Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
Nú standa yfir rétt-
arhöld vegna ætlaðra
mistaka við umönnun
sjúklings á gjörgæslu-
deild Landspítalans
sem talið er að hafi
leitt til dauða viðkom-
andi. Þessi réttarhöld
eru að mati grein-
arhöfundar óþörf og
gera ekkert annað en
að auka refsingu þess
starfsmanns sem á í
hlut. Þegar andlát ber að með vo-
veiflegum hætti ber lögreglu skylda
til að rannsaka málavexti. Saksókn-
ari tekur síðan ákvörðun um hvort
höfða skuli mál eður ei. Ef rann-
sókn leiðir í ljós að ekki hafi verið
um ásetningsbrot eða vítavert gá-
leysi að ræða er fráleitt að gefa út
ákæru í máli sem þessu. Ef lög
kveða á um annað
verður að breyta þeim
á þann hátt að starfs-
menn séu refsilausir
þegar mistök eiga sér
stað í heilbrigðiskerf-
inu. Hins vegar er rétt
að aðstandendur sjúk-
lings geti sótt bætur á
hendur ríkinu fyrir
hönd Landspítalans
þegar mistök eiga sér
stað.
Í fréttaflutningi af
umræddu máli hafa
birst myndir af þeim einstaklingi
sem ákærður er í málinu. Andlit
viðkomandi er að vísu hulið og
myndbirtingarnar þjóna því ekki
þeim tilgangi að viðkomandi þekk-
ist. Þær eru því gagnslausar. Þær
auka aðeins á angist einstaklingsins
og salti er núið í stórt sár. Mynd-
birtingarnar eru viðkomandi fjöl-
miðli til vansa og ekki annað hægt
en að fordæma þær harðlega.
Myndirnar eru teknar í dómhúsi
Héraðsdóms Reykjavíkur. Það sæt-
ir furðu að á árinu 2015 skuli enn
vera leyft að taka myndir í dóm-
húsum. Myndatökur í dómhúsum
ættu skilyrðislaust að vera bann-
aðar að lögum. Þær trufla vinnufrið
og valda aðilum óþarfa miska og
hugarangri. Greinarhöfundur hefur
sjálfur reynslu af því þegar grun-
aður aðili reyndi að ráðast að ljós-
myndara sem tók myndir af honum
í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavík-
ur. Tekið skal fram að viðkomandi
hafði verið rólegur og kurteis að
öllu leyti fram að því að ljósmynd-
arinn birtist og hóf að taka myndir.
Myndatökur í dómhúsum landsins
eru tímaskekkja. Nú þegar umræða
um persónuvernd verður sífellt há-
værari skýtur skökku við að
myndatökur í dómhúsum skuli ekki
falla undir lög um persónuvernd og
af þeirri ástæðu bannaðar.
Ég leyfi mér að beina því til
Ólafar Nordal, innanríkisráðherra,
að vinnu við löggjöf um myndatök-
ur í dómhúsum verði hraðað og
þær bannaðar í og við dómhús
landsins.
Að lokum er rétt að minna á að
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Eftir Ingólf Bruun » Þessi réttarhöld eru
að mati greinarhöf-
undar óþörf og gera
ekkert annað en að auka
refsingu þess starfs-
manns sem á í hlut.
Ingólfur Bruun
Höfundur er leiðsögumaður og fyrrv.
rannsóknarlögreglumaður.
Um mistök heilbrigðisstarfsmanna
og myndatökur í dómhúsum
Fyrir nokkrum árum
var ég staddur í ónafn-
greindu sjarmerandi
Afríkulandi, í borg þar
sem markaðirnir ilma af
kryddum og dagurinn
hefst við óminn af
bænakallinu. Þar hitti
ég sjarmörinn hann Yo-
ussef.
Strax á fyrsta stefnu-
móti kolféll ég fyrir
honum, og hann fyrir mér. Ekki leið á
löngu þar til að rann upp fyrir okkur
Youssef að við ættum samleið. Höf-
um við verið óaðskiljanlegir alla tíð
síðan (ef undan eru skilin nokkur
rifrildi, eins og gengur og gerist).
Eftir um það bil tveggja ára sam-
búð fann Youssef óvænt litla, rauða
öskju neðst í boxi af frönskum frá Ar-
býs, og í öskjunni leyndist hringur.
Nokkrum mánuðum síðar skutumst
við til Íslands og giftum okkur í Dóm-
kirkjunni á fallegum sumardegi.
Síðan við kynntumst höfum við Yo-
ussef búið hér og þar úti í heimi, bæði
vegna náms, starfa og ævintýraþrár.
Það var af og frá að ætla að dvelja
áfram í fæðingarlandi hans því þar er
ofbeldi og ofsóknir í garð samkyn-
hneigðra daglegt brauð og samband
okkar kolólöglegt. Reglulega berast
þaðan fréttir af handtökum og þung-
um dómum yfir samkynhneigðum
karlmönnum og með hverju miss-
erinu virðast harðlínumenn vera að
ná sterkari tökum á samfélaginu.
