærar fregn- irnar af láti Fidda. Tilveran er tómlegri án hans. Kaplakriki verður ekki samur hér eftir. Fiddi setti svip sinn svo sterkt á samfélagið í Krikanum sem og í bænum okkar. Enn og aftur er höggvið í raðir okkar FH-inga. En ég trúi því að kátt sé á hjalla hjá þeim félögum sem kvatt hafa á und- anförnum árum og að stemn- ingin sé jafnvel enn meiri eftir að Fiddi bættist í hópinn. Ég vil þakka vini mínum og félaga fyrir samfylgdina og ógleymanlegar samverustundir á vellinum hvort sem það var í Krikanum – Vestmannaeyjum eða Víkinni, Grindavík eða Grafavogi. Alltaf og alls staðar var hann mættur. Það kom fyrir að við duttum í samræður í miðjum leik, um lífsins gagn og nauðsynjar. Það var nefnilega enginn vandi að gleyma stund og stað þegar maður hitti Fidda. Hann hafði frá svo mörgu að segja og átti auðvelt með að krydda sög- urnar og segja skemmtilega frá. Stundum misstum við af marki og þá hrökk oftar en ekki uppúr Fidda að nú væri kominn tími á skjái, hann vildi endursýningu. Hann Fiddi var mannvinur, góð sál og traustur og góður fé- lagi. Af alhug þakka ég honum vináttu við mig og alla mína fjölskyldu sem biður fyrir hlýj- ar kveðjur til ástvina Fidda. Einlægar samúðarkveðjur færi ég systur Fidda og bræðr- um hans, systkinabörnum og öllum þeim fjölmörgu sem þótti vænt um hann. Með FH-kveðju, Jóna Dóra Karlsdóttir. Ég kynntist Fidda ungur að aldri og að sjálfsögðu var það í Kaplakrika, þar sem honum leið best innan um sína stóru FH- fjölskyldu. Atvik sem átti eftir að leiða af sér okkar miklu vin- áttu átti sér stað þegar ég var 12 ára gamall. Þá sat ég upp í Krika eftir handboltaæfingu að horfa á leik í sjónvarpinu þegar Fiddi byrjaði að grínast í mér. Nafn mitt er Steingrímur en hann hóf að kalla mig „Stein- gríma“ og það fór illa í litla við- kvæma strákinn sem tók allt inn á sig. Ég fór að gráta og labbaði í burtu. Það fór svaka- lega fyrir hjartað á Fidda enda vildi hann engum illt gera. Næst þegar við Fiddi hittumst baðst hann innilegrar afsökunar og að ætlunin hans hafi ekki verið að særa mig og sagðist ætla að bjóða mér á KFC. Þá fékk Fiddi ekki frið frá 12 ára guttanum sem tuðaði í hon- um hvert einasta skipti sem þeir hittust. Loks varð að því að Fiddi kom og pikkaði mig upp. Eftir það höfum við verið bestu vinir og Fiddi hefur rifjað þetta upp í ófá skipti. Fólki fannst það stundum skrítið og spurði mig hvað ég væri að gera með Fidda. Þá svaraði ég og sagði að hann væri einn af mínum bestu vinum. Við ræddum oft um það að vináttan spyr ekki um aldur og vorum hjartanlega sammála um það myndi þroska fólk að eiga vini á öllum aldri. Hann var eins og hver annar vinur minn, við fórum á rúntinn, borð- uðum saman, fengum okkur ís, fórum í bingó og heimsóttum hvor annan svo fátt eitt sé nefnt. Við töluðum mjög reglulega saman í síma og það var hægt að ræða allt við Fidda. Hann hafði frá mörgu að segja og var góður að segja sögur sem fengu fólk alltaf til þess að brosa. Fiddi var mjög fróður og vissi ótrúlegustu hluti. Það skemmti- legasta sem ég gerði var að rúnta um Hafnarfjörð með hon- um en hann vissi nánast söguna á bak við hvert einasta hús í bænum. Hann sýndi mér stað- ina þar sem hann lék sér sem barn og útskýrði hversu mikið bærinn hefði breyst. Mig langar til þess að rifja upp smá sögu frá því í sumar. Það var fallegur dagur og ég heyrði í Fidda. Við fórum inn í Reykjavík og fengum okkur að borða. Eftir það rúntuðum við og fórum meðal annars út á Granda en þá vildi