Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verulega mun þrengja að rekstri RÚV á næsta ári ef útvarpsgjald verður lækkað. Stjórn RÚV hefur spáð hundraða milljóna aukningu í rekstrarkostnaði vegna kjarasamn- inga og launaþróunar. Skertar tekjur myndu því kalla á aðgerðir. Það á þátt í þessari erfiðu stöðu að áform um 10% niðurskurð haust- ið 2013 náðu ekki fram að ganga. Þannig segir Páll Magnússon, fyrrverandi út- varpsstjóri, að rekstrar- horfurnar væru betri núna ef fyr- irhugaðar að- haldsaðgerðir haustið 2013 hefðu staðið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur ráðherranefnd um ríkisfjármál ekki afgreitt 182 milljóna skilyrt við- bótarframlag til RÚV. Til tíðinda dró í því máli síðdegis í gær þegar RÚV sagði frá svari fjármálaráðuneytis varðandi málið. Var haft eftir ráðu- neytinu að það teldi RÚV hafa upp- fyllt skilyrði framlagsins. Fjallað er um málið hér fyrir neðan og á mbl.is. Gjöldin jukust á nýjan leik Fram kemur í nýrri skýrslu nefnd- ar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 að rekstrargjöld RÚV lækkuðu úr 6.178 milljónum rekstrarárið 2007- 08 í 5.234 milljónir rekstrarárið 2008- 09, eða um 944 millj. Það var rúmlega 15% lækkun. Kom þessi lækkun í kjölfar mikilla niðurskurðaraðgerða. Þróun rekstrarkostnaðar frá 2007 til 2015 er sýnd á grafi hér til hliðar, ásamt breytingum í fjölda stöðugilda hjá RÚV á tímabilinu. Rekstrartöl- urnar hafa verið núvirtar á verðlag í ágúst 2015 af skýrsluhöfundum. Það vekur athygli að rekstr- argjöldin haldast á svipuðu bili rekstrarárin 2008-09 og fram til rekstrarársins 2010-11. Þau aukast síðan í 5.627 milljónir króna rekstr- arárið 2011-12. Þau lækkuðu hratt næstu ár aftur og náðu lágmarki 2012-13 þegar þau voru 5.226 millj- ónir. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið áætlað að rekstrargjöld RÚV geti aukist í 5.610 milljónir á næsta ári, eða um 328 milljónir milli rekstrarára. Nánar er fjallað um þá fjárþörf síðar í þessari grein. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að í árslok 2013 hafi um 85% af breyti- legum kostnaði RÚV verið vegna launa og launatengdra gjalda. Páll Magnússon lét af störfum sem útvarpsstjóri í desember 2013 eftir mikil mótmæli vegna áformaðs 10% niðurskurðar hjá stofnuninni. Fram kom í fréttum á þeim tíma að til stæði að skera niður hjá Rás 1. Stöðinni hefði verið hlíft í niðurskurð- inum 2008-09. Fram kemur í ársskýrslu RÚV 2014 að „uppsagnir 10 af 26 fastráðn- um dagskrárgerðarmönnum á Rás 1 í lok nóvember 2013 [hafi sett] mark sitt á rekstrarárið“. Samkvæmt heim- ildum blaðsins segir fækkun stöðu- gilda ekki alla söguna. Uppsagnir gengu til baka Fram kom í Morgunblaðinu 10. desember 2013 að 216 stöðugildi voru eftir hjá RÚV í kjölfar þess að stöðu- gildum var fækkað um 54,5 þá um haustið. Samkvæmt svari Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra í Morgun- blaðinu í gær voru að jafnaði 297 stöðugildi hjá RÚV árið 2013 og 270 stöðugildi árið 2014. Upplýsingar um fjölda starfandi verktaka væru hins vegar ekki tiltækar fyrir tímabilið 2007-15. Þá sagði hann kostnað við verktaka á síðustu árum hafa að jafn- aði verið um 20-25% af heildar- launakostnaði og að engin breyting hefði orðið þar á. Spurður um áðurnefnda 300 millj- óna króna aukningu í rekstrarkostn- aði