Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Linda María Arnardóttir,átta ára, og tvíburasyst-urnar Arnheiður og ÁrdísHeiðarsdætur, 5 ára, eru fyrirsætur á verðlaunaljósmyndum í LifeShots-ljósmyndasamkeppni sem haldin var fyrir skemmstu í tengslum við árlega ráðstefnu, AACPDM, í Texas í Bandaríkjunum. Skammstöfunin stendur fyrir Am- erican Academy for Cerebral Palsy and Developmental Medicine, og er ráðstefnan einkum ætluð fagfólki og foreldrum barna með CP eða Cere- bral Palsy, sem þýtt hefur verið sem heilalömun, en einnig með fatlanir af öðru tagi. Linda María í kaðlaklifri nefnist mynd Þrastar Más Bjarnasonar sem hreppti 1. sætið og í 3. sæti var myndin Buslað í rigningunni sem Sara Birgisdóttir, móðir tvíbura- systranna, smellti af þeim í raf- magnshjólastólunum sínum. Þær systur voru nýbúnar að fá tryllitækin og urðu himinlifandi þegar þær gátu brunað einar síns liðs beint út í poll þegar fjölskyldan var að viðra sig í Laugardalnum einn góðan rigning- ardag í sumar. Mynd Þrastar Más af Lindu Maríu er hins vegar tekin í Æf- ingastöðinni, en ljósmyndarinn er að sögn Margrétar Völu Marteins- dóttur, verkefnastjóra þar á bæ, hálfgerður hirðljósmyndari stöðv- arinnar. Snillingur, segir hún. „Ljósmyndakeppnin er fastur liður á þessum ráðstefnum, sem haldnar eru til skiptis í ýmsum borg- um í Bandaríkjunum, núna í 69. skipti. Frá Æfingastöðinni fóru sex sjúkraþjálfarar auk tveggja stoð- tækjafræðinga frá Stoð og voru þeir meðal tæplega ellefu hundruð ráð- stefnugesta víðsvegar að úr heim- inum. Þátttakendur eru alltaf hvattir til að senda inn myndir af fötluðum einstaklingum að gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt eða að fagna þegar þeir hafa náð einhverju takmarki. Fjölmargar ljósmyndir bárust í keppnina, Æfingastöðin lagði fram fjórar; tvær eftir Þröst Má og tvær eftir Söru. Okkar konur kynntu myndirnar með stolti þar vestra og voru að vonum glaðar, eins og við öll hér á stöðinni, yfir að þær skyldu ná svona langt,“ segir Mar- grét Vala. 1.200 skjólstæðingar Þótt ljósmyndakeppnin hafi ekki verið þungamiðja ráðstefn- unnar, kunnu þátttakendur vel að meta framtakið. Að öðru leyti voru þeir vitaskuld með hugann við um- Ungar fyrir- sætur á verð- launamyndum Ein átta ára klifrar í köðlum, tvær fimm ára busla á rafmagnshjólastólum í polli í Laugardalnum. Rétt eins og lífið sé leikur. Þannig birtast Linda María Arnardóttir og tvíburasysturnar Arnheiður og Árdís Heiðarsdætur á ljósmyndum sem höfnuðu í 1. og 3. sæti í LifeShots ljósmyndasamkeppni sem sjúkraþjálf- arar Æfingastöðvarinnar kynntu til keppni á þverfag- legri ráðstefnu í Texas. Ljósmynd/Þröstur Már Bjarnason 1. sæti. Kaðlaklifur Linda María Arnardóttir í kaðlaklifri í Æfingastöðinni. Ljósmynd/Þröstur Már Bjarnason. Markmaður Þessi mynd fór líka í keppnina. Aron Freyr Jónsson með tilþrif. Gréta Gísladóttir myndlistarkona ætlar að opna sýningu á verkum sín- um í dag kl. 15 í kaffihúsinu Café Mika en það er í Reykholti í Biskups- tungum. Gréta mun sýna verk sem unnin eru á þessu ári, auk nokkurra eldri verka. Verk hennar þykja einlæg og nokkuð rómantísk. Í kvöld á sama stað kl. 21 ætlar eig- inmaður Grétu, Karl Hallgrímsson tónlistarmaður, að halda létta tón- leika þar sem hann leikur nokkur af uppáhaldslögum Grétu. Nú er lag að skella sér í sveitina og njóta myndlistar og tónlistar og fá sér kaffi og eðalsúkkulaði því á Mika fæst handgert lúxuskonfekt sem og margt fleira fyrir munn og maga. List í Tungunum Konur Brot úr einu verka Grétu. Gréta sýnir myndir, Kalli leikur lögin Ljósmynd/Ívar Sæland Kalli Ætlar að spila uppáhaldslög lista- og eiginkonunnar Grétu. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur situr fyrir svörum á Ritþingi í Gerðu- bergi í Breiðholti í dag kl. 14.00- 16.30. Ritþing Gerðubergs eiga nú fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Fyrirkomulagið er þannig að rithöf- undur situr fyrir svörum stjórnanda og tveggja spyrla í léttu persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið er upp úr verkum hans. Á þennan hátt gefst lesendum einstakt tækifæri til að öðlast persónulega innsýn í líf og feril rithöfundarins, kynnast persón- unni á bak við verkin, viðhorfum hans og áhrifavöldum. Stjórnandi þingsins í dag er Guðni Tómasson og spyrlar eru Auður Að- alsteinsdóttir og Hallgrímur Helga- son. Tónlist flytur hljómsveitin Milky- whale við texta eftir Auði Övu. Ritþingin eru hljóðrituð og gefin út prentuð í fáeinum eintökum en útgáf- una má síðan nálgast rafrænt á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Létt persónulegt spjall, upplestur og lifandi tónlist Spjallað við Auði Övu um rabar- bara, karlmennsku og dverga Rithöfundur Í bókum Auðar Övu er leiftrandi húmor í bland við alvöru. Ný sending • Síðar peysur • Jakka peysur • Stuttar peysur • Túnikur • Töskur • Silkislæður • Ponsjo • Kjólar Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Einnig erum við með vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXXL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.