Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Pólarolía góð fyrir líkamann ÍnýlegridoktorsrannsóknLinnAnne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía,semvargefinígegnumsondu beintniðurískeifugörn,linarliðverki, dregurúrliðbólgumoghefuraðauki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlönduminniheldurhlutfallsle- gamikiðmagnafomega6fitusýrum í samanburði viðomega3fitusýrur. Þettageturorsakaðójafnvægiílíka- manum,semaðeinhverjuleytigetur útskýrt afhverjumargt fólkþjáist af offituogýmsumlífsstílstengdumsjúk- dómumeinsoghjarta-ogæðasjúkdó- mum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávarfangisemalmennterauðugtaf langkeðjuomegafitusýruogsamtímis aðminnkaneyslu ámatvörumsem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir RannsóknBrunborgsáselkjötibendir tilaðþaðsébæðihollogöruggfæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, semmeðal annars erumikilvæg fyrir bólguvið- brögðlíkamans.Virkniselolíunnará bólguviðbrögðvarprófuð í klínískri tilraunásjúklingummeðliðverkiog IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnk- andistarfsgetuoglífsgæðivegansjúk- dómsinsogmöguleikará lækningu erulitlir.Lyfsemdragaúrliðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía,semvargefinígegnumsondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæðáhrif áþarmabólgu.Að neytanægilegssjávarfangsmeðomega fitusýrumgetur haft fyrirbyggjandi áhrifþegarumþróunsjúkdómaeins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta-ogæðasjúkdómaeraðræða. Selolíafæstíöllumhelstuapótekum og heilsu-búðum og ber nafnið Polarolje. Linar verki og minnkar bólgurSELAOLÍA Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Sími 555 2992 og 698 7999 Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð -meiri virkni Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði í gær að allt flug rúss- neskra farþegavéla til Egyptalands yrði stöðvað af öryggisástæðum eftir að skýrt var frá því að grunur léki á að hryðjuverkamenn hefðu grandað rússneskri farþegaþotu fyrir viku með sprengju. Talsmaður Pútíns sagði að forset- inn hefði tekið þessa ákvörðun að ráði helsta öryggisráðgjafa síns. Áð- ur höfðu rússnesk yfirvöld gert lítið úr fréttum um að hryðjuverkamenn kynnu að hafa grandað þotunni með því að koma fyrir sprengju í henni. „Ég tel ráðlegt að að stöðva allt flug rússneskra flugvéla til Egyptalands þar til við höfum komist að hinu sanna um orsök þess sem gerðist,“ sagði Alexander Bortníkov, yfirmað- ur rússnesku öryggislögreglunnar FSB. Að sögn rússneskra yfirvalda eru nú um 45.000 rússneskir ferða- menn í Egyptalandi. Rússneska þotan hrapaði á Sínaí- skaga á laugardaginn var eftir flug- tak frá ferðamannastaðnum Sharm el-Sheikh við Rauðahaf. Vélin var á leiðinni til Pétursborgar og flestir farþeganna voru rússneskir ferða- menn. 224 fórust. Hreyfing íslamista á Sínaískaga sagðist hafa grandað þotunni en greindi ekki frá því hvernig það var gert. Hreyfingin tengist Ríki íslams, samtökum íslamista sem hafa náð stórum svæðum í Sýrlandi og Írak á sitt vald. Samtökin hafa hvatt stuðn- ingsmenn sína til árása á Rússa vegna lofthernaðar rússneska hers- ins í Sýrlandi. Sprengja í farangri? Breska blaðið The Times skýrði frá því í gær að talið væri að farþegi eða starfsmaður flugvallarins hefði komið fyrir sprengju í farangurs- rými rússnesku þotunnar skömmu fyrir flugtak. Hermt er að þetta byggist á hlerunum bandarískra og breskra leyniþjónustumanna sem fylgjast með fjarskiptum milli íslam- ista á Sínaískaga og í Sýrlandi. „Ég tel vera möguleika á að sprengju hafi verið komið fyrir í vél- inni og við tökum þetta mjög alvar- lega,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í útvarpsviðtali. Hann lagði þó áherslu á að of snemmt væri að fullyrða að hryðju- verkamenn hefðu grandað þotunni. Talsmaður innanríkisráðuneytis Egyptalands sagði að ákveðið hefði verið að efla öryggisgæsluna