RÚV milli rekstrarára 2012-13 og 2013-14 segist Páll Magnússon ekkert geta fullyrt um það sem gerðist eftir að hann lét af störfum. Þessi nið- urstaða bendi hins vegar auðvitað ein- dregið til þess að hvikað hafi verið frá þeim niðurskurði sem hafinn var hjá RÚV í árslok 2013. Meðal annars hljóti uppsagnirnar að einhverju leyti að hafa gengið til baka. Það und- anhald hafi hafist hjá Illuga Gunn- arssyni mennta- og menningar- málaráðherra og stjórn RÚV síðan rekið flóttann. Skuldir hefðu aukist minna Páll segir að ef staðið hefði verið við áformin um niðurskurðinn hefði ekki orðið tap upp á 271 milljón hjá RÚV rekstrarárið 2013-14. Jafnframt hefðu skuldir þá ekki aukist jafn mikið, en þær fóru samkvæmt skýrslunni úr 6.272 milljónum 2013 í 6.968 milljónir 2014, á verðlagi hvors árs. Páll benti jafnframt á að reksturinn hefði þegar hér var komið sögu verið kominn „á gott ról“. Af þeim fjórum árum sem liðin voru frá hruni hefðu þrjú skilað hagn- aði. Samtals hefði verið 312 milljóna króna hagnaður á þessu tímabili, frá rekstrarárinu 2009-10 og til og með 2012-13, sem var síðasta heila rekstr- arárið í tíð Páls. Haft var eftir Magnúsi Geir hér í blaðinu í gær að engin ný lán hefðu verið tekin hjá RÚV síðan hann tók við starfi útvarpsstjóra 10. mars 2014. Magnús Geir hafði þá verið í stjórn RÚV frá árinu 2011. Eyþór Arnalds, formaður nefnd- arinnar sem vann nýju skýrsluna um RÚV, bendir á að RÚV hafi tvisvar frestað afborgunum af lánum. Það gerðist í tíð Magnúsar Geirs sem út- varpsstjóra. Slíkar aðgerðir væru ígildi lántöku. Vísar Eyþór þar til tveggja tilkynn- inga RÚV til Kauphallarinnar í októ- ber og desember 2014 þar sem greint var frá því að RÚV hefði náð sam- komulagi um að fresta afborgunum af skuldabréfi við LSR, sem samkvæmt skýrslunni stóð í 3,2 milljörðum um síðustu áramót. Fyrst var óskað eftir fresti á greiðslu skuldabréfsins á gjalddaga 1. október til 31. desember 2014. Var sá frestur síðan fram- lengdur til 31. mars 2015. „Erfið fjár- hagsstaða RÚV veldur því að ekki er bolmagn til að greiða afborgunina, en hún er að upphæð um 190 milljónir króna,“ sagði í síðari tilkynningunni. RÚV spáir vaxandi útgjöldum Fram kemur í árshlutauppgjöri RÚV í ágúst sl. að ljóst sé að auglýs- ingatekjur muni „halda áfram að dragast saman að raungildi“. „Þá liggur fyrir að nýsamþykktir kjarasamningar á almennum markaði munu hækka rekstrarkostnað um- talsvert. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld muni vegna þessa hækka um tæplega 140 milljónir króna á seinni hluta ársins 2015 og aftur um 180 milljónir króna á árinu 2016. Áhrif aukinnar verðbólgu verða einnig mikil eða um 70–90 milljónir króna á ári í hækkun rekstrarkostn- aðar miðað við verðbólguspár. Stjórn Ríkisútvarpsins hefur því vakið at- hygli á því að til að ekki þurfi að grípa til enn frekari niðurskurðaraðgerða og þjónustuskerðingar megi útvarps- gjald ekki lækka frekar en orðið er, heldur verði að taka mið af verð- lagsþróun,“ sagði þar m.a. Miðað við óbreyttan fjölda greið- enda mun lækkun útvarpsgjalds úr 17.800 kr. í 16.400 kr. um áramótin hafa í för með sér að innheimt út- varpsgjald lækkar úr 4 milljörðum í tæpa 3,7 milljarða, eða alls um 315 milljónir króna. Þessi lækkun og fyrirséð aukning rekstrarkostnaðar skýrir þá sviðs- mynd í nýju skýrslunni að 369 millj- óna tap geti orðið af rekstri RÚV á næsta ári, miðað við óbreytt útgjöld og án frekari aukningar í opinberum framlögum og án þess að LSR- skuldabréfið hverfi úr efnahag RÚV. Spá um tap líklega hófsöm Með hliðsjón af spá RÚV um vax- andi launakostnað og 70-90 milljón króna aukningu í rekstrarkostnaði vegna verðbólguþróunar verður það áskorun að halda útgjöldunum óbreyttum. Spá skýrsluhöfunda um 369 milljóna tap virðist því varfærin. Magnús Geir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki kæmi til greina að halli yrði af rekstri RÚV á næsta rekstrarári, sem nú byrjar frá og með 1. janúar, skv. tilkynningu frá RÚV í febrúar sl. Þess í stað yrði skorið niður. Hann sagði heimildir blaðsins fyrir því að 54 milljóna tap yrði á næsta ári, án frekari framlaga til RÚV, ekki vera réttar. Í árshlutauppgjöri vegna fyrri hluta árs 2015 er jafnframt vísað til úttektar á efnahag og framtíð- arhorfum RÚV sem endurskoð- unarfyrirtækið PwC vann fyrir stjórn RÚV vorið 2014. Þar hafi komið fram að félagið væri yfirskuldsett og gæti ekki staðið undir skuldbindingum sín- um að óbreyttu. LSR-skuldabréfið vægi þar þyngst. „Þá hefur Landsbankinn veitt und- anþágu frá lágmarkskröfu um eigið fé í lánaskilmálum þar sem eigið fé fé- lagsins var á síðasta ári komið undir tilgreint lágmark. Gildir undanþágan vegna reksturs félagsins á almanaks- árinu 2015. Í áritun endurskoðanda í síðasta ársreikningi kom fram að vafi léki á greiðsluhæfi félagsins,“ sagði þar jafnframt. Dýrt fyrir RÚV að spara ekki  Fyrrverandi útvarpsstjóri segir undanhald frá sparnaði skýra að hluta slæmar rekstrarhorfur RÚV  RÚV spáir minnkandi auglýsingatekjum  Ummæli núverandi útvarpsstjóra um lántökur gagnrýnd Uppsagnir og starfsmannafjöldi á RÚV Þróun rekstrargjalda hjá RÚV ohf. Heimild: RÚV 350 300 250 200 150 100 50 0 6.500 6.000 5.500 5.000 4.500 *Meðaltal stöðugilda hvers rekstrarárs skv. ársreikningum **Fjöldi stöðugilda eftir uppsagnir í lok nóvember 2013. 2007 07-08 10-11 13-1408-09 11-12 14-1509-10 12-13 15-16 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 317 340 307 302 298 305 297 216** 270 259 174 193 64 50 60 19 Stöðugildi* Uppsagnir á árinu 114 Samtals hópuppsagnir á tímabilinu milljónir 6.178 5.234 5.344 5.229 5.627 5.226 5.532 5.282 5.610 Páll Magnússon Fram kom á vef RÚV í gærkvöldi að fjármálaráðuneytið teldi RÚV hafa uppfyllt skilyrði vegna skilyrts aukaframlags til RÚV að fjárhæð 182 milljónir króna í ár. Byggist fréttin á svari ráðuneyt- isstjóra og skrifstofustjóra fjár- lagaskrifstofu ráðuneytisins við fyrirspurn RÚV. Sagt var að ráðuneytið teldi að upplýsingagjöf hefði verið með réttum hætti. Tilefnið eru þau um- mæli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, varaformanns fjárlaganefndar, að fulltrúar RÚV hafi veitt nefndinni rangar upplýsingar í málinu sl. vor. Spurður um frétt RÚV minnti Guðlaugur Þór á að ráðherranefnd um ríkisfjármál ætti eftir að taka aukaframlagið til afgreiðslu. Guðlaugur Þór telur að þrátt fyr- ir staðfestingu ráðuneytisins á að RÚV hafi uppfyllt skilyrði um hag- ræðingu hafi fjárlaganefnd verið gefnar rangar upplýsingar. Nánar er rætt við hann á mbl.is. Guðlaugur Þór stendur við ummæli varðandi framlagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.