Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Í byrjun vikunnar varð nokkuð alvarlegt umferðarslys í botni Eskifjarðar þegar tveir bílar skullu sam- an í glæraísingu sem myndast hafði stað- bundið um morg- uninn. Sjónarvottar sögðu að vegir á Aust- fjörðum hefðu verið blautir þennan morg- un og veðurmælistöð Veðurstofunnar þarna steinsnar frá sýndi +4°C um líkt leyti og óhapp- ið varð. Nú er runnið upp eitt varasamasta tímabil ársins sem einkennist af bleytu á vegum í skammdeginu þar sem ísing mynd- ast auðveldlega, jafnvel í tiltölulega mildu veðri. Þau eru mörg dæmin á undanförnum árum þar sem hita- mælir í bíl sýnir +4 og jafnvel +5°C. Ökumaður á einskis ills von og veit ekki fyrr en bíllinn er skyndilega utan vegar og jafnvel á hvolfi. Vegyfirborðið getur verið mun kaldara en hiti í 0,3-0,5 m hæð segir til um. Á veðurstöðum er hiti mældur í 2 m hæð og sums staðar í vegyfirborði hefur Vegagerðin komið fyrir skynjurum sem sýna svokallaðan veghita. Þeir mælar eru til mikillar hjálpar, en stað- bundnar aðstæður eru svo fjöl- breytilegar að útilokað væri að koma fyrir slíkum nemum á öllum þekktum „kuldapoll- um“ á helstu þjóð- vegum landsins. Ökumenn verða ein- faldlega að sýna ár- vekni og þekkja skil- yrðin. Eitt hættumerkið er þegar saman fer stjörnu- bjartur himinn og blautir vegir. Þá er út- geislun jarðar ör og yfirborð, lægstu nokkrir sentimetrarnir, geta verið mun kaldari en lofthiti segir til um. Annað einkenni þegar dagsljóss nýtur er þegar ökumaður sér að sjór eða vötn sem ekið er hjá eru spegilslétt eða sinustráin í vegkönt- um bærast ekki. Þá er logn niðri við veg, nær engin blöndun og veg- yfirborðið fær ráðrúm til að kólna, líka á daginn! Oft, en þó ekki alltaf, fer þetta saman, hægviðri og heið- ríkja þegar glerhálka myndast. Og athugið að lág vetrarsólin nær yf- irleitt ekki að verma vegyfirborðið. Þriðja ráðið er að læra hjá reynd- um ökumönnum hverjir þeir eru staðirnir á vegunum sem gjarnan frjósa fyrst. Reynslan kemur þarna að afar góðum notum. Mér hefur fundist upp á síðkast- ið samfara mildari haustveðráttu og snemma vetrar að veðurskilyrði sem valda glæraísingu séu algeng- ari nú en áður. Oftar rignir og minna er um snjó á láglendi sem fellur í hita undir frostmarki þetta snemma vetrar. Þetta byggi ég einkum á tilfinningu, en auðvelt væri að bera saman mælingar á nokkrum stöðum við fyrri tíma, einkum í nóvember og desember. Þeir mánuðir eru einmitt hinir eig- inlegu hálkumánuðir í svartasta skammdeginu og vegfarendur eru hvattir til að sýna sérstaka ár- vekni. Jafnvel þó svo að Vegagerð- in beiti ýmsum úthugsuðum fyr- irbyggjandi hálkuvörnum þar sem umferðin er mest. Kynnið ykkur aðstæður, lesið í veðrið og um- hverfið. Lærið að þekkja þessi ein- kenni sem eru hálkuvaldar þegar vegir eru blautir og lofthiti klár- lega yfir frostmarki. Glerhálka í skammdeginu Eftir Einar Sveinbjörnsson Einar Sveinbjörnsson »Mér hefur fundist upp á síðkastið samfara mildari haustveðráttu að veðurskilyrði sem valda glæraísingu séu algengari nú en áður. Höfundur er veðurfræðingur og starfar með vetrarþjónustu Vega- gerðarinnar Deilur um launakjör hafa verið meginstef