Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
þar sem ríkið var dæmt til að greiða
Banönum ehf. um 40 milljónir króna
vegna eftirlitsgjalda sem ekki áttu
sér lagastoð mun líklega leiða af sér
frekari útgjöld fyrir ríkið að því
gefnu að ekki verði áfrýjað í málinu.
Þannig hafa fyrirtæki á borð við
Mata, Búr, Grænmetismarkaðinn og
Blómaval einnig greitt sambærileg
gjöld undanfarin ár.
Um er að ræða gjöld sem eru
1-2% eftir tollflokkum innfluttra
plantna.
Bananar ehf. töldu að einungis
væri hægt að taka gjald í formi þjón-
ustugjalds fyrir kostnaði sem standi
í beinum efnislegum tengslum við þá
þjónustu eða eftirlitsgerð sem til-
greind er í gjaldtökuheimildinni.
Hins vegar hafi þjónustan sem var
í formi eftirlitsskyldu Matvælastofn-
unar og tollayfirvalda ekki end-
urspeglað þann kostnað sem gjald-
takan bar með sér. Því samsinnti
dómurinn og niðurstaða hans því sú
að álagning eftirlitsgjaldsins árin
2011 til 2014 hefði verið ólögmæt.
Kostnaðarsamt fyrir ríkið
Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, telur að kostnaður ríkisins
vegna niðurstöðunnar geti jafnvel
numið hundruðum milljóna króna.
„Okkur finnst áhugavert að dóm-
urinn tiltaki að gjaldið þurfi að end-
urspegla þá þjónustu sem veitt er
við hvert og eitt fyrirtæki. Mörg
dæmi eru um það í gjaldtöku-
frumskógi ríkisins, að fyrirtæki séu
að greiða háar fjárhæðir í eftirlits-
gjöld, en fái á móti litla sem enga
þjónustu,“ segir Ólafur.
Ríkið þurfi að sýna fram á rök
Nefnir hann máli sínu til stuðn-
ings tilvik þar sem Icepharma hafði
greitt há þjónustugjöld til Lyfjaeft-
irlitsins en einungis séð eftirlits-
mann einu sinni á tíu árum.
Ólafur býst fastlega við því að
máli Banana ehf. gegn ríkinu verði
áfrýjað til Hæstaréttar.
Spurður hvort gera megi ráð fyrir
öldu málsókna, ef Hæstiréttur stað-
festir niðustöðu héraðsdóms, telur
Ólafur slíkt ekki útilokað. „Til að
forðast slíkt þá finnst okkur að ríkið
ætti að hafa frumkvæði að því að
taka til í þessum gjöldum,“ segir
Ólafur. Hann telur að mikil bragar-
bót yrði í stjórnsýslunni ef ríkið
þyrfti að tiltaka rök og sýna fram á
hvers vegna tiltekin gjöld eru lögð á.
„Að sýnt verði fram á kostnaðinn
sem þar er undir í stað þess að
leggja þetta fram í formi skatta sem
svo fara í einhverjar eftirlitsstofn-
anir sem bólgna út að óþörfu,“ segir
Ólafur.
Útilokar ekki öldu dómsmála
Héraðsdómur taldi gjaldtöku ríkisins ekki endurspegla þjónustu ríkisins Framkvæmdastjóri FA
telur mörg sambærileg dæmi í gjaldtökufrumskógi ríkisins Eftirlitsstofnanir bólgna út að óþörfu
Morgunblaðið/Ásdís
Bananar Niðurstaða héraðsdóms ber með sér að gjaldtaka hafi verið í ósamræmi við veitta þjónustu ríkisins.
Gíslu Guðni
Hall
Ólafur
Stephensen
Gísli Hall, sem flutti málið f.h.
Banana ehf., segist ekki vita til
þess að málinu hafi verið áfrýjað,
en áfrýjunarfrestur er þrír mán-
uðir. Hann telur að dómurinn
þurfi ekki að hafa víðtæk bein
áhrif umfram þann markað sem
viðkemur innflutningi á plöntum
og grænmeti. Gjaldtakan sem um
var að ræða hafi verið samkvæmt
reglugerð og annars eðlis en
hefðbundin innheimta þjónustu-
gjalda t.d. hjá Matvælastofnun,
sem um fari samkvæmt sund-
urliðuðum gjaldskrám. „Gjald-
takan í þessu tilviki birtist eins og
hver
annar skattur og án tengsla við
raunverulega veitta þjónustu á
móti,“ segir Gísli. Hann telur lík-
legt að aðrir, sem greitt hafi
gjöldin eins og Bananar ehf., sæki
um endurgreiðslu.
„Við munum reikna þetta upp
og gera sambærilega kröfu og
Bananar,“ segir Eggert Árni Gísla-
son, framkvæmdastjóri Mata sem
flytur inn grænmeti og ávexti.
Ósamræmi
í gjaldtöku
MATA MUN GERA KRÖFU
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Við erum eina landssambandið sem
vex. Það eru deildir komnar víða í
Evrópu, Suður-Ameríku, Kanada og
Bandaríkjunum en það er alltaf litið
á okkur sem eitthvað alveg sérstakt
– að íslenska konan sé svo sterk, full
af frumkvæði og sköpunargáfu,“
segir dr. Sigrún Klara Hannesdóttir,
prófessor emeritus og ein af stofn-
endum Delta Kappa Gamma, félags
kvenna í fræðslustörfum á Íslandi,
en í dag fagnar félagið fjörutíu ára
afmæli sínu.
Í félaginu eru rúmlega 300 konur
á Íslandi og snerta þær allar
menntakerfið á einhvern hátt.
„Þetta er stór hópur kvenna með
fjölbreyttan bakgrunn, til dæmis
sálfræðingar, skólahjúkrunarkonur,
skólastjórar og kennarar,“ segir hún
en litið sé á Ísland sem kyndilbera
innan samtakanna vegna árangurs
þeirra og félagafjölda.
Afmælishátíðin hefst með veglegu
málþingi í Þjóðarbókhlöðunni sem
hefst klukkan tvö, þar sem yfir-
skriftin er Unga nútímakonan. „Er
hún að eiga við sömu viðfangsefnin
og þegar við vorum að byrja fyrir
fjörutíu árum eða eru viðhorfin önn-
ur?“ spyr Sigrún.
Upphafið á kvennafrídegi
„Maður var svo upptendraður og
það var svo ægilega gaman að vera
kona,“ segir Sigrún sem var nýkom-
in af fyrsta kvennafrídeginum hér á
landi þann 24. október 1975 þegar
hún fékk boð um að koma á Hótel
Sögu og hitta þar konu sem vildi
setja á laggirnar deild innan al-
þjóðlegra samtaka fyrir konur í
fræðslustörfum.
„Við byrjuðum að malda í móinn,
að kennarar og íslenskar konur
væru of uppteknar en hún hlustaði
ekkert á það,“ segir Sigrún og fyrr
en varði voru komnir tuttugu og sex
félagar í samtökin.
„Þegar hún hvarf svo á braut eftir
stofnunina stóðum við allar, horfðum
hver á aðra og sögðum: hvað nú?“
segir Sigrún hlæjandi en það hafi
ekki tekið þær langan tíma að skipu-
leggja og hefja aðgerðir sínar í þágu
menntamála. Fóru þær yfir alla
lagasetningu og frumvörp er sneru
að málaflokknum og sendu form-
legar umsagnir til þingnefnda. Skrif-
aðar voru greinar í Morgunblaðið
um allt það sem þær töldu að betur
mætti fara og kæmi að gagni við
uppeldis- og menntastörf. „Það var
eftir þessu tekið.“ Þá voru mennta-
málaráðherra og skólastjórar kall-
aðir á fundi þar sem málin voru
rædd í einlægni.
Gerum gagn út á við
Dr. Sigrún Klara, sem setur af-
mælismálþing félagsins í dag, hefur
einnig unnið til alþjóðlegrar viður-
kenningar Delta Kappa Gamma fyr-
ir mikið og óeigingjarnt starf í þágu
samtakanna. Var hún fyrsta konan í
Evrópu til að hljóta viðurkenn-
inguna.
„Nú eigum við að snúa okkur í
aðra átt, hætta að tala um kenn-
arann og að bæta hann því kennarar
hafa alla möguleika og konur eru
orðnar fjölmennastar í kennarastétt.
Nú þarf að styðja þá sem eiga erfitt í
útlöndum, fá til okkar kennara til að
læra. Reynum að gera gagn út á
við,“ segir hún bjartsýn á fram-
haldið.
Íslenskir kyndilberar
Delta Kappa Gamma
Félag íslenskra kvenna í fræðslustörfum fagnar 40 árum
Ljósmynd/Delta Kappa Gamma
40 ára Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi, og dr. Sigrún Klara Hannes-
dóttir, fjórða frá vinstri í efri röð, sóttu vorþing Delta Kappa Gamma.
10. nóvember
Lilja Guðmundsdóttir
Antonia Hevesi píanó
HÁDEGISTÓNLEIKAR
- LUNCHTIME OPERA CONCERTS -
Þriðjudaga kl. 12.15 í Norðurljósasal - Hörpu.
Aðgangseyrir: 1.500 kr.
- MÓÐIR -
KONA MEYJA
Nýtnivikan verður haldin í Reykja-
vík vikuna 21.-29. nóvember 2015.
Markmið vikunnar er að draga úr
myndun úrgangs og hvetja fólk til
að nýta hluti betur. Þetta er í
fjórða sinn sem Nýtnivikan fer
fram hér á landi og er þema vik-
unnar að þessu sinni „afefnisvæð-
ing – að gera meira fyrir minna“.
Vikan er samevrópsk og er ætlað
að vekja fólk til vitundar um nauð-
syn þess að draga úr magni úr-
gangs m.a. með því að lengja líf-
tíma hluta, samnýta hluti og stuðla
almennt að því að þeir öðlist fram-
haldslíf frekar en að enda sem úr-
gangur.
Lýst er eftir þátttakendum sem
hafa áhuga á að standa að við-
burðum á Nýtniviku sem tengjast
því að koma í veg fyrir sóun. Það
sem þarf að gera er að skipuleggja
atburð eða aðgerð sem fellur undir
verkefnið og senda póst um at-
burðinn og skipuleggjendur á net-
fangið nytnivika@reykjavik.is.
Nýtnivika haldin í Reykjavík í lok nóvember