Fiddi að ég stöðvaði bílinn. Við fórum út og horfðum á sjóinn sem var ein- staklega fallegur þennan dag. Ég fór og tók myndir af sjónum og þegar ég sneri mér við lá Fiddi í grasinu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég lagðist við hlið hans og hann sagði mér ævintýralegar sögur frá því hann var á sjónum. Stundir sem þessar með Fidda munu alltaf eiga stað í hjarta mér. Ég talaði við Fidda í síma daginn áður en hann kvaddi en þá sagði hann við mig: „Ég sit hérna í Firðinum og er að horfa á börnin leika sér með jóla- sveinunum. Æ, þetta er svo fallegt, þetta gleður mig svo mikið.“ Þetta var Fiddi í hnotskurn. Fidda þótti vænt um alla og öllum þótti vænt um hann. Hann var einstaklega barngóður og gerði engan mannamun. Kæri vinur, það er ömurlegt hversu fljótt þú fórst. Ég veit hins vegar að þú ert á öruggum stað því menn eins og þú eiga sérstakan stað í himnaríki. Steingrímur Gústafsson. Friðrik Ingvar Oddsson Það er óraunveru- legt og ósanngjarnt að sitja hér og skrifa minningargrein um yndislegan vinnufélaga og vin sem kvaddi þennan heim fyrirvara- laust. Á hverjum morgni stoppaði Sigurður við hjá mér í dyragætt- inni og bauð mér svo fallega góðan daginn. Stundum áttum við lengri stundir saman og ræddum um þau verkefni sem fyrir lágu þann dag- inn og hvernig við ætluðum okkur að leysa þau. Oft á tíðum spjöll- uðum við einnig um daginn og veginn og hvernig okkar nánasta fjölskylda hefði það. Þetta voru notalegar stundir. Sigurður var afskaplega blíður maður sem sýndi sínum sam- starfsfélögum mikinn kærleik og nærgætni. Hann hafði einstakan hæfileika til að skynja líðan fólks- ins í kringum sig og lagði sig allan fram um að því liði sem best. Það voru lítil takmörk fyrir því hvað hann lagði mikið á sig til þess að þetta gengi upp, þrátt fyrir að hann þyrfti að taka á sig viðbót- arbyrðar – svo hjálpsamur og ósérhlífinn var hann. Hann var mjög lausnamiðaður og lagði sig allan fram við að ljúka verkefnum sem biðu hans, hratt og örugg- lega. Sigurði tókst auðveldlega að sjá skondnu hliðarnar á tilverunni. Það var ávallt stutt í kímnina og við samstarfsfélagarnir eigum óteljandi góðar minningar í hug- um okkar um hann að segja brandara sem hæfðu svo vel stað og stund. Oft á tíðum tókst honum að rífa upp andann á fundum með smitandi gleði og húmor að vopni svo við höfðum öll gott af. Hann mætti gjarnan með gjafir í vinn- una til samstarfsfélaga sinna. Þetta voru bækur sem voru upp- fullar af húmor – köldum húmor oft á tíðum – sem við kunnum öll svo vel að meta. Sumir tóku það upp endrum og sinnum að lesa upphátt upp úr bókunum sem endaði með miklum hlátrasköll- um. Þessi góða nærvera og yndis- legu eiginleikar í fari hans voru undirstaða hins mikla aðdrátt- arafls sem hann bjó yfir. Það voru ekki aðeins við samstarfsfélagarn- ir sem fengum að njóta hans nær- veru því hann var mikill fjöl- skyldumaður. Kærleikurinn skein í gegn þegar hann talaði um syni sína og eiginkonu. Einnig upplifði ég að samband þeirra hjóna hafi verið mjög náið og sterkt. Mikill er missir fjölskyldu hans sem var honum svo mikils virði. Elsku Sigurður, þín er sárt saknað því betri samstarfsfélaga er vart hægt að hugsa sér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta Sollu, móður hans og sonum innilega samúð, ykkar er missirinn mestur. Lilja Rut Kristófersdóttir. Það var mikið áfall þegar ég frétti að gamall samstarfsmaður minn og vinur til margra ára féll frá langt fyrir aldur fram. Sigga kynntist