Youssef er þjakaður af heimþrá, en
á ekki með góðu móti afturkvæmt til
fæðingarlandsins. Þar
bíður hans nefnilega
bréf um að koma í við-
tal á næstu lög-
reglustöð. Það var bara
nýlega að við komumst
að því að það var ætt-
ingi Youssefs sem hafði
klagað því í yfirvöld að
hann er samkyn-
hneigður. Það er ekki
þorandi að taka á því
sjensinn að hann lendi
bak við lás og slá, svo
Youssef snýr ekki aftur
á æskuslóðir í bráð.
Þetta lagði hann á sig til að vera
með mér.
Við sjáum samt eina leið fyrir Yo-
ussef að geta einn daginn heimsótt
móður sína, vini og aldraða ömmu.
Ferðalagið ætti að vera mögulegt ef
Alþingi fellst á að veita honum ís-
lenskan ríkisborgararétt. Sjarm-
erandi Afríkulandið virðist nefnilega
sjá í gegnum fingur sér með það þeg-
ar samkynhneigðir Vesturlandabúar
líta við. Það kæmi sér of illa fyrir
tekjur ferðaþjónustunnar að ætla að
handtaka alla evrópsku og banda-
rísku hommana sem streyma þar inn
með öðrum túristum, með veskin full
af seðlum.
Þurfum við Youssef því að senda
beiðni til Alþingis tvisvar á ári, upp á
von og óvon um að þingmönnunum
þyki hann orðinn nógu íslenskur til
að verðskulda að fá íslenskt ríkisfang
með lögum.
Breyta þarf lögunum
En ef ég væri franskur, belgískur,
hollenskur, portúgalskur, eða ítalsk-
ur væri þetta ekki vandamál. Þá væri
Youssef búinn að fá, eða væri við það
að fá, sama ríkisborgararétt og ég.
Þá væru aðstæður okkar allt aðrar,
ekki bara hvað snýr að ferðum Yo-
ussefs á heimaslóðir, heldur yrði líka
allt mun léttara hvað snýr að vinnu,
námi, ferðalögum og fjölskylduplön-
um.
Íslensku lögin gera þá kröfu að er-
lendur maki Íslendings búi á landinu
í þrjú ár að lágmarki til að geta feng-
ið ríkisborgararétt. Frakkland,
Belgía, Holland, Ítalía og Portúgal
gera ekki þessa sömu búsetukröfu.
Þar fær erlendi makinn ríkisborg-
araréttinn þegar hjónabandið hefur
varað í tiltekinn árafjölda, þó parið
búi utan landsteinanna. Raunar gildir
það um velflest vestræn lönd að bú-
setukrafan er ekki jafn afdráttarlaus
og á Íslandi.
Ég held það væri óhætt að rýmka
ákvæði íslenskra laga, afnema bú-
setukröfuna, og hleypa erlendum
mökum Íslendinga greiðar undir það
hlýja og mjúka Álafossteppi sem það
er að geta kallað sig íslenskan rík-
isborgara.
En af hverju búum við Youssef
ekki einfaldlega á Íslandi, og tökum
út þessi þrjú ár svo hann fái rík-
isborgararéttinn? Fyrir því eru ýms-
ar ástæður. Ræturnar liggja til Ís-
lands en greinarnar blómstra úti í
heimi. Ég er svo heppinn með vinnu
að við eigum þess kost að lifa áhuga-
verðu og alþjóðlegu lífi. Þá á Youssef
eftir að klára að mennta sig og gæti,
eins og staðan er, hvorki fundið nám
né vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Við
höfum ákveðin plön, og sennilega
fimm eða sex ár þangað til að fer að
verða tímabært að setjast að á Ís-
landi.
Eflaust eru margir aðrir í sömu
sporum; Íslendingar sem máski hafa
menntað sig erlendis, byggt upp
rekstur eða klórað sig upp met-
orðastigann í fjarlægu landi, eignast
þar maka, börn, hund og flatskjá. Til
að fá þau réttindi sem eru svo auð-
fengin fyrir erlenda maka Frakka
eða Ítala þurfa þessir íslensku heims-
borgarar að koma róti á líf allra
heimilismeðlima, og taka út lág-
marksvistina á Íslandi til að full-
nægja bókstaf laganna.
Ég held það sé úrelt nálgun á 21.
öld að láta ríkisborgararétt erlendra
maka miðast við að þeir hafi dvalið
svo og svo marga daga í íslenskri
efnahagslögsögu. Ég held það sé
óhætt að breyta íslensku lögunum
svo reglurnar verði líkari því sem
tíðkast í löndunum sem ég nefndi hér
að framan. Það myndi breyta miklu
fyrir okkur Youssef, og fyrir aðrar ís-
lenskar fjölskyldur hér og þar um
heiminn sem eru í sömu sporum.