fjölmiðlaumræðu síð- astliðin tvö ár. Um leið og kjarabaráttu einnar starfstéttar lýkur tekur barátta þeirrar næstu við. All- ir eru sammála um að óbreytt ástand sé ótækt og engum til heilla. Engu að síður gengur illa að stilla saman strengi og ekki sér enn fyr- ir endann á átökunum. Ein af meginorsökum þessarar stöðu er skortur á upplýsingum og samræmi í launafyrirkomulagi. Væntingar samningsaðila byggjast oft á ólíkum forsendum og sam- anburður á milli ólíkra hópa er erf- iður. Við slíkar aðstæður verður alltaf erfitt að ná sátt á vinnumark- aði. Til að draga úr þessum vanda þyrfti að einfalda og samræma launafyrirkomulag eftir fremsta megni. Þannig mætti tryggja aukna sátt um forsendur og rétt- mæti ólíkra launakrafna. Semja um sinn hlutinn hvor Fyrir starfsmenn skipta útborg- uð mánaðarlaun mestu máli. Vinnu- veitendur horfa hins vegar á heild- arkostnað vegna launa og launatengdra gjalda. Á milli þess- ara tveggja stærða er ansi breitt bil. Auk beinna launa greiða vinnu- veitendur tryggingagjald og mót- framlag til lífeyris. Því til viðbótar njóta starfsmenn orlofsréttinda og annarra fríðinda sem ekki koma fram á launaseðli. Til að geta greitt starfsmanni 500 þúsund krónur í grunnlaun þarf því að leggja út sem nemur 740 þúsund krónum á mánuði. Eftir lögboðnar skatt- og lífeyrisgreiðslur nema grunnlaunin um 340 þúsund krónum. Viðkomandi starfsmaður fær því innan við helming af launakostnaði vinnuveitanda útborg- aðan. Undir slíkum kringumstæðum er ekki undarlegt að upp- lifun þessara tveggja aðila sé ólík. Þeir eru í raun að semja um sinn hlutinn hvor. Hægt er að draga úr þessum mismun með lækkun tryggingagjalds, tekjuskatts og útsvars samhliða afnámi samningsbundinna eingreiðslna. Grunnlaun eða heildarlaun? Stéttarfélög vísa gjarnan til grunnlauna í stað heildarlauna í sinni hagsmunabaráttu. Þannig eru grunnlaun ýmist borin saman við sömu stéttir erlendis eða sam- anburðarstétt innanlands. Flækju- stig kjarasamninga fer sívaxandi og slíkur samanburður er því oft villandi. Hlutdeild grunnlauna í heildarlaunum skiptir þar lykilmáli. Á Íslandi er hlutdeildin lág í al- þjóðlegum samanburði vegna hlut- fallslega hárra álags- og yfirvinnu- greiðslna. Jafnframt er hlutdeildin afar ólík á milli starfsstétta. Ef umræða um kjaramál á að geta farið fram á upplýstum grunni þarf að breyta þessu. Þannig er endurskoðun launakerfa eitt af lyk- ilskrefunum í átt að aukinni sátt á vinnumarkaði. Í stað þess að freist- ast til að ljúka samningum með ógagnsæjum viðbótarréttindum ætti að stefna að auknu vægi grunnlauna. Þannig verður sam- anburður einfaldari og minna svig- rúm fyrir talnaæfingar. Til lengri tíma eykur það traust á vinnu- markaði og er öllum til hagsbóta. Almenn epli – opinberar appelsínur Að lokum er borin von að sátt ríki á vinnumarkaði án þess að réttindi opinberra og almennra starfsmanna verði samræmd. Ef litið er með heildstæðum hætti á starfskjör kemur í ljós að opinberir starfsmenn njóta margvíslegra réttinda sem launþegum á almenn- um vinnumarkaði standa ekki til boða. Þar ber helst að nefna tvö- föld lífeyrisréttindi, ríflegri orlofs- og veikindarétt, meira starfsöryggi, hagstæðara