ég fyrst þegar ég hóf störf á peningamálasviði Seðla- banka Íslands árið 1994. Eftir að virkum gjaldeyrismarkaði var komið á fót árið 1997 var eitt af verkefnum Sigga að sjá um gjald- eyrisinngrip bankans. Um haustið 2000 reyndi verulega á fastgeng- isstefnuna og þá sýndi Siggi með afgerandi hætti hvaða fagmann hann hafði að geyma á þessum Sigurður Árni Kjartansson ✝ Sigurður ÁrniKjartansson fæddist 30. júlí 1960. Hann lést 27. nóvember 2015. Útför Sigurðar fór fram 9. desem- ber 2015. umbrotatímum í ís- lenskri peninga- málasögu. Síðar unnum við saman um nokkurra ára skeið hjá Lána- sýslu ríkisins. Í krafti embættis síns sem forstjóri varaði hann mjög við breyt- ingum sem tóku gildi í júlí 2004 með inn- leiðingu á nýju hús- næðiskerfi hjá Íbúðalánasjóði. Hann sá fyrir að mikill vandi gæti skapast vegna uppgreiðsluáhættu af nýja kerfinu sem reyndist svo raunin. Í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis frá árinu 2013 segir: „… Skuldabréfaskiptin voru ein verstu og afdrifaríkustu mistök sem Íbúðalánasjóður hefur gert, ef ekki þau verstu … skiptin hrundu af stað afar slæmri at- burðarás.“ Afleiðingin af þessari stefnu er að ríkissjóður hefur þurft að greiða ríflega 50 ma. kr. inn í Íbúðalánasjóð sem ekki hefði komið til ef stjórnvöld hefðu borið gæfu til þess að fara eftir ráðlegg- ingum þáverandi forstjóra Lána- sýslu ríkisins. Það var ekki gert og því fór sem fór. Árið 2005 lágu leiðir okkar enn aftur saman og þá í Sparisjóða- banka Íslands, síðar Icebank. Siggi starfaði þar á millibanka- borðinu og nýttist reynsla hans úr Seðlabankanum vel. Hann var alltaf mjög gagnrýn- inn á mikinn vöxt í bankakerfinu og trúði því aldrei að hann gæti staðist til lengdar, sem var kannski ástæðan fyrir því að hann skipti um vettvang og hóf störf hjá Actavis. Siggi var reynslubolti á sviði efnahags- og fjármála enda bjó hann yfir fjölbreyttri reynslu. Hann var vel menntaður í faginu og nálgaðist alltaf verkefni líðandi stundar með lausnarmiðuðum hætti. Það voru líka aðrar hliðar á Sigga, en þeir sem þekktu hann vissu að hann var mikill sprellikarl og vinnustaðargrínari. Það eru margar skemmtilegar sögur sem hægt er að segja frá en rúmast ekki í stuttri minningargrein. Lyftuatriðið var t.d. frægt. Siggi var líka mikill sögumaður. Hann hafði gaman af því að segja sögur um spauglega atburði. Hann reykti pípu og það er mér minnisstætt hvernig hún skipaði stóran sess þegar sögumaðurinn hóf upp raust sína. Þegar svo kom að því að segja sögur um sérkenni- lega samferðamenn þá gerði hann það oft með leikrænum tilburðum og óborganlegum hætti. Ég heyrði í Sigga daginn áður en hann lést. Hann hringdi í mig út af vinnutengdu máli. Það var samt þannig með Sigga að alltaf gaf hann sér tíma til að spyrjast fyrir um hagi mína og rifja upp skondin atvik úr fortíðinni. Sam- talinu lauk á þann veg að við ákváðum að hittast fljótlega aftur á einhverju kaffihúsi í bænum eft- ir vinnu. Næsta sem ég frétti er að Siggi er allur. Elsku Solla og synir, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja ykk- ur á þessum erfiðum tímum. Björgvin Sighvatsson. Leiðir okkar Sigurðar Árna lágu fyrst saman í Lundi í Svíþjóð fyrir um 30 árum þar sem við lögð- um stund á nám í hagfræði. Sig- urður var góður námsfélagi, glöggur á aðalatriðin og vinnu- samur. Hann var þá þegar farinn að velta fyrir sér þeim hluta hag- fræðinnar sem fjallaði um fjár- málamarkaði, nokkuð sem ég hafði minni áhuga á þá, þannig að glósur frá Sigurði gátu komið sér vel. Sigurður hafði líka lag á að ná ákveðnum tengslum við bæði nemendur og kennara. Það var síðan ekki hvað síst fyrir hans orð að ég sótti um vinnu í Seðlabanka Íslands, en þar hafði hann fyrst fengið starf að sumri til og svo að námi loknu, en hann var í föstu starfi í bankanum í tíu ár, frá 1991 til 2001. Þekking hans og skilningur á aðstæðum á fjármálamarkaði jókst og dýpkaði bæði af reynslu og sjálfsnámi, enda fræðibækurn- ar sjaldan langt undan. Þótt við störfuðum ekki á sama sviði fannst mér hann greina betur og fyrr en margir aðrir hvernig land- ið lá á ýmsum sviðum viðskipta og fjármála. Það kom mér því ekki á óvart að honum skyldi falin mikil ábyrgð, en eftir að hann yfirgaf Seðlabankann var honum m.a. trúað fyrir starfi forstjóra Lána- sýslu ríkisins. Sigurður var að jafnaði hæglát- ur. Hann átti þó oft gott með að finna spaugilegar hliðar á tilver- unni og þá líka í vinnunni. En hann stóð föstum fótum í starfinu, var glöggur og vandvirkur. Um það má meðal annars lesa í opin- berum rannsóknarskýrslum, svo sem um Íbúðalánasjóð, þar sem hann varaði við hættulegum leið- um sem ýmsir vildu leggja í. Þar kemur Sigurður vel út í ljósi sög- unnar. Sigurður sóttist ekki eftir veg- tyllum. Honum var þó trúað fyrir miklu. Hér að framan var minnst á forstjórastarfið en hann var líka fenginn til að vera í forystu fyrir starfsmenn í starfsmannafélagi Seðlabankans. Þar kunni hann meðal annars þá kúnst að finna rétta fólkið í þær stöður sem þurfti að fylla. Þótt leiðir okkar hafi legið sjaldnar saman eftir að hann yf- irgaf Seðlabankann hittumst við af og til á förnum vegi, en stund- um þurfti hann að eiga fund með seðlabankafólkinu starfs síns vegna. Það voru ætíð fagnaðar- fundir meðal gamalla starfsfélaga. Nú erum við slegin yfir skyndi- legu og ótímabæru fráfalli hans. Sigurðar er sárt saknað. Ég sendi Sólborgu og sonum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Jóhann Stefánsson. Með óvæntu og ótímabæru frá- falli Sigurðar Árna Kjartanssonar var höggvið skarð í góðan hóp samstarfsmanna í Fjármálaeftir- litinu. Hófsemd og hlýja ein- kenndi framkomu hans á vinnu- stað, enda var hann vinsæll meðal samstarfsmanna sinna. Við Sigurður Árni áttum fyrst samleið í Seðlabankanum en þar hóf hann störf að loknu hagfræði- námi í Svíþjóð. Við umgengumst ekki mikið á þessum árum enda voru starfssviðin ólík. Leiðir okk- ar áttu aftur eftir að liggja saman er hann kom til starfa sem sér- fræðingur í Fjármálaeftirlitinu á árinu 2011, en þá kynntist ég hon- um sem manni sem lagði sig allan fram um að stuðla að sem heil- brigðustu fjármálakerfi. Sigurður tók að sér að veita for- stöðu nýjum en mikilvægum þætti í starfsemi Fjármálaeftirlitsins, þjóðhagsvarúð. Hlutverk þess er að greina undirliggjandi áhættu- þætti í fjármálakerfinu og gera til- lögur um ráðstafanir til að milda slíkar áhættur. Þar vann hann mikið og vandað starf sem Fjár- málaeftirlitið mun njóta góðs af um ókomin ár. Þrátt fyrir annir var Sigurður alltaf fús að liðsinna öðrum langt út fyrir það svið sem hann bar ábyrgð á og kom þekk- ing hans og reynsla oft að góðum notum. Starfsmenn Fjármálaeftirlits- ins standa sorgmæddir eftir við fráfall þessa eftirminnilega félaga. Ég votta Sólborgu, konu hans, sonum, móður og fjölskyldu allri mína innilegustu samúð. Góð minning um Sigurð Árna mun áfram lifa með okkur sem með honum störfuðum. Unnur Gunnarsdóttir, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.