Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
✝ Stefán Jóhannfæddist í
Reykjavík 17. sept-
ember 1937. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vestur-
lands á Akranesi 28.
október 2015.
Foreldrar Stef-
áns voru Sigurður
Einar Stefánsson f.
19.9. 1914, d. 13.9.
1974, og Vilborg
Sigurðardóttir, f. 5.8. 1909, d.
16.6. 1942.
Bróðir hans var Sigurður, f.
16.8. 1935, d. 16.12. 2000.
Stefán Jóhann kvæntist 11.7.
1959 Guðrúnu Alexandersdóttur
frá Stakkhamri, f. 14.8. 1935. For-
eldrar hennar voru Alexander
Guðbjartsson, f. 5.3. 1906, d. 23.4.
1968, og Kristjana Bjarnadóttir, f.
10.11. 1908, d. 25.11. 1982.
Stefán Jóhann og Guðrún eign-
uðust þrjú börn. 1) Magnús, bæj-
arstjóri og fyrrv. ráðherra og al-
þingismaður, f. 1.10. 1960,
eiginkona Sigrún Drífa Óttars-
dóttir, f. 9.6. 1965. Börn þeirra
Guðrún, f. 2.10. 1987, og Guð-
mundur, f. 10.6. 1991. 2) Vilborg
Lilja, deildarstjóri við Grunn-
skóla Snæfellsbæjar, f. 2.3. 1965,
félags Íslands 1968 og svæð-
isstjóri VÍS 1989-1998. Hann
starfaði sem skrifstofustjóri Fé-
lags-og skólaþjónustu Snæfell-
inga 2000-2009.
Stefán Jóhann vann alla tíð
ötullega að félagsmálum og sam-
félagsverkefnum. Hann sat fyrst
í stjórn UMF Reynis Hellissandi
15 ára, var gæslumaður Barna-
stúkunnar Ennisfjólu í Ólafsvík
1964-1978, í kirkjukór Ólafsvík-
urkirkju frá 1978 og í sókn-
arnefnd kirkjunnar þar sem
hann var um tíma formaður.
Stofnfélagi Rótarýklúbbs Ólafs-
víkur 1968. Starfaði lengi í UMF
Víkingi og sat í stjórnum félags-
ins, var í Björgunarsveitinni Sæ-
björgu og í slökkviliði Ólafs-
víkur, þar af slökkviliðsstjóri í
nokkur ár. Var virkur þátttak-
andi í félagsstarfi eldri borgara,
söng tenór í karlakvartettinum
Hinum síungu sem voru bæj-
arlistamenn Snæfellsbæjar 2013.
Stefán Jóhann var um árabil í
hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps
og bæjarstjórn Ólafsvíkurkaup-
staðar, var fyrsti forseti bæjar-
stjórnar 1982-1986 og vann að
sameiningu sveitarfélaganna í
Snæfellsbæ 1994. Stefán Jóhann
var virkur í Framsóknarflokkn-
um frá um 1960, var um árabil í
Miðstjórn flokksins og í framboði
fyrir flokkinn í alþingiskosn-
ingum 1991.
Útför Stefáns Jóhanns fer
fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag,
7. nóvember 2015, kl. 14.
eiginmaður Eiríkur
Leifur Gautsson, f.
23.10. 1968. Börn
þeirra Jóhann, f.
20.7. 1993, og Anna
Kara, f. 19.9. 1997.
Áður átti Vilborg
Lilja soninn Hilmar,
f. 15.6. 1988. 3) Sig-
ríður hjúkr-
unarfræðingur, f.
11.12. 1968, eig-
inmaður Halldór
Gunnar Ólafsson, f. 15.6. 1972.
Börn þeirra Guðrún Anna, f. 5.12.
1996, Páll, f. 18.3. 1999, og Ólaf-
ur, f. 7.6. 2003. Áður átti Guðrún
dótturina Kristjönu Halldórs-
dóttur húsmóður, f. 11.8. 1956,
eiginmaður hennar er Svanur
Aðalsteinsson, f. 1.7. 1954, börn
þeirra Stefán Jóhann, f. 25.4.