á flug- völlum landsins til að fullvissa bresk stjórnvöld um að óhætt væri að heimila flug farþegaþotna til lands- ins. Bresk flugfélög byrjuðu í gær að flytja farþega frá Sharm el-Sheikh eftir að ríkisstjórn Bretlands stöðv- aði flug breskra flugvéla til bæjarins. Um 19.000 breskir ferðamenn voru í bænum í gær þegar brottflutningur- inn hófst. Mikil reiði var meðal far- þega sem komust ekki með fyrstu flugvélunum og voru sendir aftur á hótel sín eftir að egypsk yfirvöld frestuðu nokkrum flugferðum, að sögn fréttaveitunnar AFP. Pútín bannar allt flug rúss- neskra véla til Egyptalands  Grunur leikur á að sprengja hafi verið sett í farangursrými þotu sem hrapaði AFP Sorg Fjölskylda í rússnesku borginni Velíkí Novgorod við útför sextugrar konu sem lét lífið þegar rússneska þotan hrapaði á Sínaískaga fyrir viku. Styður Ríki íslams » Íslamistahreyfingin, sem segist hafa grandað þotunni, hefur framið hryðjuverk og gert árásir á egypska hermenn á Sínaískaga frá 2011. » Talið er að liðsmenn hreyf- ingarinnar á skaganum séu 1.000 til 1.500. » Hreyfingin hét samtökunum Ríki íslams í Sýrlandi og Írak hollustu fyrir ári. Ríkisstjórnin í Síle hefur viður- kennt að ein- ræðisstjórn Aug- ustos Pinochet kunni að hafa lát- ið ráða ljóð- skáldið Pablo Neruda af dögum árið 1973. Innanríkis- ráðherra landsins tilkynnti þetta og vitnaði í opinbert skjal þar sem fram kemur að „það er augljóslega mögu- legt og mjög líklegt að þriðji aðili“ beri ábyrgð á dauða Neruda. Ráðu- neytið bætti þó við að enn væri beðið niðurstöðu sérfræðinga sem rann- saka hvort skáldið hafi verið myrt en ekki dáið úr krabbameini eins og haldið hefur verið fram. Ætlaði í útlegð Neruda fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1971. Hann var kommúnisti, aðdáandi Stalíns og stuðningsmaður marxistans Salvadors Allende for- seta sem fyrirfór sér þar sem hann vildi ekki gefast upp fyrir hermönn- um í valdaráni undir forystu Pinoc- hets í september 1973. Neruda hugðist fara í útlegð og berjast gegn einræðinu en daginn áður en hann ætlaði úr landi var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hafði verið í með- ferð við krabbameini í blöðruháls- kirtli. Sagt var að hann hefði dáið úr krabbameininu 23. september 1973, 69 ára að aldri. bogi@mbl.is Neruda mögulega myrtur Pablo Neruda  Beðið eftir niður- stöðu rannsóknar Nýr fjölmiðla- fulltrúi Benja- mins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið gagnrýndur fyrir umdeild um- mæli sem hann viðhafði áður en var skipaður í starfið. Fjöl- miðlafulltrúinn Ran Baratz hafði meðal annars gagnrýnt Barack Obama Bandaríkjaforseta á Face- book og sakað hann um að hafa and- úð á gyðingum. „Og það kemur auð- vitað með miklu umburðarlyndi og skilningi á íslömsku gyðingahatri,“ sagði Baratz m.a. um forsetann. Ummælin komu Netanyahu í vanda vegna þess að hann á fund með Obama í Washington á mánu- daginn kemur þar sem þeir ætla m.a. að reyna að jafna ágreining ríkjanna vegna samnings Bandaríkjastjórnar við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Netanyahu gagnrýndi um- mæli fjölmiðlafulltrúans í fyrradag, sagði þau ekki endurspegla afstöðu Ísraelsstjórnar, og Baratz baðst af- sökunar. „Augljóst er að ummælin gáfu til- efni til afsökunarbeiðni,“ sagði tals- maður Obama forseta. Baratz hafði einnig skrifað að John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, væri „ekki eldri en 12 ára að andlegum aldri“. bogi@mbl.is Sakaði Obama um gyðingahatur Ran Baratz Þátttakendur í brennugöngu í bænum Lewes í suðaust- anverðu Englandi í fyrrakvöld. Gangan fer fram árlega til að minnast aftöku sautján kristinna píslarvotta í Lewes á 16. öld. Þátttakendurnir brenna m.a. eftir- mynd Guy Fawkes, sem var tekinn af lífi fyrir tilraun til að sprengja þinghús og konung í loft upp árið 1605. AFP Brennuganga til minningar um píslarvotta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.