Réttur eiginmaður með rangt vegabréf
Eftir Ásgeir
Ingvarsson »Ef ég væri franskur,
belgískur, hol-
lenskur, portúgalskur,
eða ítalskur væri þetta
ekki vandamál. Þá væri
Youssef búinn að fá, eða
væri við það að fá, sama
ríkisborgararétt og ég.
Ásgeir Ingvarsson
Höfundur er blaðamaður.
asgeirti@gmail.com
Glæsilegt úrval af
fallegum vörum
fyrir heimilið
aff.is
Concept
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Oddfellow-skálin
Önnur lota um Oddfellow-skálina
var spiluð á mildu mánudagskvöldi.
Sautján pör mættu til leiks og
styrktu félagsauðinn.
Helgi Gunnari Jónson og Hans
Óskar Isebarn leiddu mótið og end-
uðu þeir í tæplega 60% skori og
tóku heim verðlaun kvöldsins.
Úrslit kvöldsins, meðalskor 168
stig.
Helgi G. Jónsson - Hans Óskar Isebarn 200
Guðm. Ágústss - Ingimundur Guðmss. 194
Björn Guðbjörnss. - Sturla G. Eðvarðss. 190
Ásgeir Ingvi Jónss. - Sigurður G. Ólafss.
188
Jóhannes Sverriss. - Óskar Karlsson 187
Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 186
Efstu pör í keppni um Oddfellow-
skálina eru:
Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 422
Guðm. Ágústsson - Brynjar Níelsson 396
Jóhannes Sverriss. - Óskar Karlsson 369
Helgi G. Jónss. - Hans Óskar Isebarn 366
Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 354
Alls hafa 20 pör spilað í mótinu og
gilda fjögur af sex bestu skorunum
til skálarinnar.
Næst verður spilað 7. desember.
Fjölmenni í Gullsmára
Góð þátttaka var í Gullsmára
mánudaginn 2. nóvember.Spilað
var á 14 borðum (28 pör). Úrslit í
N/S:
Ragnar Jónsson - Arnar Arngrímss. 334
Pétur Antonsson - Guðl. Nielsen 299
Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjarts.
295
Guðm. Pálss. - Sveinn Símonarson 294
A/V
Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 305
Kristinn Pedersen - Rúnar Sigurðss. 299
Gunnar M. Hansson - Hjörtur Hanness. 290
Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 290
Bridsfélögin á Suðurnesjum
Önnur umferð í þriggja kvölda
tvímenningi var spiluð sl. miðviku-
dag. Karl G. Karlsson og Guðjón
Svavar Jensen unnu kvöldið með
57,3% skor. Þorgeir Ver Halldórs-
son og Garðar Þór Garðarsson urðu
í öðru sæti með 56,7% og Arnór
Ragnarsson og Gunnlaugur Sævars-
son þriðju með 54,8%.
Þegar einu kvöldi er ólokið er
staða efstu para þessi (% skor):
Arnór - Gunnlaugur 61,8
Oddur Hanness. - Sigurj. Ingibjörnss. 58,15
Garðar Garðarsson - Gunnar Guðbjörnsson
og Óli Þór Kjartansson 53,3
Lokakvöldið er nk. miðvikudag í
félagsheimilinu á Mánagrund kl. 19.
Íslandsmót eldri spilara
Íslandsmót eldri spilara í tví-
menningi verður haldið laugardag-
inn 14. nóvember og hefst kl. 11.
Skráning stendur yfir og þurfa
keppendur að vera 50+ ára og sam-
anlagður aldur parsins 110 ára.
Ríkjandi Íslandsmeistarar eru
Hjálmar S. Pálsson og Jörundur
Þórðarson.
Síma- og netfyrirtækin selja allskonar þjón-
ustu sem erfitt er fyrir neytendur að henda
reiður á eða að fá skilgreiningu á hvað raun-
verulega er verið að kaupa. Þetta á ekki síst við
um þá sem ekki hafa sérþekkingu á þessari
þjónustu eða vöru. Kaupandinn verður bara að
greiða uppsetta reikninga án múðurs.
Best væri að hið opinbera væri með vissa
lágmarksþjónustu varðandi síma- og netþjón-
ustu gegn hóflegu gjaldi.
Þeir sem þurfa og vilja hafa meiri þjónustu
varðandi framangreinda vöruflokka gætu þá
keypt slíka þjónustu hjá einkafyrirtækjum,
sem yrðu væntanlega með víðtækari þjónustu
sem og meira vöruval.
Nú er það að minnsta kosti þannig að fólk
stendur uppi varnarlítið gegn himinháum
reikningum sem berast oft fyrir framangreinda
þjónustu. Almennir símareikningar hafa t.d.
hækkað mikið undanfarin ár.
Hið sama á við um póstdreifingu eftir að
pósturinn var gerður að ohf.
Síma- og netnotandi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Háir síma- og netreikningar
Skósími Fáum sögum fer af
reikningum í skósíma Smart
spæjara.
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga
- með morgunkaffinu