Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015  20:00 Kælan mikla í Gamla bíói. Þessar ungu svartklæddu og götuðu stúlkur spila öskrandi töff „dark-wave“. 21.40 Kimono í Gamla bíói. Ís- lensk síðrokkssveit sem spilar auðvelda tónlist fyrir erfitt fólk.  22:10 Beach House í Silf- urbergi. Einn af hápunktum há- tíðarinnar.  23.30 Bo Ningen á Gauknum. Japönsk pönk-sýra.  23.50 East India Youth á NASA. Gríðarlega hress breskur raftónlistarmaður.  01.00 Gangly í Kaldalóni Hörpu. Nýjasta ofurgrúppa Ís- lands. Anna mælir með þess- um tónleikum í kvöld AF AIRWAVES Anna Margrét Björnsson amb@mbl.is Það var óvenjuhlýtt í veðri fyr-ir Iceland Airwaves þegarég hraðaði mér niður Hverf- isgötuna í átt að Gamla bíói snemma kvölds á fimmtudegi. Reyndar var hellirigning en borgin var sveipuð þessum ákveðna töfra- ljóma sem verður til á Iceland Airwaves. Kannski er það vegna þess að loksins verður borgin litrík- ari og stórborgarlegri þegar hún er uppfull af fólki sem maður hefur aldrei rekist á áður. Eða kannski er þetta bara dálítið eins og jólin, sagði einhver. Fyrstu tónleikar kvöldsins hjá mér voru Smurjón, sveit sem ég hafði aldrei séð áður en var mjög spennt að sjá þar sem þar gefur að líta hugarfóstur Harðar Bragason- ar, orgelleikara og tónskalds sem er þekktastur sem liðsmaður Appa- rat Organ Quartet. Með honum á sviði var mikill fjöldi tónlistar- manna, tíu manna skrautlegur hóp- ur, ef ég taldi rétt, skipaður með- limum úr U.X.I , Apparat Organ Quartet og Dj flugvél og geimskip á hinum ýmsu hljóðfærum. Flugvélin sjálf, Steinunn Harðardóttir, er eins og nafnið gefur til kynna dóttir Harðar og það fyrsta sem ég hugs- aði á tónleikunum var að ég vildi að ég væri fluga á vegg í þessari fjöl- skyldu. Lagasmíðarnar voru dásamlega absúrd og textarnir fjölluðu um viðfangefni eins og hundamat, geimkusk og fiskveiðar. Gleði hljómsveitarmeðlima smit- aðist til áhorfenda sem stóðu skæl- brosandi og hamingjusamir í saln- um. Frábær upplifun. Mr. Silla hefur lagt lokahönd á útgáfu plötu sem hún gefur út hjá 12 tónum á næstunni en hún dá- leiddi gersamlega áhorfendur í Gamla bíói með frumsömdu efni. Sigurlaug Gísladóttir var ýmist ein á sviði eða með eiginmanni sínum Tyler Ludwick sem er einnig hinn helmingur Mr. Silla. Einfalt sett, playback, trommur, söngur. Lögin voru gríðarlega persónuleg og til- finningaþrungin og engilfögur rödd Sillu nísti eins og hnífur inn að hjarta og snerist þar í sárinu. Ég hlustaði eitthvað á Mercury Rev þegar ég var unglingur og minnti að þeir væru töff. Arkaði því yfir í Hörpu þar sem fjöldi manns beið eftir að sjá þessa frægu banda- rísku jaðarokkssveit. Viðbrögð gesta í kringum mig voru misjöfn en þetta fangaði mig. Gríðarlega þéttur hljóðveggur og sveimandi tónar í átt að shoegaze og skyn- villu. Svartklæddi söngvarinn Jo- nathan Donahue var eins og leð- urblaka á miðju sviði þar sem hann reis upp úr reykmekkinum og blak- aði handleggjunum. Næstur á svið var hinn banda- ríski Father John Misty, öðru nafni Geimkusk, leðurblaka og kynþokkafullur predikari Í skýjunum Airwaves-gestir skemmtu sér vel í Hörpu og víðar í miðbænum. Josh Tillman. Hann var greinilega vinsælasti flytjandi kvöldsins og það mynduðust þéttar raðir upp tröppurnar að Silfurbergi sem erf- itt var að troðast í gegnum. Tillman klæddist svörtum jakkafötum með hárið í tagli og kassagítar yfir öxl- inni. Hann var eins og kynþokka- fullur bandarískur predikari þegar hann hóf tónleikana á laginu Ho- neybear sem er væntanlega hans þekktasta. Tillman er svakalega flottur performer, eitursvalur með allar sviðshreyfingar á hreinu. Og hvílík rödd. En svo fór eitthvað úr- skeiðis í hljóðkerfinu og úr varð einhverskonar allsherjar hátíðni sándfokk. Hljóðmaðurinn varð svakalega stressaður, og Tillman svakalega pirraður. „Iceland’s great,“ sagði hann og stuttu síðar gekk hann af sviðinu. Áhorfendur ókyrrðust en málum var reddað og hann birtist aftur og hálfpartinn fleygði sér í annað lag. Kraftmiklir tónleikar hjá áhugaverðum lista- manni. » Svartklæddisöngvarinn Jonat- han Donahue var eins og leðurblaka á miðju sviði þar sem hann reis upp úr reykmekkinum og blakaði handleggj- unum. Smurjón Hugarfóstur Harðar Bragasonar, orgelleikara og tónskálds. Morgunblaðið/Styrmir Kári Engilfögur „Lögin voru gríðarlega persónuleg og tilfinningaþrungin og engilfögur rödd Sillu nísti eins og hnífur inn að hjarta og snerist þar í sárinu,“ segir um tónleika Mr. Sillu í Gamla bíói í fyrrakvöld. Leðurblaka Söngvari Mercury Rev, Jonathan Donahue, í Silfurbergi. Flest þurfum við að kljást við eitthvað sem við vildum gjarnan breyta. Vöðvabólga eða liðverkir, þyngdarstjórnun, svefnleysi eða bakverkir. Það getur verið erfitt að stíga fyrstu skrefin ogmargir vita ekki hvernig er best að byrja á því að bæta heilsuna og auka vellíðan. www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Viltu láta þér líða betur? - Þín brú til betri heilsu FRÍ RÁÐGJÖ F BÓKAÐU T ÍMA Í SÍMA 560 1 010 OG VIÐ RÁÐ UM ÞÉR HEI LT UM NÆSTU SKR EF Í HEILSU RÆKT SPECTRE 2,5,6,8,9,11(P) JEM AND THE HOLOGRAMS 5 CRIMSON PEAK 10:30 SICARIO 8 HOTEL TRANSYLVANIA 2 2,4 PAN 2D 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar -The Times -The Gaussian -Telegraph SÝND Í 4K! POWERSÝNING KL. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.