fæðingarorlof og víð- tækari rétt til endur- og símennt- unar. Engin málefnaleg rök liggja til grundvallar þessum umframrétt- indum. Þau torvelda hins vegar samanburð á launakjörum og eru þannig til þess fallin að afvegaleiða umræðu um kjaramál. Nýjar fregnir af samkomulagi SALEK- hópsins um jöfnun lífeyrisréttinda þessara tveggja hópa marka von- andi fyrsta skrefið af fleirum í þá átt. Í því samhengi veldur þó von- brigðum að KÍ og BHM skuli ekki hafa undirritað umrætt sam- komulag. Aukið gagnsæi og traust Ofangreindar tillögur skapa grundvöll fyrir hærri útborguðum grunnlaunum og upplýstari um- ræðu um kjaramál. Til að hrinda þeim í framkvæmd þarf framlag allra aðila vinnumarkaðarsins: hins opinbera, stéttarfélaga og al- mennra vinnuveitenda. Þær þurfa ekki að vera á kostnað einnar starfstéttar umfram aðra en myndu auka bæði gagnsæi og traust í kjaraviðræðum framtíð- arinnar. Með það í huga væri um verðug skref í átt að varanlegum stöðugleika á vinnumarkaði að ræða. Eftir Frosta Ólafsson » Flækjustig kjara- samninga fer sívax- andi og slíkur sam- anburður er því oft villandi. Frosti Ólafsson Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Minni sporslur + – meiri laun Ágæti forstjóri! Mikil óánægja ríkir nú meðal ljósmæðra Landspítala eftir að fé- lagsdómur úrskurðaði nú í október í máli sem Ljósmæðrafélag Ís- lands höfðaði gegn rík- inu. Af hverju kom þessi staða upp? Ljósmæður tóku þátt í tímabundnu verkfalli sem stóð á þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtudög- um frá 7. apríl til 13. júní, eða þar til að ríkið setti á okkur lög og lauk þannig verkfalli okkar. Um mán- aðamót apríl/maí var fyrsti launafrá- drátturinn staðreynd og ætluðum við ljósmæður ekki að trúa okkar eigin augum, þetta hlytu að vera mistök sem yrðu leiðrétt strax en margar hverjar voru þá búnar að vinna alla sína vinnuskyldu. Mán- aðamót maí-júní gerist það sama, u.þ.b. 55% af launum okkar eru dregin frá okkur þrátt fyrir vinnu. Okkur var brugðið, hvernig gat spít- alinn athugasemdarlaust tekið við vinnuframlagi okkar ef ekki átti að greiða okkur laun? Sá háttur sam- rýmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaður á að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls. Ljósmæður sýndu áfram mikla þolinmæði enda birtist frá þér tilkynning á vef spít- alans þann 3. júní 2015 um að Vel- ferðarráðuneytinu hefði verið sent bréf þess efnis að það væri skoðun Landspítala að starfsmenn fengju greitt fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi, hvort sem það væri á verk- fallstíma eða ekki og að ráðuneytið hefði tekið undir þá afstöðu Land- spítala. Ég spyr því hér, á hverju strand- aði? Þegar velferðarráðuneytið tók undir afstöðu Landspítala, var það þá ekki spítalans að greiða laun fyrir unnin störf? Áfram segir í tilkynningunni 3.júní sl.: „Í framhaldinu hef ég, ásamt framkvæmdastjórn spítalans, ákveðið að allar launagreiðslur til starfsmanna í verkfalli verði yf- irfarnar og lagfærðar eftir þörfum að teknu tilliti til vinnufyr- irkomulags starfsmanna á stofn- uninni.“ Þarna var ljósmæðrum létt enda baðstu okkur um, kæri for- stjóri, að sýna biðlund þar sem flækjustigið væri hátt og vinnsla málsins krefðist tíma. Við biðum lengi, svo lengi að félagið okkar fór með málið fyrir félagsdóm. Flestir vita um úrskurð félagsdóms en þar dæmdu þrír dómarar af fimm okkur í óhag og eru dómsorð þessara þriggja dómara svo flókin að það er ekki fyrir venjulegan mann að skilja. Tveir dómarar skiluðu hinsvegar séráliti og er það álit auðskilið og einfalt og hvet ég almenning til að lesa sérálit þeirra http://www.ur- skurdir.is/Felagsmala/Felags- domur/nr/7962) Ég spyr: Hvert er hlutverk launa- deildar Landspítala? Er það ekki hennar hlutverk að reikna út laun samkvæmt stimp- ilklukku og senda til fjársýslu ríkisins? Okkur hefur verið sagt að fjársýsla rík- isins hafi sent Land- spítala reiknireglu sem eingöngu er hægt að nota fyrir dag- vinnufólk. Var það þá ekki í höndum Land- spítala að senda hana til baka þar sem hún var ónothæf til út- reikninga launa fyrir vaktavinnufólk? Okkur finnst eins og allir bendi hver á annan, þ.e. fjármálaráðu- neytið, fjársýsla ríkisins og Land- spítalinn. Ég tel að málið hefði ekki þurft að ganga svona langt ef það hefði verið útskýrt á einfaldan hátt varðandi vinnuskipulag vaktavinnufólks. Þeir sem „ráða“ virðast ekki hafa skilið það að stærsti hluti ljósmæðra á LSH vinnur vaktavinnu, þ.e. allan sólarhringinn sjö daga vikunnar. Vinnuvikan er því ekki 8-16 mánu- daga til föstudaga eins og þegar um dagvinnumenn eru að ræða. Það var því ekki hægt að nota þá reiknireglu sem Landspítali segir að fjársýsla ríkisins hafi sent spítalanum til að nota við útreikninga launa (sjá dreifibréf). Dreifibréf þetta sem er merkt 6/2001 er illfinnanlegt og leik- ur mér forvitni á að vita hvaðan þetta dreifibréf kemur, hver sam- þykkir og hvort um opinbert plagg sé að ræða? Allavega finnur und- irrituð ekki plaggið inná vef fjár- málaráðuneytis. Ljósmæður hafa verið með lang- lundargeð mikið, hafa sýnt ótrúlega þrautseigju og sýnt spítalanum traust, þær hafa hlaupið til dag sem nótt, helgar sem virka daga þegar kallað er á aukamannskap vegna álags á deildinni til að sinna konum í barnsnauð. Ófremdarástand er nú að skapast á kvennadeild Landspítala þar sem langlundargeð ljósmæðra er á þrot- um. Kæri forstjóri, það verður að finnast lausn á málinu hið snarasta áður en í óefni kemur, það má ekki taka neina áhættu hvorki varðandi starfsfólk né skjólstæðinga. Fæðing- arvakt Landspítala er sú deild sem er með hæsta þjónustustigið á land- inu og á þeirri deild verður alltaf að vera fullmannað. Ljósmæður eru ekki tilbúnar í að taka á sig auka- vinnu umfram vinnuskyldu meðan þær hafa ekki fengið greitt fyrir þá vinnu sem þær hafa þegar skilað af sér til spítalans. Hví benda menn hver á annan og firra sig ábyrgð? Eftir Guðrúnu I. Gunnlaugsdóttur Guðrún I Gunnlaugsdóttir » Það var því ekki hægt að nota þá reiknireglu sem Land- spítali segir að fjársýsla ríkisins hafi sent spít- alanum til að nota við útreikninga launa. Höfundur er ljósmóðir á fæðing- arvakt Landspítala www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnurgegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt aðminnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.