1978, og Agnes, f. 25.2. 1983.
Stefán Jóhann ólst upp á Hell-
issandi, flutti til Ólafsvíkur árið
1957 og nam húsasmíði, varð
húsasmíðameistari 1968 og vann
við fjölmargar bygginga-
framkvæmdir. Starfaði sem lög-
reglumaður 1963-1968, stofnaði
og rak Verslunina Vík 1968-1974
ásamt Vigfúsi Kr. Vigfússyni, rak
steypustöðina Bjarg 1974-1984.
Varð umboðsmaður Brunabóta-
Eftir samfylgd okkar feðga í 55
ár liggja margar minningar. Ég
var heppinn að eiga hann sem föð-
ur; mannkostir hans, hugarfar og
framganga öll hefur verið mér og
fjölskyldunni góð fyrirmynd. Við
fráfall hans leitar hugurinn yfir
farinn veg og þegar farið er yfir
lífshlaup hans er ótal margt sem
vert væri að nefna og halda til
haga.
Hann ólst að mestu upp á Hell-
issandi hjá Kristjönu ömmu sinni,
Lilju móðursystur og manni henn-
ar Magnúsi. Hann missti móður
sína af barnsförum þegar hann var
aðeins fjögurra ára gamall. Móð-
urmissirinn mótaði hann á sinn
hátt, undir niðri lá söknuðurinn
eftir móðurinni alla tíð.
Foreldrar mínir kynntust og
gengu í hjónaband árið 1959; þau
hafa átt einstaka, kærleiks- og
hamingjuríka samfylgd alla tíð frá
fyrstu kynnum. Þau hófu búskap í
Ólafsvík hjá vinum sínum Vigfúsi
og Herdísi í Bæjartúninu. Faðir
minn varð byggingarmeistari og
tilheyrði hópi öflugra manna sem
báru hitann og þungann af mikilli
uppbyggingu í Ólafsvík á 7. og 8.
áratug síðustu aldar, með miklum
framkvæmdum og stórhug.
Alla tíð gaf hann mikið af sér í
félagsstörfum og samfélagslegum
verkefnum. Honum var sérlega
umhugað um hag barna og ung-
menna og um árabil héldu foreldr-
ar mínir utan um blómlegt starf
barnastúkunnar. Hann var mikill
ungmennafélagsmaður og starfaði
mikið og lengi í UMF Víkingi og
HSH. Hann var mikill kirkjunnar
maður, söng um árabil í kirkjukór
Ólafsvíkurkirkju og lagði af mörk-
um mikið starf í þágu kirkjunnar.
Hann átti ánægjulegan tíma með
vinum sínum í kvartettinum Hinir
síungu, sem veitti mikla ánægju og
dýrmætan félagsskap. Þá má
nefna áralanga þátttöku hans í
stjórnmálum; hann var um árabil
fulltrúi í sveitarstjórn og ýmsum
nefndum sveitarfélagsins, auk
þess að vera lengi virkur félagi í
Framsóknarflokknum.
Fjölmargt mætti nefna um lífs-
hlaup föður míns. Hann var lifandi
dæmi um einstakling sem er sam-
félagi sínu dýrmætur á margan
hátt. Hann lagði mikið af mörkum
og tók mikinn þátt í lífi og starfi
samborgaranna, auk þess að beita
sér fyrir framförum og uppbygg-
ingu í sínu samfélagi. Hann lyfti
sjálfum sér aldrei yfir aðra né sló
sér upp á kostnað annarra, oft var
því öfugt farið. Hann var traustur
vinur.
Við fjölskyldan kveðjum nú ást-
kæran föður sem hefur alla tíð um-
vafið fjölskyldu sína ást, kærleika
og umhyggju. Hann barðist við ill-
vígan sjúkdóm, kveinkaði sér aldr-
ei og aðspurður sagðist hann alltaf
líða vel vel og hafa það gott þrátt
fyrir að við vissum betur. Hann
stundaði daglegar gönguferðir og
tók virkan þátt í samfélaginu fram
á síðasta dag. Hann lést á sjúkra-
húsinu á Akranesi umvafinn ást og
kærleika. Á sjúkrahúsinu naut
hann einstakrar alúðar starfsfólks
sjúkrahússins og fyrir það færi ég
hjartans þökk.
Við fjölskyldan munum njóta
minninga um einstakan mann, í
þeim felst fyrirmynd sem mun
varða lífsins veg hjá afkomendum
hans um ókomin ár. Ég þakka föð-
ur mínum samfylgdina og allt sem
hann hefur gefið mér og fjölskyldu
minni. Ég bið Guð að veita móður
minni og fjölskyldunni allri styrk í
sorginni og vaka yfir henni.
Magnús Stefánsson.
Elsku pabbi hefur fengið hvíld
eftir hetjulega baráttu við krabba-
meinið sem greindist í honum fyrir
rúmum sex árum. Hans beittasta
vopn í baráttunni var jákvæðni og
dugnaður. Það var lærdómsríkt að
fylgja honum í sjúkdómsferlinu
síðustu misserin. Hann var svo
lánsamur að hafa ástina sína hana
mömmu sér við hlið, það var ynd-
islegt að fylgjast með hve þau
studdu hvort annað af mikilli ástúð
og umhyggju. Þeirra lífssýn fólst í
því að gera gott úr öllu, taka því
sem að höndum bar af æðruleysi
og finna farsæla lausn á viðfangs-
efnum hversdagsins.
Minningarnar eru ótal margar
og góðar sem leita á hugann þegar
yndislegur vinur og frábær fyrir-
mynd fellur frá. Það var alltaf gott
að leita til hans ef við þurftum að-
stoð, jafnt á íþróttamóti sem ann-
ars staðar. Hann var algjör þús-
undþjalasmiður og gott að eiga
hann að hvort sem verkefnin voru
stór eða smá. Hann fann alltaf
lausnir á sinn jákvæða hátt.
Ég minnist pabba sem heiðar-
legs, ljúfs manns sem kastaði
sjaldan rýrð á fólk en sýndi mönn-
um og málefnum jafnan einlægan
áhuga, leit á samferðafólk sitt sem
vini sína, var vingjarnlegur í við-
móti og fékk það oftast endurgold-
ið. Þá var hann hugsjónamaður
sem taldi ekki eftir sér að leggja
ómældan tíma og orku í sjálfboða-
vinnu við hin ýmsu samfélagsverk-
efni.
Pabbi var alltaf ákveðinn í að
láta sjúkdóminn ekki stjórna lífi
sínu og sneri þannig vörn í sókn.
Hann stundaði sund, gekk lengri
og styttri vegalengdir úti í nátt-
úrunni, spilaði boccia með eldri
borgurunum og sinnti hlutverki
sínu í kirkjukórnum af miklum
metnaði, enda góður söngvari.
Hann söng í kvartett með Hinum
síungu vinum sínum, hann yngstur
en sá elsti 90 ára. Valentína hélt
hópnum saman með æfingum og
undirleik.
Sumarið 2010 örkuðum við
Laugaveginn ásamt yndislegum
hópi fólks á vegum Ferðafélags Ís-
lands. Ferðin tók fimm daga sem
eru með þeim bestu sem ég hef
upplifað. Að takast á við náttúruna
og njóta hennar á sama tíma, í
samvistum við þennan mikla bar-
áttujaxl. Sumarið 2011 tók hann
helgarfrí í miðri geislameðferð og
rölti með okkur Fimmvörðuháls-
inn, tveggja daga ferð sem endaði í
Þórsmörk þar sem mamma tók á
móti okkur ásamt fríðu föruneyti.
Í miðri krabbameinsmeðferð
árið 2013 var leitað eftir þátttöku
pabba í alþjóðlegu rannsóknar-
verkefni sem miðar að framleiðslu
lyfja við krabbameini. Í samráði
við ástina sína tók hann fyrstur Ís-
lendinga ákvörðun um þátttöku í
verkefninu, með það að leiðarljósi
að láta gott af sér leiða. Verkefninu
fylgdu aukin ferðalög til Reykja-
víkur, ásamt allskyns óþægindum
og óvissu. Ég er mjög stolt af þátt-
töku hans í því.
Öllu því góða fólk sem hefur
stutt foreldra mína í veikindaferl-
inu færi ég bestu þakkir. Það er
ómetanlegt að eiga góða að og gott
viðmót er ígildi bestu lyfja.
Fyrir hönd Eiríks og fjölskyldu
okkar færi ég hjartans þakkir fyrir
allt, elsku pabbi, minningin um
kærleiksríkan og vandaðan mann
mun lýsa okkur veginn í framtíð-
inni.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill en við stöndum þétt við bak-
ið hvert á öðru hér eftir sem hing-
að til.
Þín dóttir,
Lilja.
Ástkær tengdafaðir minn, Stef-
án Jóhann Sigurðsson, er fallinn
frá eftir erfið veikindi. Hann hefur
alla tíð verið mér eins og pabbi, allt
frá æskuárum mínum þegar við
Lilja vorum óaðskiljanlegar vin-
konur og síðar þegar hann var orð-
inn tengdafaðir minn. Jói, eins og
hann var kallaður, hefur alltaf sýnt
börnum og unglingum einstaka al-
úð. Hann og Guðrún sáu um starf
Barnastúkunnar Ennisfjólu þegar
ég var barn og það var okkur
krökkunum mikils virði, mikið
gaman og mikið fjör. Sem barn og
unglingur fékk ég alltaf að vera
með Jóa og Guðrúnu og þeirra
börnum á sundmótum og íþrótta-
mótum, ég var eins og ein af fjöl-
skyldunni. Jói skynjaði alltaf ef
eitthvað var ekki í lagi, þá kom
hann til aðstoðar og hélt utan um
mig, hann stóð alltaf eins og klett-
ur við bakið á mér og okkur krökk-
unum.
Ég þakka Jóa tengdapabba fyr-
ir allt. Hann hefur alla tíð verið
fjölskyldunni stoð og stytta, alltaf
sýnt okkur og börnunum einstaka
alúð og stuðning, það er ómetan-
legt.
Guð blessi minningarnar um
einstakan og góðan mann, minn-
ingar sem munu lifa með okkur til
framtíðar.
Drífa.
Sjúkrastofan er full af áhyggju-
fullum elskandi aðstandendum.
Fársjúkur maðurinn liggur og sef-
ur djúpum svefni. Öllum er ljóst í
hvað stefnir. Tilhugsunin er vond
en því miður óhjákvæmileg í ljósi
aðstæðna. Síðan opnar Jói augun.
Aðstandendur ná loksins sam-
bandi við hann og spyrja um líðan
og hvort eitthvað sé hægt að gera
fyrir hann? „Nei, það er allt í lagi
með mig,“ er svarað veikum mætti
og síðan nikkað með gamalkunn-
um hætti. Síðan færist hinn djúpi
svefnhöfgi aftur yfir.
Þessi sviðsmynd lýsir í raun
tengdaföður mínum vel. Hann var
ekki maður sem bjó til mikil
vandamál. Hann var maður sem
alltaf var með lausnir á reiðum
höndum og skipti þá nánast ekki
máli hvert viðfangsefnið var. Hann
tók að sér að smíða og laga alla
mögulega hluti og losa barnabörn
undan „flugeldafælni“ svo eitthvað
sé nefnt.
Líklega hefur hann þurft að
vera úrráðagóður þegar hann
starfaði við löggæslu í Ólafsvík á
þeim árum sem vetrarvertíðir
stóðu undir nafni. Þá var líf í tusk-
unum en aldrei slitnaði tala í skyrt-
unni hjá Jóa löggu. Hann hafði lag
á að tala menn til.
Æðruleysi, jákvæðni, prúð-
mennska og lífsgleði voru honum í
blóð borin og því hafði hann æv-
inlega hlýja og þægilega nærveru.
Ég er sannfærður um að þessir
eiginleikar bættu nokkrum árum
við ævi Jóa eftir að hann byrjaði
glímuna við ólukkans krabbamein-
ið.
Kannski bjó hann yfir þessum
góðu eiginleikum einfaldlega af því
að það var honum nauðsynlegt frá
unga aldri. Það hefur örugglega
ekki verið einfalt fyrir tæplega
fimm ára snáða að þurfa að sjá á
eftir móður sinni. Hann var hepp-
inn að lenda hjá góðu fólki.
Framkvæmdagleði var mjög rík
í Jóa. Hann var alltaf með einhver
verkefni í gangi og eflaust hafa
flest félagasamtök í Ólafsvík notið
krafta hans á einhvern hátt í gegn-
um tíðina. Honum var annt um
samfélag sitt og sýndi það svo
sannarlega í verki.
Einstaklega skemmtilegt var að
fá tækifæri til þess að ganga bæði
Laugaveginn og yfir Fimmvörðu-
háls með Jóa. Ég veit að hann hafði
sjálfur mjög gaman af þessum
ferðum og ótrúlegt var að upplifa
kraftinn í manninum sem þá var
byrjaður að kljást við krabbamein-
ið. Honum var svo sannarlega ekki
fisjað saman.
Ekki er hægt að minnast Jóa án
þess að nefna söng. Kannski er
hægt að halda fram að hann hafi
sungið sig í gegnum lífið. Unaðs-
legt var að fylgjast með starfi
þeirra „Síungu“ enda gefnir út
geisladiskar og hvergi slegið af
þrátt fyrir nokkuð háan meðalald-
ur kvartettmeðlima. Kirkjukór
Ólafsvíkur hefur eflaust misst mik-
ið enda notið krafta hans í áratugi.
Nú syngur Jói í Sumarlandinu.
Kæra tengdafjölskylda, missir
okkar er mikill. Stórt skarð hefur
verið höggvið í hópinn. Skarð sem
við með samheldni verðum að
reyna að fylla. Stefán Jóhann var
einstakur maður og sem betur fer
eigum við öll dásamlegar minning-
ar til þess að hjálpa okkur í sorg-
inni.
Takk fyrir mig.
Halldór Gunnar Ólafsson.
Elsku afi minn, ég kveð þig með
miklum söknuði. Ég er stoltur af
því að hafa átt þig sem afa því betri
maður er vandfundinn. Ég þakka
þér fyrir allt sem þú kenndir mér
og gafst mér, alltaf varstu fullur af
kærleika og væntumþykju og vildir
alltaf að okkur í fjölskyldunni
gengi sem best. Þú varst minn
helsti stuðningsmaður í fótboltan-
um og vildir alltaf vera upplýstur
reglulega um hvernig mér gengi og
hvað ég ætlaði að gera í næsta leik.
Fyrir það er ég þér afar þakklátur.
Þú varst ofurhetja og um leið
hörkutól. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með því hvernig þú tókst á
við veikindin sem þú glímdir við.
Ég mun hugsa til þín og reyna að
læra af því hvernig þú tókst á við
lífið, með því að hugsa jákvætt og
uppbyggilega og leita lausna á mál-
um sem upp koma. Elsku afi minn,
ég elska þig og lofa að hugsa vel um
ömmu og alla í fjölskyldunni. Ég á
margar góðar minningar um þig,
sem ég mun varðveita og hafa sem
leiðarljós. Guð varðveiti þig og all-
ar minningarnar um þig, afi minn.
Ég minnist þín með kökk í hálsi,
mun sakna þín um ókomna tíð.
Nú flýgur þú syngjandi engill minn frjálsi,
rödd þin svo fögur og blíð.
Guðmundur og Thelma Björk.
Elsku afi minn er nú farinn frá
okkur. Eftir sitja margar góðar
minningar sem ótrúlega gott er að
rifja upp þegar sorgin bankar upp
á.
Síðasta skiptið sem ég talaði við
afa í síma var á afmælisdaginn
minn 2. október. Þá gerði hann eins
og hann hefur gert alla mína af-
mælisdaga, söng fyrir mig afmæl-
issönginn. Það verður skrýtið að fá
engan söng frá honum næst þegar
ég á afmæli, símtölin frá honum og
ömmu voru fastur punktur á af-
mælisdeginum.
Þegar ég hugsa um hann afa
minn kemur fyrst í huga mér já-
kvæðni. Næst á eftir eru það gleði,
vinátta og ósvikin umhyggja. Hann
var einn af þessum sem kyssti
mann beint á kinnina frekar en að
leggja kinn sína við mína og kyssa
út í loftið.
Hann var alltaf tilbúinn að leyfa
okkur krökkunum að vera með í
því sem hann gerði. Hann kenndi
mér á smíðaverkfærin sem voru úti
í bílskúr, kenndi mér að hreinsa
beðin úti í garði og smitaði út frá
sér garðyrkjuáhuganum. Hann
varð fyrstur manna til að fara út í
snjóinn og búa til snjóhús bakvið
Engihlíð 8. Með hans hjálp urðu að
veruleika þvílíkar snjóhallir með
göngum og mörgum herbergjum,
okkur krökkunum til ómældrar
gleði. Það var ekki langt í leikinn
hjá honum afa, alltaf svo léttur í
lund.
Afi minn, þú varst einstakur
maður sem ég mun alltaf hugsa til
með hlýhug. Þú verður alltaf mín
fyrirmynd þegar kemur að já-
kvæðni og hlýleika. Það er dýr-
mætt að hafa fengið að alast upp
með þig nálægt. Ég verð alltaf
þakklát fyrir það.
Ég veit að þú, afi minn, trúðir
því að þú færir á betri stað þegar
veru þinni hjá okkur væri lokið.
Hver veit nema að texti lagsins
Heimkoman endurspegli það sem
þú hefur nú upplifað á nýja staðn-
um, en þetta lag minnir mig alltaf á
þig.
Já, þau taka öll mér aftur
opnum örmum
og með tár á hvörmum
er kem ég heim í kæra dalinn minn.
Takk fyrir allt, afi minn, hvíldu í
friði.
Guðrún Magnúsdóttir.
Elsku afi minn.
Það var svo gott að koma til ykk-
ar ömmu. Ég kom stundum og var
einn hjá ykkur í nokkra daga. Það
var alltaf svo gaman því að ég og þú
fórum á hverjum degi saman í
sund. Þegar ég átti að fara að sofa á
kvöldin og var á dýnu hjá ykkur
ömmu sagðir þú mér alltaf svo
skemmtilegar sögur af Bárði Snæ-
fellsás. Stundum söngstu lög fyrir
mig og Maístjarnan er ofarlega í
huga. Þú varst mjög fróður um allt
mögulegt og sýndir mér staði sem
atburðirnir höfðu gerst á. Einnig
kenndir þú mér svo margt sem ég
vissi ekki, t.d. um jólin og páskana.
Þegar þú fórst í gönguferðir
bauðstu mér alltaf með og stund-
um fór amma líka. Þá spjölluðum
við um allt milli himins og jarðar.
Þetta sýnir hvað þú varst yndis-
legur maður og afi. Ég á aldrei eftir
að gleyma hvað þú varst alltaf já-
kvæður. Hér er ljóð um þig sem ég
skrifaði fyrir nokkrum árum sem
lýsir þér mjög vel.
Afi í Ólafsvík
Hann afi minn í Ólafsvík
er rosalegt íþróttafrík.
Þó hann sé veikur
þá er hann ekkert smeykur.
Þegar við erum saman
þá er alltaf gaman.
Hann er alger töffari
ég vona að krabbameinið fari.
Elsku afi, ég sakna þín svo mik-
ið. Þú munt alltaf verða mín fyr-
irmynd. Ég vona að þér líði vel á
nýjum stað.
Þinn
Ólafur Halldórsson (Óli).
Jæja, elsku afi, nú er þinn tími
með okkur á enda og vil ég því
byrja á að þakka þér fyrir allt það
sem þú varst fyrir mér. Það eru
nefnilega ekki allir eins heppnir og
Stefán Jóhann
Sigurðsson
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann