Morgunblaðið - 10.12.2015, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Kannski að rökvísin sé ekki fullkomin
– ekki nærri því. Vertu opin/n fyrir hvers
konar félagsstarfi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta er góður dagur til að hefja nám
eða nýjar rannsóknir. Hafðu það í huga þegar
þú veltir því fyrir þér hvað skal gera um
helgina.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur komið þér vel fyrir og
mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta
ávaxtanna af erfiði þínu. Frábært! Stuðið
sem þú sérð fram á er bæði mögulegt og
löglegt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Bjartsýni ræður ríkjum í dag en dreg-
ur úr henni með kvöldinu. Kannaðu þá
möguleika sem eru í stöðunni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk sýnir þér mikla athygli og frægðin
bíður þín jafnvel – ef þú vilt. Ef þetta gerist í
vinnunni, vertu þá þolinmóður við starfs-
félaga þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu heima og slappaðu af í dag ef
þú mögulega getur. Gerðu málin upp í hvelli
svo þú getir haldið ótrauður áfram – reynsl-
unni ríkari.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fólk bregst furðulega við velgengni
þinni. Eitthvað óvenjulegt mun eiga sér stað,
annaðhvort í formi óvæntrar uppákomu eða
þá að þú hittir einhvern sem er allt öðruvísi
og forvitnilegur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til að
ræða langtímaáform við maka. Vitanlega vilt
þú komast til botns í þessu leyndarmáli. Ekki
hika við að sinna rannsóknum eða leita nýrra
lausna við vandamálum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er rosalega gaman þegar allt
gengur manni í hag. Einnig væri ráð að skila
því sem þú hefur fengið að láni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhver sem þú virðir fær þig til
að skipta um skoðun. Kannski fór einhver yf-
ir strikið. Vertu raunsær og sanngjarn um
leið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu ekki alltaf að velta því fyrir
þér hvað öðrum kunni að finnast um orð þín
og gjörðir. Forðastu að vera viðvaningur.
Nýttu þér lögmál aðdráttaraflsins.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þykist vita hvers vegna viss aðili
gerir það sem hann gerir, en ert ekki alveg
viss. Verk sem tengjast ljósmyndun,
skemmtana- og kvikmyndaiðnaðinum ganga
sérstaklega vel.
Páll Imsland heilsaði leirliði íaðdraganda óveðurs en fór
síðan út í aðra sálma:
Hún er fagureyg kona hún Friðsemd
og fræg fyrir algjöra siðsemd
en eignaðist son
með annarri kon.
Það kallaði’ hún sprottið að kviðsemd.
Eftir að veðrið var skollið á
skrifaði hann: „Þó mér láti ekki
vel að semja vísur um veðrið og sé
lagnara að kjafta um það í fyrir-
lestri, þá datt mér í hug að reyna
að vera með. Veðrið er greinilega
aðalumræðuefni dagsins á leir og
utan hans.
Þetta’ er veður vonsku strítt
þó vonandi komi stilla.
Strunsar óður stormur vítt.
Stendur sig lognið illa.“
„Í logninu milli stormanna“
skrifaði Páll um „þrifnað Rósu“ og
sagði:
Far eftir rassinn á Rósu
reyndist á hrygg þeirrar ljósu.
Skýrt lýsir það
að skortir á bað
hjá þeirri dugnaðardrósu.
Um miðaftansbil á þriðjudag
reit Ármann Þorgrímsson í Leir-
inn um veðrið og sagði: „Mér
finnst áberandi hvað margir
kvarta undan veðrinu í dag. Sér-
staklega finnst mér gamlir karlar
yrkja mikið í þessum dúr, en ég vil
bara segja:
Meðan ykkar unaðsvarta
ekki burtu fýkur
varla þurfið þið að kvarta
þessum stormi lýkur.“
Bjarki Karlsson brást þannig
við:
Nú er úti veðurvá
verður ástand klúrið.
Allsberan fýsir Almar þá
aftur að fara í búrið.
Jón Arnljótsson kallar þetta
sannindi og er nokkuð til í því!
Oft er betra þú ef þegir,
þumbist við og hálsinn reigir,
því aðrir taka,
yfirleitt,
ekki neitt
mark á því sem maður segir.
Menn velta veðrinu á ýmsa vegu
fyrir sér. Sigmundur Benediktsson
sagði í gær:
Ég hélt að lognið hefði burtu fokið
og hingað aldrei sneri það á ný,
en stundum er það sterkara en rokið
það stendur núna úti og hlær að því.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Friðsemd, dugnaðar-
drós og Almari
Í klípu
„ÉG ÞARF AÐ KOMAST Í SAMBAND VIÐ MITT
INNRA BARN – OG HANDTAKA ÞAÐ FYRIR HANGS,
ÓSKUNDA OG ÓSPEKTIR Á ALMANNAFÆRI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÚ, JÚ, ÞÚ GETUR FENGIÐ ÞAÐ FYRIR
ÞÚSUNDKALL, EN MYNDIR ÞÚ EKKI FREKAR
VILJA EIGA 20.000 KRÓNA MÁLVERK?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila úrræðum til
þess að halda á sér hita.
BLA, BLA,
BLA, BLA
HUNSA,
HUNSA,
HUNSA
HUNSA,
HUNSA ...
OOOOG
HUNSA
ÉG NAUT HEIMSÓKNAR-
INNAR OKKAR, GRETTIR
BLA, BLA,
BLA ...
ÞETTA #$%¤%$ SÁPUSTYKKI
MUN EKKI SNERTA MÍNA
$%#&$@$ HÚÐ!
ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR
ÞÉR MEÐ ÞAÐ!
Kunningi Víkverja á Facebookbirti áhugaverða mynd á dög-
unum úr skólabók barnsins síns. Gat
þar að líta „Kötu kommúnista“,
teiknimyndafígúru sem virtist eiga
að vera einhvers konar táknmynd
fyrir róttækling millistríðsáranna.
Gekk það ekki betur en svo að Kata
var klædd í Che Guevara-bol með
alpahúfu á kollinum, en hvort
tveggja ætti betur heima á sjöunda
eða áttunda áratug 20. aldar en þeim
þriðja eða fjórða.
x x x
Við nánari eftirgrennslan kom íljós að Kata þessi var nú ekki
ein, heldur átti hún þrjá félaga;
Níels nasista, Jóhann jafnaðarmann
og Fríðu frjálslyndu. Því miður var
engum myndum póstað af því
þríeyki svo Víkverji gæti borið kar-
akterana saman. Honum fannst þó
forvitnilegt að sjá hvað Kata þessi
kommúníska talaði mikið undir rós
um það hvernig ríkisvaldið ætti að
tryggja það að „enginn vinni gegn
byltingunni eða kommúnismanum“.
x x x
Enga aðra vísbendingu var þó aðfinna í þessu „námsefni“ um þá
staðreynd að ríkisvaldið í ýmsum
kommúnistaríkjum hefði nú gull-
tryggt það á sínum tíma að hundrað
milljón manns myndu ekki „vinna
gegn byltingunni eða kommúnism-
anum“ með því að taka þá af lífi.
Enda á það ekkert erindi við börn,
þegar hægt er að setja upp glans-
mynd af tálsýn í staðinn.
x x x
Þættinum hefur borist bréf“ varstundum sagt í útvarpinu í
gamla daga og sama gildir um Vík-
verja, sem fékk þá ábendingu að það
væri lítið mál að skipta um trúfélag
og krefðist ekki sérstaks ferðalags
til Þjóðskrár þar sem allt væri nú
hægt á netinu. Því miður er Víkverji
einn af þeim fáu sem ekki hafa orðið
sér úti um íslykil eða rafræn skilríki.
Hann er því í sömu sporum og fyrr.
Að auki var Víkverja bent á að lík-
lega væri hægt að búa til „lífsskoð-
unarfélag“ utan um Vesturbæjar-
stórveldið. Víkverji er svo sem til í
að reyna það en nennir varla að
finna 24 aðra einstaklinga sem
hugsa svipað. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil lofa Drottin meðan lifi, lof-
syngja Guði mínum, meðan ég er til.
(Sálm. 146:2)
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
STURTUKLEFAR
Mælum, framleiðum,
útvegum festingar og
setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI